Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 14

Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Raðaðu saman þínum skáp Framleitt í eik nat, hvítaðri eik og svertuð eik vfs.is SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is EIN RAFHLAÐA + öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn SVIÐSLJÓS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það vakti athygli á dögunum þegar Jóhann Karlsson, sem hélt upp á 73 ára afmælið í júní, hljóp hálf- maraþon í Suzuki-miðnæturhlaup- inu á einni klukkustund og 39 mín- útum. Sigurður P. Sigmundsson, fyrr- verandi Íslandsmethafi í maraþoni og hálfmaraþoni í um aldarfjórðung, segir Jóhann meðal fremstu lang- hlaupara á Norðurlöndum í sínum aldursflokki. Það sé sjaldgæft að svo fullorðinn maður hlaupi á svo miklum hraða í langhlaupum. „Það er orðið algengt að menn séu vel á sig komnir og frambærilegir fram yfir sextugt. Svo fer líffræðin að segja til sín og margir dala hratt eftir 65 ára aldurinn. Þá er elli- kerling komin til sögunnar,“ segir Sigurður um eldri hlaupara. Jóhann sé undantekning frá þess- ari almennu reglu. Þar fari létt- byggður og fljótur hlaupari sem standist yngri mönnum snúning. Í öðru sæti í Amsterdam Sigurður hefur haldið úti afreka- skrá á hlaup.is og fletti upp, að beiðni Morgunblaðsins, ýmsum af- rekum Jóhanns á ferlinum. Árið 2009 hafi Jóhann, þá 61 árs, náð öðru sæti í sínum aldursflokki í Amsterdam-maraþoninu á 3:11:44 klst. Sama ár hafi Jóhann einnig sett Íslandsmet í sínum aldursflokki í 10 km og hálfmaraþoni auk þess að ná besta árangri 60 ára og eldri á Laugaveginum á 5:31:03 klst. „Árið 2018 stórbætti Jóhann Ís- landsmetin í aldursflokknum 70-74 ára. Hljóp 10 km á 43:25 mín. í Ár- mannshlaupinu og maraþonvega- lengdina á 3:29:04 klst. í Þriggja landa hlaupinu. Jóhann hefur sýnt ótrúlega seiglu við æfingar en hann lenti í alvarlegum veikindum fyrir nokkrum árum,“ segir Sigurður. Fyrst sé getið um Jóhann á afrekaskrá er hann hljóp 10 km á 46:54 mín. í Reykjavíkurmaraþoninu árið 1998, þá 50 ára gamall. „Ég held ég hafi fyrst tekið eftir honum í Reykjavíkurmaraþoninu 2001 er hann hjóp 10 km á 41:10 mín. Þótt það væri góður tími hjá 53 ára manni dugði það aðeins í 15. sætið á afrekaskrá frá upphafi í flokki karla 50-54 ára í 10 km. Þetta var hins veg- ar aðeins byrjunin hjá Jóhanni. Annar besti tíminn frá upphafi Hann hljóp hálfmaraþon á 1:27:39 klst. í Brúarhlaupi Selfoss 2004, þá 56 ára gamall. Það var þá annar besti tíminn sem náðst hafði á þeirri vega- lengd í flokki 55-59 ára. Setur svo Ís- landsmet í hálfmaraþoni í flokki 60- 64 ára á 1:32 klst. í Akraneshlaupinu árið 2009. Áður hafði hann sett Ís- landsmet í maraþoni í flokki 55-59 ára er hann hljóp á 3:08:32 klst. í Stokkhólmi árið 2005 sem hann bætti árið eftir í 3:06:24 klst. í Kaup- mannahöfn. Á þessum árum var Jó- hann búinn að hasla sér völl sem besti maraþonhlaupari meðal öld- unga á Íslandi,“ segir Sigurður. Íslandsmet í hálfmaraþoni „Árið 2009 hljóp hann í Lauga- vegshlaupinu á frábærum tíma eða á 5:31:03 klst. en það er 53,5 km. Næstu ár bar lítið á Jóhanni í götuhlaupum. Árið 2014 setti hann Íslandsmet í flokki 