Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Opin og frjáls um-
ræða um málefni út-
lendinga á Íslandi
verður að eiga sér
stað í samfélaginu.
Fólk verður að geta
tjáð sig án þess að
óttast að yfir það
komi ómálefnaleg
gagnrýni og persónu-
legar árásir. Þennan
málaflokk þarf að
ræða, við þurfum sem þjóð að
ákveða hvaða stefnu við ætlum
okkur að taka. Stefnu verður að
marka sem er byggð á þeirri erfiðu
reynslu sem grannþjóðir okkar
hafa haft á undanförnum árum og
áratugum. Fyrirkomulagið sem við
búum við í dag er óskilvirkt og það
skortir upplýsingagjöf. Við þurfum
að byggja upp kerfi sem tekur vel
á móti þeim sem vilja koma hingað
til að aðlagast samfélaginu og
leggja sitt af mörkum til að gera
þjóðfélagið betra. Styðja þarf við
fólk sem vill búa hér og starfa og
fólk sem sannanlega er að flýja of-
sóknir og er í hættu í heimalandi
sínu. Við þurfum að finna leið í
sameiningu en ekki að rífa niður
hvert annað og þær stofnanir sem
eru að vinna að þessum málaflokki
með hagsmuni þjóðarinnar að leið-
arljósi. Efla þarf Útlendingastofn-
un og stytta biðtíma umsókna, en
það er gert með því að forgangs-
raða þeim miklu fjármunum sem
nú þegar fara í málaflokkinn,
ásamt því að efla þarf löggæslu og
landamæravörslu.
Við Íslendingar búum við þann
veruleika að hingað kemur fólk
bæði í góðum tilgangi og slæmum.
Ég hef í störfum mínum hjálpað
mörgum konum og börnum sem
hafa lent í klóm manna sem hingað
hafa komið á fölskum forsendum.
Þeir halda heilu fjölskyldunum í
ótta með ofbeldi og yfirgangi.
Margar þessara kvenna hafa ekki
fjárhagslega burði til að standa í
málaferlum við slíka menn. Vegna
þessa festast þær oft á
tíðum í ofbeldis-
samböndum. Fjöldi
þessara tilvika hefur
komið mér á óvart og
hvernig til þessara
sambanda er stofnað.
Ég hef einnig aðstoðað
fólk við að eignast hér
varanlegan samastað,
sem hefur þurft á
vernd að halda, og
einnig fólk sem hefur
komið hingað til að
vinna og sjá sér og
sínum farborða. Stuðningur við
fólk í heimalandi sínu er einnig leið
sem vert er að skoða betur.
Til þess að geta aðstoðað þá sem
þess þurfa þá þarf að skerpa á
reglum og upplýsingagjöf til að
koma í veg fyrir að hingað komi
inn hópar sem ekki þurfa aðstoð
frá okkur. Leggja þarf áherslu á
að aðstoða konur og börn sem eru
á flótta. Í dag hallar verulega á
konur þegar kemur að innflytj-
endum á Íslandi. Það þarf því að
styðja við konur og börn sem hing-
að koma.
Við verðum að marka okkur
stefnu sem er byggð á heildarhags-
munum samfélagsins þar sem allir
þegnar þess fá að blómstra. Það
gerum við með því að forgangsraða
þeim fjármunum sem í málaflokk-
inn fara, styrkja grunnstoðirnar og
nýta þá fjármuni á sem bestan og
skynsamlegastan hátt, enda er það
skylda hvers ríkis að hámarka nýt-
ingu fjármuna skattgreiðenda í
þágu þegna sinna.
Eftir Vilborgu Þór-
önnu Bergmann
Kristjánsdóttur
Vilborg Þóranna Berg-
mann Kristjánsdóttir
» Opin og frjáls um-
ræða um málefni út-
lendinga á Íslandi verð-
ur að eiga sér stað í
samfélaginu.
Höfundur er lögfræðingur og
sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista
Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður fyrir komandi alþingis-
kosningar.
vilborg@logvest.is
Hvers vegna má ekki
ræða málefni út-
lendinga á Íslandi?
Hið pólitíska lands-
lag breytist ört. Nýir
flokkar koma og fara í
hverjum kosningum og
fylgi rótgrónari fram-
boða sveiflast í takt við
tíðarandann. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur
einn flokka haldið
stöðu sinni sem lang-
stærsta stjórnmála-
hreyfing landsins og
mælist iðulega um tvö-
falt stærri en sá næsti. Aðrir eru
ekki svipur hjá sjón.
Hæst ber hnignun Samfylking-
arinnar, sem eitt sinn var breiðfylk-
ing krata og hófsamra jafnaðar-
manna og naut um 30% fylgis á
árum áður. Flokkurinn
hefur nú endurskil-
greint sig sem popúl-
íska öfgavinstrihreyf-
ingu og má gott heita
ef fylgi hennar hangir í
kringum 10%, þriðjung
þess sem áður var.
