Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 76
20% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum 12. – 30. mars 20% Sparadu- af öllum borðbúnaði BLIXTON BORÐSTOFUBORÐ Olíuborin eik. 95x222 cm. Áður 119.900 kr. Nú 95.920 kr. GAIN BORÐSTOFUSTÓLL Dökkgrát velvet. Áður 29.900 kr. Nú 23.920 kr. ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Laufey Lín Jónsdóttir er nafn sem tónlistarunnendur ættu að leggja á minnið. Laufey, sem nýverið lauk námi í Berklee-tónlistarháskólanum í Boston, gefur út lag í samstarfi við Fílharmóníusveit Lundúna nú á föstudag. Lagið, sem hægt verður að nálgast á öllum helstu streym- isveitum, heitir „Let you break my heart again“ og segist Laufey hafa samið það um miðja nótt nú í vetur. „Þetta átti ekkert að vera neitt sorglegt lag, en það varð það samt að lokum,“ segir Laufey í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hún segir sjálfseyðingarhvöt í bland við ást vera þema lagsins. „Bara svona þegar maður er 21 árs og kann ekkert á ástina og lífið og allt er bara einhvern veginn flókið.“ Berklee-háskólinn í Boston Laufey ólst upp í heimi klass- ískrar tónlistar, en móðir hennar spilar á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hún segist alltaf hafa ætlað sér að lifa og hrærast í heimi tón- listarinnar, en ferillinn tók óvænta stefnubreytingu þegar hún hlaut fullan styrk í Berklee-skólann í Boston. „Mér fannst þetta ansi ólík- leg leið fyrir mig að fara, það er í djass- og popptónlist,“ segir Laufey. En í Berklee lærði hún að eigin sögn allt milli himins og jarðar um heim tónlistarinnar, auk söngs. Hún segir hjólin hafa farið að snúast, og það ansi hratt, þegar hún fór að setja inn myndbönd á sam- félagsmiðla af sér að spila eigin lög. Fylgjendahópur Laufeyjar hefur vaxið merkilega hratt á undanförnu hálfu ári. Í kjölfarið hafi svo tæki- færin að vissu leyti bara dottið í hendurnar á henni. Tækifærin komu í tölvupósti Listrænn stjórnandi Lundúna- fílharmóníunnar sendi henni tölvu- póst í janúar og tjáði henni að hann hefði fylgst með henni og óskaði eft- ir samstarfi. „Að heyra lagið sitt spilað með þetta góðri og virtri sveit er nátt- úrlega algjör draumur,“ segir Lauf- ey um samstarfið. Einnig fékk hún nú snemma árs annað tækifæri er BBC hafði sam- band við hana og var hún í kjölfarið fengin til þess að stjórna útvarps- þætti á BBC 3, sem er klassísk rás stöðvarinnar. Þættirnir, Happy harmonies with Laufey, koma út alla laugardaga, og spilar hún klass- íska og djasstónlist og leiðir fólk í gegnum hlustunina. Laufey hyggst leggja í sitt fyrsta tónleikaferðalag nú í haust og byrj- ar ferðalagið heima á Íslandi þegar hún spilar á Airwaves-hátíðinni. Því næst liggur leiðin til London þar sem hún spilar á London Jazz Festival. Í kjölfarið flýgur hún aft- ur til Bandaríkjanna og mun ferðast á milli allra helstu stór- borga Bandaríkjanna og spila. „Ég er náttúrlega alveg ótrúlega spennt. Ferillinn minn byrjar í miðjum faraldri og ég hef því eig- inlega ekkert spilað fyrir framan fólk, nema þá á netinu,“ segir Lauf- ey að lokum. Ljósmynd/Jackie Karlsson Fjölhæf Auk þess að syngja inn á lagið spilar Laufey á selló ásamt sveitinni. Í samstarfi við Fílharm- óníusveit Lundúna - Ferillinn farinn á flug - Tónleikaferðalag um Bandaríkin FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Við ætlum að fara til Skotlands og sækja til sigurs. Engin spurning. Einvígið er galopið og í fyrsta skipti í langan tíma hafa útivallarmörkin ekki aukavægi. Það hentar okkur í þessu tilfelli því þeir skoruðu þrjú í fyrri leiknum. Við trúum því að við getum slegið Skotana út og þessum leik fylgir bara tilhlökkun,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Blikar eru brattir fyrir síðari leikinn gegn skoska liðinu Aberdeen í kvöld en Aberdeen vann 3:2 í fyrri leiknum í Reykjavík. » 67 Blikar trúa því að þeir geti slegið Aberdeen út með sigri í Skotlandi ÍÞRÓTTIR MENNING Færeyska tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir kemur fram í spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Eivör er margverð- launuð og þekkt tónlistarkona og bjó hér á landi í mörg ár og heimsækir landið reglulega. Hún hefur sent frá sér fjölda hljómplatna og einnig samið tónlist við sjón- varpsþætti. Plötur hennar hafa verið af ýmsu tagi og hefur hún sungið djass, kántrí, þjóðlagapopp, rokk og sinnt tilraunamennsku. Eivör gestur Jóns í Af fingrum fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.