Morgunblaðið - 31.08.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2021
Staðan er ekkert sérstök hjá
Knattspyrnusambandi Íslands.
Formaðurinn er hættur eftir orra-
hríð síðustu daga og í gærkvöld
fylgdi stjórnin öll í kjölfarið og
sagði af sér eftir mikinn þrýsting.
Landsliðsmenn í karlaflokki,
sem hafa notið gríðarlegra vin-
sælda meðal þjóðarinnar undan-
farinn áratug, eru bornir þungum
sökum og ímynd sambandsins og
karlalandsliðsins er stórlega
löskuð, nokkrum dögum fyrir
þriggja leikja törn í undankeppni
heimsmeistaramótsins.
Úrslitin í leikjunum og mögu-
leikar liðsins á að komast í loka-
keppnina í Katar 2022 eru ekki
það sem er efst á baugi núna hjá
þjóðinni eða áhugafólki um fót-
bolta.
Nú skiptir mestu máli hvernig
hægt verður að byggja upp trún-
að og traust gagnvart knatt-
spyrnuhreyfingunni í landinu á
nýjan leik og tryggja að tekið
verði strax á alvarlegum brotum,
ef þau koma upp.
Það er deginum ljósara að hug-
arfarsbreyting þarf að eiga sér
stað, og það nær langt út fyrir
raðir þeirra sem brotið hafa af
sér og annarra sem stunda fót-
bolta.
Æskilegast væri eins og
ástandið er orðið í dag að þeir
leikmenn sem um ræðir og enn
eru getgátur um hverjir séu
myndu stíga fram og gera hreint
fyrir sínum dyrum, eftir því sem
það er hægt. Það væri mikilvægt
skref eins og staðan er orðin.
Þó flestir komist smám sam-
an að því hverjir eigi í hlut er ekki
boðlegt að allir þeir sem klæðst
hafa íslenska landsliðsbún-
ingnum undanfarin ár, langflestir
væntanlega með hreinan skjöld,
liggi undir ámæli að ósekju. Og
sumir þeirra þurfi að búa sig
undir mikilvæga landsleiki við
slíkar aðstæður.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur
Ingi Stígsson hafa látið af störfum
sem aðalþjálfarar karlaliðs Fylkis í
knattspyrnu. Atli Sveinn og Ólafur
Ingi hafa verið aðalþjálfarar Fylkis
í sameiningu frá og með síðasta
tímabili en farið var að hitna all-
verulega undir þeim eftir afleitt
gengi liðsins undanfarið, en liðið
vann síðast deildarleik 13. júlí síð-
astliðinn. Fylkir er með 16 stig í ell-
efta sæti deildarinnar og jafnframt
fallsæti þegar þrjár umferðir eru
eftir af tímabilinu, en ekki er enn
þá ljóst hver mun taka við liðinu.
Þjálfaraskipti
í Árbænum
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Hættir Ólafur Ingi og Atli Sveinn
hafa látið af störfum í Árbænum.
Danielle Marcano reyndist hetja
HK þegar liðið heimsótti ÍA í 1.
deild kvenna í knattspyrnu,
Lengjudeildinni, á Norðurálsvöll-
inn á Akranesi í 16. umferð deild-
arinnar í gær. Leiknum lauk með
2:1-sigri HK en Marcano skoraði
sigurmark leiksins á 57. mínútu.
Ragnheiður Kara Örnudóttir
kom HK yfir áður en Unnur Ýr
Haraldsdóttir jafnaði metin fyrir
ÍA. HK fer með sigrinum upp í átt-
unda sæti deildarinnar í 15 stig en
ÍA er með 14 stig í níunda sætinu
þegar tvær umferðir eru eftir.
HK úr fallsæti
eftir sigur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mark HK er komið úr fallsæti
eftir góðan sigur á Akranesi.
KSÍ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sitjandi stjórn Knattspyrnu-
sambands Íslands, KSÍ, hefur
ákveðið að segja af sér en þetta
kom fram í fréttatilkynningu sem
Knattspyrnusambandið sendi frá
sér í gærkvöldi.
Guðni Bergsson lét af störfum
sem formaður sambandsins á
sunnudag í kjölfar þess að þolandi
í ofbeldismáli steig fram og lýsti
því að leikmaður karlalandsliðsins
hefði beitt hana ofbeldi á skemmti-
stað árið 2017.
Guðni kom fram í Kastljósi deg-
inum áður og lýsti því að engin
formleg kvörtun sem snýr að kyn-
ferðisofbeldi hefði komið á hans
borð.
KSÍ hefur verið sakað um þögg-
un og meðvirkni með gerendum
innan sambandsins en síðustu daga
hefur komið fram hávært ákall um
gagngerar breytingar á stjórn
KSÍ.
Í fréttatilkynningu fráfarandi
stjórnar KSÍ kemur fram að boðað
hafi verið til aukaþings í samræmi
við 13. grein laga KSÍ með fjög-
urra vikna fyrirvara þar sem ný
stjórn verður kjörin.
„Stjórn, varafulltrúar og lands-
hlutafulltrúar hafa ákveðið að
segja af sér og munu skila umboði
sínu eigi síðar en þegar til auka-
þingsins kemur,“ segir meðal ann-
ars í fréttatilkynningunni.
„Þessi niðurstaða er í samræmi
við áskoranir Íslensks Topp-
fótbolta, óskir fulltrúa félaga sem
sent hafa áskorun um aukaþing og
þrýsting frá samfélaginu,“ segir
enn fremur í tilkynningunni en
hægt er að lesa tilkynninguna í
heild sinni á mbl.is/sport/
efstadeild.
