Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS NÝR LITUR Arctic White Samgöngustofu er samkvæmt nýrri reglugerð falið eftirlitshlutverk með því að öryggiskröfur í jarðgöngum á Íslandi séu uppfylltar. Stofnunin skal meðal annars sjá til þess að reglubundnar skoðanir séu gerðar á jarðgöngum. Þá eru Sam- göngustofu veittar skýrar heimildir til að stöðva tímabundið eða tak- marka starfsemi jarðganga ef örygg- iskröfum er ekki fullnægt. Vega- gerðin hafði víðtækt eftirlitshlutverk samkvæmt eldri reglugerð en með breytingunum eru verkefni veghald- ara og eftirlitsaðila aðskilin. Ný reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng nr. 895/2021 hefur tekið gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð um sama efni. Þetta kem- ur fram í frétt á heimasíðu sam- gönguráðuneytisins. Með setningu reglugerðarinnar er leitast við að samræma öryggiskröf- ur til sambærilegra jarðganga, sem eru lengri en 500 metrar, og að efla enn frekar eftirlit með að öryggis- kröfum sé fylgt. Ellefu jarðgöng falla undir nýju reglugerðina. Gert er ráð fyrir virku öryggis- stjórnunarkerfi í öllum jarðgöngum sem falla undir gildissvið reglugerð- arinnar. Tilgangurinn er að færa að- ferðafræði við öryggisstjórnun mannvirkja til samræmis við það sem í dag tíðkast varðandi öryggis- stjórnun og eftirlit. Gildissvið eldri reglugerðar (nr. 992/2007) náði aðeins til jarðganga á Íslandi, sem tilheyra hinu svonefnda samevrópska vegakerfi, en það eru öll fern göngin á hringveginum (Hvalfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng og Almanna- skarðsgöng). sisi@mbl.is Samgöngustofa skoðar jarðgöng - Var áður verkefni Vegagerðarinnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vaðlaheiði Göngin þar falla undir nýju reglugerðina sem og 10 önnur. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Að undanförnu hefur stórt olíuskip, Platytera, legið við olíubirgðastöð- ina innst í Hvalfirði og lestað olíu sem hefur verið til geymslu í stöð- inni. Skipið, sem er 26.900 brúttótonn, lagði úr höfn á mánudaginn. Til ör- yggis fylgdu tveir dráttarbátar Faxaflóahafna, Magni og Haki, því út Hvalfjörðinn. Olíudreifing ehf. rekur stöðina í Hvalfirði en leigir hana bandarísku fyrirtæki. Það hefur verið að taka eldsneyti úr birgðastöðinni í Hval- firði sl. vikur, upplýsir Hörður Gunnarsson forstjóri Olíudreifingar. Þetta er að meginhluta til eldsneyti sem fyrirtækið setti upp haustið 2019 en hefur eitthvað hreyft síðan, þótt í litlum mæli sé. Vorið 2020 var óvenjulegt ástand á olíumörkuðum heimsins vegna Co- vid-19 faraldursins. Stórlega dró úr eftirspurn eftir olíu, verðið féll og ol- íubirgðir söfnuðust fyrir. Skyndilega varð mikil eftirspurn eftir geymslu- rými fyrir olíu um allan heim. Um þetta leyti komu nokkur stór olíu- skip í Hvalfjörðinn með olíu til geymslu. Heimsmarkaðverð hækkað Þróun heimsmarkaðsverðs á MGO (marine gasoil) skipagasolíu hefur verið upp á við síðan verðið var lægst í maí 2020. Væntanlega hyggst bandaríska fyrirtækið selja olíu heimsmarkaði en er líka að nota stöðina til að endurskipuleggja farminn í sínum skipum, þar sem það selur bæði eldsneyti á heima- markaði sem og í Evrópu. Bretar hernámu landið 10. maí ár- ið 1940 og sendu hingað fjölmennt setulið. Bandaríkjamenn hófu að leysa þá af hólmi í júlí 1941. Hval- fjörðurinn þótti afar gott skipalægi fyrir herskip og voru reist þar mikil hernaðarmannvirki. Bandaríkjamenn reistu eldsneyt- isbirgðastöð í landi Miðsands og Litlasands við Hvalfjörð norðan- verðan auk birgðastöðvar vegna skipaviðgerða. Íslenska ríkið eign- aðist þessar stöðvar en seldi aftur. Olíubirgðastöð Olíudreifingar í Hvalfirði er sett saman af níu geym- um jafnstórum, sem eru 14 metra háir. Þeir geta tekið við um 110 milljónum lítra. Hægt er að taka við skipum allt að 50 þúsund brúttótonn við bryggju í Hvalfirði. Ljósmynd/Steinþór Hjartarson Hvalfjörður Olíuskipið Platytera leggur frá landi á mánudaginn í fylgd dráttarbáta eftir að hafa lestað olíu í Hvalfirði. Þetta er stórt skip, 26.900 brúttótonn. Stærri skip geta lagst að olíustöðinni. Olíuskip sækja farma í Hvalfjörðinn - Bandarískt fyrirtæki leigir olíubirgðastöðina - Olía geymd þar til heimsmarkaðsverð hækkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.