Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 46

Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 ✝ Þórey Mjall- hvít H. Kol- beins kennari fæddist 31. ágúst 1932 að Stað í Súgandafirði. Hún lést á Hrafnistu 17. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru sr. Hall- dór Kolbeins, f. 16.2. 1893, d. 29.11. 1964, og Lára Ágústa Ólafsdóttir, f. 26.3. 1898, d. 18.3. 1973. Systk- ini Þóreyjar eru Ingveldur Að- alheiður, Gísli, Erna, Eyjólfur og Lára. Fóstursystkini eru Guðrún S. Guðmundsdóttir og Ólafur Valdimarsson. Þórey ólst upp í foreldrahúsum að Stað í Súgandafirði, að Mæli- felli í Skagafirði og að Of- anleiti í Vestmannaeyjum. Stúdent 1952 frá Mennta- skólanum á Akureyri. Nám í guðfræðideild HÍ 1952-53 og 1974-75, kennarapróf úr stúd- entadeild Kennaraskóla Íslands Dís, fyrri eiginmaður Halldór Benediktsson og dóttir þeirra Módís Fujiko, unnusti Benja- min Schmid og dóttir þeirra Maísól Sonoko. Síðari eig- inkona Ragnars er Dagný Chen Ming, dætur þeirra Eir- dís Heiður Chen og Eirfinna Mánadís Chen; b) Heiður, f. 31.5. 1958, d. 28.5. 1993. Eig- inmaður var Ómar Sævar Harðarson, dætur þeirra Brynhildur og Þórey Mjallhvít, gift Fayaz Khan, hennar barn og Finnboga Þorkels Jóns- sonar er Heiður Ísafold; c) Lára Sigríður, f. 12.9. 1965. Eiginmaður er Atli Geir Jó- hannesson, börn þeirra Atli Baldur og Heiður Þórey; d) Halldór Kristján, f. 12.9. 1965. Fyrri eiginkona er Sigríður Melrós Ólafsdóttir, synir þeirra Baldur Kolbeinn, Ólaf- ur Elliði og Steinn Völundur. Síðari eiginkona Halldórs er Hlíf Una Bárudóttir, dóttir þeirra Bára Mjallhvít. Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 12. ágúst 2021, klukkan 13. Jarðarför- inni verður streymt á: https://youtu.be/DSY8Vxqys_w Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat 1962 og úr fram- haldsdeild fyrir sérkennara KÍ 1978. Kennari við Skóla Ísaks Jóns- sonar 1962-1983, yfirkennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands 1983-1995, sérkennari við Ís- aksskóla 1997- 2004. Þórey giftist Baldri Sigurþóri Ragnarssyni, kennara, þýðanda og skáldi, 25.9. 1954, f. 25.8. 1930, d. 25.12. 2018. Foreldrar hans voru Ragnar Andrés Þor- steinsson, f. 11.5. 1905, d. 27.6. 1998, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 23.4. 1903, d. 4.10. 1992. Börn Þóreyjar og Bald- urs eru a) Ragnar, f. 29.11. 1955. Fyrri eiginkona er Sari Ohyama, dætur þeirra Mariko Margrét, gift Árna Þór Vigfús- syni, synir þeirra Vigfús Fróði Fujio, Tómas Grettir Tomio og Emil Eldar Takao, og Mamiko Árið 1990 komstu í heimsókn til okkar í New Jersey. Ég var níu ára gömul og mjög spennt. Ég krafðist þess að sofa með þér á einbreiða beddanum í stofunni. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en mörgum árum seinna að það hafi verið full þröngt fyrir sextíu ára konu. Þú svafst örugglega illa en það bar ekki á því. Um helgina vildu mamma og pabbi sýna þér Empire State Building. En ég tók það ekki í mál og krafðist þess að fara í minigolf- skemmtigarð. Þú hlustaðir á rifrildið milli mín og foreldranna og ákvaðst að standa með mér, frekjunni. Þrátt fyrir að New York hefði án efa verið skemmti- legra fyrir