Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 64
64 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Dragðu það fram eftir degi að
ganga frá hvers konar kaupum eða samn-
ingum. Gefðu þér svo tíma til að vera með
því fólki sem skiptir þig öllu máli.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú verður að gera þér grein fyrir að-
stæðum þínum á þessum tímapunkti í lífi
þínu og þarft að hafa í huga að halda ró
þinni ef á móti blæs.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Stutt ferðalag í dag mun bæði
gleðja þig og uppörva. Gluggaðu í sjálfs-
hjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem
mest.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér tekst betur en nokkru sinni að
samþykkja sjálfan þig, og það eykur vel-
gengnina. Gefðu þér því tíma og uppfylltu
langanir þínar.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það væri ákaflega misráðið af þér að
byrja á nýju verkefni áður en þú hefur lokið
við það sem þú vinnur að nú.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er mikil spenna í gangi milli þín
og kunningja þíns og þú þarft að komast að
því hvað veldur henni. Þú kemst nefnilega
ekkert áleiðis upp á eigin spýtur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft
að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem
best þú getur. Grasið er ekkert grænna
handan girðingarinnar, þótt þú haldir það.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú þarft að leysa fjárhagslega
flækju sem upp hefur komið. Ekki taka
ákvörðun fyrr en að vandlega athuguðu
máli.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þér hefur tekist að koma mál-
um þínum svo fyrir að fólk sem áður skellti
við þér skollaeyrum fylgist nú með þér fullt
af áhuga.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Alveg sama hvernig þér finnst
að hlutirnir eigi að vera, þá er einhver náinn
þér algerlega ósammála. Hugsaðu um eigin
velferð.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú lagðir hart að þér í byrjun
vikunnar og ættir því ekki að vera of gagn-
rýnin/n á sjálfa/n þig þótt sjálfsagi þinn
hafi minnkað. Vertu jákvæður og hafðu trú
á sjálfum þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þig langar til að kaupa eitthvað og
það strax. Farðu varlega.
við Toms Schokoladefabrik, sem
framleiðir Anton Berg m.a. og svo
hjá Christian Rovsing, sem á þess-
um tíma var í verkefnum fyrir
NASA – geimferðastofnun Banda-
ríkjanna. Þar var ég viðstödd þegar
fyrstu tilraunir með telefax voru
í blóðmeinafræði og hlaut danska
löggildingu. Þegar börnin voru orðin
tvö og bóndinn enn námsmaður, vildi
ég vera lausari við og starfaði því
sem víkar-einkaritari forstjóra á
vegum starfsmannaleigunnar
Manpower hjá fyrirtækum á borð
I
ngibjörg Sigurðardóttir
fæddist 12. ágúst 1951 í
Reykjavík og ólst upp í fjöl-
skylduhúsinu á Víðimel 25.
„Þar bjuggu ásamt fjöl-
skyldunni, afi Egill og amma Ingi-
björg og einnig systur föður míns
með sínar fjölskyldur, svo það var
mikið líf og fjör. Á bolludag var þotið
á milli allra hæða og náð að bolla eða
flengja sem flesta. Á jólum var okk-
ur krökkunum raðað í stærðarröð
áður en stofan var opnum með við-
höfn og við krakkarnir gengum prúð
í röð að jólatrénu,“ svolítið eins og
hjá von Trapp,“ segir hún og bætir
við að mikið hafi verið að gera og
hún hafi lært á píanó og verið í dansi
og fimleikum meðfram skólanum.
Ingibjörg fór fyrst í Ísaksskóla og
síðan í Melaskóla og Hagaskóla. Eft-
ir grunnskólann var það Verzl-
unarskóli Íslands og hún segir að á
menntaskólaárunum hafi hún eign-
ast sína tryggustu vini. „Við Verzló-
vinkonurnar hittumst enn einu sinni
í mánuði.“ Í skólanum kynntist hún
einnig tilvonandi eiginmanni sínum,
Kristjáni, og giftu þau sig árið 1973.
Á unglingsárunum var Ingibjörg
sumarlangt við tungumálanám á
Fjóni í Danmörku, í Vínaborg í Aust-
urríki og í Eastborne í Bretlandi.
„Allir þessir staðir hafa mótað mitt
líf mikið, bæði hvað varðar menn-
ingu, mataræði og lífsstíl.“
Ingibjörg hefur alltaf verið hrifin
af útivist og má eflaust rekja það til
æskunnar. „Frænka mín, Inga Ásta,
var með föður sínum, Birgi apótek-
ara, í hestamennsku og frá fermingu
fékk ég að fylgja með og átti minn
eigin gæðing, Sleipni. Við riðum
reglulega út, fórum í langferðir og á
skemmtileg hestamannamót. Þá var
gist í tjöldum og þessi tími var hreint
ævintýri.“
Uppáhaldsfög Ingibjargar í skóla
voru alltaf stærðfræði, eðlisfræði og
efnafræði. Það kom því ekki á óvart
að hún skyldi fara í Tækniskólann í
lífeindafræði þar sem hún sérhæfði
sig í bakteríulogíu og hematologíu.
