Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 30

Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 30
30 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 EPLAEDIK HEFUR ALDREI SMAKKAST BETUR! NÝTT Útsölustaðir: Apótek, heilsubúðir, heilsuhillur stórmarkaðanna og Heimkaup.is Aðeins ein Tafla á dag 1000mg í töflu ásamt túnfífli, ætilþistli og króm LJÚFfENGT EPLABRAGÐ 100% hrein og náttúruleg vara unnin úr eplum Sykurlaust án gelatíns og allra gervi litar- og bragðefna BAKSVIÐ Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Læknirinn Hákon Hákonarson stofnaði rannsóknarstofuna Arctic Therapeutics á Akureyri árið 2017. Hann vonast nú til þess að geta opn- að fjölþættar skimunarstöðvar hér á landi með sams konar mótefnavaka- prófum og heimsbyggðin hefur kynnst í kórónuveirufaraldrinum á næsta ári ásamt því að bjóða upp á „sniðlækningar“ á sama stað. Félagið er í eigu Hákonar auk þriggja annarra en Hákon er stofn- andi félagsins og aðaleigandi. Hann ræður, auk lögfræðingsins Davids Hymans Moskowitz og viðskiptajöf- ursins Philips Harpers, yfir 90% eignarhlut í félaginu. Nýlega hóf fyrirtækið að fjárfesta í LumiraDx-vélum sem eru fjölnota tæki sem lesa úr mótefna- og mót- efnavakaprófum. Í augnablikinu eru tækin einungis notuð til þess að framkvæma Covid-hraðpróf en fé- lagið stofnaði Covidtest.is í því skyni að bjóða upp á slíka skimun. Sá rekstur hefur gengið vel að sögn Hákonar og hafa tæplega 10.000 próf verið framkvæmd á starfs- stöðvum á Akureyri og Klepps- mýrarvegi. Covid-hraðpróf bara fyrsta skref Arctic Therapeutics á allar vél- arnar en Hákon segir kórónuveiru- próf einungis fyrsta skrefið. „Við fórum í þessa fjárfestingu vegna þess að hægt er að nota tækin áfram í önnur hraðpróf sem falla undir hugtakið sniðlækningar (e. precision medicine). Ég byrjaði fyrst að nota þessa tækni hér á spítalanum í Pennsylvaníu og sá hve nákvæm og hraðvirk þessi tæki eru.“ Hákon sér framtíð læknisfræðinn- ar í tækjum sem þessum. „Lumira er núna að þróa 25 mismunandi hraðpróf sem við munum bjóða upp á í framhaldi af Covid. Þau munu geta greint marga efnaskiptasjúk- dóma og sjaldgæfa sjúkdóma. Einn- ig hjarta- og æðasjúkdóma, sjálfs- ofnæmissjúkdóma, öndunarfæra- sjúkdóma, sýkingar og fleira. Í dag er til dæmis hægt að framkvæma mælingar á Covid-veirunni og á mörgum öðrum veirum með sama prófinu, en tæknin er ennþá í fullri þróun.“ Tækin virka eins og blóðsykurs- mælar þannig að sjúklingurinn læt- ur lífssýni úr sér, hvort sem það er blóðdropi, munnvatn, strok eða ann- að, á spjald sem síðan er rennt inn í vélina sem greinir sýnið og leitar að samsvörun við þann sjúkdóm sem er verið að rannsaka hverju sinni. Greiningin tekur, eins og Covid- hraðprófin, vel innan við hálftíma og stundum bara örfáar mínútur. „Við hugsum þetta þannig að sett- ar verði upp forvarnaheilsumið- stöðvar í framtíðinni og prófin verða það hagstæð að fólk hefur alveg efni á að greiða fyrir þau sem hluta af heilsumati. Niðurstöðurnar leyfa okkur síðan að para lyf eða aðra meðferð við þá sjúkdóma sem við greinum og búa til ný lyf fyrir þá sjúkdóma og einkenni sem ekki eru til með mikilli nákvæmni (e. pre- cision medicine). Sem sagt skimun og meðferð á sama vettvangi.“ Hákon vonast til þess að setja upp stöðvarnar strax á næsta ári. „Það er allavega markmiðið að gera þetta á næsta ári. Það þarf auðvitað fag- gildingu og sannreyna þarf notagildi prófanna fyrir þá sjúkdóma sem við prófum fyrir. Við erum að vinna í því núna og hefjum starfsemi um leið og þetta er tilbúið. Við erum þegar komin með starfsfólk í höfuðstöðv- um okkar fyrir norðan sem eru að vinna áfram í þessu verkefni.