Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 18

Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ég byrjaði að vinna hjá Spotify 2016 og það kom nú bara þannig til að ís- lenskur vinur minn, Daði Bjarnason, sem þá var að vinna hjá fyrirtækinu, mælti með mér og hvatti mig til að sækja um stöðu, sem ég gerði,“ segir Freyr Sævarsson, Íslendingur í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, sem starfað hefur hjá tónlistarveit- unni góðkunnu síðastliðin fimm ár, en þar vinna mörg þúsund manns, enda í margt hornið að líta, höfundaréttar- mál, greiðslur til tónlistarfólks, svindltilraunir og ótalmargt annað. Freyr er gagnaverkfræðingur hjá Spotify, eða „data engineer“, en játar þó að þýðingin sé engan veginn full- mótuð þar sem hann er í raun ekki verkfræðimenntaður. „Þetta er ekki almennilega til á íslensku svo sem, en ég er í gagnaforritun, þá er maður að vinna úr gögnum og stærri gagna- söfnum og skrifa alls konar kóða, til dæmis til að finna hagnýtar upplýs- ingar úr stórum gagnasöfnum, hreinsa þau eða gera þau á einhvern hátt aðgengilegri,“ segir Freyr blaðamanni, sem er eitt spurningar- merki, forðaði sér enda rakleiðis í máladeild í menntaskóla á sínum tíma. Doktorsnám í dulkóðunarfræði Freyr hefur numið harðsnúin fræði, hann lauk BS-gráðu í stærð- fræði frá Háskóla Íslands og hélt því næst austur til meginlandsins og lauk meistaranámi í blendingi af stærð- fræði og tölvunarfræði við Konung- lega tækniháskólann í Stokkhólmi, KTH. Hann hélt svo út á íslenskan vinnumarkað og starfaði hjá Hug- smiðjunni í eitt og hálft ár áður en sænska höfuðborgin tók honum opn- um örmum á ný. „Þá fór ég í doktorsnám í því sem kallast cryptografía, eða dulkóðunar- fræði, en kláraði ekki nema eitt ár af því, það gekk bara ekki upp af ýms- um ástæðum,“ segir Freyr, enda hefðu einhverjir vafalítið talið kvót- ann fylltan með því sem á undan var gengið. Eftir stuttan stans hjá fyrir- tæki sem heitir Webstep opnaði tón- listarveitan góðkunna, sem hálf heimsbyggðin hefur í eyrum sér dag- inn út og inn, dyr sínar fyrir Frey. Svikahrappar falsa spilanir „Spotify er mjög skemmtilegur vinnustaður. Auðvitað hefur gríðar- lega margt breyst í Covid,“ játar Freyr, sem hefur starfað í fjórum deildum fyrirtækisins síðan hann tók sér þar bólfestu. „Ég byrjaði fyrst í deild sem sér um launagreiðslur til listamannanna, sem byggjast á því hvað fólk er að hlusta á. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir útreikn- ingar séu réttir. Næst vann ég við að búa til eins konar grunngagnasett fyrir allt fyrirtækið, sem er notað fyr- ir mikilvægustu viðskiptatengdu upplýsingarnar, svo sem fjölda not- enda og annað slíkt, nokkuð sem er í notkun alls staðar hjá okkur, til dæm- is við villugreiningu þar sem mikil- vægt er að hægt sé að bregðast við strax,“ útskýrir Freyr. Því næst lá leið hans í deild, sem fæst við hvers kyns svindltilraunir gagnvart fyrirtækinu, sem óprúttnir aðilar spreyta sig á. „Svindlið, sem við vorum að berjast gegn, snerist um listamenn, alvöru eða ekki, sem eru að falsa spilanir á lögunum sínum fyrir peninga eða vinsældir, yfirleitt með því að nota botta [forrit sem kall- ast yrkjar á íslensku og eru þeirrar náttúru að síendurtaka ákveðin verk- efni]. Það bitnar svo sem ekki beint á notendum, en frekar á Spotify og öðrum listamönnum.