Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Heilbrigð-
iskerfið var
til umræðu
á áhugaverðum
fundi Samtaka at-
vinnulífsins (SA)
sem haldinn var í
gær. Heilbrigðis-
kerfið er meðal þess sem helst
er til umræðu í þeirri kosninga-
baráttu sem rétt er að hefjast,
en að sögn Halldórs Benjamíns
Þorbergssonar, framkvæmda-
stjóra SA, er tilefni fundarins
ekki komandi kosningar heldur
hafi verið unnið lengi að þessum
málum innan SA. Hugmyndin
hafi verið að kynna hvernig SA
sjái heilbrigðiskerfið til fram-
tíðar og í því sambandi hafi verið
horft til annarra landa, meðal
annars til Norðurlandanna, til
að draga lærdóm af því sem best
gerist.
Það veitir ekki af að beina
sjónum að heilbrigðiskerfinu ís-
lenska. Þar er margt vel gert og
starfsfólk heilbrigðiskerfisins
vinnur mikið og gott verk, um
það eru flestir þeir sem sækja
þurfa þjónustu til þessa kerfis,
meðal annars til Landspítalans,
sammála. Þetta breytir því ekki
að nauðsynlegt er að skoða kerf-
ið og það þolir ekki mikla bið þó
að því hafi verið haldið fram að
nú sé ekki heppilegur tími til
þess.
Það skiptir máli að hugað sé
að þessu nú en ekki síðar því að
staðreyndin er sú
að Íslendingar eru
tiltölulega ung þjóð
en við eldumst hratt
og innan fárra ára
verður mun þyngra
fyrir fæti að halda
úti öflugu heilbrigð-
iskerfi nema betur takist til í
rekstri með vaxandi framleiðni.
Í máli Halldórs Benjamíns á
fundinum í gær kom fram að í
fyrra hafi 4,11 einstaklingar á
aldrinum 20-64 ára staðið að
baki hverjum þeirra sem væri 65
ára eða eldri. Eftir áratug yrði
hlutfallið komið niður í 3,20 og
árið 2060 væru aðeins 2,00 úr
yngri hópnum að baki hverjum
þeirra sem eldri væru.
Þessar tölur sýna afar skýrt
að rekstur heilbrigðiskerfisins
og velferðarkerfisins alls mun
þyngjast hratt á næstu árum.
Þetta felur einnig í sér að þeir
sem starfa innan kerfisins ættu
að fagna umræðum um kerfið og
hvernig megi mögulega bæta
það. Vonandi verður fundi SA og
því sem þar var kynnt tekið á
þann hátt, en allt of algengt er
að innan kerfisins kveinki menn
sér undan umræðunni og beiti
sér jafnvel fyrir því að gera um-
ræður sem torveldastar og upp-
lýsingagjöf sem minnsta og
jafnvel villandi. Þetta háttalag
er ekki til þess fallið að auðvelda
nauðsynlegar umbætur á kerf-
inu.
Ræða verður um það
sem betur má fara í
heilbrigðiskerfinu
en reyna ekki að
hindra umræður}
Nauðsynlegar umræður
Margar af
helstu frétta-
stofum Bandaríkj-
anna og virt „stór-
blöð“ létu í
aðdraganda kosn-
inga á sl. ári eins og
þau hefðu engar at-
hugasemdir heyrt um kjall-
araþáttinn í Delawere. Það
kemur í bakið á þeim núna.
Fréttastofurnar létu eins og
Biden, þá forseti, hefði ekki
fallið í þrígang flatur á leið í
forsetavélina. Seinast var
hálmstráið að gola á staðnum
hefði verið rok sem feykti for-
setanum um koll. Fáránleiki
þessa var augljós, og hitt að ör-
yggissveitir forsetans biðu ró-
legar á vellinum á meðan for-
setinn paufaðist upp í
„óveðrinu!“
Enginn fréttahaukanna sagði
frá fjölda dæma um að fram-
bjóðandinn vissi ekki hvar hann
var staddur og ekki í hvað
framboði hann var! Allt þetta
kemur þeim í koll núna. Veru-
leikinn verður ekki falinn leng-
ur og veldur handlöngurum for-
setans vaxandi vandræðum.
Þeir leggja á flótta með hann
sem er ömurlegt. Þetta var
raunar gert við Wilson forseta
fyrir rúmri öld, en það voru
aðrir tímar.
Í þingræðis-
löndum eins og
okkar eða t.d. Bret-
landi geta kjörnir
fulltrúar gengið að
æðsta handhafa
framkvæmdavalds-
ins í hverri viku á meðan þing
situr. Enginn, af tæplega 600
þingmönnum í báðum þing-
deildum í Washington, getur
spurt forseta landsins út úr.