ykkur fullorðna fólk- ið. Þannig varstu bara, blíð og brosmild og stóðst svo oft með mér. Ég er alnafna þín og taldi ástæðuna bak við nafnagjöfina vera inngrip æðri máttar, þrátt fyrir að það hafi verið röð tilvilj- ana sem leiddi til þess að ég fékk nafnið þitt en ekki eldri systir mín, Brynhildur, sem fæddist á afmælisdaginn þinn. Fyrir vikið áleit ég þig í mörg ár sálufélaga minn, nafngiftin og óendanleg þolinmæði þín gagnvart mér fannst mér binda okkur saman órjúfanlegum böndum. Þegar mamma féll frá, fannst mér ég heppin að hafa bestu ömmu í heimi til að stíga inn í móðurhlutverkið að hluta til. Og þannig var það í mörg ár, í gegn- um súrt og sætt varst þú alltaf til staðar. Frá litlu hlutunum yf- ir í þá stóru. Eins og að sjá til þess að það væri alltaf kókópöffs í matarbúrinu þegar ég var ung- lingur. Þú og afi voruð best í heimavinnuaðstoð og svo pass- aðir þú að við systurnar hefðum eitthvað að borða þegar pabbi fór í vinnuferðir. Seinna meir, þegar ég flutti út í nám, töluðum við reglulega saman í síma. Ég sagði þér frá vinunum, skólanum og stráka- málum. Þú sendir mér líka mat- arpakka með alls kyns íslensk- um matarafurðum. Auðvitað harðfisk sem angaði langt fram á gang, vel innpakkað skyr eða kúlusúkk. Eitt sinni kom opinn poki með pinkulitlum íslenskum gulrót- um, mér og vinunum til mikillar kátínu. Ég hélt að þér væri farið að förlast – en sendingin reynd- ist vera brandari, þú varst bara með þannig húmor. Íslensku gulræturnar urðu samt illur for- boði. Áratug síðar var orðið ljóst að þú varst komin með Alzheim- ers. Þegar ég flutti heim í lok árs 2007, flutti ég í íbúð á Sogaveg- inum. Nákvæmilega þriggja mínútna labbitúr heim til ykkar afa. Ég taldi tímann þar sem ég kom nánast daglega í morgun- kaffibolla. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar við eldhúsborðið. Bókstaflega allt milli himins og jarðar. Eitt sinn mætti ég heim til ykkar og dró fram símann minn og sýndi afa Youtube-myndbönd af UFO og geimverum. Þú hafðir ekki mik- inn áhuga á því, en þegar ég sýndi þér að það voru sko til myndbönd sem áttu að vera af englum að rölta um fyrir framan svarthvítar öryggismyndavélar varstu mjög spennt. Enda varstu alltaf trúuð prestsdóttir sem að fórst með bænir jafnvel undir lokin. Þú varst alltaf svo undirbúin fyrir dauðan, byrjaðir að útdeila hlutum fyrir mörgum árum og merkja húsgögnin. Það er skrít- ið að þú sért farin, en ég veit að þú ert stödd á meðal engla. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir. Elsku amma! Frá barnsaldri hef ég hugsað mikið um hversu lánsöm ég hef verið að hafa þig í tilveru minni. Þú hefur verið stoð mín og stytta í gegnum allt mitt líf og stutt við fjöldamarga aðra. Það er í raun merkilegt og aðdáunarvert hvað þú hefur náð að sinna mörgu og vera til staðar fyrir marga einstaklinga. Þú tókst öllum manneskjum opnum örmum, alltaf til í að hjálpa, leið- beina, kenna, gefa af þér og dreifa kærleika. Umburðarlynd- ari og víðsýnni manneskju er vart að finna. Enginn hefur kennt mér jafn mikið um lífið og tilveruna eins og þú. Takk fyrir að kenna mér að vera góð manneskja. Takk fyrir að kenna mér að hamingjan er ekki