Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
ur. Elsku dásamlega starfsfólkinu
þínu, Þóra mín, sem var líklega
þínir bestu vinir og elskaði þig svo
mikið, sendi ég mínar hlýjustu
kveðjur.
Kveð þig með kveðjunni okkar
– lofjú.
Þín
Jóna Dóra.
Þóra Kristín var Hafnfirðing-
ur, fædd og uppalin og bjó alla
sína tíð í Hafnarfirði. Sannur
Hafnfirðingur. En Þóra var einn-
ig sannur dýravinur og þannig
kynntumst við. Að vísu má segja
að Guðmundur Örn, bróðir Þóru,
hafi líka eitthvað komið að kynn-
ingunni en sameiginlegt áhuga-
mál okkar Þóru hefði eflaust leitt
okkur saman hvort sem er. Hún
hleypti mér og mínum hundum
inn á heimilið sitt á Norðurbakk-
anum og tók ávallt vel á móti okk-
ur. Fyrst mætti ég með hann
Krumma sem náði þeim glæsilega
árangri að starfa sem sjálfboðaliði
hjá Rauða krossinum í nokkur ár.
Hann var í miklu uppáhaldi hjá
Þóru og naut góðs af. Salka,
hundurinn hennar Þóru, varð
stundum pínu öfundsjúk en Þóra
tæklaði það ágætlega í þau skipti
sem báðir hundarnir voru saman.
Ákveðin en samt blíð náði hún
góðum tökum á aðstæðum. Síðar
átti svo næsti hundurinn minn
eftir að fá jafn mikla ást frá henni
Þóru og sá gamli. Og þrátt fyrir
að sá hundur félli á prófinu hjá
Rauða krossinum þá elskaði Þóra
hann jafn mikið. Hló oft að honum
og hjálpaði mér að ala hann upp
með því að leyfa okkur að koma í
heimsókn til sín á Norðurbakk-
ann. Það að fá hvatningu og
stuðning frá henni var afar dýr-
mætt. Hún gaf góð ráð og stóð
alltaf með vandræðagemlingnum
sem er í dag orðinn fyrirmynd-
arhundur.
Ég sakna þess að geta ekki
kíkt í heimsókn til Þóru á Norð-
urbakkann þar sem tekið var á
móti okkur með svo miklum kær-
leika og vináttu. Ég sakna þess að
eiga skemmtilegar umræður um
uppáhaldsviðfangsefnið okkar
beggja, dýr, þó mest pælingar um
hunda. Ég sakna hlátursins og
gleðinnar þegar við ræddum um
hundana í hverfinu, Helenu fögru,
Mirru, Galdur, Lunu og fleiri.
Endalaust gátum við velt fyrir
okkur þeirri gleði sem dýr geta
veitt okkur mannfólkinu.
Takk fyrir allar þær dásam-
legu samverustundir sem við átt-
um.
Minning um sannan dýravin,
Þóru Kristínu Bárðardóttur, mun
lifa.
Við vottum fjölskyldunni sam-
úð okkar.
María Birna Jónsdóttir og
Baldur Þór Sveinsson.
Sæl Þóra mín, mig langar að
kasta á þig kveðju. Það sem er
mér efst í huga er þakklæti. Þú
valdir mig – þú ákvaðst að hafa
mig inni í þínu lífi og ég var til’íða,
eins og dægurskáldið sagði. Þú
sýndir mér ávallt þínar bestu hlið-
ar en ég veit vel að þær voru
margar og ýmiskonar enda er það
tilfellið hjá öllum, líka okkur hin-
um sem lífið fer öllu mýkri hönd-
um um.
Það sem ég dáði helst í fari
þínu var eiginleiki þinn til að
spjalla. Þú kunnir að vera nógu
forvitin til að spyrjast fyrir, þú
kunnir að hæðast að manni en
samt einhvern veginn á góðlegan
og vinalegan máta, þú kunnir að
hlæja hátt og vel, þú kunnir að
segja sögur og finna skemmtileg-
an flöt á annars leiðinlegum mál-
um, þú kunnir að detta á dýptina
og sýna samhug og nærgætni. Þú
kunnir þetta allt svo vel að vand-
fundið er annað eins. Ég sakna
löngu símtalanna þinna, ég sakna
þess að sjá ósvarað frá „Þóru K“
á skjánum, því þá settist ég iðu-
lega í djúpan stól eftir háttatíma
krakkanna, því ég vissi að þetta
yrði langt og gott spjall sem ég
vildi gefa mér góðan tíma í.