Ungu hjónin fóru til Danmerkur þar
sem Kristján fór í nám. „Í Dan-
mörku starfaði ég á Frederiksberg
Hospital og bætti ég við sérhæfingu
gerðar og fleira spennandi, sem þyk-
ir hversdagsmál í dag.“
Fjölskyldan naut verunnar í Dan-
mörku. „Við bjuggum á stúd-
entagarði í úthverfi á mjög fallegu
svæði og fórum að gera ýmislegt
sem við höfðum ekki gert hér heima.
Má þar nefna útilegur um Dan-
mörku og Þýskaland, skógarferðir,
sveppatínslu, hjólreiðar og fleira og
fundum svona annan lífsstíl sem við
höfum haldið mikið í síðan. Þannig
er ég enn dyggur áskrifandi að
Familie Journal. Þá var ég á þessum
árum ansi dugleg við hannyrðar, átti
góða saumavél og stóra prjónavél og
prjónaði á fjölskylduna og saumaði
og sneið eftir eigin hönnun á mig
sjálfa og börnin.“
Þegar heim var komið starfaði
Ingibjörg fyrst á rannsóknarstof-
unni á Landakoti, en ákvað síðan að
einbeita sér alveg að uppeldi
barnanna. „Þegar þau uxu úr grasi
skipti ég um vettvang og stofnaði
verslunina MKM við Óðinstorg og
rak hana í 20 ár. Við vorum með
mjög vandaðan kvenfatnað í dýrari
kantinum og ég er enn að sjá fólk í
fatnaði frá okkur á förnum vegi, nú
ellefu árum síðar – gæðin voru slík.
Verslunin átti hug minn allan og ég
naut samskipta við viðskiptavinina
og erlendu birgjana. Ég sakna við-
skiptavinanna, sem margir urðu
fastagestir í versluninni og stöldr-
uðu við til spjalls og ráðagerða. Þessi
viðskipti kölluðu á regluleg ferðalög
til Munchen, Dusseldorf, Parísar,
London, Dublin og Brussel. Kristján
var með mér í þessum ferðum og við
nutum því einnig frístunda í þessum
borgum að loknum viðskiptum.“
Ingibjörg og Kristján eru mjög
samhent hjón og hafa haldið í virkan
lífsstíl frá Danmerkurárunum og
stunda göngutúra og golf. „Portúgal
er okkar land til golfiðkunar. Við
hjónin fórum fyrst til Faró fyrir 50
árum, sem kærustupar, og höfum
haldið tryggð við svæðið síðan. Til
margra ára stunduðum við líka há-
lendisgöngur með góðum vinahópi.
Vorum þá gjarnan fjóra daga með
vistir og tjald á bakinu og það er
mjög gefandi að kynnast landinu á
þann hátt.“ En fjölskyldan og
Ingibjörg Sigurðardóttir lífeindafræðingur – 70 ára
Fjölskyldan Talið frá vinstri: Eldur Ólafsson, Guðrún Helga, hjónin Krist-
ján og Ingibjörg, Sigríður Ósk, Jóhann Ingi og Inga Rósa Guðmundsdóttir.
Fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti
Verslunareigandinn Ingibjörg að störfum erlendis í innkaupum fyrir MKM.
Í dag eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Margrét Örnólfsdóttir og Jón Kristinn
Valdimarsson. Þau voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen í Nes-
kirkju í Reykjavík 12. ágúst 1961, Margrét þá 18 ára en Jón Kristinn 23. Jón er
fæddur 1938 á Húsavík á Skjálfanda og uppalinn þar en Margrét er fædd í
Reykjavík 1942. Hún átti þó heima á Húsavík frá tveggja til níu ára aldurs. Þau
kynntust á Hótel Borg og bjuggu fyrstu þrjú ár hjúskapar síns í Stokkhólmi en
hafa verið Reykvíkingar allar götur síðan. Jón er tæknifræðingur og starfaði
næstum allan starfsaldur sinn hjá Landsíma Íslands og Margrét er læknaritari
með BA í sænsku frá HÍ, starfaði m.a. hjá Vöku-Helgafelli, hollenska konsúlatinu
og Landspítala. Þau eignuðust þrjú börn: Valdimar, f. 1963, Örnólf, f. 1967, og
Katrínu, f. 1971. Barnabörnin eru orðin 8 og á þessu ári fæddust tvö barna-
barnabörn. Þegar allir koma saman telur fjölskyldan 22 og segja tengdabörnin
fjölskylduna hávaðasama, en samt sé alltaf gaman saman. Flestir í fjölskyldunni
spila golf bæði innanlands og erlendis. Margrét og Jón eru þakklát fyrir að hafa
átt gæfurík ár, góða heilsu, góða fjölskyldu og góða og mannbætandi vini í ár-
anna rás. Fjölskyldan fagnar demantsbrúðkaupinu í Rangárþingi nk. laugardag
með dagskrá sem tekur allan daginn og endar á brekkusöng. Þrátt fyrir bólu-
setningu vegna Covid verða varúðarráðstafanir í heiðri hafðar.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Gelísprautun
• Gefur náttúrulega fyllingu
• Grynnkar línur og hrukkur
• Sléttir húðina
Gelísprautun
er náttúruleg
andlitslyfting án
skurðaðgerðar
sem framkvæmd
er með náttúrulegu
fjölsykrunum frá
Neauvia Organic.
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.