eitthvað sem kemur til manns. Hamingju þarf maður sjálfur að skapa og vinna í. Takk fyrir að kenna mér hvað það er mikilvægt að rækta vini og fjöl- skyldu. Takk fyrir að kenna mér hvað vinkonur eru mikilvægar. Takk fyrir að kenna mér að baka pönnukökur. Takk fyrir að sauma á mig föt og kenna mér að sauma. Takk fyrir að kenna mér að prjóna og hekla. Takk fyrir að taka mig í sumarbústað á sumr- in. Takk fyrir að kenna mér ís- lensk blómaheiti. Takk fyrir að halda fyrir mig stúdentsveislu. Takk fyrir að fara með mér í berjamó. Takk fyrir að kenna mér að syngja íslenskar vísur og sálma. Takk fyrir allt spjallið og ein- lægar og hreinskilnar samræður í gegnum árin. Þú sagðir alltaf: „Það er svo mikið að vera manneskja.“ Það er svo sannarlega rétt að það er mikið mál að vera manneskja og ég skil það alltaf betur og betur eftir því sem árin líða. Sá lær- dómur er það mikilvægasta sem þú hefur kennt mér og kemur í veg fyrir uppgjöf og veitir hvatningu við erfið verkefni og áskoranir í lífinu. Ég man að þú kallaðir mig oft hjartabarn, mér þótti það svo fallegt. Þú ert mín hjartaamma. Bless elsku amma mín og takk fyrir allan kærleikann og fyrir að hafa gefið mér allt þetta góða veganesti út í lífið. Knús til ykkar afa, ég mun alltaf sakna ykkar og Sogaveg- arins. Mariko Margrét Ragnarsdóttir. Ég kveð hana með miklum söknuði, hún var alltaf svo hlý og elskuleg og umvafði mann með kærleika sínum. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt. Faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Það eru svo margar fallegar minningar sem ég á um Þóreyju fóstursystur mína og alltaf eru mér dýrmætar minningarnar um fyrstu dagana sem ég átti á Stað í Súgandafirði, þar sem ég var tekin í fóstur fimm ára göm- ul þegar móðir mín andaðist. Og það var einmitt Þórey Mjallhvít sem var mér svo ósköp góð og vildi klappa mér og sýna mér ástúð sína svona lítið barn sem hún var. En svona var hún alltaf, svo hlý og kærleiksrík. Þórey kenndi lengi í Ísaks- skóla og ég veit að öllum líkaði mjög vel við hana þar, bæði sam- starfsfólk og börnum, þar átti ég lítinn frænda sem þótti svo vænt um hana að hann sagðist ætla að vera eins og Þórey þegar hann yrði stór. Það er svo margs að minnast frá æskudögunum og fallega og kærleiksríka heim- ilinu sem við áttum á Stað í Súg- andafirði og Mælifelli í Skaga- firði og svo í Vestmannaeyjum líka. Fjölskylda mín sendir kær- leiksríkar kveðjur. Hinsta kveðjan erfið er erum harmi slegin en vitum að sæluvist mun þér veitast hinum megin. (E.S.) Minning þín lifir. Guðrún Sesselja Guð- mundsdóttir (Rúna systir). Okkur systkinin langar að minnast elskulegrar móðursyst- ur okkar hennar Þóreyjar með nokkrum orðum. Þórey var af- skaplega hjartahlý, jákvæð og hláturmild, alltaf var gott að koma til hennar og Baldurs. Að koma til þeirra á Sogaveginn var líkt og að vera staddur í ævin- týraheimi, bækur frá gólfi til lofts, óskastóllinn hans Halldórs afa sem við áttum alltaf að setj- ast í og „brúðarbekkurinn“ fal- legi í stofunni þeirra. Alltaf var tekið á móti okkur með hlýju, hvort heldur sem var í gistingu eða bara í heimsókn. Þar var spjallað um allt milli himins og jarðar því Þórey var einstaklega áhugasöm og sýndi viðmælend- um sínum mikinn áhuga og hlýju. Þetta fallega ljóð lýsir að vissu leyti Þóreyju frænku, því í hjarta hennar lýsti fallegt ljós sem hafði áhrif á alla sem voru nálægir henni. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson) Við sendum Láru Sigríði, Halldóri, Ragnari, Brynhildi, Þóreyju Mjallhvíti og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga, Halldór Kristján, Lára Ágústa og fjölskyldur. Elsku Þórey frænka er farin yfir í Sumarlandið. Við sjáum fyrir okkur þær systur, mömmu og Þóreyju, faðmast svo inni- lega. Þær hlæja og tala hvor of- an í aðra og eru bara svo glaðar að hittast á ný. Þær drekka kaffi saman og eru svo hamingjusam- ar, alveg eins og við munum eftir þeim saman, alltaf syngjandi glaðar og kærleiksríkar í blóma- hafi. Það var mikill samgangur milli heimilanna alla tíð og alltaf gaman og gott að koma til Þór- eyjar frænku og Baldurs. Þau tóku alltaf svo vel á móti manni, fagnandi og með svo mikilli hlýju og væntumþykju. Þórey hafði mikinn áhuga á því sem maður var að gera og hvað börn- in okkar og fjölskyldur væru að sýsla. Hún gaf sér alltaf svo góð- an tíma til að hlusta og heyra hvað allir höfðu fyrir stafni og var svo hvetjandi. Þórey hafði auðvitað sérstak- an áhuga á að heyra um kennsl- una, hvernig gengi og hvað væri verið að kenna börnum og hvernig. Hún var kennari af lífi og sál, var frábær kennari og mikil fyrirmynd okkar sem lögð- um kennsluna fyrir okkur. Hún hafði mikla gleði af því að segja okkur sögur og við nutum þess að hlusta. Þetta voru alls konar sögur og endalaust hlegið og spjallað. Við systkinin erum óendan- lega þakklát fyrir Þóreyju frænku, sem alltaf var svo kær- leiksrík og blíð. Hún var okkur líka mikill stuðningur þegar mamma fór að veikjast. Þegar mamma átti orðið erfitt með að muna hvort hún væri að koma eða fara voru Þórey og Baldur henni svo góð og umhyggjusöm. Þegar mamma var komin inn á Skjól fórum við reglulega í kaffi til Þóreyjar frænku með mömmu meðan hún gat. Það var okkur mikill styrkur að koma til hennar og þó mamma þekkti okkur ekki lengur þá leið henni alltaf vel að koma til Þóreyjar systur sinnar. Við kveðjum elsku Þóreyju frænku með innilegu þakklæti. Við eigum öll svo fallegar minn- ingar um hana. Hún var falleg manneskja innan sem utan með stórt hjarta fullt af væntum- þykju og kærleika sem snerti líf okkar allra. Elsku Lára, Halldór, Ragnar, fjölskyldur og aðrir aðstandend- ur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um elsku frænku lifir. Halldór, Ragnheiður, Lára, Ásta og Erna og fjölskyldur. Hjartkær mágkona mín hún Þórey hefur kvatt þessa jarð- vist. Elskulega ljúfa Þórey sem allir elskuðu. Hún hafði einstak- lega hlýja nærveru, var hjálp- söm og greiðvikin og í alla staði yndisleg manneskja. Ég var níu ára þegar Baldur bróðir minn kom austur á Eskifjörð og kynnti okkur fyrir unnustu sinni henni Þóreyju. Þau voru nýút- skrifaðir stúdentar frá Mennta- skólanum á Akureyri. Þau voru svo fallegt par og geisluðu af hamingju og auðvitað féllum við fyrir persónu Þóreyjar frá fyrsta augnabliki. Þórey Kolbeins var fæddur kennari. Hún hafði