Það var hefð hjá okkur að ég
liti inn hjá þér á aðfangadag,
svona þegar allt var að detta í ró
og langur listinn annars útstrik-
aður. Síðasta heimsókn mín verð-
ur sú minnisstæðasta en þá sast
þú og horfðir á minningarmynd-
band móður þinnar og felldir tár.
Þú sýndir mér annars aldrei
þessa hlið en þarna kom undan-
tekningin. Það var eitthvað öðru-
vísi en áður, ætli þú hafir ekki
verið farin að hugsa að tími væri
kominn til að vitja hennar aftur,
sem þú og svo gerðir aðeins
nokkrum vikum seinna. Ég leyfi
mér að ímynda mér það, að þetta
hafi verið þinn rétti tími, þótt ég
hefði kosið að njóta samverunnar
lengur. Ég bið að heilsa ykkur
báðum og þakka fyrir tímann
okkar saman.
Gunnar Helgi Gunnsteinsson.
Elsku Þóra. Það er svo furðu-
legt að koma ekki lengur á vakt til
þín öll miðvikudagskvöld eins og
ég hafði gert síðustu átta árin. Ég
sem trúði því ekki þegar ég kom
til þín á síðustu vaktina mína uppi
á spítala, einmitt á miðvikudags-
kvöldi, að það yrði mín síðasta
vakt.
Við vorum bæði tvö viss um að
nú værir þú að hressast og byrj-
uðum að djóka með hvað við ætl-
uðum nú að panta okkur að borða
þegar þú kæmir heim af spítalan-
um. En veikindin þín voru erfið
og þú varst held ég alveg tilbúin
að fara til mömmu þinnar. Þú tal-
aðir svo oft til hennar og saknaðir
svo mikið. Þú lifðir í þrjá sólar-
hringa eftir þessa síðustu sam-
veru okkar.
Við gátum nú heldur betur
skemmt okkur á vöktum. Jólatón-
listina, sem ég var alltaf að djóka í
þér með, byrjaðir þú í október á
hverju ári að spila. Þú varst nátt-
úrlega mesta jólabarn í heimi.
Ég var greinilega uppáhalds-
starfsmaðurinn, eða var það ekki?
Ég fékk allavega að fara með þér
á alla tónleika og leikhúsferðir.
Justin Bieber var klárlega hátind-
urinn. Fengum alltaf bestu sætin
alls staðar sem við fórum, ef það
var eitthvert vesen þá fórst þú í
málið og reddaðir hlutunum. Held
að djammið sem við tvö fórum á í
keiluhöllinni sé skemmtilegasta
kvöldið okkar saman. Ekki allir
sem fá að að dreypa á bjór í
vinnunni í boði yfirmannsins.
Þú auðvitað „drakkst mig und-
ir borðið“ og talaðir um að ég
væri nú bara slakur drykkjumað-
ur. En ekki varstu mikið fyrir
áfengið Þóra mín. Sagðir það ekki
gott fyrir veikindi þín. Þú varst
nefnilega mjög skynsöm.
En það besta við okkar sam-
band var hversu mikið traust var
á milli okkar, við vorum svo góðir
vinir, vinátta sem ég mun varð-
veita allt mitt líf.
Ég vil votta Bárði og fjölskyldu
mína dýpstu samúð.
Takk fyrir allt elsku Þóra.
Þinn vinur,
Fannar.
Elsku Þóra Kristín mín. Veit
hreinlega ekki hvar ég á að byrja
þegar kemur að þér elsku vin-
kona.
Þú sem kenndir mér svo
margt, skammaðir mig eins og
hund þegar ég átti það skilið og
hrósaðir svo fallega þegar vel
gekk, og knúsin þín sem voru svo
þétt og góð.
Þú vissir allt um börnin okkar
Gústa, enda hafðirðu svo mikinn
og einlægan áhuga á börnunum í
þínu lífi, þú áttir svo mikið í þeim
og varst þeim svo góð. Mér hefur
alltaf þótt svo aðdáunarverður
áhugi þinn á öllu fólki, hann var
svo einlægur og hreinn og tær,
eins og þú sjálf.
