Morgunblaðið - 12.08.2021, Síða 66
66 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
Mjólkurbikar karla
16-liða úrslit:
Keflavík – KA ........................................... 3:1
Valur – Völsungur .................................... 6:0
ÍA – FH ..................................................... 1:0
HK – KFS ................................................. 7:1
Fylkir – Haukar..................................... (1:0)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun.
Meistarabikar Evrópu
Chelsea – Villareal................................. (1:1)
_ Framlenging stóð yfir þegar blaðið fór í
prentun.
England
Deildabikarinn:
Blackpool – Middlesbrough ................... 3:0
- Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik-
mannahópi Blackpool.
Danmörk
Köge – Bröndby ....................................... 2:0
- Barbára Sól Gísladóttir lék allan leikinn
með Bröndby.
Noregur
Bikarkeppni, 32-liða úrslit:
Ull/Kisa – Vålerenga .............................. 0:6
- Amanda Andradóttir lék allan leikinn
með Vålerenga en Ingibjörg Sigurðardóttir
var ekki með.
>;(//24)3;(
EM U17 kvenna
B-deild:
Hvíta-Rússland – Ísland...................... 25:26
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR .........19:15
Lengjudeild kvenna:
Varmá: Afturelding – Grótta................19:15
Grindavík: Grindavík – KR ..................19:15
Kaplakriki: FH – ÍA..............................19:15
Kórinn: HK – Haukar ...........................19:15
Í KVÖLD!
gerir á sínu fyrsta tímabili í ensku
úrvalsdeildinni. Hann skilaði ótrú-
legu magni marka og stoðsendinga
hjá Dortmund og United þarf á slíku
að halda.
Þá er Raphaël Varane á leiðinni til
United sömuleiðis en hann hefur
verið einn besti varnarmaður Evr-
ópu síðustu ár. Leikmannahópur
United er því betri nú en fyrir ári, en
er hann nægilega góður til að verða
Englandsmeistari? Það verður að
koma í ljós en breiddin á miðjunni og
fram á við mætti vera meiri. United
þarf að treysta á að Edinson Cavani
eigi gott tímabil.
Guardian segir Luke Shaw vera
lykilmann Manchester United. Shaw
átti glæsilegt síðasta tímabil og var
enn besti leikmaður Englands á EM
og skoraði í úrslitaleiknum. Hann er
orðinn gífurlega góður og því ekki
fjarri lagi hjá enska miðlinum.
Nær van Dijk sér á strik?
Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir
Liverpool. Liðið var óstöðvandi
tímabilið á undan og varð Englands-
meistari í fyrsta skipti í 30 ár. Um
leið og Virgil van Dijk meiddist
snemma á tímabilinu varð hins veg-
ar ljóst að liðið myndi eiga erfitt. Fá-
ir leikmenn í deildinni eru eins mik-
ilvægir fyrir sitt lið eins og hollenski
varnarmaðurinn stóri og stæðilegi.
Á tímabili var Liverpool í hættu á að
missa af sæti í Meistaradeildinni en
með góðum endaspretti tókst það að
lokum.
Jürgen Klopp stillir upp afar svip-
uðu liði á komandi leiktíð. Franski
varnarmaðurinn Ibrahima Konaté
er mættur frá Leipzig í Þýskalandi
og Georginio Wijnaldum er farinn til
Paris SG, en annað er óbreytt. Það
er komin meiri breidd í vörnina. Það
veitir ekki af en vandamál Liverpool
á síðustu leiktíð voru fyrst og fremst
í vörninni, þar sem hver meiðslin á
fætur öðrum herjuðu á liðið. Haldi
van Dijk heilsu og Konaté aðlagast
hratt er Liverpool svo sannarlega
líklegt til afreka í toppbaráttunni.
Sadio Mané, Mo Salah og Roberto
Firmino eru óstöðvandi í sóknar-
leiknum og Liverpool mun alltaf
skora mörk.
Guardian segir van Dijk vera lyk-
ilmann Liverpool. Standið á honum
gæti skipt öllu fyrir liðið. Leiki hann
eins vel og hann gerði þegar Liver-
pool varð meistari er liðið í fínum
málum.
Evrópumeistararnir líklegir?
Chelsea ætlar sér stóra hluti á
komandi tímabili og gæti hæglega
blandað sér af alvöru í toppbarátt-
una. Thomas Tuchel tók við liðinu af
Frank Lampard á miðju síðasta
tímabili og það var allt annað að sjá
til liðsins undir stjórn Þjóðverjans
og liðið varð að lokum Evrópumeist-
ari. Félagið er að kaupa Romelu
Lukaku frá Inter Mílanó, en þar er á
ferðinni einn besti framherji heims.
