Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 72

Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Líklega er „Lindin“ þekktasta lag Eyþórs og það sem oftast er flutt. Lagið samdi hann í júlí árið 1938 eftir því sem hann sagði í útvarps- þætti 1994. Það er misminni því að Stefán Íslandi átti handrit að lag- inu sem dagsett er 7. júlí 1935 og heitir þar „Kvöldvísa“ en texti „Lindarinnar“ er 8 fyrstu línur þess kvæðis eftir Huldu. Eyþór hafði dálæti á ljóði hennar og það hafði legið margar vikur á borðum hans; kvæðið kunni hann í þaula en lagið lét á sér standa. Einhvern júl- ídag höfðu þau Sissa ákveðið að ríða fram á fjöll með vinafólki sínu og skyldi lagt á klárana fyrir kl. 7 um morguninn. Eyþór vaknaði hins vegar löngu fyrr og sólin skein um allan fjörð. Í þessari stemningu settist hann niður og lagið kom til hans nokkurn veginn fullklárað. Hann lék það og raulaði. Á tilsett- um tíma lögðu þau af stað, riðu upp í Molduxaskarð og fram í fjallasal- inn. Lagið var „alltaf hreint að nudda sér upp við mig“ allan dag- inn, sagði Eyþór og um kvöldið skráði hann það á nótur. Frá 1935 og fram að stríði hélt Stefán Íslandi jafnan konserta í Reykjavík hvert sumar og fór síð- an út á land og söng, síðast á Króknum og var þá stundum ein- hverja daga hjá Eyþóri og Sissu og vina- og frændfólki frammi í firði; Eyþór sendi honum jafnan lögin sín til skoðunar. Og nú kom hann norður sumarið 1935 og spurði Eyþór hvort hann væri ekki með eitthvað nýtt handa sér. Þá lá Lindin „svo til blaut á nótnaborð- inu“ sagði Eyþór. „Ég syng þetta,“ sagði Stefán, „ég syng þetta í haust.“ Þetta kemur vel heim og saman við áritun Eyþórs, 7. júlí 1935 (Stefán … Skjalasafn í HSk.). Hann lærði lagið strax og söng það á sex tónleikum í Reykjavík um haustið og „Lindin“ hlaut þegar hylli enda var einum tónleikunum útvarpað. Varðveist hefur skemmti- legt bréf frá Stefano til Eyþórs, dagsett í Höfn 19. nóvember 1935: Kæri gamli vinur Þá loks fékk eg þó línu frá þér sem eg var lengi búinn að bíða og vonast eft- ir. Það er víst engin hætta á að eg fái svo mikið storhedsvanvid að eg minn- ist ekki sem fyrr minna gömlu og góðu kunningja og vina. Það gekk jú allt sæmilega í Rvík í sumar eftir að ég kom að norðan og fór að gala á ný, það sé eg af bréfi þínu að þú hefir fengið vitneskju um, svo ekki þarf eg að ræða það efni að þessu sinni. Þú heyrðir konsertinn í radióinu heima rétt áður en eg fór og þar með Kvöld- versið þitt – sem eg er víst búinn að biðja þig afsökunar á meðferðinni á, eg gat ekki fengið meira út úr henni í það sinn, en oft sungið hana betur fyrr og síðar. Eins og þú veist er okkar prestation svo mjög komin undir augnabliks stemmingum og þar af leiðandi svo misjöfn. Eg söng „Við sundið“ á konsert í Rvík í sumar og sendi eg þér prógrammið þessu til áréttingar, í það sama sinn söng eg sem aukalag – að mig minnir – því eg get ekki fundið söngskrá með laginu á, þótt mig minni endilega að hafa haft það á söngskrá – „Kvöld- vísuna“ þína og man eg það að bæði „Við sundið“ og eins hitt varð eg að endurtaka (HSk. 2177, 4to). Vorið 1936 var Eyþór í Reykja- vík og hitti þá Emil Thoroddsen, sinn gamla kennara, sem hrósaði honum fyrir lagið, það væru allir að syngja það og Eyþór yrði að gefa það út til þess því yrði ekki stolið! Jón Þorsteinsson organistinn gamli sendi Eyþóri vísu þegar „Lindin“ kom út: Lindin seytlar lygn og tær, lindin fegurð geymir. Lindin meitlar myndir tvær, lind til hjartans streymir. (HSk. 2184, 4to.) Skemmtilegt dæmi um tíðarand- ann þessi ár er eftirfarandi spurn- ing sem birtist í Vikunni 11. sept- ember. 