Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 12

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Fagnað verður um helgina að Akureyr- arbær er 159 ára, en sunnudagurinn 29. ágúst er afmælisdagur bæjarins. Venjan hefur verið að halda Akureyr- arvöku sem næst afmælinu en vegna Covid-19 hefur henni verið aflýst. Þeir viðburðir sem verða á dagskrá helgina 27.-29. ágúst í tilefni afmælis sveitar- félagsins lúta samkomutakmörkunum og verður sóttvarna gætt í hvívetna. Myndlist, tónlist og ljósasýningar skipa háan sess um helgina og má þar nefna að efnt verður til sönglaga- tónleika með þátttöku sundlaugar- gesta í Sundlaug Akureyrar á föstu- deginum og þrennir tónleikar verða haldnir á veitingastaðnum Barr í Hofi þar sem koma fram Andrea Gylfadótt- ir, Pálmi Gunnarsson, Ösp og Örn Eld- járn, Tríó Akureyrar og fleira tónlist- arfólk. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. ágúst; það er sýning Heklu Bjartar Helgadóttur og sýning á útilistaverki eftir Ragnar Kjartansson. Í verkingu Ljósin í bænum eru valin hús lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeó- listaverkum varpað á Listasafnið á Ak- ureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglinga- klúbbsins Nökkva við Drottningar- braut. Þá verður ljósadýrðin ráðandi í Lystigarðinum. Nánari upplýsingar um dagskrá helgarinnar er að finna á slóð- inni hallóakureyri.is. Fjölbreyttir listviðburðir á afmæli Akureyrarbæjar Ljósin í bænum og tónleikahald Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Margt skemmtilegt í höfuðstað Norðurlands á næstu dögum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is L istaverk í mótun, litir, verk- færi, skissur og skemmti- legar bækur. Á vinnustofu Ólafar Nordal myndlist- arkonu á Granda í Reykjavík kennir margra grasa og margt spennandi er í gerjun og sköpun. Nú í sumar var Ólöf útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur og ber þann titil í eitt ár. Heiðursviðurkenning til þess sem með listsköpun hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Þetta sagði í kynningu Reykjavíkurborgar þegar kunngert var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, að Ólöf hefði verið útnefnd. Hafmenn og flóttafólk „Uppruni sagna og hugmynda heillar mig alltaf því í gömlum sögum er hægt að finna tímalausan vísdóm. Þó ekki til þess að upphefja hið liðna, heldur til þess að varpa ljósi á sam- tímann og það sammannlega sem fylgir okkur gegnum kynslóðirnar,“ segir Ólöf þegar blaðamaður settist niður með henni á vinnustofunni nú fyrr í vikunni. „Af Langanesi eru til dæmis margar þjóðsögur um hafmenn. Þeir voru hálfrisar sem stigu naktir upp úr hafinu, voru svartir á hörund og hár, en annars eins og menn. Þeir komu syndandi að landi og gengu inn í bæi, en voru þaðan hraktir á haf út aftur eða drepnir á staðnum en það þótti mikil hetjudáð. Og skilaboðin? Jú, gætu þetta ekki verið sannar sög- ur af hörundsdökkum mönnum sem lent höfðu í skipsskaða úti fyrir landi, eða jafnvel þrælum sem reyndu að synda í land í von um frelsi. Auðvitað tala þessar sögur beint inn í nú- tímann, varðandi fáfræði og rasisma og minnir á örlög flóttafólks sem kemur hingað til Ísland, en er mörgu vísað úr landi.“ Lungann úr líðandi sumri dvaldist Ólöf norður á Siglu- firði og vann þar að ýmsum spenn- andi verkefnum. Veru úti á landi fylgir að farið sé í tilraunaverkefni í listinni og var afraksturinn af því sýningin Villiljós í Alþýðuhúsinu þar í bæ. „Á Siglufirði í sumar var tíminn stundum notaður til þess að skoða staði í ljósi tröllasagna þaðan úr ná- grenninu. Kjálkinn mikli heitir ekki Tröllaskagi að ástæðulausu. Sögur þessar eru af ýmsum toga, en hafa al- mennt það leiðarstef að fólk eigi ekki að þvælast á tröllaslóðum því þar leynast hættur og ekki má storka ör- lögunum.