Nái hann sér á strik með Chelsea
eru liðinu allir vegir færir. Chelsea
varð meistari árið 2017 en hefur ekki
verið líklegt til að endurtaka það síð-
an. Það gæti breyst á komandi tíma-
bili. Chelsea er með mikla breidd út
um allan völl, sigursælan stjóra og
mikinn meðbyr. Það gæti orðið erfitt
að stöðva Evrópumeistarana.
Chelsea hélt 19 sinnum hreinu í 30
leikjum undir stjórn Tuchels á síð-
ustu leiktíð og með Lukaku að raða
inn mörkum hinum megin er
Chelsea hættulegur andstæðingur
fyrir öll lið.
Guardian segir N‘Golo Kanté vera
lykilmann Chelsea. Kanté er orðinn
afar sigursæll leikmaður og það er
engin tilviljun. Hann hefur orðið
Englandsmeistari með Chelsea og
Leicester, heimsmeistari með
Frakklandi og Evrópumeistari með
Chelsea. Lið með Kanté á miðjunni
hjá sér er yfirleitt í góðum málum.
Nokkrum skrefum á eftir
Leicester, Tottenham og Arsenal
gætu öll blandað sér í baráttu um
efstu fjögur sætin, en ljóst er að
Manchester-liðin, Chelsea og Liver-
pool eru líkleg til að koma sér vel
fyrir í fyrsta til fjórða sæti, þau eru
einfaldlega betri en önnur lið Eng-
lands í dag. Það gæti hjálpað Arsen-
al að vera ekki í Evrópukeppni á
komandi leiktíð, en liðið virðist of
mörgum skrefum fyrir aftan bestu
lið deildarinnar til að geta blandað
sér í toppbaráttu. Það sama má
segja um Tottenham og Leicester,
þrátt fyrir að Leicester hafi unnið
Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi
og verið nálægt því að enda í fjórða
sæti tvö tímabil í röð.
Fjögurra hesta kapphlaup?
- Manchester-liðin, Liverpool og Chelsea öll líkleg - Nýir og spennandi leik-
menn í öllum stærstu liðunum - Sama sóknarlína hjá Liverpool en breytt vörn
AFP
Man City Pep Guardiola
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Enska úrvalsdeildin hefur göngu
sína á nýjan leik annað kvöld með
leik nýliða Brentford á heimavelli
gegn Arsenal. Liðin sem enduðu í
efstu sætum deildarinnar á síðustu
leiktíð hafa öll bætt við sig sterkum
leikmönnum og má búast við afar
áhugaverðri og spennandi topp-
baráttu.
Ríkjandi meistarar Manchester
City byrja á erfiðum útileik gegn
Tottenham. City endaði sem örugg-
ur sigurvegari á síðustu leiktíð en
gera má ráð fyrir að titilvörnin verði
erfiðari, þrátt fyrir að liðið hafi
keypt Jack Grealish á 100 milljónir á
dögunum. Það vantar alvörufram-
herja því Sergio Agüero er farinn til
Barcelona og Gabriel Jesus virðist
ekki nægilega góður til að vera í
fremstu víglínu hjá liði sem ætlar
sér stóra hluti bæði heima og í
Meistaradeildinni.
Það gæti hins vegar allt breyst,
nái City að klófesta Harry Kane frá
Tottenham. Þá verður erfitt að
stöðva meistarana. City hefur orðið
meistari þrisvar á síðustu fjórum ár-
um og liðið verður í baráttunni aftur
í vetur, á því leikur enginn vafi. Það
verður hins vegar mikil áhersla lögð
á að vinna Meistaradeild Evrópu en
knattspyrnustjórinn Pep Guardiola
er væntanlega enn svekktur eftir
0:1-tapið fyrir Chelsea í úrslitaleik
keppninnar á síðustu leiktíð.
Enski miðillinn Guardian segir
varnarmanninn Ruben Dias lykil-
mann City fyrir komandi leiktíð.
Dias lék sitt fyrsta tímabil í ensku
deildinni á síðustu leiktíð eftir að
City keypti hann frá Benfica og
hann fór langt með að fylla upp í það
risastóra skarð sem Vincent Komp-
any skildi eftir á sínum tíma.
Eiga Solskjær og United séns?
