Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 ✝ Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1949. Hún lést á heimili sínu 1. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Ólafsdóttir, fædd 21.4. 1927 í Vest- mannaeyjum, d. 23.5. 1990, og Guðbjartur Guðmundsson, fædd- ur 22.9. 1926 á Stokkseyri, d. 18.9. 2007. Systkini Steinunnar eru Linda, f. 6.6. 1947, Pétur, f. 22.11. 1957, og Jónína, f. 21.4. 1962. Hinn 28.4. 1990 giftist Stein- unn Erlendi Magnússyni, f. 16.9. 1948, foreldrar hans voru hjón- in Unnur Erlendsdóttir frá Mó- gilsá á Kjalarnesi, f. 28.11. 1922, d. 11.4. 2006, og Magnús Kr. Finnbogason frá Neðri- Presthúsum í Mýrdal, f. 29.7. 1925, d. 30.1. 2009. Steinunn Hlín, f. 11.7. 2002, og 4) Laufey Stefánsdóttir, f. 22.6. 1972, maki Hilmar Finnur Bin- der, f. 7.10. 1968, börnin þeirra eru Stefán, f. 30.12. 1990, Dag- ur, f. 18.1. 1999, Máni, f. 4.7. 2003, og fyrir átti Hilmar Eddu, f. 30.8. 1985. Steinunn ólst upp í Akur- gerði í Reykjavík og gekk í Réttarholtsskóla. Á sumrin dvaldi hún hjá afa og ömmu í Vestmannaeyjum og fór ung að árum að vinna í fiski þar. Steinunn vann skrifstofustörf hjá G. Þorsteinssyni og Johnson um árabil. Árið 1983 hóf hún störf hjá Almennum trygg- ingum sem síðar urðu Sjóvá- Almennar tryggingar og þar urðu starfsárin 34 eða þar til hún greindist með þau veikindi sem hún átti eftir að glíma við í rúm fimm ár. Steinunn og Erlendur bjuggu lengst af í Fögrubrekku 44 í Kópavogi. Útför Steinunnar Hlínar fer fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ í dag, 12. ágúst 2021, klukk- an 13. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/s5ftjxs8 Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Börn Stein- unnar og Erlends eru: 1) Unnur, f. 7.5. 1985, maki Jón Ingi Þorvalds- son, f. 25.7. 1984, börnin þeirra eru Birta Guðrún, f. 7.2. 2011, Hákon Jaki, f. 18.11. 2013, og Hekla Lind, f. 26.5. 2016. 2) Elín, f. 24.5. 1988, maki Kristmundur Davíð Ólafsson, f. 8.9. 1984, börnin þeirra eru Darri, f. 5.3. 2010, Laufey, f. 20.7. 2013, og Sóley, f. 2.3. 2021. Fyrri maður Steinunnar var Stefán Jónsson og börn þeirra eru 3) Guðbjartur Stefánsson, f. 1.7. 1969, maki Anna Sigríður Jónsdóttir, f. 24.12. 1970, börn- in þeirra eru Arnar Ingi, f. 11.1. 1990, og dóttir hans er Fanney Rán, f. 14.8. 2009, Elísa Sif, f. 28.12. 1992, sambýlismaður Jón Baldvinsson, f. 30.5. 1995, og Elsku mamma mín, hvað ég sakna þín sárt. Þú varst ekki bara mamma mín heldur líka besta vinkona mín, sú sem ég hringdi í oft á dag. Þér gat ég sagt allt, við skildum hvor aðra og einhvern veginn sagðir þú alltaf það sem ég þurfti að heyra. Eftir símtal við þig var allt betra. Hvernig á ég að geta vanist því að geta ekki hringt í þig? Stundum finnst mér í ör- skamma stund eins og ég geti það, t.d. þegar Sóley gerir eitt- hvað sætt þá gríp ég símann og um daginn þegar hún fékk fyrsta grautinn þá langaði mig svo að geta sent þér myndband af því. Hvað þú varst ánægð með litlu Sóleyju okkar, hún fékk þig alltaf til að brosa, fram á þinn síðasta dag. Ég gleymi því aldrei þegar þið pabbi komuð til okkar daginn sem Sóley fæddist, þú varst svo þakklát fyrir að fá að upplifa þann dag. Ég gleymi heldur aldrei svipnum á andlit- inu þínu þegar þú heyrðir nafnið hennar í skírninni. Þú varst svo hrifin, blómastelpan sjálf. Þú varst svo tengd náttúrunni, elsk- aðir fuglana og blómin. Þú naust þín best þegar þú varst í sveit- inni ykkar pabba að dúllast við blómin og fylgjast með fuglun- um. Þú kunnir svo sannarlega að lifa í núinu og þú kunnir svo vel að meta lífið, alltaf jákvæð, alltaf sátt. Það var alltaf svo fallegt í kringum þig. Þú stjanaðir við allt í umhverfi þínu og gerðir líka svo fallegan og góðan mat, en enginn matur er eins góður og mömmumatur. Hugarfar þitt í veikindunum var einstakt, þú tókst á við þau af þvílíku æðruleysi, horfðir allt- af bara fram á veginn og hafðir alltaf eitthvað til að hlakka til. Þú varst þrátt fyrir allt, ávallt þakklát, þakklát fyrir hvern dag sem þér var gefinn. Það var aðdáunarvert að fylgjast með ykkur pabba í gegnum veikindi þín, þið létuð ekkert stoppa