Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 39

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Það hefur verið gagnleg og ánægjuleg reynsla undanfarin ár að vera þátttakandi í Hugveitu um málefni nýsköpunar sem stofn- uð var á vegum ný- sköpunarráðuneytisins og fjármálaráðuneyt- isins árið 2019. Hug- veitan er skipuð tíu frumkvöðlum og fjár- festum úr nýsköpunarumhverfinu hér á landi auk nýsköpunarráð- herra og fjármálaráðherra. Verk- efni Hugveitunnar er að ræða ábendingar, tillögur eða vandamál sem þarfnast úrlausnar á mál- efnasviðinu og að veita endurgjöf eftir atvikum. Í mínum huga hefur mikið áunnist í verkefninu en hér langar mig að fara yfir það sem mér er minnisstæðast frá fundum Hugveitunnar. Mikilvægi nýsköpunar Nýsköpun er ekki bara mik- ilvæg, heldur nauðsynleg fyrir efnahagslífið og samfélagið. Við þurfum stöðugt að aðlaga okkur hröðum breytingum og nýjum að- stæðum. Þetta kallar á að fyrir- tæki og stofnanir nálgist við- fangsefni með skapandi hugsun og opnum hug. Nýsköpun er ögr- andi og til að halda athygli og áhuga á viðfangsefninu þarf stöð- ugan innblástur. Mikilvægi fyrstu stiga nýsköpunar verður ekki dregið í efa því að þekkingin sem aflað er með rannsóknum er nauðsynleg á öllum stigum ferils- ins. Þetta kemur t.d. best fram í líf- tækninni við skrán- ingar og markaðs- setningu þegar svara þarf ótal spurningum sem vakna hjá við- skiptavinum og stofn- unum. Nýsköpunarstefna Fagna má nýsköp- unarstefnu Þórdísar Kolbrúnar sem leið- arljósi til framtíðar enda mun hún auðvelda ýmsa þætti nýsköpunarferilsins. Í þessu samhengi má nefna aukið fjármagn til rannsókna og þróunarstarfs en ekki síst hækk- un á þaki og endurgreiðslum rannsókna og þróunarkostnaðar fyrirtækja. Í kjölfar þessara breytinga hafa endurgreiðslur til R&Þ-fyrirtækja hækkað úr einum milljarði upp í tíu. Reynsla mín og margra annarra frumkvöðla er sú að umhverfi frumkvöðla hér á landi sé gott og þá sérstaklega á fyrri stigum nýsköpunar. Rann- sóknarstyrkir hafa vaxið umtals- vert á undanförnum árum en þeir eru lykilþáttur í uppbyggingu ný- sköpunarfyrirtækja á fyrri stig- um. Þannig er t.d. Tækniþróunar- sjóður algerlega nauðsynlegur flestum nýsköpunarfyrirtækjum til að halda sjó í byrjun. Við Ís- lendingar getum verið sáttir með okkar árangur á fyrri stigum ný- sköpunar. Nýnæmi Hugveitunnar Hugveitan, þetta nýstárlega samtal um nýsköpun, hefur skap- að traust á milli aðila sem aftur smitast til annarra starfsmanna nýsköpunarfyrirtækja. Þarna eru áhugasamir ráðherrar, þau Þórdís Kolbrún og Bjarni Benediktsson, sem sýna mikinn skilning á nýsköpunarstarfi en hafa jafn- framt veitt okkur innsýn inn í sinn heim. Þau þurfa að vita og skilja hvernig fjármagninu, sem veitt er í nýsköpun, er varið og hvernig unnt er að mæla árangur- inn. Jafnframt hafa þau sýnt mik- inn skilning á því að nýsköp- unarstarf tekur langan tíma. Eftir samtalið kemur í ljós að líf stjórnmálamanna er ekki ósvipað lífi frumkvöðla þ.e. þeir sinna mjög áhugaverðum störfum en lifa í hörðum heimi og leggja margt í sölurnar fyrir árangur. Árangur og alþjóðamarkaðir Í nýsköpun eru fáar lausnir línulegar eða endanlegar. Til að hlutirnir gangi upp í nýsköpunar- fyrirtækjum er nauðsynlegt að saman fari hugvit og verksvit auk þekkingar á viðskipta- og mark- aðsmálum. Stofnun fyrirtækis er eitt en að ná árangri á al- þjóðamarkaði er annað: „It takes a village“. Á seinni stigum, sem oftast er kostnaðarsamasti hluti nýsköpunarfyrirtækja, er nauð- synlegt að kalla til sögunnar inn- lenda eða erlenda fjárfesta og fjárfestingarsjóði. Reynsla okkar hérlendis sýnir að erlendir fjár- festar eru áhugasamir um nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi, sem er vel. Það hefur sýnt sig í íslenskum nýsköpunarfyr- irtækjum að aðkoma erlendra fjárfesta eykur líkurnar á að þau nái árangri. Með slíkri aðkomu aukast markaðsmöguleikar fyrir afurðir fyrirtækjanna og því lík- legra að þær nái útbreiðslu á al- þjóðamarkaði. Lokaorð Það sem gert hefur verið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í ný- sköpunarmálum er til mikillar fyrirmyndar og þjóðinni allri til heilla. Atkvæði greitt Sjálfstæð- isflokki er því ávísun á framhald og framþróun nýsköpunarmála og uppbyggingar fjölbreyttara at- vinnulífs á Íslandi. Eftir Ágústu Guðmundsdóttur » Í kjölfar breytinga á nýsköpunarstefn- unni hafa endur- greiðslur til R&Þ- fyrirtækja hækkað úr einum milljarði upp í tíu. Ágústa Guðmundsdóttir Höfundur er prófessor emeritus, frumkvöðull og frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæni suður. ag@hi.is Hugveita um málefni nýsköpunar Nýleg vísitöluhækkun á launum þing- manna minnir á að þeir eru ótrúlega vel haldnir í launum miðað við mennt- unarkröfur. Menntunarkröfur eru 0. Reynsla 0. Hæfni í mannlegum sam- skiptum 0. Þjónustulund og tölvu- kunnátta – ekki beðið um það. Ekki heldur „gott vald á íslensku máli og ritfærni“. Erlend málakunnátta ekki nefnd. Samfara þessu kröfuleysi hefur alls konar hjálparkokkum fjölgað á launaskrá þingsins. Þannig geta mál orðið í raun verk sérfræðinga, sem hvergi koma fram en afleiðingarnar taka þingmennirnir með sér inn í næstu kosningar. Já, ótrygg atvinna, segja menn og hækka svo kaupið. Vissulega geta þingmenn tapað vinnunni við dóm kjósenda, og þarf ekki nema prófkjör til, en dæmin sýna að flokkarnir hafa taugar til sinna manna og flestir „fyrrverandi“ eru eftirsóttir í embætti og stjórnir á vegum ríkisins. En þingfararkaupið ætti að lækka eftir lögmáli Parkinsons þannig að temmilegri aðsókn yrði í djobbið. Það yrði þá friðvænlegra í prófkjörunum og álíka margir kallaðir og útvaldir. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Belti og axlabönd Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Laun þingmanna halda áfram að hækka. . Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.