Við fórum að vinna saman fyrst
árið 2012 og með árunum varstu
orðin eins og sjöunda barnið mitt
eins og við grínuðumst svo oft
með. Þetta var auðvitað miklu
meira en bara einhver vinna, við
vorum bestu vinkonur. Vinkonur
sem gerðu hvor aðra vitlausa
stundum en væntumþykjan alltaf
svo sterk. Þú varst í huga mér
flesta daga og núna þegar þú ert
farin þá er ég hálftóm, og þú ert
enn í huga mér alla daga.
Ég veit ekki hvað ég á gera án
þín elsku stelpan mín og sökn-
uðurinn er mikill og sár.
Þau voru erfið verkefnin sem
þú fékkst oft á tíðum en hetjan
sem þú varst sýndir aftur og aftur
hversu ótrúlegur karakter þú
varst, alltaf komstu manni á
óvart. Það var því svo óviðbúið að
síðustu veikindi myndu fara eins
og fór, ég var svo viss um að þú
stæðir upp og myndir rjúka heim
á Norðurbakkann eins og í öll hin
skiptin.
Þessi heimur var ekki tilbúinn
fyrir þig og baráttumálin svo
mörg vegna þess, mörgu náðum
við í gegn, öðru vorum við að
vinna að, við vorum bara ekki al-
veg búnar og það er sárt. Hafn-
arfjarðarbæ á ég enn eftir að fyr-
irgefa framkomuna við þig
síðustu árin, það kemur kannski
einn daginn. Það er sárt að sjá þig
ekki á nýja bílnum sem var á leið
til landsins og þú varst svo spennt
að fá. En ég las einhvers staðar
um daginn að hamingjan í lífinu
er oft fólgin í tilhlökkun. Leiðin á
áfangastaðinn er oft betri en loka-
punkturinn. Og þar var enginn
betri en þú, fallega þú lifðir lífinu
þannig að það var alltaf eitthvað
að hlakka til. Alltaf eitthvað næst
á dagskrá. Ég mun taka þetta
með mér áfram út lífið.
Það er einhver huggun að þessi
kroppur, sem var þér aldrei sér-
staklega góður, hefur fengið frið,
og að þú sem elskaðir hana
mömmu þína svo heitt og sakn-
aðir svo sárt ert komin í mömmu-
fang aftur.
Takk fyrir allt elsku hjartans
Þóra mín og góða ferð.
Koss á ennið – guð geymi þig.
Þú verður í hjörtum okkar alla
tíð.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu, allra vin-
anna, og samstarfsfólks okkar á
Norðurbakkanum.
Þín vinkona,
Hildur Guðmundsdóttir.
Að sigra heiminn er eins og að spila á
spil
eð spekingslegum svip og taka í
nefið.
(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
Það er staðreynd að lífið færir
okkur miserfiðar áskoranir til að
takast á við. Þegar Þóru Kristínar
er minnst er ómögulegt að líta
fram hjá þeim áskorunum sem
féllu í hennar hlut á lífsleiðinni.
Uppeldisárin voru henni að
mörgu leyti krefjandi og það tók
langan tíma að finna lífi hennar
réttan farveg. Það er erfitt hlut-
skipti að glíma við fötlun og vera
upp á aðra komin til að geta lifað
eðlilegu og mannsæmandi lífi.
Mótlætið sem Þóra hefur staðið
frammi fyrir í gegnum lífsleiðina
hefði dugað flestum margfalt en
einhvern veginn tókst henni að yf-
irstíga hverja hindrunina á fætur
annarri með þrautseigju og æðru-
leysi og standa uppi sem sigur-
vegari.
Þóra var enda alla tíð sterk,
ákveðin og þrjósk kona sem lét
engan vaða yfir sig. Inn við beinið
var þó enginn ljúfari og ástríkari.
Fyrir því fengu allir sem kynnt-
ust Þóru að finna en ég efast þó
um að nokkur hafi upplifað það
jafn sterkt og Aníta Eik, litla
frænka Þóru. Hún tók hlutverk
sitt sem uppáhaldsfrænkan mjög
alvarlega og stjanaði við Anítu
meira en góðu hófi gegnir.
Það er ómögulegt að lýsa Þóru
fyllilega án þess að minnast á
þann aragrúa áhugamála sem
áttu hug hennar allan. Það fór
t.a.m. ekki fram hjá neinum sem
heimsótti Þóru á Norðurbakkann
að þar fór mikil áhugamanneskja
um hvers lags Disney-varning,
bangsa og bolla. Hún gætti þess
enda vel að enginn nákominn
kæmist upp með það að stíga fæti
út fyrir landsteinana án þess að
semja fyrst um hóflega heim-
komugjöf. Hundar áttu líka sér-
stakan stað í hjarta hennar og það
var fátt sem gladdi hana meira en
að fá heimsókn frá óstýrlátum
hundi, og þá sérstaklega fjöl-
skylduhundinum Sölku. Að
hundafaðmi slepptum naut Þóra
sín líklega hvergi betur en á há-
værum tónleikum eða úti að
borða með vinum og vandamönn-
um.
Það sem stendur hins vegar
upp úr fyrir mér þegar ég hugsa
til Þóru er að hún skildi manna
best mikilvægi þess að viðhalda
tengslum og rækta sambandið við
vini og vandamenn. Eins og allir
sem Þóru þekktu vita var hún
mikil félagsvera með ríka þörf
fyrir samskipti og samneyti við
aðra. Að baki Þóru hefur enda
ávallt staðið vinamörg og sam-
rýnd fjölskylda sem hefur gert
sitt besta til að veita henni þann
stuðning sem hún hefur þurft á að
halda. Á erfiðum tímum þurfti oft
ekki mikið meira en eina stutta
heimsókn eða eitt lítið símtal til
að leiða hugann annað og breyta
gráti í hlátur.
Nú þegar vegir skiljast verður
efst í huga mínum þakklæti sem
mig langar að koma á framfæri til
allra þeirra sem hafa sýnt Þóru
ást og umhyggju og glætt lífi
hennar lit í gegnum tíðina. Að
sama skapi sendi ég öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát Þóru innilegar
þakkir.
Elsku Þóra mín
Við söknum þín meira en orð fá
lýst en um leið minnumst við þín
með stolti og gleði. Ég trúi því að
nú sért þú í faðmi mömmu þar
sem þér líður best.
Sigurgeir Bárðarson.
Þegar ég hugsa um Þóru Krist-
ínu kemur upp í hugann brosið,
hláturinn og endalausa orkan til
að spjalla og syngja. Þóra Kristín
var ein af sterkustu konum sem
ég þekkti, og dáðist ég að hennar
lífshamingju, vilja og styrk. Ég er
þakklát fyrir allar þær minningar
sem við upplifðum og gerðum
saman og mun aldrei gleyma.
Þóra var alltaf með allt á hreinu
og svo dugleg að finna leiðir til að
gera hluti og plana. Ég gleymi
ekki þessum stundum sem við
höfðum saman að baka og hlusta
á tónlist saman. Hvað við gátum
verið lengi að tala og slúðra um
alla þá hunda sem við þekktum og
vissum af. Ennþá bíð ég eftir því
að geta talað við þig. Minning
Þóru mun halda áfram í hjarta
mínu.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
María Lind Baldursdóttir.
Hún Þóra Kristín Bárðardóttir
átti ekki alltaf sjö dagana sæla á
stuttu æviskeiði. Hún barðist við
erfiða sjúkdóma frá unga aldri,
sem skertu til muna lífsgæði
hennar. En baráttuþrek hennar, í
blíðu og stríðu, var til eftir-
breytni. Hvernig hún gat glaðst
yfir litlum hversdagslegum hlut-
um og upplifunum í dagsins önn
og þrautum var þannig að við vin-
ir hennar dáðumst að og glödd-
umst með henni.
Hennar lífsgöngu lauk hinn 6.
mars á þessu ári, eftir stutta
sjúkrahúslegu. Hún verður jarð-
sungin á 35. afmælisdegi sínum
26. ágúst; degi sem hún hafði
hlakkað til og ætlaði að halda
mikla og skemmtilega veislu.
Þóra Kristín er frumburður
æskuvinar míns Bárðar Sigur-
geirssonar og konu hans, Jennýj-
ar Axelsdóttur, sem lést langt fyr-
ir aldur fram 2016 eftir erfið
veikindi, þá aðeins 58 ára gömul.
Nú eru þær saman á góðum stað,
þær mæðgurnar sem aldrei gátu
séð hvor af annarri og elskuðu
hvor aðra takmarkalaust.
En veikindi æskuára ágerðust
og ráðaleysi einkenndi um margt
stoðkerfi félags- og heilbrigðis-
þjónustunnar. Foreldrarnir
börðust eins og ljón fyrir rétt-
indum Þóru Kristínar. En bar-
átta foreldranna, fjölskyldu og
vina fyrir rétti Þóru Kristínar
hætti aldrei.
Síðustu árin hefur Þóra Krist-
ín búið ein í Hafnarfirðinum, sem
er hennar heimabær. Þar hefur
hún notið sólarhringsþjónustu,
samkvæmt svokölluðu NPA-úr-
ræði (notendastýrð persónuleg
aðstoð). Örlög höguðu því þannig
að dóttir mín, synir mínir og
barnabarn komu mjög að aðstoð
og umönnun við hana síðustu ár-
in. Einstök vinátta, sem var til
staðar á árum áður vegna fjöl-
skylduvináttu, efldist mjög milli
þeirra og Þóru á þessum árum.
Vissulega komu upp erfiðir dag-
ar, en Þóra Kristín var langt í frá
skaplaus, og stundum pirruð
vegna þrauta og veikinda. En
ávallt vann einlæg vinátta og
gagnkvæm virðing og elska sig-
urinn. Þau sakna nú vinar í stað.
Ekki verður hjá því komist að
nefna áralanga baráttu Þóru
Kristínar gagnvart félagsþjón-
ustu Hafnarfjarðarbæjar.
Tregða, fálæti, áhugaleysi og
þekkingarleysi nokkurra embætt-
ismanna bæjarins gagnvart þörf-
um Þóru og réttindum hennar og
möguleikum til að lifa lífinu eins
og ófatlaðir er gagnrýnivert og
kallar á stórfelldar lagfæringar
þar á bæ.
Ósjaldan þegar Þóra vissi af
ferðum mínum til Stokkhólms, þá
hringdi hún og bað mig að kaupa
prinsessutertu og taka með heim.
Það gerði ég auðvitað með
ánægju og færði henni við heim-
komu. Þá brosti hún breitt og
kyssti mig á kinnina. Það voru
góðar stundir.
Þóra Kristín Bárðardóttir er
fyrirmynd. Baráttuþrek hennar,
hlátur hennar og bros í miðjum
þrautum er nokkuð sem við ófatl-
að fólk getum og eigum að læra af
í dagsins erli.
Ég sendi hugheilar samúðar-
kveðjur til vina minna, fjölskyldu
Þóru Kristínar; Bárðar og Lindu,
Sigurgeirs og Hörpu, Guðmundar
og Maju. Og Kanthi fjölskyldu-
vinar sem hefur búið á heimili
fjölskyldunnar um áratugaskeið
og lét sér sérstaklega annt um
Þóru Kristínu. Ennfremur kærar
kveðjur til annarra ættmenna og
vina.
Guð blessi minningu Þóru
Kristínar Bárðardóttur.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Guðmundur Árni.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTHILDUR GÍGJA KJARTANSDÓTTIR,
Lynghvammi 6, Hafnarfirði,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 12. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Helgi Friðjónsson Sif Ægisdóttir
Ragnar Darri Hal Svandís B. Harðardóttir
og ömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR HÓLMGEIR JÓNSSON
vörubílstjóri,
lést 17. ágúst á líknardeildinni í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 31. ágúst klukkan 13.
Jóna Gunnarsdóttir
Hákon Gunnarsson Helga Kristinsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Björn Stefánsson
Kristín Gunnarsdóttir
og afabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGA BENEDIKTSDÓTTIR,
Barðavogi 32, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 18. ágúst á
Hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn
30. ágúst klukkan 14.
Garðar Sigurðsson
Benedikt Garðarsson Elín K. Helgadóttir
Helga Garðarsdóttir Nis Albrechtsen
Ingibjörg Garðarsdóttir Róbert Hlöðversson
Jóhanna Garðarsdóttir Jakob R. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur frændi minn,
LOFTUR RUNÓLFSSON,
fyrrum bóndi að Strönd í Meðallandi,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
þriðjudaginn 24. ágúst.
Loftur Magnússon