65-69 ára í 10 km er hann hljóp á 42:43 mín. í Reykja- víkurmaraþoni. Því næst tók hann metið af Jóni Guðlaugssyni í hálf- maraþoni í þeim aldursflokki er hann hljóp á 1:33:26 í Reykjavík- urmaraþoninu árið 2015, þá orðinn 67 ára. Afrek hans í flokki 70-74 ára í langhlaupum frá árinu 2018 eru síð- an einstök hér á landi. Tímar hans á öllum vegalengdum eru svo langtum betri en áður hefur þekkst hér á landi. Það er merkilegt þar sem hann byrjaði ekki að stunda langhlaup fyrr en um fimmtugt. Þeir sem eru núna bestir á aldrinum 60-64 ára, og hafa verið að tína upp metin hans í þeim aldursflokki, eiga flestir bak- grunn sem íþróttamenn og hafa farið í gegnum skipulagðar æfingar á yngri árum. Þeir hafa kannski hrað- ann umfram Jóhann en seiglan er hans. Hann er ótrúlega góður að halda jöfnum hraða og þeir yngri munu þurfa mikið til ef þeir ætla að ná árangri hans í flokkum 65 ára og eldri,“ segir Sigurður. Einn sá fremsti á Norðurlöndum - Hlauparinn Jóhann Karlsson, sem varð 73 ára í sumar, er í sérflokki í langhlaupum í sínum flokki - Fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþoni segir Jóhann í fremstu röð öldunga á Norðurlöndunum Ljósmynd/Kristófer Þorgrímsson Á fullri ferð Jóhann Karlsson, fyrir miðju, í Suzuki-miðnæturhlaupinu 24. júní síðastliðinn. Til vinstri er Þorleifur Þorleifsson en til hægri Rúnar Sigurðsson. Jóhann var fyrstur í mark 70 ára og eldri og fjórði hjá 60 ára og eldri. Var lengi methafi » Sigurður P. Sigmundsson átti Íslandsmet í maraþoni í 26 ár og Íslandsmet í hálfmara- þoni í 25 ár þar til Kári Steinn Karlsson sló bæði met 2011. » Sigurður starfar nú sem hagfræðingur. Sigurður kveðst aðspurður sannfærður um að Jóhann myndi vera á verðlaunapalli í sínum aldursflokki á Norð- urlandamótum í vegalengdum frá 10 km upp í maraþon. „Ég athugaði norsku aldursflokkametin, en Norð- menn eru mjög framarlega í íþróttum öldunga. Norska metið í flokki 70-74 ára í 10 km hlaupi á braut er 40:57,2 og 46:00,9 í flokki 75-79 ára. Jóhann færi létt með síð- ara metið eftir tvö ár, ef að líkum lætur. Norðurlanda- mót öldunga fer fram annað hvert ár, næst 2022, og væri sannarlega gaman að sjá Jóhann þar í langhlaup- unum. Hann myndi jafnframt vera í fremstu röð á Evrópumeistaramóti öldunga og framarlega á heimsmeistaramóti öldunga. Margir Íslendingar hafa tekið þátt í þessum mótum í gegnum árin, oft með góðum árangri,“ segir Sigurður. Hlaupari á heimsmælikvarða ÁRANGUR JÓHANNS Í ERLENDUM SAMANBURÐI Sigurður P. Sigmundsson Magnús Barðdal hefur verið ráðinn í starf verkefn- isstjóra fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Um er að ræða tímabundið verkefni sem skilgreint var sem áhersluverkefni ár- anna 2020-2021 en hefur nú verið framlengt til hausts 2022, segir í tilkynningu. Markmið verkefnisins er að auka fjárfestingar í landshlutanum með það fyrir aug- um að fjölga atvinnutækifærum. Magnús lauk ML-prófi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst og var síðast útibússtjóri Arion banka á Sauð- árkróki. Vann þar áður m.a. hjá Íbúðalánasjóði. Verkefnisstjóri fjárfestinga hjá SSNV Magnús Barðdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.