Hann mætir þar nokkrum sinn-
um á kjörtímabili og les upp
skýrslu af rafspjöldum og eng-
ar umræður eru um hana.
Fjölmiðlar eiga að tryggja
aðhaldið gagnvart forsetanum.
Nú er þess gætt í Hvíta húsinu
hver fær að spyrja forsetann
einhvers, sem er sjaldgæft.
Forsetinn þarf iðulega að grípa
í spjöld sín þótt hinir örfáu
spyrjendur séu af hliðhollum
spyrjendum. Í Afganistan-
fárinu hafa áhorfendur flutt sig
í milljónavís frá fyrrnefndum
fjölmiðlum yfir á FOX sem
handlangarar forsetans hata.
Aðrir fjölmiðlar, og eigendur
þeirra, óttast þessa þróun. Þeir
sjá að yfirhylmingin er að verða
óvinnandi verk. Fylgið hrynur
af Biden og demókrötum. Þetta
heldur ekki lengur.
Það er dapurlegt og
ósvífið í senn að láta
forseta Bandaríkj-
anna niðurlægja sig
og eigin þjóð}
Feluleikurinn á enda
R
íkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
sem nú situr var mynduð þvert á
hið pólítíska svið, frá vinstri til
hægri. Ríkisstjórnin hafði skýra
sýn um uppbyggingu velferðar-
kerfisins og umbætur á mörgum sviðum sem
hefðu það markmið að á Íslandi yrði gott að
lifa, fyrir unga sem aldna.
Þegar litið er yfir kjörtímabilið sem nú er
að renna sitt skeið getum við í Vinstrihreyf-
ingunni – grænu framboði verið stolt af ár-
angri ríkisstjórnarinnar. Verkefni sem unnið
hefur verið að og kláruð á tímabilinu endur-
spegla vel grunnstoðirnar í stefnu VG; um-
hverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlega friðar-
hyggju og félagslegt réttlæti og eru til þess
fallnar að byggja hér upp gott samfélag, þar
sem jöfnuður ríkir.
Mig langar til að nefna nokkur verkefni sem hafa verið
unnin á kjörtímabilinu.
Í heilbrigðismálum hefur heilbrigðisstefna verið sam-
þykkt, 140 ný hjúkrunarrými verið byggð og aðstaða
bætt í enn fleirum, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur ver-
ið lækkuð verulega, framlög til heilsugæslunnar aukin
um 25% og framkvæmdir fjármagnaðar og hafnar við
nýtt þjóðarsjúkrahús.
Í jafnréttismálum má nefna að ný löggjöf um þung-
unarrof, sem ég lagði fram á Alþingi, var samþykkt, en
lögin tryggja sjálfsforræði og sjálfsákvörðunarrétt
kvenna yfir eigin líkama. Einnig má nefna aukna niður-
greiðslu á hormónagetnaðarvörnum og þá breytingu
sem gerð hefur verið að hjúkrunarfræðingar og ljós-
mæður mega núna skrifa upp á getnaðar-
varnarlyf. Réttur til að skilgreina eigið kyn
hefur verið tryggður með nýjum lögum um
kynrænt sjálfræði og fæðingarorlof lengt úr
níu mánuðum í heilt ár.
Lögð hefur verið áhersla á umhverfismál á
kjörtímabilinu. Stórátak var gert í friðlýs-
ingum svæða, fyrsta fjármagnaða aðgerða-
áætlunin gegn loftslagsvánni unnin og Lofts-
lagsráð og Loftslagssjóður stofnuð.
Innleiðing hringrásarhagkerfisins hófst af
krafti, m.a. með breytingum á lögum um úr-
gangsmál og hringrásarhagkerfi sett af stað.
Mikilvægar aðgerðir í lýðræðismálum hafa
orðið að veruleika á tímabilinu. Löggjafar-,
fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis
hefur verið styrkt á kjörtímabilinu með aukn-
um stuðningi við nefndarstarf og þingflokka,
skattrannsóknir efldar og mörk sett á eignarhald á landi
með nýjum jarðalögum, svo nokkur dæmi séu tekin.
Ef við ræðum velferðarmál sérstaklega þá má nefna
að hlutdeildarlán fyrir nýtt fólk á húsnæðismarkaði voru
sett á, en þau geta hjálpað tekjulágum fyrstu kaup-
endum að ná kröfu um fyrstu útborgun, 35% lækkun á
skerðingu örorkulífeyrisþega gagnvart atvinnutekjum
varð, 75.000 kr. hækkun á frítekjumarki aldraðra og 35%
hækkun grunnatvinnuleysisbóta á tímabilinu.