Stefnumálin eru enda
fábrotin og hverfast
fyrst og fremst um
hærri skatta, meiri rík-
isafskipti og það sem
hæst ber á samfélags-
miðlum hverju sinni.
Í orði eða á borði?
Það má með sanni segja að hinn
hófsami krati sé týndur í stjórn-
málaumhverfi nútímans. Þótt ein-
hverjir leiti í VG hefur flokkurinn
sögulega ekki höfðað sérstaklega til
þess hóps. Lítið rennur til Sósíal-
istaflokks fyrrverandi auðkýfingsins
Gunnars Smára Egilssonar, sem
kennir sig nú við gjaldþrota hug-
myndafræði einræðisherra í löndum
á borð við Kúbu og Venesúela.
Þeir sem hallast til vinstri, en þó
ekki um of, virðast því helst eiga
skjól í fangi Viðreisnar. Í orði er
Viðreisn miðju-hægriflokkur, en
hefur á borði teygt sig til vinstri.
Sést það best í Reykjavík, þar sem
flokkurinn stökk á fyrsta tækifæri
til að styrkja vinstrimeirihlutann
sem hefur stefnt borginni í veru-
legar fjárhagskröggur síðustu ár.
Flokksfólki líður best í umræðum
um aðild að Evrópusambandinu og
álíka dægurmál, en fátt er um svör
þegar kemur að raunverulegum
stefnumálum.
Skýrar línur
Í haust verður kosið um stöðug-
leika og skynsamleg skref út úr kór-
ónukreppunni. Það er til mikils að
vinna að forðast hreinan vinstri-
meirihluta, líkt og réð ríkjum eftir
efnahagshrunið 2008 með tilheyr-
andi afleiðingum. Fátt liggur fyrir
um áætlun Viðreisnar að loknum
kosningum, en formaðurinn hefur
ekki útilokað þátttöku í vinstristjórn
fjölda flokka.
Það er til mikils að vinna fyrir
Viðreisn að skýra línurnar. Að svara
því hvort hann verði trúr uppruna
sínum og vilji stöðugleikastjórn frá
miðju, eða kjósi fjölmennan vinstri-
bræðing. Af sögunni má ætla að hið
síðarnefnda verði fyrsti kostur ef
kallið kemur. Komi ekki fram áætl-
anir um annað mega kjósendur
reikna með að atkvæði til flokksins
sé ekkert annað en atkvæði með við-
reisn vinstrimanna.
Eftir Berglindi Ósk
Guðmundsdóttur » Í haust verður kosið
um stöðugleika og
skynsamleg skref út úr
kórónukreppunni. Það
er til mikils að vinna að
forðast hreinan vinstri-
meirihluta, líkt og réð
ríkjum eftir efnahags-
hrunið 2008 með tilheyr-
andi afleiðingum.Berglind Ósk
Guðmundsdóttir
Viðreisn vinstrimanna
Höfundur er þingframbjóðandi
Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi.
Ég kom til Íslands
fyrir 20 árum eða fyrst
árið 2000. Síðan hefur
margt breyst í lífi inn-
flytjenda. Margir hafa
flutt hingað til landsins
frá árinu 2000. Margir
fluttu hingað vegna
vinnu, aðrir vegna fjöl-
skyldusameiningar og
sumir vegna annarra
ástæðna. Má þar nefna
flóttafólk víða að úr
heiminum.
Samkvæmt gögnum Hagstofu Ís-
lands fluttu hingað rúmlega 51 þús-
und erlendir ríkisborgar umfram
brottflutta. Á sama tíma fluttu rúm-
lega 11 þúsund íslenskir ríkisborg-
arar frá landinu. Í dag eru um 67
þúsund af mannfjöldanum á Íslandi
fæddir erlendis, þar af um 50 þús-
und fæddir innan Evrópu.
Reikna má með að stór hluti er-
lendra ríkisborgara hafi flutt til Ís-
lands á þeim tíma sem ég hef búið á
Íslandi. Á þessu tímabili hef ég
stofnað mitt heimili og alið upp dæt-
ur mínar. Af þessum fjölda innflytj-
enda og nýrra Íslendingar eru nú í
ár, m.v. tölu Hagstofu Íslands, rúm-
lega 46 þúsund starfandi og 33%
þeirra eru af erlendum uppruna og
starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þar af
eru um 45% konur og 55% karlar.
Þetta er því stór hópur sem skilar
miklum tekjum í ríkissjóð Íslands.
Þessi þjóðfélagshópur er verðmæt
auðlind. Þetta eru nýir Íslendingar.