ykk- ur, fóruð í margar utanlands- ferðir og veiðiferðir og hélduð ykkar striki í að skapa góðar minningar. Ég dáðist svo að þér þegar við sóttum þig upp í Langá þar sem þú varst að veiða með pabba, til að skutla þér í geislameðferð og svo vildirðu fara beint aftur upp í á að veiða. Ótrúleg. Hetjan okkar. Þú barst veikindi þín ekki ut- an á þér því varst alltaf svo fal- leg og fín og skartaðir þínu fal- lega hlýja brosi, sætasta konan á svæðinu. Það er svo lýsandi fyrir þitt hugarfar að þegar þú lást á spítalanum, sárlasin í sumar, þá varstu að skoða föt í símanum þínum og sendir okkur að kaupa fallegt sumardress og nýjan varalit. Ó, hvað ég óskaði þess heitt að þú myndir hressast, fara í fínu fötin þín, setja á þig varalit- inn og saman myndum við fá okkur eitthvað gott að borða og þú myndir njóta þín, njóta þess að borða góðan mat. En stundirnar urðu ekki fleiri. Nú ertu komin í sumarlandið, umvafin fallegum blómum og sætum litlum fuglum. Við sitjum eftir með sorg og söknuð í hjörtum okkar og reyn- um að læra á lífið án þín. Ég veit þú verður samt áfram með okk- ur, í hjörtum okkar og fylgist með okkur. Við munum ylja okk- ur við allar góðu minningarnar og passa að krakkarnir gleymi aldrei góðu ömmu sinni sem elskaði þau svo heitt. Þú kenndir okkur svo margt. Takk fyrir allt elsku mamma. Þín Elín. Elsku hjartans mamma mín. Að sitja hér og skrifa minning- arorð er svo óraunverulegt eins og síðustu dagar hafa verið. Mér líður eins og ég eigi eftir að vakna upp úr þessum slæma draumi. Þú varst miklu meira en mamma mín, þú varst líka besta vinkona mín. Það leið aldrei sá dagur sem byrjaði ekki á að heyra í þér, og svo töluðum við saman oft á dag um allt mögu- legt. Við mæðgur vorum líka duglegar að hittast yfir kaffi- bolla eða fá okkur góðan hádeg- ismat og spjalla saman um lífið og tilveruna. Þegar ég lít til baka þá voru allar stundir með þér gæða- stundir. Þú kunnir svo að njóta lífsins. Þínar bestu stundir voru upp í bústað með pabba en þar gastu hlustað á fuglana og hugað að fallegu blómunum þínum sem þú unnir svo mikið. Þegar við komum til ykkar upp í bústað labbaðir þú með okkur um lóðina og sýndir okkur fallegu blómin þín og sagðir okkur hvað þau hétu. Svo eldaðir þú dýrindismat eða bakaðir pönnukökur með kaffinu og við áttum svo dýr- mætar stundir saman sem aldrei munu gleymast. Við munum passa blómin þín, elsku mamma. Allt sem þú gerðir var svo vandað. Ég gleymi aldrei góðu tilfinningunni þegar við Elín systir komum úr baði og þú signdir okkur, klæddir okkur í hrein náttföt og við lögðumst upp í brakandi hreint rúm. Helgarnar sem við vöknuðum við ömmu Ellu kökulykt þar sem þú varst búin að baka um morg- uninn og allan góða matinn sem þú hefur eldað fyrir okkur frá grunni af mikilli ástúð. Hvert sem við fórum, tjaldútilegu, gönguferðir eða á skíði upp í Bláfjöll, varstu alltaf búin að út- búa dýrindisnesti handa okkur. Eftir að ég eignaðist börn hef ég oft spáð í því hvernig þú fórst að öllu sem þú gerðir með okk- ur, þú í fullri vinnu, eldaðir allan mat, saumaðir á okkur föt og eyddir löngum sumarkvöldum með pabba út í garði að sinna garðverkunum og hélst heim- ilinu alltaf tandurhreinu og áttir alltaf tíma fyrir fólkið þitt. Ömmuhlutverkið var þér svo kært og barnabörnin elskuðu ömmu sína svo mikið. Allar gæðastundirnar ykkar verða varðveittar í hjörtunum þeirra og þau vita að þar er amma, í hjartanu þeirra eins og þú sagð- ir þeim. Alls staðar sem þú varst fannst fólki gott að vera. Þú hafðir svo góða nærveru og þú vildi öllum vel. Hvernig þú og pabbi tókuð á veikindum þínum er aðdáunarvert. Þú kvartaðir aldrei og hélst áfram að lifa líf- inu með pabba þér við hlið sem studdi þig í gegnum veikindin af mikilli ást og alúð. Þið sköpuðuð margar dýrmætar minningar bæði saman og með okkur börn- unum ykkar og barnabörnum. Þú ert stærsta fyrirmyndin í lífi mínu og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Það hefði enginn getað sagt mér hversu sárt yrði að missa þig. Þú verður alltaf besta vinkona mín og ég mun fara í gönguferðir og spjalla við þig eins og þú sagðir mér að gera. Þú