Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 11

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Stefnt er að því að halda mótaröðina Áhugamannadeild Spretts að áhorf- endum viðstöddum, þó með tilliti til þeirra sóttvarnaráðstafana sem verða í gildi þegar keppnin fer fram. Í keppninni í fyrravetur var ekki hægt að hafa áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ákveðið hefur verið að mótaröðin 2022 hefjist með fjórgangi 3. febrúar og lokamótið verði keppni í tölti 17. mars. Keppt verður í Samskipahöll- inni, eins og áður. Þær breytingar hafa verið gerðar á keppnisgreinum að ekki verður keppt í skeiði í gegnum höllina. Í staðinn verður tekið upp gæð- ingaskeið sem stefnt er að verði haldið á vellinum hjá Spretti. Fleiri breytingar hafa verið ákveðnar. Nefna má að liðin hafa heimild til að tefla fram öllum fimm knöpum liðs- ins í nokkrum greinum þótt aðeins árangur þriggja efstu komi inn í stigagjöf. Fimm sæti liða eru laus í keppn- inni 2022 og þurfa áhugasamir að hafa samband við Sprett fyrir lok september. Dregið verður úr um- sóknum. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Kjóavellir Keppni í deildinni fer fram í Samskipahöllinni. Áhorfendur í Áhuga- mannadeild - Auglýst eftir nýj- um liðum til þátttöku „Ég hafði köllun til þess að takast á við þetta starf. Er þakklátur fyr- ir stuðninginn sem ég fékk og hlakka til verk- efna sem fram undan eru. Spennandi tímar eru fram undan,“ segir sr. Þorvald- ur Víðisson, nýkjörinn prestur í Fossvogsprestakalli í Reykjavík. Umsóknarfrestur um prestakallið rann út í júlílok. Sr. Þorvaldur Víðisson fæddist 1973 og ólst upp í Kópavogi. Árið 2001 lauk hann prófi frá guð- fræðideild HÍ og var fyrst á eftir æskulýðsfulltrúi Dómkirkjunnar. Vígðist árið 2002 til Vestmannaeyja og starfaði þar fjögur ár. Var svo önnur fjögur ár miðborgarprestur Dómkirkjunnar og 2011-2012 prest- ur í Þrændalögum í Noregi. Frá árinu 2012 hefur sr. Þorvaldur verið biskupsritari. Fossvogsprestakall er myndað af Bústaða- og Grensássókn. Í presta- kallinu búa um 14.800 manns og 62% þeirra tilheyra þjóðkirkjunni. Prest- urinn nýi hefur aðstöðu í Bústaða- kirkju, en í prestakallinu öllu þjóna þrír prestar auk annars starfsfólks. „Starfið við Bústaðakirkju hefur alltaf verið öflugt og að því leyti er áhugavert að koma inn í þetta starfsumhverfi. Ég geri ráð fyrir að koma til starfa fljótlega upp úr mán- aðamótum, eða þegar ýmis verkefni sem ég hef sinnt sem biskupsritari eru komin í annarra hendur,“ segir sr Þorvaldur. sbs@mbl.is Sr. Þorvaldur ráðinn til Bú- staðakirkju Þorvaldur Víðisson Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Nýjar haustvörur streyma inn Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUS Í 80 ÁR Skoðið laxdal.is NÝTT FRÁ Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 Við erum á facebook Nýtt frá Kr. 6.990 Str. S-XXL Skoðið hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending frá ROFA Stakir jakkar og yfirhafnir Stærðir 34–52 Ísland vann í gær alla sína leiki í opna flokknum í Evrópumótinu í brids. Til að mynda vann lið Ís- lands Skotland 17-3 og Frakkland 13-7. Liðið var í lok dags í 13. sæti af 31 þjóð sem er með lið í opna flokknum en sex efstu liðin vinna sér rétt til að spila á heimsmeist- aramótinu. Spilaðar voru fimm umferðir í gær í öllum flokkum. Ekki gekk eins vel hjá kvennalandsliðinu og liði eldri manna. Bæði liðin töpuðu öllum sínum leikjum. Mótið er spilað á netinu vegna kórónuveirufaraldursins og eru ís- lensku keppendurnir í höfuð- stöðvum Bridgesambands Íslands við Síðumúla. Mótið stendur fram á laugardag. helgi@mbl.is Unnu alla sína leiki í gær Rauði krossinn telur viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda við erfiðri stöðu í Afganistan sýna skýran vilja til þess að styðja Afgani. Stjórnvöld ætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. „Á undanförnum árum hafa stjórn- völd lagt metnað í að byggja upp kerfi og þjónustu í kringum samræmda móttöku flóttafólks sem er vel til þess fallið að aðstoða fólk frá Afganistan sem stjórnvöld reyna nú að koma hingað til lands,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum sem lýsir þung- um áhyggjum af þróun mála í Afgan- istan eftir að talíbanar náðu völdum. „Þó Rauði krossinn lýsi ánægju sinni með ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um að taka strax á móti 120 flótta- mönnum frá Afganistan vill félagið minna á þau hundruð þúsunda sem reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan í von um að komast þannig frá Afganistan. Á sama tíma hafa yfirvöld í Íran og Pakistan gefið út að þar verði ekki tekið á móti flóttafólki frá Afganistan en það sem af er árinu 2021 hefur um 600 þúsund afgönskum flóttamönnum verið snúið til baka. Átök, þurrkar og Covid-19 bætast svo ofan á þá sáru neyð sem fyrir ríkti í landinu.“ Nú stendur yfir neyðarsöfnun hjá Rauða krossinum vegna ástandsins í Afganistan. „Allt fé sem safnast rennur beint til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Afganist- an,“ segir í tilkynningu Rauða kross- ins. Skýr vilji til þess að aðstoða Afgani - 600 þúsund flóttamönnum vísað frá AFP Flug Afganskir flóttamenn á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.