Morgunblaðið - 26.08.2021, Síða 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bandaríska varnarmálaráðuneytið
áætlaði í gær að enn biðu um 10.000
manns þess á alþjóðaflugvellinum í
Kabúl að vera fluttir brott frá Afgan-
istan, en að mögulega myndi fjölga í
þeim hópi eftir því sem fleiri Afganar
reyna nú að koma sér undan yfirráð-
um talíbana áður en það verður um
seinan.
Joe Biden Bandaríkjaforseti stað-
festi í fyrrinótt að hann hygðist
standa við heit sitt um að allir banda-
rískir hermenn myndu yfirgefa land-
ið 31. ágúst næstkomandi, þrátt fyrir
að helstu bandamenn hans í Evrópu
hafi sagst þurfa lengri tíma til þess
að ljúka brottflutningi þeirra sem
séu í hættu. Hyggjast flest vestur-
veldanna ætla að setja aukinn kraft í
flutninga sína á næstu dögum.
Biden sagði í sjónvarpsávarpi sínu
að góður gangur hefði verið í flutn-
ingunum síðustu daga, og að allt
stefndi í að verkefninu yrði lokið fyr-
ir næstu mánaðamót. Nú þegar hafa
rúmlega 80.000 manns náð að flýja
land, þar af voru rúmlega 18.400
fluttir úr landi í fyrradag.
Vestræn ríki hafa reynt að fá sam-
þykki talíbana fyrir því að hafa her-
lið lengur svo ljúka mætti brottflutn-
ingi allra en þeir hafa ekki viljað ljá
máls á því. Markus Potzel, sendi-
herra Þýskalands í Afganistan, sagði
hins vegar í gær að talíbanar hefðu
fullvissað sig um að þeir Afganar
sem hefðu „lögleg skilríki“ myndu fá
að ferðast með almennu farþegaflugi
frá landinu eftir 31. ágúst.
Talíbanar hafa hins vegar einnig
verið sakaðir um að hafa reynt að
tálma för afganskra ríkisborgara til
alþjóðaflugvallarins í Kabúl. Talíb-
anar ráða þar yfir inngangnum að
flugstöðvarbyggingunni sem er á
suðurhlið hans, á meðan vestræn ríki
hafa haldið norðurhliðinni, þar sem
herflug hefur haft miðstöð, opinni.
Fólksflóttinn frá Afganistan á
ekki síst rætur sínar í ótta við að ta-
líbanar muni aftur viðhalda svipaðri
kúgun og þegar þeir réðu yfir land-
inu á tíunda áratugnum. Eru það því
ekki síst konur, sem reyna nú að yf-
irgefa landið, en þeim var meinað að
mennta sig og að vinna.
Mexíkó tók í gær við 130 flótta-
mönnum, þar á meðal voru blaða-
menn og lið fimm kvenna sem vöktu
athygli árið 2017 fyrir þátttöku sína í
alþjóðlegri vélmennakeppni, þar
sem þær fengu ekki landvistarleyfi í
Bandaríkjunum fyrr en Donald
Trump, þáverandi forseti, skarst í
leikinn. Þá tóku Ástralar á móti rúm-
lega 75 knattspyrnukonum, dómur-
um og fjölskyldum þeirra.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari sagði í gær að alþjóðasamfélagið
yrði að halda uppi viðræðum við ta-
líbana og reyna þannig að vernda þá
framþróun sem orðið hefði á síðustu
20 árum. „Markmið okkar verður að
verja eins mikið af því sem við náð-
um fram og við getum.“
AFP
Farin burt Flóttamenn frá Afganistan stíga hér frá borði á herflugvelli í nágrenni Madrid, höfuðborgar Spánar.
Um 10.000 manns sem bíða
- Rúmlega 80.000 manns hafa flúið Afganistan frá því talíbanar tóku völdin
- Sagðir meina Afgönum að komast til flugvallarins - Merkel hvetur til viðræðna
1 km
200 km
Heimild: Copernicus Sentinel-2 gervihnötturinn, 4. ágúst
1 km
Alþjóðaflugvöllurinn í Kabúl
Herflug
Borgaralegt flug
Flugstöðvar-
byggingin
K A B Ú L
KABÚL
AFGANISTAN
PAKISTAN
KABÚL
Alþjóða-
flugvöllurinn
Sendiráð BNA
Forsetahöllin
Háskólinn
Þinghúsið
Spencer Elden, sem birtist sem
kornabarn á umslagi hljómplöt-
unnar Nevermind, hefur kært
hljómsveitina Nirvana fyrir að hafa
dreift barnaklámi af sér. Elden var
fjögurra mánaða gamall þegar tek-
in var mynd af honum kviknöktum
á kafi í sundlaug, að teygja sig eftir
dollaraseðli á öngli. Umslagið er
eitt hið þekktasta í tónlistarsög-
unni, en Nevermind-platan hefur
selst í 30 milljónum eintaka frá því
að hún kom út árið 1991.
