Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
NÝR LITUR
Arctic White
Samgöngustofu er samkvæmt nýrri
reglugerð falið eftirlitshlutverk með
því að öryggiskröfur í jarðgöngum á
Íslandi séu uppfylltar.
Stofnunin skal meðal annars sjá til
þess að reglubundnar skoðanir séu
gerðar á jarðgöngum. Þá eru Sam-
göngustofu veittar skýrar heimildir
til að stöðva tímabundið eða tak-
marka starfsemi jarðganga ef örygg-
iskröfum er ekki fullnægt. Vega-
gerðin hafði víðtækt eftirlitshlutverk
samkvæmt eldri reglugerð en með
breytingunum eru verkefni veghald-
ara og eftirlitsaðila aðskilin.
Ný reglugerð um öryggiskröfur
fyrir jarðgöng nr. 895/2021 hefur
tekið gildi og leysir af hólmi eldri
reglugerð um sama efni. Þetta kem-
ur fram í frétt á heimasíðu sam-
gönguráðuneytisins.
Með setningu reglugerðarinnar er
leitast við að samræma öryggiskröf-
ur til sambærilegra jarðganga, sem
eru lengri en 500 metrar, og að efla
enn frekar eftirlit með að öryggis-
kröfum sé fylgt. Ellefu jarðgöng
falla undir nýju reglugerðina.
Gert er ráð fyrir virku öryggis-
stjórnunarkerfi í öllum jarðgöngum
sem falla undir gildissvið reglugerð-
arinnar. Tilgangurinn er að færa að-
ferðafræði við öryggisstjórnun
mannvirkja til samræmis við það
sem í dag tíðkast varðandi öryggis-
stjórnun og eftirlit.
Gildissvið eldri reglugerðar (nr.
992/2007) náði aðeins til jarðganga á
Íslandi, sem tilheyra hinu svonefnda
samevrópska vegakerfi, en það eru
öll fern göngin á hringveginum
(Hvalfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng,
Fáskrúðsfjarðargöng og Almanna-
skarðsgöng). sisi@mbl.is
Samgöngustofa
skoðar jarðgöng
- Var áður verkefni Vegagerðarinnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vaðlaheiði Göngin þar falla undir
nýju reglugerðina sem og 10 önnur.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Að undanförnu hefur stórt olíuskip,
Platytera, legið við olíubirgðastöð-
ina innst í Hvalfirði og lestað olíu
sem hefur verið til geymslu í stöð-
inni.
Skipið, sem er 26.900 brúttótonn,
lagði úr höfn á mánudaginn. Til ör-
yggis fylgdu tveir dráttarbátar
Faxaflóahafna, Magni og Haki, því
út Hvalfjörðinn.
Olíudreifing ehf. rekur stöðina í
Hvalfirði en leigir hana bandarísku
fyrirtæki. Það hefur verið að taka
eldsneyti úr birgðastöðinni í Hval-
firði sl. vikur, upplýsir Hörður
Gunnarsson forstjóri Olíudreifingar.
Þetta er að meginhluta til eldsneyti
sem fyrirtækið setti upp haustið
2019 en hefur eitthvað hreyft síðan,
þótt í litlum mæli sé.
Vorið 2020 var óvenjulegt ástand
á olíumörkuðum heimsins vegna Co-
vid-19 faraldursins. Stórlega dró úr
eftirspurn eftir olíu, verðið féll og ol-
íubirgðir söfnuðust fyrir. Skyndilega
varð mikil eftirspurn eftir geymslu-
rými fyrir olíu um allan heim. Um
þetta leyti komu nokkur stór olíu-
skip í Hvalfjörðinn með olíu til
geymslu.
Heimsmarkaðverð hækkað
Þróun heimsmarkaðsverðs á
MGO (marine gasoil) skipagasolíu
hefur verið upp á við síðan verðið
var lægst í maí 2020. Væntanlega
hyggst bandaríska fyrirtækið selja
olíu heimsmarkaði en er líka að nota
stöðina til að endurskipuleggja
farminn í sínum skipum, þar sem
það selur bæði eldsneyti á heima-
markaði sem og í Evrópu.
Bretar hernámu landið 10. maí ár-
ið 1940 og sendu hingað fjölmennt
setulið. Bandaríkjamenn hófu að
leysa þá af hólmi í júlí 1941. Hval-
fjörðurinn þótti afar gott skipalægi
fyrir herskip og voru reist þar mikil
hernaðarmannvirki.
Bandaríkjamenn reistu eldsneyt-
isbirgðastöð í landi Miðsands og
Litlasands við Hvalfjörð norðan-
verðan auk birgðastöðvar vegna
skipaviðgerða. Íslenska ríkið eign-
aðist þessar stöðvar en seldi aftur.
Olíubirgðastöð Olíudreifingar í
Hvalfirði er sett saman af níu geym-
um jafnstórum, sem eru 14 metra
háir. Þeir geta tekið við um 110
milljónum lítra. Hægt er að taka við
skipum allt að 50 þúsund brúttótonn
við bryggju í Hvalfirði.
Ljósmynd/Steinþór Hjartarson
Hvalfjörður Olíuskipið Platytera leggur frá landi á mánudaginn í fylgd dráttarbáta eftir að hafa lestað olíu í Hvalfirði. Þetta er stórt skip, 26.900 brúttótonn. Stærri skip geta lagst að olíustöðinni.
Olíuskip sækja farma í Hvalfjörðinn
- Bandarískt fyrirtæki leigir olíubirgðastöðina - Olía geymd þar til heimsmarkaðsverð hækkar