Morgunblaðið - 12.08.2021, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 57
hagvangur.is
Verkefnastjóri stafrænnar þróunar
Helstu verkefni
• Leiða stafræna þróun Úrvinnslusjóðs
• Þróa nýjar stafrænar lausnir og sjálfvirknivæða ferla
• Hagnýting gagna við stjórnun, þjónustu og afstemmingu milli kerfa
• Uppbygging og þróun á vöruhúsi gagna
• Innleiðing á skilvirkum og öruggum gagnasamskiptum við almenning
og verktaka
• Umsjón með innri vef og upplýsingamiðlun meðal starfsmanna
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði eða verkfræði
• Víðtæk þekking og reynsla af upplýsingatækni, verkefnastjórnun
og innleiðingu stafrænna lausna
• Þekking á uppbyggingu tölvukerfa og samskiptum þeirra á milli
• Reynsla af samstarfi við ráðgjafa og sérfræðinga í upplýsingatækni
• Hæfni til að miðla efni til starfsmanna og ytri aðila
• Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli
Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að leiða stafræna þróun hjá Úrvinnslusjóði. Framundan eru
spennandi verkefni tengd tæknivæðingu og gagnavinnslu, Úrvinnslusjóður spilar mikilvægt hlutverk
í að ýta undir endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs.
Hráefni og orka til vöruframleiðslu eru oft takmarkaðar auðlindir sem ber að fara eins sparlega með og kostur er. Úrvinnslusjóður er ríkisstofnun sem
sinnir umsýslu úrvinnslugjalds sem lagt er á vörur og ráðstöfun þess. Úrvinnslugjaldið er notað til að stuðla að sem mestri endurvinnslu og endurnýtingu
úrgangs. Úrvinnslusjóður semur við verktaka um þessa verkþætti á grundvelli verksamninga.
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst nk. (2$$ 4& #* %$<&3.> " %$<&3<$'&17.%8 *4> #*%2,) %,<+ 39+1-< 34&.+%,&" "%<*$ ,9)).)1<&;&=3. !<& %4* 14&> 4&
1&4.) 39&.& "%$6># #*%2,)<& '1 &/,%$#>).)1#& 39&.& 063). #*%6,-<):< 5 %$<&3.>7
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi, stefania@hagvangur.is.
Stafræn
þróun
Úrvinnslusjóður
SJÁ NÁNAR Á WWW.HEILSUGAESLAN.IS UNDIR LAUS STÖRF OG Á WWW.STARFATORG.IS
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR HEILSUGÆSLAN EFSTALEITI
Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir hjúkrunar-
fræðingi tímabundið í 80-100% starf. Ráðið verður
í starfið frá 1. sept. n.k. eða eftir nánara samkomu-
lagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi
starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing
sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í
heilsugæslu.
Heilsugæslan Efstaleiti leggur áherslu á þverfag-
lega teymisvinnu. Góður starfsandi er á stöðinni og
öflugt félagslíf, starfsaðstaða og starfsumhverfi eru
til fyrirmyndar.
Öflug kennsla sérnámshjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæsluhjúkrun, hjúkrunarnema, sálfræðinema, sér-
námslækna í heimilislækningum, kandidata og
læknanema fer fram á stöðinni í akademísku um-
hverfi þar sem mikil áhersla er lögð á rannsóknir
og gæðastarf. Starfsmenn taka almennt þátt í
rannsókna- og gæðastarfi.
Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt
er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga
sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Má sem
dæmi nefna sykursýkismóttöku, lífsstílsmóttöku,
fjölskylduteymi og heilsuvernd eldra fólks.
Megin starfssvið er skólaheilsugæsla og almenn hjúkrunarmót-
taka á heilsugæslustöð
Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti
nemenda og fræðslu. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum
sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans
og foreldra eftir þörfum hverju sinni.
Starfssvið í móttöku er mjög víðtækt, allt frá símaráðgjöf til
bráðaþjónustu. Hjúkrunarmóttakan sinnir fólki á öllum aldri og
skiptist í opna móttöku, bókaða móttöku og símaráðgjöf. Í opinni
móttöku er tekið á móti bráðaerindum, í bókaðri móttöku er tekið á
móti erindum sem eru ekki bráð s.s. ferðamannaheilsuvernd og
sárameðferð. Einnig er boðið upp á lífsstíls- og sykursýkisráðgjöf.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ
HÆFNISKRÖFUR
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Reynsla af heilsugæsluhjúkrun æskileg
Reynsla af fjölskylduhjúkrun æskileg
Áhugi og vilji til að vinna með börnum og fjölskyldum
Áhugi og þekking á forvarnar- og heilsueflingarstarfi
Sjálfstæði í starfi, skipulagningarhæfni og öguð vinnubrögð
Reynsla og áhugi á teymisvinnu
Reynsla af bráða- og slysamóttöku er kostur
Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ
Umsóknarfrestur er til og með 16.8.2021.
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Birna Ólafsdóttir
aslaug.birna.olafsdottir@heilsugaeslan.is - 513 5350
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Stéttarfélag er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar
upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmda-
stjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Starfshlutfall er 80 - 100%