Morgunblaðið - 31.08.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 31.08.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021 Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 Teningunum hefur verið kastað og stundin fyrir næstu alþingis- kosningar ákveðin. Flokkarnir og fram- bjóðendur þeirra á fullu að kynna okkur allt hið góða sem þeir ætla að afreka á komandi kjör- tímabili. Reynslan hef- ur kennt okkur að lof- orð er eitt, efndir annað. Nær væri að dæma flokkana eftir verkum þeirra frekar en fögrum fyrirheitum. Skylda Alþingis hlýtur að eiga fyrst og fremst að hverfast um gæfu og gengi lands og lýðs. Því má undr- um sæta að frambjóðendur virðast varast að minnast á hin mörgu og við- kvæmu mál sem leysa þarf. Nefna má: Uppkaup á landi. Þýskt stór- fyrirtæki hefur keypt jörðina Hjör- leifshöfða og áformar að flytja „hana“ úr landi. Norðmenn búnir að taka yfir fiskeldið hér. Eignarhluti erlendra aðila í góðum íslenskum fyrirtækjum hefur stóraukist. Greiðslumiðlun komin alfarið undir erlend yfirráð og í framhjáhlaupinu má minnast á Orkupakkana. Hvert stefnir? Erum við að verða nýlenduþjóð á ný? En einhver verða kosningamálin að vera, umræðunnar vegna. Oftar en ekki freistast menn til þess að velja mál sem lítil hætta er á að geti valdið háværum deilum á milli flokkanna. Valið nú virðist ætla að verða „hlýnun jarðar“, enda kastaði Eurostat- boltanum upp núna eins og eftir pönt- un. Í stórveldisdraumi héldu íslenskir ráðamenn með fríðu föruneyti á lofts- lagsráðstefnuna í París árið 2015. Og í apríl 2016 skuldbundu þeir íslensku þjóðina til þess að hafa dregið úr los- un gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Í ákafanum gleymdist að láta gera samanburð á stöðu út- blástursmála hjá hverju þátttökuríki þannig að allir byrjuðu við sama rás- mark. T.d. vorum við komnir með al- vöru vistvæna raforku 1936 og hætt- um kolakyndingu húsa upp úr 1940. Vilji þjóðarinnar var ekki einu sinni kannaður þótt þetta væri mál sem snerti hvern einasta íbúa landsins. Spurn- ingin snýst um lagalega heimild. Eurostat, tölfræði- deild framkvæmda- stjórnar ESB, hefur birt niðurstöður kann- ana sinna á losun ein- stakra ríkja. Við losum mest ríkja í Evrópu á mann. Samkvæmt af- látsbréfum Landsvirkj- unar framleiðir hún raf- orku með óvistvænum hætti. Gæti verið að magntölur þeirra hafi óvart lent inni í útreikningum Eurostat? Það er í raun óskiljanlegt hvernig Norðmenn fá að byggja upp risastór laxeldisfyrirtæki hér á landi og ómet- anleg náttúrugæði afhent þeim. Þeir hirða arðinn, við sitjum uppi með mengunina og náttúruspjöllin. Það væri verðugt verkefni að kanna að hve miklu leyti vestræn iðn- aðarveldi hafa fært starfsemi sína til láglaunalanda og þá um leið tilheyr- andi mengandi útblástur. Auðvitað á slíkur útblástur að tilheyra kvóta heimalands viðkomandi fyrirtækis, en ekki þess lands sem valið var vegna annarra hagsmuna, svo sem vistvænni raforku. Hvernig skyldi losunardæmi okkar líta út þá? Seld- um við annars ekki bara raforkuna? En það er fleira en stóriðja, stríðs- rekstur og dýralíf sem mengar and- rúmsloftið, því 8.000.000.000 – átta þúsund milljónir – manna ganga ekki sporlaust um jörðina. Frá hveri ein- ustu persónu kemur mengandi koltví- sýringur og að auki bæði fastur og fljótandi úrgangur. Og það sem verra er; allur fjöldi þessa fólksmassa hefur aðeins mengandi orkugjafa til eldun- ar, hitunar og lýsingar og mengunin hlýtur að vera gífurleg þegar öllu er brennt sem brunnið getur. Ég bjó á æskuárum mínum í kola- kyntri Reykjavík. Þá var það almennt viðtekið að brenna í kolaeldavélinni