Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Miklar lagnaframkvæmdir standa
nú yfir í Vesturbæ Reykjavíkur með
óhjákvæmilegum götulokunum. Það
eru Veitur, dótturfélag Orkuveitu
Reykjavíkur, sem standa fyrir fram-
kvæmdunum.
Verkið felur í sér lagningu á nýju
aðskildu skólpkerfi í Vesturgötu, frá
Stýrimannastíg að Bræðraborgar-
stíg, niður að Hlésgötu við Slippinn,
þar sem nýtt hverfi mun brátt rísa
við Vesturbugt. Jafnframt er unnið
að endurnýjun á kaldavatnslögnum
og lagningu ídráttarröra fyrir raf-
magn, ljósleiðara og umferðarljós.
Vegna framkvæmdanna var Mýr-
argata lokuð fyrir bílaumferð í tæp-
an mánuð í júní og fram í júlí. Mýr-
argötu hefur verið lokað á ný, í þetta
sinn vegna þess að skipt verður um
vatnslagnir við Héðinshúsið.
Á að ljúka í október
Í júlí hófust síðan framkvæmdir á
Vesturgötunni. Byrjað var við
gatnamót Bræðraborgarstígs og
Vesturgötu og síðan haldið í austur-
átt að Stýrimannastíg. Útlit er fyrir
að framkvæmdum ljúki á Vest-
urgötu í október, að því er fram
kemur á vef Reykjavíkurborgar.
Við framkvæmdasvæðið í Vest-
urgötu verður lokað á aðgengi fyrir
bíla á meðan framkvæmdum stend-
ur en aðgengi fyrir gangandi og hjól-
andi vegfarendur tryggt.
Fram kemur í frétt á heimasíðu
Veitna að verkefnið sé mikilvægt
þar sem skólp hafi flætt í kjallara
nokkurra húsa í leysingum og mikilli
úrkomu. Fráveitukerfið verður
stækkað og lagnir fyrir regnvatn og
skólp aðgreindar. Kaldavatnslagn-
irnar eru einnig komnar á tíma en
þær eru flestar frá árinu 1925.
Verkið var boðið út og bárust tvö
tilboð. Alma verk ehf. bauð 165,3
milljónir og Berg verktakar 148,2
milljónir en kostnaðaráætlun var
122,5 milljónir. Samið var við Berg
verktaka að vinna verkið.
Núverandi skólplögn í Vesturgötu
liggur grunnt þar sem mjög stutt er
niður á klöpp undir götunni og ekki
hefur verið fleygað fyrir þeim á sín-
um tíma. Því þarf að fleyga töluvert
af klöpp langa leið. Sú vinna getur
verið ansi hávaðasöm og fólk finnur
fyrir titringi. Á íbúðasvæðum er að-
eins heimilt að vinna á virkum dög-
um milli kl. 08:00 og 18:00. Aðra
daga er fleygun ekki heimil.
Skoðun á húsum við vinnusvæðið
hefur þegar farið fram svo hægt sé
að meta hvort fleygunin hafi áhrif á
þau, að því fram kemur á heimasíðu
Veitna.
Vegna framkvæmdanna þurfti að
loka Nýlendugötu á milli lóðar rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar og
leikvallarins frá 19. maí fram í ágúst.
Leikvöllurinn verður lokaður fram á
haust.
Lagnir endurnýjaðar í Vesturbæ
- Lagnir fyrir regn-
vatn og skólp að-
skildar og vatnspípur
frá 1925 aflagðar
Morgunblaðið/sisi
Vesturbærinn Vinnuvélar á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. Til vinstri er Bræðraborgarstígur 1, þar sem mannskæður eldsvoði varð í fyrra.
Framkvæmdastjórn Sósíalista-
flokksins hefur farið þess á leit við
útvarpsráð og yfirstjórn Ríkisút-
varpsins að flokkurinn fái úthlut-
aðan auglýsingatíma hjá miðlum
fyrirtækisins eins og meðaltal þess
sem flokkarnir á Alþingi kaupa, í
það minnsta eins og sá flokkur sem
auglýsir minnst kaupir af Ríkisút-
varpinu.
Þetta kemur fram í bréfi sem
flokkurinn hefur sent útvarpsstjóra
og útvarpsráði, með afriti til fjöl-
miðla. Benda sósíalistar á að flokk-
arnir á þingi hafi ákveðið að
„styrkja sjálfa sig fjárhagslega með
því að færa á kjörtímabilinu 2.848
milljónir króna úr ríkissjóði í eigin
sjóði, þar með talda kosningasjóði
sína.“
Telur flokkurinn að þessi ákvörð-
un skaði lýðræðið þar sem hætta sé
á að erindi nýrra grasrótarfram-
boða almennings muni drukkna í
auglýsingum þeirra flokka sem hafa
skammtað sér þessa styrki.
Styrkirnir séu því í raun ekki til
að örva lýðræðið heldur til að verja
völd og stöðu þeirra flokka sem fyr-
ir eru.
Vilja fá úthlutað auglýsingatíma í RÚV
Vinna við nýja skrifstofubyggingu
Alþingis gengur ágætlega þótt hægt
hafi á verkinu yfir sumarleyfistím-
ann. Þetta kemur fram í frétt á
heimasíðu þingsins. Flatarmál aðal-
byggingarinnar verður 5.073 m² að
viðbættum 1.307 m² bílakjallara.
Í fréttinni kemur fram að kórón-
uveirufaraldurinn haft áhrif á verkið
eins og annað í samfélaginu. Efnis-
verð hefur hækkað og biðtími lengst,
þar sem skortur er á hrávöru í heim-
inum. Einnig eru tafir í flutninga-
kerfum heimsins af völdum farald-
ursins. Kostnaðaráætlun þessa
verkhluta hljóðaði upphaflega 3.340
milljónir króna.
Búið er að steypa gólfplötu 1. hæð-
ar, um 60% af veggjum 1. hæðar og
undirsláttur hafinn á gólfplötu 2.
hæðar. Sem stendur er verkið um
það bil tveimur mánuðum á eftir
áætlun, m.a. vegna flækjustigs við
uppsteypu 1. hæðar en þar er mikil
sjónsteypa og háir veggir, segir í
fréttinni. Aðalverktakinn, ÞG verk-
takar, gerir þó ráð fyrir að seinkunin
verði unnin upp á næstu mánuðum
og því eiga verklok að haldast
óbreytt, þ.e. í apríl 2023.
Að jafnaði eru á milli 30 og 40
starfsmenn á verkstað; staðarstjóri,
tæknimenn, smiðir og verkamenn
frá aðalverktaka og píparar, raf-
virkjar og aðrir undirverktakar sem
vinna að verkþáttum á verkstað eftir
þörfum. Vinnsla steinklæðningar er í
fullum gangi hjá Steinsmiðju SSJ í
Hafnarfirði og steinsmiðju S. Helga-
sonar í Kópavogi.
Vegna framkvæmdanna hefur
Tjarnargötu milli Vonarstrætis og
Kirkjustrætis verið lokað fyrir bíla-
umferð en reiknað er með að hún
verði opnuð aftur í byrjun ágúst
2022. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Alþingi
Alþingisreitur Búið er að steypa gólfplötu 1. hæðar nýju byggingarinnar og
byrjað að steypa veggi. Oddfellow-húsið og ráðhúsið í bakgrunni.
Faraldurinn hefur
haft áhrif á verkið
- Unnið er við nýbyggingu Alþingis
Blautfóður.
Fullt af blautfóðri.
Fyrir hunda og ketti.
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is