ert í hjarta mínu. Guð geymi þig og allir engl- arnir. Þín dóttir, Unnur. Elsku mamma, það er erfitt að setjast niður og skrifa þessi orð, símhringing frá Unni um miðja nótt um verslunarmanna- helgi gat í raun bara þýtt eitt; þú varst farin. Það var skrítið að heyra þessi orð en einhvern veg- inn þá var þetta viðbúið, elsku mamma. Við Anna höfðum heim- sótt þig nokkrum dögum áður og það var ljóst að nokkuð var af þér dregið. Það eru ótal minningar sem leita á hugann á þessum tíma, þegar maður syrgir, en það sem skín í gegnum þær allar er það að þú varst einstaklega góð og falleg persóna. Þú máttir ekkert illt sjá eða aðra veika þá varstu komin um leið að hjálpa og hlúa að með kærleik og hlýjunni sem umlék þig. Elsku mamma, þú varst rík af börnum, barnabörnum og barna- barnabarni og einstaklega vel gift Edda sem var þinn sálu- félagi sl. 40 ár. Ég naut þess innilega að ferðast með ykkur í æsku og ég á margar góðar minningar af veiðiferðum og öðr- um ferðum sem kenndu mér að virða náttúruna okkar og fræð- ast um landið okkar. Einnig eru minnisstæðar ferðir á Stokks- eyri og til Vestmannaeyja þar sem þú undir þér ávallt vel. Á yngri árum okkar systk- inanna þá kenndirðu okkur margt sem við búum að alla ævi. Eitt af því minnisstæða úr minni æsku voru allir bökunartímanir fyrir jól þar sem minnst 10-15 sortir voru bakaðar. Það var aldrei bakað nema að ég fengi að vera með. Það eru oft litlu hlut- irnir í lífinu sem skipta máli þeg- ar maður eldist og áfram kemur maður þessum hefðum yfir á næstu kynslóðir. Skoðandi myndir af okkur systkinum í gegnum öll þessi ár sem við áttum með þér þá er eitt sem skín alls staðar í gegn, en það eru fallegu blómin sem þú varst alltaf með í kringum þig. Þú varst sannarlega náttúrunn- ar kona af lífi og sál. Ég hef hugsað mikið um síð- ustu heimsókn okkar Önnu í Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES PÉTURSSON, prófessor í geðlækningum, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 4. ágúst. Hann verður jarðsunginn í Dómkirkjunni 16. ágúst klukkan 15 og verður athöfninni streymt á www.sonik.is/hannes. Færum starfsfólki Markar þakkir fyrir allan kærleikann og einstaka umönnun. Júlíana Sigurðardóttir Sólveig Guðrún Hannesd. Jónas Páll Jónasson Kristín Inga Hannesdóttir Hilmar Hauksson Þórunn Hannesdóttir Jason Andrew Doyle og barnabörn Hjartkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, lést á líknardeild Landspítalans á 85 ára afmælisdegi sínum, 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni, hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát á útfarardaginn. Halldóra Viðarsdóttir Jóhann Úlfarsson Kristín Inga Viðarsdóttir Timothy Hercules Spanos Björn Leví Viðarsson Einar Ingi Magnússon Sigrún Guðmundsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Jón Helgason Ása Magnúsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN J. GUÐLAUGSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 29. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 17. ágúst klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina. Kærar þakkir fær starfsfólk Ísafoldar fyrir hlýhug og góða umönnun. Inga Jóhannsdóttir Daði Bragason Jóna G. Jóhannsdóttir Þorgils E. Ámundason Guðmundur Jóhannsson Guðrún Á. Unnsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA STEINÞÓRSDÓTTIR saumakona, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 16. ágúst klukkan 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eirar 3. hæð norður fyrir alúð og góða umönnun. Þór Ingi Árdal An Thi Hoang Svandís Bára Karlsdóttir Einar Berg Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR, Hagamel 50, Reykjavík, lést 30. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 16. ágúst klukkan 15. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast Katrínar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Helgi Magnússon Arna Borg Einarsdóttir Sigurður Gylfi Magnússon Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Magnús Örn Helgason Sunna María Helgadóttir Arnar Þór Helgason Pétur Bjarni Einarsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.