“ Mannfuglar á Selfossi Stóra verkefnið hjá Ólöfu nú er að gera myndverk, sem verður við hjúkrunarheimili sem er í byggingu á Selfossi. Verkið verður inni í lok- uðum garði hringlaga byggingar og hefur vinnuheitið Mannfuglar. „Fuglar með mannshöfuð, eins og listverkið mun sýna, eru furðuver- ur á mörkum tveggja tilverustiga. Í öllum trúarbrögðum er þekkt minni að fugl eða vængjuð vera vitji fólks á dánarstundinni og með það stef í huga hef ég þróað listaverkið. Mann- fuglarnir verða vonandi smá spaugi- legir og smá hræðilegir. Við sjáum til,“ segir Ólöf. Mannfuglar eru svo- kallað 1% verkefni, það er að þegar opinberar byggingar eru reistar gild- ir að nefnd hlutfallstala af bygging- arkostnaði skuli fara í myndverk. Í maí síðastliðnum var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í Reykjavík afhjúpað listaverkið Auga, sem er eftir Ólöfu. Tilurð verksins átti sér langan aðdraganda, en því var komið fyrir við vesturinngang skólahússins. Á þeim stað átti upphaflega að rækta jurtir, sem ekki varð af. „Ég ákvað að taka upp þráðinn þar sem arkitekt- inn skildi við og rækta í gróð- urreitnum æsku landsins með nægu tæru vatni og dagsljósabirtu,“ sagði Ólöf í ávarpi við afhjúpun verksins í vor. Listaverkin í Reykjavík Að bera titil borgarlistamanns í Reykjavík er heiðurinn einn, sem engar kvaðir fylgja. „Mér finnst afar vænt um þessa útnefningu, sem ég lít svo á að sé fyrir ýmis verk sem ég hef unnið og eru áberandi hér í Reykja- vík, segir Ólöf. Nefnir þar Geirfugl- inn í Skerjafirði, Bríetarbrekku í Þingholtsstræti, Þúfuna í Örfirisey og Augað í MH. Einnig má nefna hljóðverk í Skála Alþingishússins; hringlaga grágrýtisstein með opi fyrir miðju og fellur inn í steinvegg þar. Verkið heitir Vituð ér enn – eða hvat? Titill- inn er sóttur í Völuspá og ef lagður er vangi á vegg heyrast þaðan setn- ingar, orð eða hljóð sem hvíslandi kona les. Orðin eru flest hugtök og frasar sem fólkið í landinu þekkir – og röddin í veggnum er að því leyti ómur Íslands. Þetta endurspeglast svo í því sem sagði í kynningu á borg- arlistamanni nú í sumar. „Í verkum Ólafar eru sagnir, þjóðleg arfleifð og menningarlegt minni uppsretta hugmynda sem sett- ar eru fram í ólíkum miðlum og í nú- tímalegu samhengi. Mörg verka Ólafar sækja innblástur í þjóðsögur, ýmist skráðar eða óskráðar, sagnir sem gengið hafa mann fram af manni og mótast í munnlegri geymd.“ Vísdómurinn er tímalaus List! Ólöf Nordal er borgarlistamaður Reykjavíkur. Gerjun og sköpun á Granda. Þjóðleg arfleifð og menning er uppspretta hugmynda í verkunum. Morgunblaðið/Eggert Listakona Varpa ljósi á það sammannlega sem fylgir okkur í gegnum kynslóðirnar, segir Ólöf Nordal í viðtalinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Auga Í maí síðastliðnum var afhjúpað verk Ólafar Nordal, Augað, sem er í Menntaskólanum við Hamrahlíð. List í opinberum byggingum er skylda. Morgunblaðið/Eggert Örfirisey Fá listaverk í borginni eru oftar mynduð en Þúfan, eftir Ólöfu, sem er við hafnarmynnið og hlið fiskiðjuvers Brims vestur á Granda. Betra verð 11.790.000 kr. Ásett verð kr. 12.990.000,- Seljandi skoðar skipti á ódýrara RX 450H EXE HYBRIDLEXUS www.notadir.toyotakauptuni.isBetri notaðir bílar Raðnúmer 415050 Nýskráður 2/2021 Akstur 4 þ.km. Hybrid 307 hestöfl Sjálfskipting Fjórhjóladrif Skoðun 2025 Bakkmyndavél Fjarlægðarskynjarar Bluetooth Hiti í fram- og aftursætum Kæling í framsætum Akreinavari Blindsvæðisvörn Sjálfvirk há/lág aðalljós Skynvæddur hraðastillir Litað gler Hiti í stýri Rafdrifið lok farangursrýmis Umferðarskiltanemi Leiðsögukerfi Rafstillanlegt stýri Glertopplúga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.