Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Gæðagleraugu fyrir krakka á góðu verði! Úrval af umgjörðum frá Rock Star, Titanflex Kids og Nike. Kíktu við í næstu verslun Eyesland eða kláraðu kaupin í vefverslun eyesland.is. Eyesland Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð sími 510 0110 www.eyesland.is Á undangengnum árum hafa orðið mikla breytingar í fjarskipta- málum Íslendinga. Tækninni hef- ur fleygt fram og sífellt fleiri þætt- ir mannlífsins eru nú háðir net- og símatengingum. Eftir að ákveðið var fyrir all- mörgum árum að selja Símann frá íslenska ríkinu með manni og mús, ef svo má að orði komast, hefur samkeppnisstaða landsbyggð- arinnar versnað gagnvart þéttbýl- inu. Þar sem ríkið á enga innviði lengur í fjarskiptaþjónustu ræðst hún af hagn- aðarvon einkafyrirtækja sem líkt og flest slík nú til dags eru rekin með hámarksarðsemi að leið- arljósi. Þannig má segja að krafan um sífellt hraðari nettengingar vegna aukinnar tölvu- tækni hafi skilið dreifbýlið eftir í rykmekki þar sem lítil hagnaðarvon einkafyrirtækjanna hefur orðið til þess að lítið er gert þar. Því var ís- lenska ríkið tilneytt að leggja fram mikla fjár- muni í uppfærslu fjarskipta á landsbyggðinni, s.s. í farsímakerfi og ljósleiðarakerfi. Þrátt fyrir það hafa bæði sveitarfélög og íbúar dreifbýlis þurft að greiða stórar fjárhæðir líka til að fá ljósleiðaratengingu inn á sín heimili og fyrir- tæki. Þessu hafa fylgt talsverðir vaxtarverkir. Til að mynda má nefna að mjög víða er lítið eða ekkert farsímasamband, hvort tveggja er varð- ar talsamband eða netsamband. Það er ekki einu sinni svo gott að samband sé öruggt á þjóð- vegi 1, hvað þá á öðrum vegum eða heima á sveitabæjum um allt land. Þá hefur komið í ljós að þegar rafmagn fer af í vondum vetrarveðrum er ekki tryggt að þessi símakerfi hafi varaafl nema skamma stund. Þannig hafa komið upp varasamar aðstæður í slæmum veðrum að vetri þegar rafmagn fer af stórum landsvæðum. Á sama tíma hættir heimasíminn að virka, en mjög víða er búið að slökkva á gamla koparvírnum fyrir heima- síma sem ekki þurftu sértengingu við rafmagn heimila til að virka. Þegar rafmagnsleysi hefur svo dregist á langinn dettur farsíma- samband einnig út, ef það var fyrir hendi áður. Þá hefur skapast hættulegt ástand þar sem fólk hvorki kemst í burtu né getur haft samband við umheiminn ef bráð veikindi eða slys ber að höndum. Þörf er á átaki í uppbyggingu farsímakerfisins á Íslandi. Sjá þarf til þess að fyrirtæki í farsímaþjónustu fari saman í þá veg- ferð og að samkeppnisyfirvöld verði sett á hlið- arlínuna í því máli þar sem sjónarmið um sam- keppni í slíkri uppbyggingu eiga ekki við. Þá þurfa ríki og sveitarfélög að koma að og hafa skoðun á því hvernig kerfið verður uppbyggt því þar liggur ábyrgðin á heilsu og velferð landsmanna. Tilkoma farsímakerfis með al- mennilegri útbreiðslu án „dauðra“ punkta á krítískum stöðum er mál sem snýst um heilsu og velferð íbúa þessa lands og sívaxandi fjölda þeirra sem það heimsækja. Sækjum fram og gerum betur fyrir Ísland allt. Fjarskipti og öryggi landsmanna Eftir Högna Elfar Gylfason » Þá hefur skapast hættulegt ástand þar sem fólk hvorki kemst í burtu né getur haft samband við umheiminn ef bráð veikindi eða slys ber að höndum. Högni Elfar Gylfason Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. bjorkoghogni@gmail.com Við erum öll að fóta okkur í nýjum raun- veruleika heimsfaraldurs sem hefur leikið okkur grátt. Það þarf að huga að mörgu og ríki og sveitarfélög þurfa að bregðast hratt við gagnvart starfsfólki sínu sem staðið hefur í eldlínunni, þar hefur ríkið staðið sig betur en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Það eru margar starfsstéttir sem hafa verið undir miklu álagi síðan Covid-heimsfaraldurinn skaut upp kollinum. Margt af því fólki sem vinnur á vegum sveitarfélaga hefur lagt á sig meiri vinnu en áður en heimsfaraldurinn skall á, fólk sem ekki hefur fengið neinar sérstakar álagsgreiðslur fyrir sín störf, þar geta sveit- arfélög gert miklu betur. Nú þegar hefur t.d. borist erindi um álagsgreiðslur til sjúkraflutn- ingafólks SHS til Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins þeirri beiðni var vísað til heilbrigð- isráðuneytis. Álagsgreiðslur Tekjur Reykjavíkurborgar drógust ekki saman vegna Covid árið 2020, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem misstu stóran hluta af sín- um tekjustofni. Því hefur Reykjavíkurborg tækifæri til þess að gera betur fyrir það starfsfólk sem hefur unnið undir miklu álagi síðan að heimsfaraldurinn braust út. Þetta getum við gert án þess að skerða grunnþjón- ustu einfaldlega með því að falla frá verk- efnum sem eru fyrirhuguð og flokkast ekki undir grunnþjónustu. Líkt og endurgerð á Grófarhúsinu, sú endurgerð á að kosta 4,5 milljarða og á að lífga upp á hús sem er í full- komnu lagi. Einnig væri hægt að auka veru- lega einskiptistekjur sem hafa verið að drag- ast saman með því að auka framboð lóða. Þannig væri auðveldlega hægt að afla meiri tekna fyrir borgina og láta hluta þeirra fara í álagsgreiðslur. Ríkið varði milljarði í álags- greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks árið 2020, þetta hafa sveitarfélög ekki leikið eftir fyrir sitt fólk sem hefur verið undir miklu álagi. Reykjavíkurborg getur auðveldlega tekið af skarið og greint það hvaða starfsstéttir hafa verið undir meira álagi eftir að heimsfarald- urinn skall á og greitt þeim sem verið hafa undir miklu álagi sérstaka álagsgreiðslu. Áframhaldandi heimsfaraldur Við vitum ekki mikið um framhaldið annan en að á heimsfaraldrinum verður framhald og því er viðbúið að ákveðnar starfsstéttir munu áfram búa við aukið álag. Fjárfestum í fólkinu okkar, þeim sem hafa lagt mikið á sig til þess að líf okkar allra raskist sem minnst, þeim sem hafa unnið undir miklu álagi í yfir eitt og hálft ár og munu því miður verða að vinna undir miklu álagi enn þá. Undir álagi Eftir Valgerði Sigurðardóttur og Þorvald Tolla Ásgeirsson »Margt af því fólki sem vinn- ur á vegum sveitarfélaga hefur lagt á sig meiri vinnu en áður en heimsfaraldurinn skall á, fólk sem ekki hefur fengið neinar sérstakar álagsgreiðslur fyrir sín störf, þar geta sveit- arfélög gert miklu betur. Valgerður Sigurðardóttir Höfundar eru borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.