“ Þar starfaði Freyr um þriggja ára skeið, en vinn- ur nú með teymi tengdu hugbúnaðar- lausnum sem sýna notendum Spotify textana við lögin sem hlýtt er á hverju sinni. „Þetta er reyndar fídus sem er ekki búið að sleppa í Evrópu enn þá, en hann er kominn út í Asíu og Suður-Ameríku.“ Hópur Íslendinga starfar hjá fyrirtækinu Freyr segir starfsfólk Spotify á heimsvísu um fimm þúsund manns, þar af fimmtán hundruð í Stokkhólmi svo augljóslega er það meira eljuverk en margur ætlar að veita sauðsvört- um pupulnum aðgang að uppáhalds- tónlistinni, hvort sem fólk situr í strætó á leið til vinnu í Kuala Lump- ur eða er úti að hjóla á Ísafirði. „Þetta er í raun ótrúlega margt, tæknifólk, auglýsingar, hönnun, lög- fræðingar og nefndu það bara,“ segir Freyr og ljóstrar því upp að Íslend- ingar við störf hjá Spotify séu á bilinu tíu til fimmtán. „Við erum með svona hóp á spjallborðinu, en það er ekki eins og við hittumst mikið, þetta er mest fólk sem starfar á skrifstofun- um í Stokkhólmi og New York, þær eru langstærstar,“ segir Freyr og bætir því við að reyndar hittist fæstir á þessum síðustu og verstu þar sem skrifstofur Spotify hafi staðið auðar allan Covid-faraldurinn. „En jú jú, við Íslendingarnir hittumst auðvitað eftir föngum í kaffi og mat.“ Nýr erfingi með haustinu Hvernig upplifir hann þá Íslend- ingasamfélagið í Svíþjóð? „Þetta er náttúrulega svo dreift, Íslendingar hér eru með Facebook-hóp auðvitað, en fólk er úti um allt land og svo verða bara til vinahópar á hverjum stað, eins og hérna í Stokkhólmi, en það er svo sem ekkert miðstýrt skipulag á bak við það.“ Kona Freys er Dagný Vilhelms- dóttir líffræðingur, sem starfar á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi og hefur þeim Frey þegar orð- ið einnar dóttur auðið, Hjördísar Bjargar, „en það er reyndar annað á leiðinni í september,“ játar Freyr ísmeygilega. Ekki hefur þeim skötuhjúum gef- ist mikill tími fyrir tómstundir og áhugamál samhliða uppeldi frum- burðarins, en þau Dagný stunda þó kajak-róður eftir því sem aðstæður bjóða upp á. „Svo hef ég nú verið að glamra eitthvað á gítar í Covid-inu, en það er reyndar alls ekki í frásögur færandi,“ segir Freyr með auðheyrt bros á vör, en við ljóstrum engu að síður upp um gítarglamrið hér. Hyggjast flytja til Íslands Hann kveðst reikna með að starfa hjá Spotify eitthvað áfram, en þau Dagný og börnin verði þó líklega ekki fjarri landi elds og ísa um aldur og ævi. „Við búumst nú við að flytja til Íslands á næstu árum. Spotify er orð- ið meira „remote“ fyrirtæki núna, fólk er að vinna héðan og þaðan, en það er reyndar ekki í boði frá Íslandi enn þá af hálfu fyrirtækisins,“ játar Freyr Sævarsson gagnaverkfræð- ingur í lokin og kýs greinilega, eins og Gunnar á Hlíðarenda í ljóði Jón- asar, heldur að bíða hel en horfinn vera fósturjarðar ströndum. New York Skyggnið frá starfsstöðvum Spotify í New York er ekki amalegt. Starfsheitið finnst ekki á íslensku - Freyr Sævarsson starfar hjá tónveitunni Spotify - Gríðarlega margt breyst í Covid - Lætur vel af Svíþjóðardvölinni - Svindlarar falsa spilanir laga - Leggja á ráðin um flutninga til Íslands Ljósmynd/Stúdíó Dís Fjölskyldan Þótt starfstitill Freys sé hálfgert vandræða- gerpi á ástkæra ylhýra táknar það ekki að hann geti ekki átt fallega fjölskyldu. Dagný Vil- helmsdóttir hér á mynd og dótt- irin Hjördís Björg. Nýtt barn er væntanlegt í september. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.