Morgunblaðið - 31.08.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Rigning Erlendir ferðamenn sem hingað koma láta nokkra rigningardropa ekki á sig fá og klæða sig eftir því, sumir í litríkum regnslám eins og þetta ágæta par.
Eggert
Í stjórnmála-
ályktun flokksráðs-
fundar Sjálfstæðis-
flokksins sem haldinn
var 28. ágúst sl. er
fjallað um samgöngu-
mál. Þar segir m.a.:
„Með honum (sam-
göngusáttmálanum)
skal tryggja bættar
almennings-
samgöngur, en jafn-
framt frelsi ein-
staklinga þegar kemur að
samgöngumáta, hvort sem um er að
ræða almenningssamgöngur, al-
menna bifreiðaumferð, gangandi
eða hjólandi.“
Ekki hlustað á
reynda sérfræðinga
Orðið borgarlína kemur ekki fyr-
ir í texta ályktunar um samgöngu-
mál, sem vekur athygli. Hins vegar
segir í ályktuninni: „Einn sam-
göngumáti á ekki að þrengja að öðr-
um. Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á að þetta mikilvæga verk-
efni sé undirbúið vel, kynnt vel fyrir
íbúum og um það sköpuð sátt.“ Eins
og málefni borgarlínu hafa verið
rekin undanfarin misseri hefur ekki
verið gerð minnsta tilraun til að um
þetta mál sé sköpuð sátt, heldur
þvert á móti. Meirihlutinn í Reykja-
vík hefur t.d. gert lítið úr tilllögum
fjölmargra virtustu skipulagsfræð-
inga og verkfræðinga landsins um
svokallaða létta borgarlínu (BRT-
Lite), sem er margfalt ódýrari og
hagkvæmari valkostur. Þær til-
lögur ríma vel við eftirfarandi texta
í stjórnmálaályktun flokksráðs-
fundar Sjálfstæðisflokksins: „Mik-
ilvægt er að tryggja arðbæra nýt-
ingu fjármuna þannig
að markmið um greiðari
samgöngur, aukin lífs-
gæði og valfrelsi í sam-
göngum náist.“
Núverandi tillögur
um borgarlínu munu
aldrei ganga upp
Óhætt er að fullyrða
að núverandi tillögur
um borgarlínu muni
aldrei ganga upp.
Heildarkostnaður verð-
ur allt að 100 milljarðar
kr. Þegar tekið er með í reikninginn
að fyrirhugaðar þrengingar að al-
mennri bílaumferð munu leiða til
þess að árlegur kostnaður við um-
ferðartafir verður mörgum millj-
örðum króna meiri en ella, þá er
ljóst að fyrirliggjandi tillögur um
borgarlínu munu ekki skila þjóð-
hagslegum ávinningi nema síður sé.
Auk þess er ljóst að gatnakerfi
borgarinnar verður á framkvæmda-
tíma meira og minna í uppnámi
vegna sundurgrafinna gatna víðs-
vegar um borgina.
Að öllu samanlögðu er ljóst að
núverandi áætlanir um borgarlínu
eru byggðar á afar ótraustum for-
sendum. Hlutaðeigandi yfirvöld
hljóta að grípa í taumana áður en
framkvæmdir við rándýra og
óraunhæfa borgarlínu, sem standa
munu yfir í 10-15 ár, verða að veru-
leika.
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
» Óhætt er að fullyrða
að núverandi til-
lögur um borgarlínu
muni aldrei ganga upp.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Borgarlína ekki nefnd
Ég hafði Benedikt
Jóhannesson löngum
í miklum metum sök-
um skoðana- og rök-
festu. Hann var enda
mjög áheyrilegur
ræðumaður, en þótt
ákaflega íhaldssam-
ur. Sú var tíðin að
Benedikt var trúað
fyrir yfirráðum yfir
einum stærsta eig-
anda fiskveiðikvóta á Íslandi. Núna
er honum orðið mikið niðri fyrir
þegar hann ræðir hlut þeirra sem
nytja fiskistofnana við Ísland. Sam-
kvæmt lögum fær þjóðin í heild
gjald frá þeim sem nýta fiskimiðin.