Ríkisstjórn sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð
leiðir er besta mögulega ríkisstjórnin, fyrir samfélagið
allt. Veljum Vinstri græn.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Við lok kjörtímabils
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
S
ala á hraðprófum við kór-
ónuveirunni er þegar hafin
á nokkrum stöðum og fer
vel af stað samkvæmt upp-
lýsingum frá seljendum. Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
heimilaði í vikunni sölu á prófunum.
„Miðað við þann fjölda fyrir-
spurna sem við höfum fengið frá fé-
lagsmönnum okkar í mismunandi
greinum þá er alveg dagljóst að það
er mikill áhugi á að bjóða þessa
þjónustu víða í fyrirtækjum,“ segir
Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu.
„Við sjáum það í hendi okkar að
þetta muni hjálpa til við að koma á
eðlilegu ástandi í samfélaginu. Hrað-
prófin munu til dæmis gagnast fólki
þegar það er að fara í fermingar-
veislur, brúðkaup eða leikhús, það
hlýtur að vera af hinu góða að sam-
félagið fari að virka á eðlilegan hátt
á ný,“ segir hann.
Víða erlendis hafa stjórnvöld
útdeilt slíkum hraðprófum eða nið-
urgreitt þau. Andrés segir að-
spurður að hann eigi ekki von á því
að svo verði hér. „Ég sé það ekki
gerast. Stjórnvöld hafa verið í nánu
samstarfi við atvinnulífið og hafa
leitt fyrirtækin í gegnum þennan
skafl. Ég held að það sé ekki nein
stemning fyrir því að ríkið komi að
þessum prófum. Aðalatriðið er að
það verði nægilega margir sem bjóði
upp á þessi próf svo samkeppnin
verði eðlileg.“
Tvenns konar próf eru þegar
komin á markað, próf sem greind
eru úr munnvatnssýni og próf sem
tekið er með stroku úr nefi. Sec-
uritas selur munnvatnspróf sem
skilar niðurstöðum á 15 mínútum og
er sagt vera með 97% öryggi. Þau
eru seld 20 saman í pakka sem kost-
ar 36.600 eða 1.830 krónur hvert
próf. Pakkinn kostaði reyndar
45.750 krónur samkvæmt heimasíðu
fyrirtækisins í gærmorgun en verðið
var lækkað eftir fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
„Við einbeitum okkur fyrst og
fremst að fyrirtækjum og seljum
þetta í magnkaupum. Það hafa
margir spurst fyrir um prófin og
hugsa þetta kannski sem forvarn-
argildi, ef fólk er að koma úr ferða-
lögum eða eitthvað slíkt. Svo eru
dæmi um að fólk taki próf á hverjum
morgni ef um viðkvæma starfsemi
er að ræða,“ segir Fannar Örn Þor-
björnsson, framkvæmdastjóri sölu
og þjónustu hjá Securitas. Hann
kveðst telja að næmni þessara prófa
sé sambærileg við næmni stroku-
prófa en mun þægilegri í notkun.
„Þetta eru náttúrlega sjálfspróf og
ég get ímyndað mér að margir muni
ekki setja pinnann nógu langt upp í
nefið, muni veigra sér við því.“
Strokupróf eru þegar komin í
sölu hjá Lyfsalanum. Þar eru þau
seld í stykkjatali og kostar hvert
þeirra 990 krónur. Á vef apótekanna
er fólk hvatt til að fylgja leiðbein-
ingum um það hversu langt upp í nef
pinninn þarf að fara.
Hjá Lyfju fara hraðprófin í sölu
á næstu dögum að sögn Sigríðar
Margrétar Oddsdóttur fram-
kvæmdastjóra. Fyrst um sinn verð-
ur boðið upp á próf þar sem sýni er
tekið úr nefholi. „Við teljum að það
sé áreiðanlegri kostur,“ segir hún.
Verð prófanna verður undir þúsund
krónum. Þau verða seld í stykkjatali
og fimm saman í kassa.
„Fólk þarf áfram að sinna per-
sónubundnum sóttvörnum og fara í
PCR-próf ef það er með einkenni.
Þessi lausn getur hins vegar nýst
mjög vel, til dæmis fyrir ein-
staklinga sem eru að fara á hóp-
fundi, viðburði eða að hitta ættingja
sem eru í aukinni áhættu,“ segir Sig-
ríður en hún segir líka nokkuð um
áhuga hjá fyrirtækjum að geta boðið
starfsfólki upp á próf. „Það getur
dregið úr líkunum á að upp komi
hópsmit ef í boði eru sjálfspróf sem
framkvæmd eru á réttan hátt. Þetta
verður eitt af þeim verkfærum sem
við höfum til að geta lifað með veir-
unni.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Próf Þessi hraðpróf við kórónuveirunni verða brátt komin í sölu í Lyfju. Hvert próf kostar undir þúsund krónum.
Mikill áhugi fyrir
hendi á hraðprófum