Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 53
1
1
4
4
2
2
5
5
3
3
6
6
7
7
A A
B B
C C
D D
E E
F F
G G
H H
I I
J J
K K
Samgönguverkfræðingur
Viltu taka þátt í mótun skipulags samgangna í borgar- og
bæjarumhverfi? Hefurðu brennandi áhuga á hvernig fólk ferðast á
milli staða á sjálfbæran hátt?
Við leitum að liðsauka til að styrkja samgöngufaghópinn okkar á
sviði mannvirkja og umhverfis.
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf sem m.a. felast í vinnu við
umferðargreiningar, samgönguskipulag og þátttöku í þverfaglegri
vinnu á sviði samgangna á skipulagsstigi, auk annarra
samgönguverkefna eftir því sem menntun, bakgrunnur og áhugi
gefur tilefni til.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Menntun á sviði samgönguverkfræði eða sambærileg.
• Reynsla af umferðargreiningum eða samgöngumálum á
skipulagsstigi er æskileg.
• Góð hæfni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
• Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi.
• Góð samskiptafærni, jákvætt viðhorf og árangursdrifni.
• Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 17. ágúst 2021.
Frekari upplýsingar veita Ólöf Kristjánsdóttir fagstjóri samgangna,
olof@mannvit.is eða í síma 842 3320 og Einar Ragnarsson sviðsstjóri
mannvirkja og umhverfis, er@mannvit.is eða í síma 862 4199.
Veituhönnuður
Langar þig að taka þátt í að hanna og móta innviði veitna á
Íslandi?
Við leitum að öflugum byggingartæknifræðingi eða verkfræðingi til
að bætast við fjölmennan og fjölbreyttan hóp á sviði samgangna
og veitna. Verkefnin eru fjölbreytt og felast í hönnun fráveitna,
vatnsveitna og hitaveitna bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun á sviði tæknifræði eða verkfræði.
• Reynsla af hönnun veitna er kostur.
• Reynsla af hönnun í Civil 3D er kostur.
• Frumkvæði í starfi, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
• Góð samskiptafærni, jákvætt viðhorf og árangursdrifni.
Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 17. ágúst 2021.
Frekari upplýsingar veita Brynjólfur Björnsson fagstjóri veitna,
bb@mannvit.is eða í síma 899 4647 og Einar Ragnarsson sviðsstjóri
mannvirkja og umhverfis, er@mannvit.is eða í síma 862 4199.
Hönnuður vega, gatna og stíga
Viltu taka þátt í hönnun samgöngumannvirkja í dreifbýli og
þéttbýli?
Við leitum að byggingartæknifræðingi eða verkfræðingi til að
starfa með fjölmennum og fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði
samgangna og veitna. Verkefnin eru fjölbreytt og felast í hönnun
vega, gatna og stíga, bæði í dreifbýli og þéttbýli, á forhönnunar og
verkhönnunarstigi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Menntun í byggingarverkfræði eða tæknifræði
• Menntun með áherslu á samgöngur og/eða veitur er æskileg.
• Reynsla í vega- og gatnahönnun er æskileg.
• Þekking á almennum teikniforritum og
þrívíddarhönnunarforritum (Autocad Civil 3D eða Microstation
Inroads) er æskileg.
• Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi.
• Góð samskiptafærni, jákvætt viðhorf og árangursdrifni.
• Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 17. ágúst 2021.
Frekari upplýsingar veita Ólöf Kristjánsdóttir fagstjóri samgangna,
olof@mannvit.is eða í síma 842 3320 og Einar Ragnarsson sviðsstjóri
mannvirkja og umhverfis, er@mannvit.is eða í síma 862 4199.
Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2021.
Nánari upplýsingar á www.mannvit.is/starfsumsokn
Viltu vera hluti af
sterkri liðsheild?
Stuðlum að sjálfbæru samfélagi
Mannvit veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði verkfræði, tækni og nýsköpunar. Hjá okkur starfar öflugur hópur verkfræðinga og
tæknimenntaðs starfsfólks með fjölbreytta reynslu. Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem starfsfólki
líður vel og hefur tækifæri til að móta framtíðina.