Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Kíktu til okkar í góðan mat
og notalegt andrúmsloft
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–22:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur
VIÐTAL
Hólmfríður María Ragnhildard.
hmr@mbl.is
„Þegar þær komu til mátti ekki einu
sinni tala um þær, þær voru svo
mikið leyndarmál. Þetta var gert í
dimmunni og allt falið. Það þorði
enginn að minnast á þetta því það
varðaði fangelsi. Það er dálítið sér-
stakt ef maður hugsar út í það að
þær séu nú að lenda þarna í hópum í
Keflavík,“ segir Sveinn Þórðarson,
fyrsti íslenski flugvélaverkfræðing-
urinn, um B-2 sprengjuvélarnar
sem lentu í Keflavík á mánudag.
Hann var einn af þeim útvöldu sem
komu að hönnun og smíði þessara
véla.
Flugvélarnar eru af gerðinni
Northrop Grumman B-2 og eru þær
meðal annars merkilegar fyrir þær
sakir að vera dýrustu flugvélar sög-
unnar en ein slík kostar rúmlega 90
milljarða króna. Vélarnar eru sér-
staklega hannaðar til að bera
kjarnavopn en einungis 21 eintak
hefur verið framleitt í heiminum og
eru þau öll í eigu bandaríska flug-
hersins. Hefur farkosturinn meðal
annars hlotið viðurnefnið Sprengju-
flugvél allra tíma.
Flugvélaframleiðandinn North-
rop í Bandaríkjunum sá um hönnun
og smíði vélarinnar í mikilli sam-
vinnu við flugherinn. Vann Sveinn
hjá fyrirtækinu sem deildarstjóri
hönnunardeildar og fékkst hann
meðal annars við útreikninga á
burðarþoli, loftmótstöðu og öðru er
viðkemur hönnun og nýsmíði flug-
véla.
„Þetta var merkilegt og óvanalegt
að lenda í svona. Þetta var leynileg
flugvél sem átti að nota í leynilegu
starfi. Þetta var gert í eyðimörkinni
í Kaliforníu, það vissi enginn um
þetta og fólk veit voða lítið enn þá
þó hún sé að lenda í Keflavík. Konan
mín mátti ekki einu sinni vita að ég
var að vinna að þessu tæki á sínum
tíma. Ég mátti ekki segja neitt við
hana. Hún vissi að ég fór í vinnuna
og var að vinna að einhverri flugvél
en það var það eina. Hún frétti það
svo tveimur árum seinna við að lesa
blöðin. Þá hafði birst einhver blaða-
frétt og hún hafði áhuga á að vita
hvort ég vissi eitthvað um þetta,“
segir hann og hlær við.
Að sögn Sveins var vélin voða
merkileg og sérstæð, og var smíðin
og hönnunin afar óvanaleg í heild.
Þeir sem hafa séð vélina vita að útlit
hennar er afar einkennandi og hefur
henni meðal annars verið lýst sem
„hinum fljúgandi væng“. Kom
Sveinn að smíði skrokksins og
vængjanna en gerð vélarinnar var
risavaxið verkefni sem hundruð ein-
staklinga tóku þátt í og stóð fram-
kvæmdin yfir í nokkur ár. „Frá því
að hugmyndin kom fram og þar til
hún fór að fljúga liðu um fjögur ár.
Þetta tekur tíma. Þetta eru ekki
bara flugvélar heldur er líka vopna-
kerfi og annað sem þarf að vinna á
sama tíma. Ég hef ekki hugmynd
um hvað það unnu margir að þessu
verkefni en allt í allt hafa þetta ver-
ið nokkuð hundruð manns. Allt kerf-
ið er svo stórt.“
Sinnti herskyldu erlendis
Sveinn flutti út til Bandaríkjanna
ásamt konu sinni Sigríði Lúthers-
dóttur árið 1953 til að leggja stund á
nám í þotuviðgerðum, fyrstur Ís-
lendinga. Hafði hann á þeim tíma
ekki lokið gagnfræðaskóla en það
virtist ekki koma að sök. Árið 1954
gekk Sveinn í raðir bandaríska flug-
hersins og hlaut hann inngöngu í
háskóla flughersins í Texas og lærði
þar flugvirkjun. Leið ekki á löngu
þar til hann var farinn að kenna við-
hald á orustuþotum flughersins.