Markmið slíkrar gjaldtöku á m.a.
að vera að útgerðin hafi ekki óeðli-
lega arðsemi af fjárfestingum í út-
gerð. En ekki hef ég séð tölum
studda gagnrýni í þá veru að arð-
semi útgerðar sé óhófleg. Sjálfsagt
væri að taka undir hana og hækka
veiðigjaldið, kæmi slíkt fram. Gagn-
rýnin er af öðrum toga.
Nýjar tilvitnanir
í Benedikt Jóhannessson
„Stjórnmálamenn hafa í áratugi
úthlutað lokuðum hópi vina sinna
veiðiheimildum, fyrst endurgjalds-
laust og svo gegn málamynda-
gjaldi.“ „Hvað skyldu útgerðar-
menn hafa greitt fyrir þá
afþreyingu að veiða á Íslands-
miðum árið 2020?“ „Forréttindin
hverfa. Flestar þjóðir
hafa lagt af kerfi aðals
og lénsherra …“ Til-
vitnanir í Benedikt af
þessu tagi tækju allt
blaðið ef fram yrði
haldið og skal því stað-
ar numið.
Benedikt sér leið út
úr þessu. Árlega yrðu
milli 5 og 10% kvótans
boðin upp. Nýir aðilar
geti tekið þátt í upp-
boðinu. Varaformaður
Viðreisnar telur ekki
víst hvort gjaldið myndi hækka eða
lækka við uppboð borið saman við
núverandi fyrirkomulag. Til hvers
er þá unnið? En það þýðir á hinn
bóginn að eftir innlimun Evrópu-
sambandsins á Íslandi fengi ESB
loks sitt svo hugmynd Benedikts sé
umorðuð.
Gamlar tilvitnanir
í Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson var
stjórnarformaður Eimskips þegar
stjórnmálamenn úthlutuðu lokuðum
hópi vina sinna veiðiheimildum að
hans sögn. Ég leit ekki svo á, en
mér kemur á óvart að hann hafi
gert það. Í hans sporum hefði ég
ekki gengið til slíkra verka. Þegar
hann lét af stjórnarformennsku
hélt hann einmitt ræðu um kvót-
ann. Látum Benedikt hafa orðið: „Í
samtali okkar [við Kjartan Gunn-
arsson, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins] talaði ég um að
menn yrðu að gæta sín vel varðandi
Brim, en gáleysislegur leikur með
það gæti haft mikil pólitísk áhrif,
bæði á byggðir um landið, en ekki
síður á undirstöðu félagsins, kvóta-
kerfið.“ Þessi varnaðarorð Bene-
dikts eiga fullt erindi, ekki síst nú.
Raunar enn frekar. Þeir sem tóku
við kvóta Brims á fullu verði, en
ekki sem hópur vina Benedikts,
hafa gert fiskveiðarnarnar miklu
arðbærari með rekstrarákvörð-
unum og innleiðingu nýrrar tækni.
Það hefur ekkert með verðmæti
miðanna að gera. Þeir eru bara
hæfari í útgerð en Benedikt og
nýta kvótann betur fyrir land og
þjóð.
Benedikt hefur ekki skýrt af-
stöðubreytingu sína. En kunnara er
en frá þurfi að segja að hann telur
allt til vinnandi að fara í ESB. Önn-
ur skýring væri að hann hafi fyrr-
um talað gegn betri vitund meðan
hann var hluti einhvers aðals að
eigin mati; ég vona ekki. Þriðja
skýringin og sú sem mér hugnast
síst er sú sem myndi leiða til let-
urbreytingar. Því þá yrði að prenta
greinar Benedikts í grænu letri.
» Benedikt Jóhannes-
son fv. kvótagreifi
hefur ekki skýrt af-
stöðubreytingu sína.
Hann telur allt til vinn-
andi að fara í ESB.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Fyrrverandi kvótagreifi
harðasti andstæðingur
fiskveiðistjórnunarkerfisins
Eftir Einar S.
Hálfdánarson