allt til að bera sem prýddi góðan kennara; elsku og væntumþykju til barna og foreldra og samviskusemi og glaðlyndi. Ég minnist atviks þegar ég var 12 ára og við vorum í heimsókn í Skeiðarvogi. Ég labbaði með Þóreyju með Ragn- ar, frumburðinn, í kerru og við vorum á leið í mjólkurbúðina. Þórey söng hástöfum alla leiðina alls konar skemmtileg lög og ég var alveg miður mín að hún væri að syngja úti á götu. En svona var Þórey, glaðlyndið var svo sjálfsprottið, ég skildi þetta allt betur seinna. Nú er komið að leiðarlokum, það er ekki pláss fyrir allar góðu minningarnar. Ég votta öllum börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum og enn fremur Láru systur hennar mína dýpstu samúð. Mér þykir svo vænt um ykkur öll. Nú verður móðir ykkar lögð til hvílu hjá honum Baldri sínum sem hún ávarpaði aldrei öðruvísi en með orðunum „Baldur minn“ og Heiði, elskulegri dóttur, sem lést löngu fyrir aldur fram. Guð blessi elsku Þóreyju mína, það hefur verið þröng á þingi þegar hún kvaddi því svo margir hafa beðið eftir henni í sumarlandinu. Ástarkveðjur til allra, Nanna Ragnarsdóttir. Við andlát Þóreyjar, elsku- legrar mágkonu minnar, reikar hugurinn aftur til liðinna ára. Þórey giftist Baldri bróður mín- um árið 1954. Alla tíð síðan vor- um við í góðu sambandi sem aldrei bar skugga á. Þórey var einstök manneskja. Ljúfmennska hennar og hlýja náði ekki aðeins til fjölskyldu hennar heldur allra sem hún komst í kynni við. Kennarastarf- ið var hennar áhugasvið og hug- sjón. Hún kenndi árum saman við Ísaksskóla þar sem börnin nutu umhyggju hennar og góðr- ar kennslu. Síðar gerðist hún yf- irkennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands. Í gegnum árin hittust fjöl- skyldur okkar oft í afmælum og jólaboðum þar sem við öll nutum ánægjulegrar samveru. Þótt margar ljúfar minningar rifjist upp frá liðnum árum var líf mág- konu minnar ekki áfallalaust. Hún veiktist af krabbameini fyr- ir mörgum árum sem henni tókst að yfirstíga með hjálp góðra lækna og andlegs styrks. Árið 1993 lést Heiður, dóttir þeirra hjóna, eftir erfið veikindi, aðeins 35 ára gömul. Þórey og Baldur tókust á við þá miklu sorg af æðruleysi og veittu dætrum hennar og eiginmanni mikinn stuðning og umhyggju. Fjölskyldan skipaði ávallt stóran sess í lífi þeirra hjóna. Þegar heilsu þeirra beggja tók að hraka stóðu börn þeirra og barnabörn þétt við bakið á þeim. Að lokum fengu þau bæði vist á hjúkrunarheimili Hrafnistu þar sem þau nutu góðrar umönnun- ar starfsfólks. Þar lést Baldur fyrir rúmum tveimur árum. Í dag fylgjum við elskulegri mágkonu minni til hinstu hvílu. Hennar verður minnst með söknuði og hlýju. Við Árni og fjölskylda okkar sendum börn- um hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Gyða Ragnarsdóttir. Þú munt lifa að eilífu í hjarta mínu. Frá því ég flutti hingað til Ís- lands frá Japan árið 1981 hefur þú verið mér eins og móðir. Þú varst íslenska mamma mín. Ég eyddi miklu meiri tíma með þér en hjá móður minni í Japan. Þú kenndir mér íslensku og bakst- ur. Þú hjálpaðir mér alveg heil- mikið þegar ég var að ala upp Þórey Mjallhvít H. Kolbeins Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.