Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 14

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 14
Í TÓKÝÓ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég hef litið á það sem svo að þetta sé hluti af prógrammi lífsins og er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessu með honum.“ Þetta segir Gunnar Már Másson, faðir Más Gunnarssonar sundkappa, sem næstur Íslendinganna keppir á Ólympíumótinu í Tókýó á morgun, föstudag. Þá er fyrsta grein Más af fjórum á dagskrá, 50 metra skrið- sundið í S11, flokki blindra. Gunnar Már, sem á sínum tíma var þekktur knattspyrnumaður með Val, KA og Leiftri, lék sex tímabil af átta á meistaraflokksferli sínum í efstu deild og skoraði 47 mörk í 120 leikjum í tveimur efstu deildum Ís- landsmótsins, er í óvenjulegu hlut- verki. Hann er svokallaður „bank- ari“ hjá syni sínum en það er fólgið í því að vera með stöng á sundlaug- arbakkanum og banka létt í höfuð hans þegar hann á stutt eftir að bakkanum. Már er blindur eins og áður sagði og þarf því að fá þessa viðvörun í tæka tíð. Létti honum róðurinn Gunnar sagði við Morgunblaðið í Tókýó að hann hefði verið með Má á öllum æfingum og í allri keppni undanfarin þrjú ár. „Ég hef alla tíð frá því hann hóf að æfa sund níu ára gamall fylgt honum stíft eftir og aðstoðað hann með það sem hann hefur óskað eft- ir, en síðustu þrjú ár hef ég verið svokallaður bankari á bakkanum við æfingar og keppni og farið með honum á þau mót sem hann hefur tekið þátt í, erlendis og á Íslandi. Ég hef því verið hans stuðningshjól til að létta honum róðurinn í þessu lífsins ferli sem hann er í og það hefur verið afskaplega ánægjulegt að kynnast þessari íþrótt og vera virkur þátttakandi í því sem er að gerast,“ sagði Gunnar Már. Með á öllum æfingum „Síðustu þrjú ár hef ég verið með honum á öllum æfingum, í ljósi þess að fyrir þremur árum fór sjón hans mjög versnandi. Hann tapaði því litla sem hann sá, öryggið í lauginni var þar með ekki lengur til staðar og þá var mjög mikilvægt að grípa inn í og vera til staðar til að fyr- irbyggja meiðsli eða slys. Öryggis- ins vegna hef ég mætt á allar hans æfingar síðan.“ Hann fórnar því miklu til þess að hjálpa syni sínum en kveðst alls ekki horfa á hlutina þannig. „Ég hef litið á það sem svo að þetta sé hluti af prógrammi lífsins og er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessu með honum. Ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á því, og þetta er kafli í minni og okk- ar lífsins bók sem ég hefði ekki vilj- að missa af.“ Léttleiki, gleði og góður andi Gunnar Már er því hluti af ís- lenska hópnum í ólympíuþorpinu í Tókýó og kveðst afar ánægður með andann sem þar ríkir og telur hann geta hjálpað Má til þess að ná markmiðum sínum á Ólympíu- mótinu. „Ég upplifi afar sterkt að hér ríkja léttleiki og gleði í miklum mæli, bæði þegar við komum til Tama og svo hérna í ólympíu- þorpinu. Gleðistemningin ræður ríkjum og þetta er einmitt það sem ég óskaði að myndi gerast. Þetta er þægileg tilfinning, það er góður andi í hópnum, fólk grínast og hlær. Krakkarnir eru glaðir og lifandi þrátt fyrir sérstakar aðstæður og þetta skiptir svo miklu máli.