öllum úrgangi sem brunnið gat. Enda voru sorphirðumenn þeirra tíma kall- aðir öskukarlar. Þessu til viðbótar eru frárennslis- mál massans risastórt mengunar- vandamál, aðallega vegna skorts á vatni og sennilega óleysanlegt með öllu. Við eigum sem sagt að hafa skorið niður losun okkar á mengandi loftteg- undum fyrir árið 2030. Það er auð- veldara að skýra málið ef miðað er við afmarkað svið. Í tveimur ríkjum, Indlandi og Kína, býr um þriðjungur jarðarbúa eða um tvö þúsund og átta hundruð milljónir. Samkvæmt Parísarsáttmál- anum eiga þessi tvö ríki ekki að hefja niðurskurð á losun fyrr en árið 2030, en þá eigum við, örríkið, að hafa upp- fyllt skuldbindingu okkar um minnk- un. Lítum aðeins á hlutföllin. Við erum þrjú hundruð og sextíu þúsund, eða um 1/3 hluti úr milljón. Menn þurfa ekki að vera töluglöggir til þess að sjá risamuninn á 0,36 milljónum manna annars vegar og átta þúsund millj- ónum manna hins vegar. Við höfum nú búið við höft og bönn vegna covid í tvö ár. Verum nú raunsæ og stöndum saman og fáum frestun á frekari aðgerðum í losunar- málum til ársins 2030, en þá getum við orðið samferða Indverjum og Kín- verjum í losuninni. Umhverfissinnar krefjast harðra aðgerða, meðal annars skattlagn- ingar á losun. Slíkt skaðar aðeins samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja og þá sérstaklega gagnvart þeim sem ekki ætla að minnka losun nú þegar. Óbreytt aðgerðarstefna okkar í losunarmálum getur vegna smæðar okkar aldrei orðið árangurs- ríkari en barátta Dons Kíkóta við vindmyllurnar; sem sagt tilgangslaus sýndarmennska. Sækjum um heimild til frestunar aðgerða strax í dag. Smáþankar leikmanns Eftir Werner Ívan Rasmusson » Alþingiskosningar eru fram undan. Flokkar og frambjóð- endur forðast að minn- ast á erfið þjóðmál sem gætu valdið deilum á milli flokka. Werner Rasmusson Höfundur er eldri borgari. Nýlega ritaði Björg- vin Jóhannesson, sem skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, grein sem bar fyrirsögnina: „Hvar er allt fólkið?“ Þar ritar Björgvin líkt og hann stari niður á almúgann úr fíla- beinsturni sínum og sparkar í almúga Ís- lands af fullu skilnings- leysi. Talar um að fólk neiti þeirri vinnu sem því býðst, hafi ekki áhuga á vinnu og þá hættulegu þróun sem það hefur í för með sér. Ég efast ekki um það að í hugarheimi Björgvins eru hlutirnir svona, en hugarheimur Björgvins og raunveruleikinn eru tveir ólíkir hlutir. Það er nauðsynlegt að aðskilja skoðanir og staðreyndir í pólitískum málflutningi. Þegar skoð- unum er skellt fram sem staðreynd- um þá er voðinn vís. Hér verður því leitast við að greina ástandið með staðreyndum. Miðstjórn ASÍ tjáði sig fyrr í sum- ar um þessi mál og vísaði þar í gögn, nokkuð sem Björgvini láðist að gera. Staðreyndirnar eru þær að grunn- bætur nema 88% af lágmarkstekju- tryggingu, en var á árum áður á bilinu 90-100%. Tekjufall þeirra sem urðu atvinnulausir vegna Covid-19 er að jafnaði 37%. Björgvin einblínir í þessari grein sinni á undantekning- ar. Það er enginn sem leikur sér að því að vera án atvinnu og svindlar á kerfum ríkisins, því þú lifir ekki á kerfum ríkisins. Það eru færri en 2% atvinnuleitenda sem neita atvinnu án ástæðu og með því að einblína á það er sparkað í hin 98% sem hafa sig alla við í lífsbaráttu sinni. Ég veit ekki með ykkur, en ég tek efni frá ASÍ, stærstu fjöldahreyfingu vinnandi fólks, fram yfir hugarheim stóratvinnu- rekanda. Við verðum að horfa á heildarmyndina. Málflutningur eins og sá sem Björgvin býður upp á er rangur og beinlínis skaðleg- ur. Fólk er að reyna sitt besta og þó svo vinnuaflið fljóti ekki eins og veig- ar