Tækifæri til að gera betur
„Síðustu dagar hafa verið gríð-
arlega erfiðir og líklega þeir erf-
iðustu sem ég hef upplifað í 27 ára
starfi,“ sagði Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri Knattspyrnu-
sambands Íslands, KSÍ, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Ég hef upplifað ýmislegt á mín-
um tíma hjá knattspyrnusamband-
inu og var lengi vel eina konan
innan stjórnar í umhverfi sem hef-
ur stundum verið þungt. Ég hef
séð miklar breytingar innan sam-
bandsins í gegnum tíðina en þrátt
fyrir það hafa breytingarnar
kannski ekki verið nægilega mikl-
ar.
Það eru ákveðin vonbrigði að við
sem knattspyrnusamband höfum
ekki staðið undir væntingum þjóð-
félagsins og brugðist þolendum.
Það er erfitt að horfast í augu við
það, en í þessu eru líka tækifæri,
tækifæri til að ná vopnum okkar
og gera betur,“ sagði Klara.
Gagnrýni til góðs
Klara sem og aðrir starfsmenn
sambandsins hafa einnig fengið
sinn skerf af gagnrýninni fyrir
þöggun og gerendameðvirkni.
„Öll málefnaleg gagnrýni er til
góðs en auðvitað er leiðinlegt þeg-
ar starfsmenn, sem hafa unnið að
miklum heilindum fyrir knatt-
spyrnusambandið í langan tíma,
eru að ósekju dregnir inn í mál
sem er í raun ekki á þeirra verk-
sviði. Það hefur verið erfitt að
verða vitni að því.
Mér þykir líka mjög leitt að sjá
á eftir mörgum stjórnarmeðlimum
sambandsins. Ég hef unnið með
mörgum þeirra til fjölda ára, áður
en ég varð framkvæmdastjóri,
þegar ég fylgdi yngri landsliðum
kvenna sem dæmi.
Þar kynntist ég Ragnhildi
Skúladóttur sem hefur verið for-
maður unglinganefndar kvenna í
fjölda ára. Það er erfitt að sjá á
eftir henni við þessar aðstæður
enda hefur hún leitt unglinga-
landsliðin lengi og staðið sig frá-
bærlega.
Á sama tíma skil ég líka þá
gagnrýni sem við höfum fengið á
okkur, jafnvel þótt hún geti verið
persónuleg, en það er bara þannig
og við þurfum að kyngja því.“
Kalla til sérfræðinga
Það er nóg af verkefnum fram
undan hjá starfsmönnum KSÍ en
íslenska karlalandsliðið mætir
Rúmeníu, Norður-Makedóníu og
Þýskalandi í undankeppni HM á
Laugardalsvelli á næstu dögum.
„Við erum að undirbúa okkur
fyrir þrjá mikilvæga karlalands-
leiki sem fara allir fram á Laugar-
dalsvelli og það er mjög stór pakki
að eiga við. Ef ég man rétt þá hef-
ur ekki verið aukaþing hjá KSÍ
síðan 1956 og núna förum við á
fullt í að skipuleggja það líka. Þá
eru Íslandsmótin og bikarmótin
okkar að klárast og eins þá eru
fleiri verkefni fram undan hjá
landsliðunum og yngri landslið-
unum.
Við ætlum okkur líka að fara á
fullt í að laga það sem hefur farið
úrskeiðis hjá okkur í gegnum tíð-
ina og í því sambandi erum við að
kalla til sérfræðinga utan sam-
bandsins til þess að hjálpa okkur
við þá þá vinnu.“
En verður Klara áfram í starfi
sem framkvæmdastjóri KSÍ?
„Það hefur ekki verið rætt við
mig af stjórn sambandsins um að
ég muni stíga til hliðar,“ bætti
framkvæmdastjórinn við í samtali
við mbl.is.
Erfiðustu dagarnir á 27
ára starfsferli innan KSÍ
Morgunblaðið/Eggert
Hugsi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ hefur starfað hjá sambandinu í 27 ár. Síðustu dagar hafi verið erfiðir.
- Stjórn KSÍ fetar í fótspor Guðna Bergssonar og hefur ákveðið að segja af sér
Guðni
Bergsson
Klara
Bjartmarz
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var besti leikmaðurinn í 19. umferð
úrvalsdeildar karla í fótbolta, að mati Morgunblaðsins. Ingvar átti mjög
góðan leik í marki Víkinga þegar þeir lögðu FH að velli, 2:1, í Kaplakrika,
og héldu sér með því áfram í góðri stöðu í baráttunni um Íslandsmeist-
aratitilinn. Hann fékk tvö M í einkunn hjá blaðinu fyrir frammistöðu sína.
Tveir aðrir leikmenn fengu tvö M í umferðinni, þeir Björn Berg Bryde,
miðvörður Stjörnunnar, sem lék mjög vel í 2:1 sigri gegn Val, og Kristinn
Jónsson sem kom inn á sem varamaður hjá KR og tryggði liðinu sigur, 2:1,
gegn Leikni með tveimur mörkum. Úrvalsliðið má sjá hér fyrir ofan og þar
er Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks í sjötta skipti í ár.
19. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-5-1
Ingvar Jónsson
Víkingur R.
Björn Berg
Bryde
Stjarnan
Mikkel Qvist
KAMartin
Rauschenberg
HK
Halldór Smári
Sigurðsson
Víkingur R.
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
Bjarni
Aðalsteinsson
KA
Hilmar Árni
Halldórsson
Stjarnan
Viktor Karl
Einarsson
Breiðablik Kristinn Jónsson
KR
Árni Vilhjálmsson
Breiðablik
6
2
2
2
3
3
5
Ingvar bestur í 19. umferðinni