„Þegar ég kom út varð ég að fara í
fjögur ár í flugherinn, það var
skylda þá. Ég veit ekki um neinn Ís-
lending sem hefur sinnt svona her-
skyldu en þegar maður er farinn að
vinna fast í landinu þá losnar maður
ekki við það.“
Undir lok sjötta áratugarins hóf
Sveinn frekara nám við Kaliforníu-
háskóla þar sem hann lagði stund á
flugvélaverkfræði og útskrifaðist
hann með meistaragráðu í faginu
árið 1962, fyrstur Íslendinga. Hafði
hann ákveðið að snúa aftur til Ís-
lands að því loknu en þegar heim
var komið blasti við honum hálfgert
atvinnuleysi. Sneru hjónin því aftur
til Bandaríkjanna þar sem Sveini
bauðst starf hjá Northrop-flugvéla-
verksmiðjunum í Kaliforníu, og hafa
þau búið þar síðan.
„Það var mikið betra að vera úti í
Bandaríkjunum, sérstaklega þegar
ég var búinn að læra flugvélaverk-
fræðina, það var ekkert að gera
heima á Íslandi en nóg í Bandaríkj-
unum. Ég sé ekkert eftir því en
maður er alltaf með annan fótinn á
Íslandi.“
Hefur hann nú tekið þátt í hönn-
un Boeing 747 farþegaþotunnar, or-
ustuþotnanna F-18 og F-5, og ým-
issa geimfara. Auk þess hefur hann
ferðast víða um heiminn til að ann-
ast viðhald á vélum Northrop og fór
m.a. til Víetnams á stríðsárunum.
Fylgdist með heimsstyrjöldinni
Áður en Sveinn flutti út í námið
til Bandaríkjanna hafði hann starfað
sem flugvirki hjá Loftleiðum. Áhug-
inn á flugvélum hafði þó kviknað
mun fyrr en sem ungur strákur
hafði hann fylgst með þotum Norð-
manna og Englendinganna í seinni
heimsstyrjöldinni lenda nálægt
heimili sínu.
„Ég ólst upp á Sæbóli í Fossvogi,
alveg niður við sjóinn. Fossvogurinn
var fullur af hervélum í stríðinu, og
íslensku vélarnar frá flugfélögunum
lentu þar líka. Maður var alltaf að
fylgjast með þeim fyrir ofan haus-
inn á sér þegar maður var að alast
upp. Flugvélarnar sjálfar voru því
ekkert nýmæli fyrir mér.“
Að sögn Sveins voru þetta mest-
megnis sjóflugvélar og lentu þær á
voginum áður en þær voru dregnar í
land í Nauthólsvíkinni. Fór hann
iðulega þangað sem barn til að
fylgjast með hermönnunum vinna í
vélunum. „Maður var bara strákur,
þeir voru ekkert að reka mann burt
fyrir því. Þetta var skemmtilegt líf
og gaman að fylgjast með.“
Óraði hann þá ekki fyrir að mörg-
um árum síðar myndi hann vinna
fyrir sama fyrirtæki og smíða flug-
vélarnar sem hann fylgdist þá dol-
fallinn með en fyrstu flugvélarnar
sem Northrop-verksmiðjurnar
framleiddu voru einmitt norsku
N-3PB flugvélarnar sem lentu í
Fossvoginum. Það var síðan í ágúst
árið 1979 sem Sveinn endurnýjaði
kynni sín við eina slíka vél. Þá var
hann sendur til Íslands í björgunar-
leiðangur á vegum Northrop til að
aðstoða við að veiða upp vélarflak
N-3PB flugvélar sem hafði brotlent
í Þjórsá árið 1943. Yfir 60 ein-
staklingar tóku þátt í aðgerðinni og
var Sveinn á meðal þeirra sem köf-
uðu eftir flakinu. „Þetta hefur verið
skemmtilegt líf en þetta hefur allt
saman snúist um flugvélar,“ segir
Sveinn að endingu.
„Ég mátti
ekki segja
neitt við hana“
- Sveinn Þórðarson kom að hönnun
og smíði B-2 sprengjuflugvélarinnar
Hjónin Sveinn Þórðarson og Sigríður Lúthersdóttir, eiginkona hans, fluttu
upphaflega til Bandaríkjanna árið 1953 og búa nú í Suður-Kaliforníu.
Úrklippa Árið 1979 var flugvélarflaki N-3PB bjargað úr Þjórsá. Sveinn var
á meðal þeirra sem komu að björguninni og kafaði hann eftir flakinu.
Einkennisbúningur Sveinn sinnti
herskyldu á árunum 1954 til 1958.
AFP
Sprengjuflugvél B-2 er dýrasta flugvél sögunnar. Útlit hennar er ein-
kennilegt og hefur henni verið lýst sem „hinum fljúgandi væng“.