1941: Kæra Vika! Við sitjum hér saman og syngjum 5 ungar stúlkur, yndislega lagið „Lindin“, eftir Eyþór Stefánsson. – Kæra Vika, viltu segja okkur, hver hann er, er hann ungur, er hann laglegur, er hann ógiftur? Ein okkar segist hafa heyrt, að hann sé faðir Jóns Eyþórssonar, en önnur segist hafa heyrt, að hann sé bóndi suður i Biskupstungum. Viltu svara okkur sem allra fyrst. Dúna Svar: Eftir því sem oss er sagt, á Ey- þór Stefánsson heima á Sauðárkróki og er formaður í karlakór þar – og kvæntur. Ekki getur hann verið faðir Jóns Eyþórssonar, því að þessi Eyþór hve [svo!] ekki vera nema rúmlega þrítugur, en Jón mun vera snöggt um eldri. Ekki verður sagt að svarið sé áreiðanlegt! Dr. Hallgrímur Helgason sagði í útvarpsþætti í tilefni áttræðis- afmælis Eyþórs að „Lindin“ væri saknaðarljóð og ríkjandi tóntegund væri í moll eins og í flestum lögum Eyþórs. Töfrar lagsins væru fólgnir í þesssu sem og formfestu og hátt- bundinni endurtekningu. Guðrún Á. Símonar söng „Lindina“, líklega fyrst á tónleikum árið 1945, en árið 1954 hljóðritaði hún lagið og sú hljóðritun var oft leikin í útvarp „og lyfti Eyþóri óðar til landsfrægðar“ sagði útvarps- maður í viðtali. „Sjaldan sá ég hann glaðari en þegar hann fékk litla greiðslu um hendur STEFs fyrir tónverk eftir hann, sem flutt hafði verið í Vín, sjálfri háborg tónlistar- innar“ segir sr. Þórir Stephensen. Þetta var „Lindin“. Lagið var prentað fyrst eitt sér í Reykjavík 1942 og í 4.–5. tbl. tímaritsins Mu- sica sama ár; ljósprentað síðar að minnsta kosti einu sinni áður en það birtist í 15 sönglögum Eyþórs og síðar í 26 sönglögum hans. Skagfirska söngsveitin söng „Lindina“ á mörgum tónleikum sín- um í útsetningu Björgvins Þ. Valdi- marssonar og breytti hann þá nokkrum mollhljómum í dúr til þess að bjartara væri yfir laginu. Í safni Ríkisútvarpsins eru til a.m.k. 56 hljóðritanir af „Lindinni“, 48 með einsöng litlu færri söngvara, fjórar með kórum eða hópum og fjórar þar sem lagið er einungis spilað. Eyþór Stefánsson og Lindin Bókarkafli Eyþór Stef- ánsson (1901-1999) bjó alla ævi á Sauðárkróki og var mikilvirkur í menningarlífi stað- arins, kenndi í áratugi við skólana í bænum, var fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans, við- loðandi kirkjusöng í 60 ár og atkvæðamikill leikari. Eyþór byrjaði ungur að semja lög og hafa mörg þeirra verið gefin út, til að mynda Lindin, Mánaskin og Bikarinn. Sölvi Sveins- son rekur ævisögu Eyþórs í nýútkominni bók. Sauðárkrókur um 1910. Í þessu umhverfi ólst Eyþór upp og starfaði. Stefánsbær (1), nú Skógargata 18, stendur í brekkurótunum, reistur 1904. Hvammur (2), áður Halldórshús, þar fyrir norðan, nú Skógargata 12. Halldór Þorleifsson járnsmiður byggði það 1898 og bjó þar til 1918 að Þorvaldur Þorvaldsson keypti það og stækkaði til suðurs, verkamaður og ökumaður, verkalýðsleiðtogi um árabil, kvæntur Helgu Jóhannesdóttur og áttu þau sjö börn; meðal þeirra var Rannveig sem lengi söng í kirkjukórnum hjá Eyþóri. Kirkjuhvol (3) byggði Steindór Jóhannesson 1906; nú Skógargata 15. Sólvang (4) reisti Jón- as Sveinsson árið 1904, nú Skógargata 13. Fjós (5) Jóns Þ. og Friðriks stóð þétt við hús þeirra. Góðtemplarahúsið (6), Gúttó, Skógargata 11, var reist 1897 og stækkað 1903–04. Barnaskólinn (7) var tekinn í notkun 1908. Fjær blasir við hús Kristjáns borgara (8) eins og Kristján Gíslason var oft kallaður. Í þessu húsi var verslun K.G. og íbúð. Þar átti Eyþór mörg spor. Ólafur Briem snikkari reisti það hús sem stóð við Aðalgötu 22 (9) árið 1886. Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.