Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
um. Sílinu var haldið niðri af síðbún-
um blóma en í núverandi ástandi
fjölgar ljósátu mjög og hefur keyrt
upp ungaframleiðsluna í Eyjum frá
2017. Það eru þessar tvær tegundir
sem lundinn er að bera í pysjuna.
Hefðbundið pysjutímabil er
ágústmánuður en undanfarin ár hef-
ur hann byrjað tveimur til þremur
vikum seinna og náði að teygjast
fram í nóvember árið 2015. Í ár er
hann kominn í gamla horfið. „Stóra
spurningin er, heldur þetta áfram,
og fer aftur í gamla kerfið með sílið í
aðalhlutverki? Það verður að segjast
eins og er, að vitum ekki af hverju
þessi seinkun varð á blómanum. Það
þarf að rannsaka betur því þetta
virðist ekki hafa gerst áður í þau 130
ár sem við höfum gögn um,“ sagði
Erpur.
Lundakarlar bjartsýnir
Lundakarlar sem Morgunblaðið
talaði við segja mikið af lunda og æti
virðist vera nægt. „Mikið var að sjá í
byrjun sumars á Heimakletti sem ég
geng reglulega á en um mitt sumar
var lítið að sjá. Í águst kom hann aft-
ur og allt var hvítt af fugli í Bjarnar-
ey um miðjan ágúst. Þá heyrði mað-
ur að sjórinn í kringum Eyjar hefði
verið svartur af fugli í sumar,“ sagði
Pétur Steingrímsson Bjarnar-
eyingur.
„Við erum sammála um það fé-
lagarnir að aldrei hefði sést eins
mikill lundi í Suðurey og þegar við
skruppum þangað um daginn. Eyjan
var eins og ein lundahola,“ sagði
Stefán Geir Gunnarsson, Suður-
eyingur og áhugaljósmyndari.
Lundaveiði var leyfð í Vest-
mannaeyjum í níu daga í ár, frá 7. til
15. ágúst. Leyfi sem fáir nýttu því
lundakarlar hafa látið lundann njóta
vafans. Lundakarlar í Brandinum,
svokallaðir Brandarar, stefna á
lundaball í lok september og kemur
lundinn úr Grímsey.
Ljósmynd/Stefán Geir
Lending Lundi kemur svífandi úr háloftunum og sest síðan á syllu sína.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Mælingar Valgerður Erla Óskarsdóttir og Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson, úr Reykjavík, að-
stoða hér krakkana sína, Malín Erlu og Kára Kristin, við mælingar á einni pysjunni.
Ljósmynd/Stefán Geir
Vængjasláttur Sílisfugl með æti. Næg fæða skilar góðri viðkomu.
Ljósmynd/Stefán Geir
Lundavarp Lundar á flugi að kvöldlagi en stofninn er sterkur þetta árið.
„Mikil gleði hefur ávallt einkennt pysjueftirlitið sem
tók til starfa árið 2003 og er það alltaf einn af há-
punktum ársins. Það einkennist af lífi og fjöri og ákveð-
inn vertíðarbragur yfir því,“ segja þær Gígja Ósk-
arsdóttir og Margrét Lilja Magnúsdóttir. Þær tóku á
móti krökkum og pysjum og mældu þangað til í fyrra að
pysjueftirlitið varð rafrænt vegna Covid-19 og fór á vef-
síðuna lundi.is.
„Skráningin hefur gengið vel og er í raun auðveldari
á margan hátt, bæði fyrir okkur velunnarana sem og
björgunarfólkið sem er þá ekki háð opnunartíma eft-
irlitsins. Auðvitað mun taka smá tíma fyrir alla að átta
sig á breyttu sniði, en á hverju tímabili sækir okkur
fjöldi fólks heim, Eyjamenn og gestir ofan af landi, allir
til að aðstoða við pysjubjörgun.
Um tíma var óttast að pysjutíminn væri að líða undir
lok, sbr. að árið 2010 komu aðeins tíu pysjur í eftirlitið
og voru árin þar um kring mjög slök. „Því var svo frá-
bært að sjá fjöldann fara upp aftur en árin 2019 og
2020 voru pysjurnar um 7.600. Þær eru reyndar
nokkru færri í ár en á móti kemur að þær hafa aldrei
verið eins þungar. Annar mjög jákvæður punktur í ár er
að mjög lítið hefur verið um slasaðar, olíublautar og
dúnaðar pysjur sem hafa þurft á aðstoð frá okkur að
halda en það hefur verið eitt af mikilvægum hlut-
verkum pysjueftirlitins að taka á móti þeim,“ segja þær
stöllur.
Fleiri pysjur sem hafa aldrei verið þyngri
PYSJUTÍMINN SKEMMTILEGUR OG EINN AF HÁPUNKTUM ÁRSINS Í EYJUM
Pysjueftirlitið Gígja Óskarsdóttir og Margrét Lilja Magn-
úsdóttir, t.h., huga að fuglum og eru í mikilvægu hlutverki.