Í kærunni segir að hvorki Elder
né forráðamenn hans hafi veitt
heimild fyrir notkun myndarinnar,
og að hann hafi aldrei fengið neina
þóknun fyrir. Þá hafi hann orðið
fyrir tilfinningalegum skaða vegna
myndatökunnar, og hún valdið hon-
um fjárhagstjóni. Krefst hann
150.000 bandaríkjadala skaðabóta
frá 15 mismunandi sakborningum,
en þeirra á meðal eru ljósmynd-
arinn Kirk Weddle, dánarbú Kurts
Cobains, og Dave Grohl og Krist
Novoselic, eftirlifandi meðlimir
sveitarinnar.
BANDARÍKIN
Nevermind Umslagið er eitt hið þekkt-
asta í tónlistarsögu seinni tíma.
Kærir Nirvana fyrir
plötuumslagið fræga
Arababandalagið, Samtök um ísl-
amska samvinnu og Sádi-Arabía
kölluðu í gær eftir viðræðum á milli
nágrannaríkjanna Alsírs og Mar-
okkó til að leysa ágreining þeirra,
en stjórnvöld í Alsír lýstu því yfir á
þriðjudaginn að þau hefðu slitið
stjórnmálasambandi við Marokkó
vegna „fjandsamlegra aðgerða“.
Ríkin hafa elt grátt silfur saman
um nokkra hríð, m.a. vegna yfir-
ráða Marokkó yfir Vestur-Sahara,
sem og vegna viðurkenningar Mar-
okkó á Ísraelsríki.
ALSÍR
Vilja viðræður milli
nágrannaríkjanna
Engar niðurstöður um uppruna kór-
ónuveirunnar er að finna í nýrri
skýrslu, sem bandarískar leyniþjón-
ustustofnanir sömdu að beiðni Joes
Bidens Bandaríkjaforseta og af-
hentu Hvíta húsinu á þriðjudaginn.
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá
skýrslunni í gær, en hún hefur ekki
enn verið gerð opinber. Heimildar-
menn, sem kunnugir eru efni henn-
ar, sögðu hins vegar við Washington
Post að það skorti frekari upplýsing-
ar frá Kínverjum til þess að hægt sé
að fullyrða hvort kórónuveiran hafi
borist úr dýrum í menn, eða hvort
hún hafi „lekið“ af rannsóknarstofu í
Wuhan-borg.
Biden óskaði eftir skýrslunni fyrir
90 dögum, en hann sagði þá að
njósnastofnanir Bandaríkjanna
væru ekki sammála um hvor skýr-
ingin væri líklegri. Heimildarmenn-
irnir sögðu að hluti hennar yrði
mögulega gerður opinber á næstu
dögum.
Kínverjar hafa brugðist illa við öll-
um ásökunum þess efnis að kórónu-
veiran hafi á einhvern hátt lekið frá
veirurannsóknarstofunni í Wuhan.
Kröfðust þeir þess í gær að Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin WHO
myndi rannsaka lífrannsóknastofu
Bandaríkjahers í Detrick-virki, en
höfnuðu því að rannsókn WHO á
uppruna veirunnar í Kína fengi að
halda áfram.
Fu Cong, yfirmaður afvopnunar-
mála hjá kínverska utanríkisráðu-
neytinu, sagði að ef Bandaríkjamenn
vildu ásaka Kínverja að tilefnislausu
yrðu þeir að sætta sig við gagnásak-
anir. Sagði Cong að það væri Banda-
ríkjamanna að setja fram sönnunar-
gögn fyrir ásökunum sínum.
Skortir upplýs-
ingar frá Kína
- Engin svör í nýrri Covid-skýrslu
AFP
Wuhan Teymi WHO heimsótti rann-
sóknarstofuna í Wuhan í janúar.
TAKTU HAUSTIÐ
HEIM Í HÚS
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS