Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Önnur þeirra er mun sterkari, A týpan, og hentar á erfiðum botni. Sú er framleidd af pólsku ríkisfyrirtæki sem sérhæfir sig í hergagnavinnslu. Hún er vinstra megin á mynd. Hún vigtar á landi 66 kg en ryður frá sér 58 lítrum þannig að í sjó er hún 8 kg. Málin eru: Þvermál 64,5 cm og þykkt 18 cm. Sú hægra megin, B týpan, er betur fallin til bobbingasmíði. Hann er ódýrari enda ekki sami styrkleiki. Málin á honum eru: Landþyngd 78 kg, ryður frá sér 55 lítrum þannig að í sjó vigtar hann 23 kg. Hann er 60 cm í þvermál og þykkt 19,6 cm. Hægt er að framleiða hvað stærðir, þykktir og þyngdir sem er en slíkt er ekki á lager. Útgerðarmenn, netagerðamenn og skipstjórar Höfum til taks tvær gerðir Rock-hoppara A & B S. 898-5463 „Þetta er það sem koma skal“ Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni, en hann hefur verið að nota A týpuna að undanförnu. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eimskip fékk nýverið afhentan nýj- an slökkvibúnað sem ætlað er að slökkva elda í gámum og segir Karl Guðmundsson, skipstjóri á Brúar- fossi, mikilvægt að búa yfir búnaði sem gerir áhöfn kleift að bregðast snöggt og örugglega við ef eldur kviknar um borð. Búnaðurinn sem um ræðir nefnist Hydro-Pen og segir á vef Eimskips að þegar grunur vaknar um eld í gámi sé hann tengdur brunaslöngu skipsins og hengdur utan á gáminn. Þegar þrýstingi er hleypt á tækið borar það sig í gegnum síðu gámsins og hefst inndæling slökkvimiðils um leið og borinn nær í gegn. Búnaðurinn er til þess fallinn að breyta nálgun þegar gámabruni er um borð í flutningaskipi. Hefð- bundið er að berjast við slíka elda með því að dæla vatni á viðeigandi gám auk allra gáma í grennd við hann. Þetta getur valdið skaða í öðr- um nærliggjandi gámum. Hydro- Pen-búnaðinn er hægt að festa á hvaða gám sem er þar sem hann er með hækkanlegan festingabúnað. Aðeins 10 mínútur Karl tók við búnaðinum fyrir hönd Eimskips frá Einari Gylfa Haralds- syni, framkvæmdastjóra Viking- Life á Íslandi. „Það er fjölbreyttur varningur um borð í skipunum okk- ar hverju sinni og oft hættuleg efni. Hydro-Pen gefur okkur möguleika á að bregðast hratt og örugglega við ef eitthvað kemur upp á úti á hafi sem skiptir mjög miklu máli fyrir ör- yggi áhafnar, skips og náttúrunnar en með þessu margföldum við lík- urnar á að ná tökum á eldi í gámi. Í stað þess að vera með áhöfnina í langan tíma að gera gat á gám og sprauta vatni inn tekur það nú ein- ungis um tíu mínútur með Hydro- Pen sem minnkar áhættuna til muna og er mikil framför,“ segir hann. Kaup á búnaðinum eru sögð, í til- kynningu frá Eimskip, vera liður í að tryggja að fyrirtækið sé í fremsta flokki hvað öryggismál varðar og er Hydro-Pen talið auka öryggi áhafna og skipa félagsins. „Áhafnir skip- anna munu nú í framhaldi hljóta þjálfun í notkun búnaðarins þar sem skjót viðbrögð geta skipt sköpum í baráttu við eld í gámum,“ segir í til- kynningunni. Nýr búnaður bæti öryggi - Slökkvibúnaður borar sig inn í gáma með vatnsafli - Mikil framför í öryggismálum segir skipstjórinn Slökkvitæki Karl Guðmundsson og Einar Gylfi Haraldsson við afhendingu Hydro-Pen-búnaðarins. Afurðaverð á markaði 10. ágúst 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 378,06 Þorskur, slægður 418,21 Ýsa, óslægð 307,10 Ýsa, slægð 239,09 Ufsi, óslægður 105,95 Ufsi, slægður 128,09 Gullkarfi 353,46 Blálanga, slægð 87,00 Langa, óslægð 125,97 Langa, slægð 184,76 Keila, óslægð 38,36 Keila, slægð 96,25 Steinbítur, óslægður 205,82 Steinbítur, slægður 327,22 Skötuselur, slægður 761,92 Grálúða, slægð 382,03 Skarkoli, slægður 422,35 Þykkvalúra, slægð 448,67 Sandkoli, óslægður 110,72 Sandkoli, slægður 120,00 Gellur 1.378,00 Hlýri, óslægður 302,07 Hlýri, slægður 297,05 Lax, slægður 786,00 Lúða, slægð 837,48 Lýsa, óslægð 2,86 Makríll 125,00 Skata, slægð 15,00 Tindaskata, óslægð 0,43 Undirmálsýsa, óslægð 118,57 Undirmálsþorskur, óslægður 198,68 Undirmálsþorskur, slægður 224,43 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Göngur makrílsins eru ekki bara að breytast umhverfis Íslands og benda bráðabirgðaniðurstöður sum- arleiðangurs norsku hafrannsókna- stofnunarinnar Havforskningsinsti- tuttet (HI) til mikilla breytinga milli ára. „Ekkert bendir til þess að makríllinn hafi gengið í Barentshaf- ið og verið þar á beit í ár,“ skrifar Leif Nøttestad, vísindamaður við HI og leiðtogi leiðangursins, á vef stofn- unarinnar. Töluvert minna af makríl fékkst í trollin í leiðangrinum í ár en á sama tíma í fyrra. Samanlagt fram- kvæmdu norsku rannsóknaskipin Eros og Vendla 145 þrjátíu mínútna tog á fimm sjómílna hraða í efri lög- um hafsins (0-35 metra). „Mesti þéttleiki makríls í ár fannst lengra suður í Noregshafi og yngri makríll í Norðursjó. Dreifing makríls í Norðurhöfum var í raun meiri á þessu ári en aflinn var verulega minni innan kortlagða dreifingar- svæðisins en í fyrra,“ skrifar Nøtte- stad. Leiðangurinn var hluti af alþjóð- legum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi, sem kallast upp á ensku IESSNS, Int- ernational Ecosystem Summer Sur- vey in the Nordic Seas. Niðurstöður Norðmannanna ríma vel við niður- stöður íslenska leiðangursins. Fyrstu niðurstöður hans benda til þess að meira magn sé af makríl í ís- lenskri fiskveiðilögsögu í ár en í fyrrasumar. Þó er hann mjög dreifð- ur. Áhrif veðurs óljós Veðurfar truflaði verulega leið- angur norsku vísindamannanna í Noregshafi í fyrstu, að sögn Nøtte- stad sem bendir á að veðurskilyrði hafi batnað og verið mjög góð í síð- ari hluta leiðangursins. Hann skrif- ar að skilyrði fyrir notkun berg- málsmæla hafi verið góð auk þess sem starfsaðstæður um borð í Eros og Vendla hafi verið góðar. Þá við- urkennir Nøttestad að „erfitt er að meta að hve miklu leyti slæm veð- urskilyrði með ríkjandi norðan- og vestanátt hafa haft neikvæð áhrif á aflahlutfall makríls í ferðinni“. Mælingar yfirborðshita sjávar sýndu að það hefur verið þó nokkuð kaldari sjór í vestur- og norðvest- urhluta Noregshafs þegar leiðang- urinn var farinn í ár en í fyrra. „Engu að síður var dreifing makríls til vesturs, til að mynda á svæðinu umhverfis Jan Mayen, aðeins lengra í vestur á þessu ári en í fyrra. Þetta stafar fyrst og fremst af því að makríll hefur verið á beit á enn kald- ari hafsvæðum en í fyrra, allt niður í 4,5 til 5,5 gráður á þessum hafsvæð- um. Sem sagt: makrílafli um borð í Vendla og Eros hefur almennt verið verulega minni á norðlægu hafsvæð- unum,“ skrifar Nøttestad. Dreifing einnig mikil í Noregi - Makríllinn á kaldari svæðum en áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðangur Makríllinn virðist vera til staðar en dreifing er mikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.