Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021
AFTUR Í SKÓLANN
afslátt
af öllum
barnafatnaði
máli, kærasta hans Judith, á með-
an á jarðarför móður hans stend-
ur. Við leitina að Judith þarf
Guillaume að horfast í augu við
þær staðreyndir sem fjölskylda
hans og vinir hafa leynt honum og
þann sannleik sem hann hafði
sjálfur kosið að hunsa.
Tómas getur lítið sagt um hlut-
verk sitt í þáttunum. „Þetta er
mikilvægur karakter í sögunni
sem heitir Ostertag og hefur verið
í frönsku útlendingahersveitinni.
Þetta er mjög skemmtilegt hlut-
verk.“
Þættirnir voru teknir upp í Nice
síðasta haust. „Ég var þarna í
þrjá og hálfan mánuð í tökum í
miðju Covid. Þetta voru skrítnir
tímar. Við vorum í lítilli búbblu
þarna á frönsku rívíerunni og hitt-
um engan. Maður var ekki að
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Leikarinn Tómas Lemarquis, sem
Íslendingar þekkja einna helst úr
kvikmyndinni Nóa albinóa frá
2003, hefur gert það gott erlendis
undanfarið. Hann hefur til dæmis
komið fram í myndum á borð við
X-Men: Apocalypse (2016) og
Blade Runner 2049 (2017).
Nú síðast landaði hann hlut-
verki í franskri Netflix-þáttaröð
sem ber titilinn Gone for Good eða
Disparu à jamais á frönsku. Hún
verður frumsýnd á morgun, föstu-
daginn 13. ágúst. „Mér skilst að
frumsýningin verði á öllum svæð-
um Netflix, 190 löndum,“ segir
leikarinn.
Þættirnir eru byggðir á bókinni
Gone for Good eftir Harlan Cob-
en. „Hann er metsöluhöfundur
sem þú finnur á öllum flugvöllum
og selur í milljónavís. Hann er bú-
inn að selja tíu bækur til Netflix
og það er búið að gera fjórar serí-
ur eftir bókum hans; í Bretlandi, á
Spáni og í Póllandi og svo núna
þessa í Frakklandi,“ segir Tómas.
Það eru þáttaraðirnar The Strang-
er, Innocent og Safe.
Mikil leynd ríkir
Gone for Good segir Tómas að
sé spennutryllir í fimm þáttum.
Með leikstjórn fer Juan Carlos
Medina en þeir Tómas unnu áður
saman að spænskri hryllingsmynd
sem ber titilinn Painless (2012).
Mikil leynd ríkir yfir frumsýn-
ingum sem þessum. Hjá Netflix
gilda strangar reglur um hversu
mikið megi segja áður en að frum-
sýningu kemur. Tómas vill því
ekki ljóstra upp of miklu til þess
að eyðileggja ekki spennuna fyrir
tilvonandi áhorfendum.
Í kynningartexta um þáttaröð-
ina segir: Tíu árum eftir að Guill-
aume Lucchesi verður vitni að
hræðilegum harmleik, þar sem
bæði Sonia, fyrsta ástin hans, og
bróðir hans Fred létu lífið, hverf-
ur konan sem skiptir hann öllu
hitta fólk eftir vinnu. Það var út-
göngubann á kvöldin, við máttum
ekki fara út eftir klukkan átta.
Það var svolítið þrúgandi and-
rúmsloft í gangi og það flækti
málin að allir þurftu að vera með
grímu á setti.
Dvölin var þó ekki alslæm. „Á
móti kom að ég var þarna á yndis-
legum stað, á besta stað með öld-
urnar beint fyrir neðan svalirnar.
Ég bjó við hliðina á villunni hans
Seans Connerys. Svo ég var á
algjörum draumastað og gat ekki
kvartað yfir því. Ég gat labbað
niður og farið beint í sjóinn fyrir
utan húsið.“
Þekkt úr Gullpálmamynd
Meðleikarar Tómasar eru að
hans sögn ungt og upprennnandi
fólk sem er mjög þekkt í Frakk-
landi í dag. Með stærstu hlutverk
þáttanna fara Finnegan Oldfield,
Nicolas Duvauchelle, Guillaume
Gouix, Grégoire Colin, Nailia
Harzoune og Garance Marillier.
Sú síðastnefnda var í einu af aðal-
hlutverkunum í Titane, kvikmynd-
inni sem hlaut Gullpálmann á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í
sumar, auk þess sem hún lék í
myndinni Madame Claude sem
var frumsýnd nýverið á Netflix.
Tómas segir það hafa verið
skemmtilegt að fá að leika á sínu
föðurmáli, en hann er hálfur
Frakki. „Ég hef aðeins leikið í
Frakklandi en ekki eins mikið og
ég hefði viljað.“
Hann nefnir sem dæmi að kvik-
myndin 3 Days to Kill (2014) með
Kevin Costner, sem hann lék í,
hafi verið tekin upp í París en hún
hafi verið á ensku. Hann hafi að-
eins leikið í einni mynd í fullri
lengd á frönsku. Honum hafi því
þótt gaman að fá hlutverk í Gone
for Good.
Þessa dagana er Tómas í tökum
á Ísafirði fyrir kvikmynd Hilmars
Oddssonar sem mun bera titilinn
Á ferð með mömmu. Þar verða
Þröstur Leó Gunnarsson og Krist-
björg Kjeld í aðalhlutverkum.
Ískyggilegur „Þetta er mikilvægur karakter í sögunni,“ segir Tómas um hlutverk sitt í Gone for Good.
Mikilvægt hlutverk í spennutrylli
- Tómas Lemarquis leikur í frönsku Netflix-þáttaröðinni Disparu á jamais - Frumsýnd á morgun
- Gerð eftir bók metsöluhöfundarins Harlans Cobens - Gaman að leika á föðurmálinu frönsku
Spennutryllir Leikararnir í þáttunum eru ungir og upprennandi.
Flygladúóið Sóley, skipað píanó-
leikurunum Laufeyju Sigrúnu
Haraldsdóttur og Sólborgu Valdi-
marsdóttur, heldur tónleika í
kvöld, 12. ágúst, kl. 20 í Norður-
ljósasal Hörpu og flytur fjölbreytt
verk fyrir tvo flygla, allt frá bar-
okktímanum til samtímans.
Tvö íslensk tónskáld, Kristín
Þóra Haraldsdóttir og Lilja María
Ásmundsdóttir, sömdu verk fyrir
dúóið sérstaklega fyrir þessa tón-
leika. Mun það vera heldur óal-
gengt að haldnir séu tónleikar
fyrir þessa hljóðfæraskipan þar
sem fáir tónleikastaðir hér á landi
hafa aðstöðu fyrir slíka tónleika.
Auk þess eru fá íslensk verk til
sem samin hafa verið fyrir tvo
flygla og voru fyrrnefnd tónskáld
því fengin til að semja fyrir dúó-
ið.
Tónleikarnir eru m.a. styrktir
af Tónlistarsjóði Rannís og
Reykjavíkurborg og fer miðasala
fram á harpa.is.
Frumflytja íslensk
verk fyrir tvo flygla
Tvíeyki Sólborg Valdimarsdóttir og Laufey Sigrún Haraldsdóttir.