Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 52

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Ert þú leiðtoginn sem við leitum að? Menntunar- og hæfniskröfur: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða tvo öfluga stjórnendur til að leiða nýjar einingar innan embættisins. Leitað er að einstaklingum sem hafa framtíðarsýn, frumkvæði, metnað og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd og fylgja þeim eftir. Nánari upplýsingar um störfin veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, milli- og ársuppgjörum og kostnaðareftirliti • Ábyrgð á gerð greininga, fjárhags- og rekstraráætlana ásamt upplýsingagjöf til sýslumanns • Stjórnun mannauðs og yfirsýn yfir verkefnastöðu teymis • Gerð og þróun verkferla • Stefnumótun verkþátta á sviði rekstrar og fjármála í samvinnu við sýslumann • Samstarf við fagsvið og ytri aðila Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Launakjör eru skv. gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins. • Háskólamenntun á sviði fjármála og reksturs sem nýtist í starfi • Haldbær starfsreynsla af fagsviði fjármála • Reynsla og þekking á áætlanagerð og uppgjörum • Frábær greiningarhæfni, framsetning og miðlun fjárhagsupplýsinga • Leiðtogahæfni, yfirsýn, árangursmiðað viðhorf • Góð samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði • Mjög gott vald á íslensku í mæltu og rituðu máli Fjármálastjóri Fjármálastjóri leiðir fjármál og rekstur embættisins og vinnur að umbótum í samstarfi við sýslumann og stjórnendur. Starf fjármálastjóra er umfangsmikið og krefjandi en helstu verkefni eru fjárhagslegur rekstur, áætlanagerð, samningagerð, húsnæðismál, innkaup, og öryggismál. Fjármálastjóri heyrir undir sýslumann og situr í framkvæmdastjórn embættisins. Þjónustu- og þróunarstjóri Þjónusta og þróun er ný eining innan embættisins. Undir eininguna heyra þjónustuver, almenn afgreiðsla og móttaka umsókna fyrir ökuskírteini og vegabréf. Hlutverk þjónustu- og þróunarstjóra er að leiða þjónustu- og umbótastarf innan embættisins með það að markmiði að einfalda verkferla og auðvelda aðgengi viðskiptavina að þjónustu og upplýsingum, m.a. með stafrænum lausnum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stjórnun mannauðs og ábyrgð á daglegri starfsemi einingarinnar • Skipulag mönnunar og áætlanagerð út frá þjónustuþörf • Þjálfun og miðlun þekkingar í þjónustuveri • Þróun og innleiðing þjónustustefnu og markmiða • Gæðastýring einingar og eftirfylgni með árangri • Umbótavinna og samstarf við fagsvið vegna þjónustu við viðskiptavini • Utanumhald um þróunarverkefni á vegum embættisins Helstu verkefni og ábyrgð: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla er kostur • Starfsreynsla sem nýtist í starfi, s.s. reynsla af þjónustustýringu, straumlínustjórnun og verkefnastjórnun • Brennandi áhugi á stafrænum lausnum • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund • Geta til að byggja upp öfluga liðsheild og leiða umbótastarf • Góð tölvufærni, skipulagshæfni og traust vinnubrögð • Mjög gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli Sýslumenn fara með framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði hvert í sínu umdæmi samkvæmt lögum nr. 50/2014. Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru rúmlega 235.000. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina. Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í 50 ár hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.