“ Fullur tilhlökkunar „Ég hef mikla trú á því að gleðin og léttleikinn hjálpi Mása til að halda sínu striki og hann geti synt áfram sitt mjúka sund. Þá er hann í mjög sterkri stöðu til að fljóta vel og hratt í vatninu. Þetta er einfald- lega þannig að þegar Már er mjúk- ur og lætur ekki utanaðkomandi áhrif hækka spennustigið, nær hann þessum fínu tökum sem hann er svo góður í og rennslinu sem skiptir svo ótrúlega miklu máli. ef léttleikinn er allsráðandi og allt er sultuslakt, þá geta ótrúlegustu hlutir gerst. Ég er fullur tilhlökkunar að sjá hans frammistöðu í lauginni þegar að stóru dögunum kemur. Eftir all- an þann undirbúning og alla þá vinnu sem hann er búinn að leggja á sig með þetta flotta þjálfarateymi í kringum sig og allt þetta fólk sem styður við bakið á honum. Þá hefur það um leið ótrúlega góð áhrif á hann að finna allar þessar mjúku fallegu hugsanir sem honum berast víðs vegar að.“ Sigurvegari nú þegar „Hvað varðar niðurstöðu og út- komu þegar upp úr lauginni er kom- ið, þá get ég bara sagt það enn og aftur að ef mýktin og léttleikinn eru til staðar getur allt gerst. En fyrir mér er hann sigurvegari nú þegar, eins og allir þessir krakkar sem eru hérna og hafa komist hingað, og ég veit að þau munu öll gera sitt besta til að ná sínum besta persónulega árangri. Fyrir mína parta þá finnst mér það mikilvægast að þeim líði vel. Allt fólkið sem vinnur hérna í kring- um þessa krakka hefur sérstaklega góða og þægilega áru og ég hef tröllatrú á að það skipti mestu máli í minningunni seinna meir þegar þau líta til baka. Það eru margir sem koma að þessu, það er í mörg horn að líta, og mér finnst aðdáunarvert hvað fólkið í hópnum er samstiga um að klára þetta verkefni með bravör. En mestu máli skiptir, finnst mér, þeg- ar á svona stórt mót er komið, að öllum líði vel, það sé góður andi og spennustigið sé ekki of hátt. Ég geri alla vega mitt besta til að gefa af mér til krakkanna, sér í lagi til Más. Það er mitt hlutverk,“ sagði Gunnar Már Másson. „Hluti af prógrammi lífsins“ Ljósmynd/ÍF Tilbúnir Már Gunnarsson og Gunnar Már Másson eru ánægðir með aðstæður og umhverfi í Tókýó. Már keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíumótinu, 50 metra skriðsundi, laust eftir miðnættið í nótt, en aðalgrein hans, 100 metra baksund í flokki blindra, er á dagskrá sólarhring síðar. - Gunnar Már Másson er „bankari“ hjá Má syni sínum á Ólympíumóti fatlaðra sem er hafið í Tókýó 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is HONDA - JAZZ – RN. 331310 Nýskráður 5/2014, ekinn 96 þ.km., bensín, brúnn, sjálfskipting, hraðastillir, loftkæling, álfelgur, usb tengi, stöðugleikakerfi, litað gler, hiti í sætum. Verð 1.490.000 kr. TOYOTA - RAV4 HYBRID – RN. 331504 Nýskráður 10/2018, ekinn 162 þ.km., bensín/ rafmagn, hvítur, sjálfskipting, stöðugleikakerfi, bluetooth, bakkmyndavél, litað gler. Verð 3.790.000 kr. PEUGEOT - 3008 HYBRID 300 HP – RN. 331494 Nýskráður 6/2020, ekinn 14 þ.km., bensín/rafmagn, steingrár, sjálfskipting, litað gler, stöðugleikakerfi, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar, bluetooth, GPS. Verð 6.490.000 kr. TOYOTA - RAV4 STYLE HYBRID – RN. 340448 Nýskráður 12/2020 (2021), ekinn 4 þ.km., bensín/rafmagn, blár, sjálfskiptur, bakkmyndavél, hiti í sætum og framrúðu, bluetooth, glertopplúga. Verð 7.490.000 kr. Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is dreifingHeildsölu C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.