Án þessara innflytjenda, nýju Ís-
lendinga, hefði íslenska ríkið, sveit-
arfélög og aðrir opinberir aðilar ekki
getað sinnt skyldu sinni og gætt vel
að sínu fólki í grunnþjónustu. Flestir
nýir Íslendingar byrja að vinna
strax á fyrsta degi eða mjög fljótlega
eftir að flutt hefur ver-
ið til landsins. Fyrsta
kynslóð innflytjenda
hefur í raun ekki þurft
að nota grunnþjónustu
sem samfélagið og ríkið
hefur annars þurft að
byggja upp, t.a.m.
skólastofnanir. Lang-
flestir byrja strax að
afla ríki og sveitar-
félögum tekna í formi
skatta og gjalda. Það
að ala upp einstakling
frá fæðingu, í gegnum
grunnskóla, menntaskóla og fleira
kostar sitt.
Með tilkomu innflytjenda hefur
samfélagið í þessu efni sparað gríð-
arlega mikið fjármagn. Eina und-
antekningin frá þessu varðar mál-
efni flóttafólks sem eðli máls
samkvæmt er kostnaðarsamt ferli.
Engu að síðu hafa ríki og sveitar-
félög fengið að njóta góðs af skatt-
tekjum sem greiddar eru af nýjum
Íslendingum. Einkageirinn hefur
einnig getað nýtt starfskrafta nýrra
Íslendingar til að stækka við sína
þjónustu og náð að svara eftirspurn
eftir henni.
Lengi get ég talið upp framlag
innflytjenda til samfélagsins í heild-
inni. En ég verð að benda á að oftast
vinnur þetta fólk erfiðustu verkin.
Fjölmargir fá lægri laun en Íslend-
ingar og vinna lengri vinnutíma. Oft-
ast starfa nýir Íslendingar í vinnu
sem er langt undir hæfileikum,
menntunarstigi og getu þeirra. Það
má með rökum segja að innflytj-
endur þurfi að leggja meira á sig en
aðrir borgar til að öðlast þau lífs-
gæði sem flestum finnast sjálfsögð.
Hægt að flokka innflytjendur sem
viðkvæman hóp. Þessi hópur þarf
umgjörð og af mun betri gæðum.
Það þarft að styrkja hópinn í ýmsum
samfélagsþáttum. Það þarft t.d. að
styrkja menntun þeirra og börn
þeirra. Það þarf að styrkja tungu-
málastöðu þeirra, búa til aðstæður
svo það séu raunverulega jöfn at-
vinnutækifæri með því að viður-
kenna reynslu, menntun og hæfni
þeirra. Ríki og sveitarfélög þurfa að
stíga dýpra inn og þróa skilvirka að-
lögunarstefnu (e. Integration pol-
icy).
Sem borgandi launþegi, atvinnu-
rekandi, sem innflytjandi og sem
samfélag í heildinni þurfum við öll að
spyrja sjálf okkur hvort það sé ekki
kominn tími til að tala opinskátt um
málefni innflytjenda og stöðu þeirra
sem telja fleiri tugi þúsunda ein-
staklinga.
Er ekki kominn tími til að gera
betur við þennan hóp sem við erum
nú með hér í landinu, þá sem hér
eiga heima, eru orðnir hluti af okkar
samfélagi og skila miklu í þjóðar-
búið? Að mínu mati hefur ekki verið
nóg að gert fyrir þá sem teljast inn-
flytjendur á Íslandi og öðlast hafa öll
sín réttindi með lögmætum hætti og
skilað sínu.
Með því að standa við bakið á nýj-
um Íslendingum erum við að stuðla
að þátttöku þessa þjóðfélagshóps í
samfélaginu. Með menningarlegum
fjölbreytileika (e. cultural diversity),
innihaldsríkari sátt, meiri skilningi
innan samfélags okkar tryggjum við
sjálfbærni samfélagsins (e. social
sustainability) til lengri framtíðar.
Samhliða erum við saman að styrkja
og þróa Ísland, íslenska menningu
og velferð.
Sem réttlátt samfélag og sem
samfélag sem vill stuðla að umburð-
arlyndi eigum við öll að vinna að
þessu málefni saman svo þessi hópur
sitji ekki eftir og finni sig sem „ann-
ar flokks“ á Íslandi.
Kæru innflytjendur og nýir Ís-
lendingar: velkomnir heim.
Eftir Danith Chan »Með því að standa
við bakið á nýjum Ís-
lendingum erum við að
stuðla að þátttöku þessa
þjóðfélagshóps í sam-
félaginu.
Danith Chan
Höfundur skipar 2. sæti á lista
Miðflokksins í Reykjavík suður fyrir
komandi kosningar til Alþingis
Íslendinga.
Velkomin heim
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna
svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.