Morgunblaðið - 31.08.2021, Blaðsíða 25
hjólaferðir erlendis og er mikið fyrir
alla útivist. „Svo er ég búin að vera
mikið í golfinu núna. Golfvöllurinn er
eiginlega eins og félagsmiðstöð full-
orðna fólksins,“ segir hún og hlær.
„Maður fattar það á þessum aldri
hvað maður hefur verið lánsamur
þegar maður lítur til baka, bæði í
starfi og að eiga fjögur börn og sex
barnabörn.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Sigrúnar er Haf-
þór Júlíusson málari, f. 28.6. 1961.
Áður átti Sigrún börnin: 1) Þór Sig-
urðsson, f. 18.4. 1978, kvæntur Hildi
Eddu Grétarsdóttur, f. 18.4. 1985,
þau eiga börnin Kolbrúnu Gígju, f.
2012; Sigurð Grétar, f. 2013 og Finn-
boga Þór, f. 2017, áður átti Þór son-
inn Þórhall Darra, f. 1998; 2) Jónínu
Þóru Einarsdóttur, f. 3.2. 1989, gift
Arnari Páli Skúlasyni, f. 4.5. 1989 og
þau eiga Róbert Þór, f. 2014 og
stúlku, f. 2021; 3) Bjarka Má Ólafs-
son, f. 26.9. 1994 og 4) Ólaf Ægi
Ólafsson, f. 28.10. 1995. Systur Sig-
rúnar eru Lilja Hjördís, f. 16.12.
1958; Hafdís Ægisdóttir Hougaard,
f. 7.7. 1966 og Þóra Guðný, f. 7.7.
1972.
Foreldrar Sigrúnar eru hjónin
Ægir Ólason, skipstjóri og síðar
starfsmaður Fiskistofu, f. 27.1. 1938
og Jónína Þóra Einarsdóttir, vann
við félagsþjónustu hjá Seltjarnar-
nesbæ, f. 5.9. 1941. Þau búa á Sel-
tjarnarnesi.
Sigrún
Kristín
Ægisdóttir
Engilráð Benediktsdóttir
húsfr. á Dynjanda í Grunnavík í N-Ís.
Einar Bæringsson
bóndi og hreppstjóri á Dynjanda í
Grunnavík í N-Ís.
Sigrún Jóna Einarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Einar Guðbjartsson
stýrimaður í Reykjavík
Jónína Þóra Rannveig
Einarsdóttir
vann við félagsþjónustu
hjá Seltjarnarnesbæ
Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja og ljósmóðir í
Grunnavíkursókn og Kjós,
Staðarsókn, N-Ís.
Guðbjartur Kristinsson
b. í Kollsá, Grunnavíkursókn, N-Ís.
Guðfinna Sveinsdóttir
húsfr. í Háarima í Þykkvabæ, Rang.
Sigurður Guðnason
bóndi í Háarima í Þykkvabæ, Rang.
Lilja Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Óli Guðmundsson
skipstjóri og útgerðarmaður í
Reykjavík
Ingibjörg Árnadóttir
húsfreyja á Höfða í Vallahr., S-Múl.
og í Keflavík
Guðmundur Ólason
bóndi á Höfða, Klyppsstað og á
Seyðisfirði, síðar verkamaður í
Keflavík
Úr frændgarði Sigrúnar KristínarÆgisdóttur
Ægir Ólason
skipstjóri á
Seltjarnarnesi og vann
síðar hjá Fiskistofu
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Í klípu
„ÉG KEMST EKKI Í DAG,
ÉG ER MEÐ IN-FLUG-ENSU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ GETUR EKKI ÆTLAST TIL ÞESS AÐ
GERA ÞETTA RÉTT Í FYRSTU TILRAUN!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera með báða
fætur á jörðinni.
ÉG FÉKK MÉR TÚNFISK-
SALAT Í HÁDEGINU
OG NÚNA ER ÉG HRÆDD
UM AÐ ÉG SÉ MEÐ
TÚNFISKS-ANDREMMU
KYSSTU MIG,
KJÁNINN ÞINN!
KEMURÐU OFT Á
ÞENNAN BAR?
NEI… BARA
EINU SINNI…
ÉG KOM
HINGAÐ SÍÐASTA
ÞRIÐJUDAG!
Komur
tollur
Sigmundur Benediktsson skrifaði
mér á sunnudag: „Hef fengið
kvartanir um vísnaþögn mína, svo
mér datt í hug að senda þér þrjár
ágústvísur síðan í gær, sem þú mátt
birta ef þér líkar við þær“:
Hamfarahlýnun. (Hringhent).
Hitamökkur hækkar stig
hratt við skökku völdin,
ágúst dökkvinn eflir sig
örvar rökkurtjöldin.
Þokan. (Tvær hringhendur).
Vefjasíðar voðir ber,
vegi skríður langa.
Þokan víða þrýstir sér
þétt að hlíðarvanga.
Döggin klæðir grund og grein
gildna hæðadrögin.
Stráin græða mátt og mein
mild við æðaslögin.
Ég þakka Sigmundi gott bréf og
vildi gjarna fá meira að heyra.
Gunnar J. Straumland skrifar á
Boðnarmjöð:
Um óþægindi okkur hjá
aldrei skulum hrópa,
óþrifum svo alltaf má
undir teppi sópa.
Hallmundur Kristinsson fer með
„Gamla lítillætisvísu“:
Aðdáun hefur að mér sótt.
Eykur á lestrarvildina
andagift mín og orðsins gnótt,
að ekki sé minnst á snilldina!
Á laugardag orti Sigurlín Her-
mannsdóttir við mynd af borg-
arstjóra, þar sem hann stóð við „tré
ársins“:
Á borðinu blaði er flett
þá birtist mér undarleg frétt
um hinn háa Dag B
sem heiðrar eitt tré
og heggur svo – skilji ég rétt.
Friðrik Steingrímsson yrkir um
málglaða frambjóðendur:
Orðaflaumi aus’úr sér
um það næsta fátt ég hirði,
loforðanna listi er
langur mjög, en einskisvirði.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „Heimsókn“:
Sumarið ljósa er liðið
og leika skuggar um sviðið,
ég bíð eftir gesti
á bleikum hesti,
það hringlar í beisli við hliðið.
Jónas Frímannsson kvað þetta
fallega vísu og setti vísu um svipað
efni eftir föður sinn heitinn, Frí-
mann Jónasson:
Vopnin kvödd og lokið leik,
liggur sundrað brakið.
Heim í traðir heyri ég Bleik
herða fótatakið.
Halldór Blöndal
Vísnahorn
Síðsumarsvísur og tré ársins
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 g Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061g Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 g alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
alnabaer.is