Þrátt fyrir að hafa endað í öðru
sæti á síðustu leiktíð var Manchest-
er United, undir stjórn hins geð-
þekka Oles Gunnars Solskjærs,
aldrei líklegt til að verða meistari.
Yfirburðir nágrannanna voru ein-
faldlega of miklir. Næsta skref hlýt-
ur að vera alvörutitilbarátta. United
hefur ekki verið líklegt til þess að
verða meistari síðan sir Alex Fergu-
son lét af störfum árið 2013. Það er
allt of langur tími fyrir eins stórt fé-
lag og United. Nær Solskjær að
gera það sem Louis van Gaal, David
Moyes og José Mourinho mistókst?
Hann er með verkfærin til þess.
Líkt og Manchester City er Unit-
ed búið að kaupa skemmtilegan
enskan landsliðsmann en Jadon
Sancho er loksins kominn aftur til
heimalandsins eftir glæsilega spila-
mennsku með Dortmund í Þýska-
landi. Sancho hefur verið einn mest
spennandi ungi leikmaður Evrópu
og það verður áhugavert hvað hann
AFP
Man Utd Ole Gunnar Solskjær.
AFP
Liverpool Jürgen Klopp.
AFP
Chelsea Thomas Tuchel.
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel
Guðmundsson mun leika með
ítalska félaginu Bologna á næstu
leiktíð. Hann kemur til félagsins frá
Fraport Skyliners í Þýskalandi.
Sportando greindi frá þessu í gær
en Bologna hefur ekki formlega
staðfest félagaskiptin.
Bologna hafnaði í 12. sæti ítölsku
A-deildarinnar á síðustu leiktíð og
lék í Meistaradeild Evrópu. Bol-
ogna hefur í tvígang orðið ítalskur
meistari. Jón Axel spreytir sig um
þessar mundir með Phoenix Suns í
sumardeild NBA.
Jón Axel sagður
fara til Ítalíu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ítalía Jón Axel Guðmundsson virð-
ist vera á leið til Bologna.
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og
Aron Snær Júlíusson, GKG, eru
stigameistarar Golfsambands Ís-
lands árið 2021. Ragnhildur fékk
4.210 stig en hún lék á fimm mót-
um. Hún vann í Hvaleyrarbikarnum
og hafnaði í þrígang í öðru sæti.
Berglind Björnsdóttir úr GR varð
önnur með 3.800 stig og Guðrún
Brá Björgvinsdóttir 3.733.
Aron Snær lék á fjórum mótum
af sex og vann tvisvar, þar á meðal
Íslandsmótið um síðustu helgi. Ar-
on fékk 3.414 stig. Andri Már Ósk-
arsson varð annar með 3.371 stig.
Stigameistarar
GSÍ árið 2021
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Stigameistari Ragnhildur hafnaði
fjórum sinnum í 1. eða 2. sæti.
_ Haraldur Franklín Magnús lék best
Íslendinganna þriggja á fyrsta hring á
Made in Esbjerg-mótinu á Áskor-
endamótaröð Evrópu í golfi í gær.
Haraldur lék á 71 höggi, eða á pari, og
er í 36. sæti. Hann á góða möguleika á
að fara í gegnum niðurskurðinn eftir
tvo hringi.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á
einu höggi meira en Haraldur og er í
56. sæti. Bjarki Pétursson lék á 73
höggum og er í 74. sæti. TiM Widing
frá Svíþjóð er efstur eftir fyrsta hring
á fimm undir pari.
_ Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik skipað leikmönnum 17 ára og
yngri vann glæsilegan 26:25-sigur á
Hvíta-Rússlandi í æsispennandi þriðja
leik liðsins í Litháen í gær. Ísland hefur
unnið alla leiki sína í b-deildinni á
mótinu til þessa. Elísa Elíasdóttir og
Elín Klára Þorkelsdóttir voru marka-
hæstar í íslenska liðinu með sex mörk
hvor og Lilja Ágústsdóttir skoraði
fjögur.
_ Ítölsk knattspyrnufélög halda
áfram að sanka að sér ungum og efni-
legum íslenskum leikmönnum. Ben-
óný Breki Andrésson og Birgir Steinn
Styrmisson eru báðir búnir að semja
við ítölsk A-deildarfélög. Blikinn Ben-
óný Breki er 15 ára gamall sóknar-
maður og fer til Bologna og verður þar
með þriðji Íslendingurinn á mála hjá
félaginu. KR-ingurinn Birgir Steinn er
17 ára gamall varnarmaður sem fer til
Spezia
Eitt
ogannað