á hlaðborði til stóratvinnurek- enda, sem eru truflaðir af óþolin- mæði sinni fyrir hámarksgróða, þýðir það ekki að hugarheimur fólks- ins í fílabeinsturninum sé raunveru- leikinn. Ég stend með fólki í atvinnuleit og sýni vandamálum og raunveruleika þeirra skilning, í stað þess að sparka í það, draga upp falska mynd og gera það tortryggilegt. Það er ekki til of mikils mælst að þeir sem sækjast eft- ir því að vera þjónar okkar á Alþingi fari með rétt mál í stað skáldskapar. Hér er allt fólkið Eftir Ástþór Jón Ragnheiðarson Ástþór Jón Ragnheiðarson » Það er nauðsynlegt að aðskilja skoðanir og staðreyndir í póli- tískum málflutningi. Höfundur skipar 3. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suður- kjördæmi. asthorjon98@gmail.com Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á húsnæði. Fæst höfum við ráð á slíkri fjárfestingu án þess að taka há lán til langs tíma. Oftast lán upp á tugi milljóna. Það skiptir því höf- uðmáli að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Óþolandi óvissa Því miður eru að- stæður á Íslandi þann- ig að enginn veit hver greiðslubyrðin verður. Í raun þurfa lántak- endur að taka ákvarð- anir um marga þætti, bæði í upphafi, en ekki síður á lánstímanum. Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breyti- legum vöxtum? Hvað á að gera þeg- ar gluggi opnast fyrir endurfjár- mögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántak- endur settir í stöðu áhættufjárfestis eða spákaupmanns. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verður verðbólg- an, vaxtastig, gengi krónunnar og þróun launa. Er það sanngjarnt að ætlast til þess að við séum fjármála- snillingar og sérfræðingar í áhættu- mati? Svarið er auðvitað nei. Vextir og verðbólga Seðlabankinn hækkaði nýverið meginvexti sína úr 1% í 1,25%. Sú hækkun kann að láta lítið yfir sér. Það er alls ekki svo. Stór hluti lands- manna er með íbúðarlán á óverð- tryggðum kjörum. Hækkun vaxt- anna mun strax hafa mikil áhrif á útgjöld heimilanna. Vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæð- isláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða um 6.250 krónur í hverjum einasta mánuði. Þeir sem skulda meira þurfa að greiða enn meira. Frekari vaxtahækk- unum er spáð og því mun greiðslubyrðin hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hef- ur spennt bogann til hins ýtrasta á fast- eignamarkaði þar sem verð hefur hækkað hratt. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Fæst- ir sem skulda há fast- eignalán held ég að taki undir fögnuð seðla- bankastjóra yfir því að vextir séu að hækka. Það eru þá aðrir en skuldarar sem fagna með seðlabankastjóranum. Hvað er til ráða – hver eru tækifærin? Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu. Það er hins vegar hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengis- sveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er sú að gjaldmiðillinn okkar verði stöðug- ur. Það verður best gert með því að tengja krónuna við evru með samn- ingi við Seðlabanka Evrópu, en til langs tíma með upptöku evru og að- ild að Evrópusambandinu. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimilanna, fyrirtækjanna og þjóð- félagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri – kjóstu Viðreisn. Ertu fjármála- snillingur? Eftir Jón Steindór Valdimarsson Jón Steindór Valdimarsson »Fæstir sem skulda há fasteignalán held ég að taki undir fögnuð seðla- bankastjóra yfir því að vextir séu að hækka. Höfundur er alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. jonv@althingi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.