“ Munu framkvæma hrað- próf á yfir 25 sjúkdómum Greining Hákon Hákonarson er barnalæknir og sérfræðingur í lungna- og genarannsóknum við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum auk þess að vera forstöðumaður erfðarannsóknamiðstöðvar spítalans. - Íslenskur læknir segir hraðprófin bjóða upp á nýja kosti í heilbrigðisþjónustu 12. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.43 Sterlingspund 175.21 Kanadadalur 100.59 Dönsk króna 19.927 Norsk króna 14.151 Sænsk króna 14.508 Svissn. franki 137.07 Japanskt jen 1.1447 SDR 179.49 Evra 148.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.1523 « Brynja Bald- ursdóttir hefur tekið við starfi for- stjóra Greiðslu- miðlunar Íslands (GMÍ). Sigurður Arnar Jónsson hefur samhliða þessum breyt- ingum látið af störfum sem for- stjóri félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að GMÍ og dóttur- félög, Motus og Greiðslumiðlun, séu leiðandi á Íslandi á sviði kröfustjórn- unar fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyr- issjóði og opinbera aðila. Einnig segir í tilkynningunni að þjónusta samstæð- unnar felist m.a. í greiðslulausnum, innheimtu, kröfukaupum og lánaum- sýslu. Greiðslumiðlun á og rekur meðal annars Pei-greiðslulausnina sem um 2.000 fyrirtæki nýta sér sem greiðslu- lausn við sölu á vörum og þjónustu til einstaklinga. Motus hefur samkvæmt tilkynning- unni um árabil verið í fararbroddi á sviði kröfustjórnunar og innheimtu en með tilkomu Greiðslumiðlunar hefur lausnamengi GMÍ breikkað mjög. Brynja gegndi stöðu framkvæmda- stjóra Creditinfo Lánstrausts sl. sex ár, þar af sem svæðisstjóri yfir Íslandi og Eystrasaltslöndunum síðustu fjögur ár. Hún situr í stjórn Viðskiptaráðs, Fossa markaða og Véla og verkfæra. Brynja tekur við Greiðslumiðlun Íslands Skipti Brynja Baldursdóttir. STUTT Olíufélagið Skeljungur hf. hagnaðist um 292 milljónir króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist fyrirtækið um 114 milljónir króna og er vöxturinn milli ára því 156%. Eignir Skeljungs nema nú rúmum 28 milljörðum króna og hafa vaxið um rúm 10% frá áramótum þegar þær voru 25,5 milljarðar króna. Eigið fé skeljungs er rúmir 9,9 milljarðar króna og stendur nánast í stað milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins er 35,2% en var 38,9% árið 2020. Umskipti í rekstri Í árshlutareikningnum er farið yfir áhrif veirufaraldursins á rekst- urinn og þar segir að hann hafi haft talsverð áhrif, einkum á Íslandi í byrjun ársins þar sem eftirspurn hafi dregist verulega saman frá fyrra ári. Þeim samdrætti hafi verið mætt að einhverju leyti með hag- ræðingu í rekstri. Einnig segir að á síðari hluta árs- helmingsins hafi átt sér stað um- skipti í rekstri á Íslandi með fjölgun ferðamanna ofl. Ennfremur segir að áhrif Covid-19 séu óviss þegar horft sé til næstu mánaða með hliðsjón af mögulegum ferða- og samkomu- takmörkunum. Það sé hins vegar mat stjórnar og stjórnenda fyrir- tækisins að samstæðan sé vel í stakk búin til þess að takast á við mögu- legar aðstæður sem tengjast Co- vid-19, hvort sem litið er til högunar á þjónustu við viðskiptavini, fjár- hags- eða lausafjárstöðu, eins og það er orðað í árshlutareikningnum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rekstur Tekjur Skeljungs voru rúmir 12 milljarðar á tímabilinu. Skeljungur hagn- ast um 292 mkr. - Eignir aukast um 10% frá áramótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.