Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
✝
María Guðrún
Sigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
30. maí 1936. Hún
lést 13. ágúst 2021 á
hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík.
Foreldar hennar
voru Sigurður Ein-
ar Ingimundarson
stýrimaður frá
Hnífsdal, f. 14.8.
1897, fórst með
Goðafossi 10. nóvember 1944, og
Guðrún Agatha Einarsdóttir,
húsmóðir og saumakona frá
Skeggjastöðum í Kjósarhreppi,
f. 22.6. 1905, d. 25.9. 1951.
Systir Maríu Guðrúnar var
Helga María Margrét, f. 31.3.
1933, d. 24.5. 2017. Hennar eig-
inmaður var Ívar Bjarnason, f.
8.12. 1925, d. 28.12. 2014. Þau og
þeirra börn; Sigurður Rúnar,
Bjarnheiður Jóna, María Björk,
Svandís Guðrún og Bjarni
Hrafn, og einnig þeirra fjöl-
skyldur, voru henni mjög náin.
sem hjúkrunarfræðingur við
Sentralsykehuset, Akershus
Noregi á handlækninga- og
barnadeild frá 1. apríl til 1. sept-
ember 1970. Hún fór í fram-
haldsnám í deildarstjórnun til
Noregs við Norges Sykepleier-
höyskole allt árið 1975 og árið
1979 nam hún Socialpediatrik
við Nordiska Hälsovårdshög-
skolan í Gautaborg. Hún var
hjúkrunarfræðingur á Land-
spítala bráðamóttöku frá 1.
október 1987 til 31. ágúst 1988.
María starfaði frá 1. september
1988 á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur barnadeild við
ungbarnavernd. Síðar hóf hún
störf á BUGL (barna- og ung-
lingageðdeild) og starfaði þar til
starfsloka 2003.
María keypti nýja íbúð í
Hörðalandi 24 Reykjavík árið
1968 og bjó þar meðan heilsan
leyfði. Hún var í Kvenfélagi
Hringsins í mörg ár. Hún saum-
aði mikið út, bæði til styrktar
Hringnum og fyrir sína nánustu.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 26. ágúst
2021, klukkan 15 með nánustu
aðstandendum og vinum. At-
höfninni verður streymt. Hlekk
á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
María ólst upp á
Skólavörðustíg 38 í
Reykjavík í húsi
sem kallast Bjarg.
Á unga aldri misstu
hún og systir henn-
ar báða foreldra
sína og tókust á við
lífið saman upp frá
því.
María átti langan
og farsælan náms-
og starfsferil. Hún
gekk bæði í barnaskóla Austur-
bæjar og Miðbæjarskóla og lauk
gagnfræðaprófi frá Miðbæj-
arskóla.
Hún lauk námi frá Hjúkrunar-
skóla Íslands haustið 1959.
Starfaði sem hjúkrunarfræð-
ingur við Sjúkrahús Sólheima
1959-1960, á Landspítalanum
1960-1961, Dronning Louises
Börnehospital í Kaupmannahöfn
1961-1962, Landspítalanum
barnadeild 1962-1987 þar af sem
deildarstjóri frá árinu 1965 til
ársins 1987. Einnig starfaði hún
Það eru margar fallegar minn-
ingar sem streyma og kalla fram
bros á vör þegar við fjölskyldan
hugsum til Maríu sem kvaddi
okkur þann 13. ágúst síðastlið-
inn. María sem ávallt var kölluð
Maja frænka lék mjög stórt hlut-
verk í okkar fjölskyldulífi.
Tengsl Bjarna og Maju voru svo
sterk og náin, allt frá fyrstu tíð
og þar til yfir lauk.
Maja hefur alltaf verið dætr-
um okkar, Þórunni Björk og
Rakel Þöll, sem yndisleg amma,
verið boðin og búin að hjálpa til,
hlúa að, sækja á æfingu, skutla í
sjúkraþjálfun, koma við með
bakkelsi, baka döðlubrauð, fara í
bíó, kíkja á kaffihús og ekki er
hægt að sleppa því að minnast á
alla göngutúrana og ferðirnar í
Perluna.
Maja var einstaklega hug-
myndarík og hafði einstak lag á
að kaupa eitthvað sniðugt til að
stytta stelpunum stundir þegar
þær voru litlar sem kom sér allt-
af vel til dæmis þegar verið var
að fara í langar flugferðir. Þegar
þær urðu eldri var sjálfsagt að fá
lánaðan bílinn og þegar hún var
komin á hjúkrunarheimili bjó
Þórunn Björk í hennar íbúð.
Maju frænku var virkilega um-
hugað um velferð og heilsu okkar
allra, gætti þess og lagði sig
fram við að láta öllum líða vel.
Maja vildi alltaf hafa eitthvað
fyrir stafni, hafa einhverja dag-
skrá og gera eitthvað skemmti-
legt. Hún var framtaksöm og
drífandi og þegar hún fékk hug-
mynd þá þurfti helst að fram-
kvæma hana strax. Maja frænka
hafði létta lund og skemmtilegan
húmor. Hún sá alltaf það fallega
og jákvæða, var alltaf glöð þrátt
fyrir krefjandi aðstæður. Þá er
ekki nema um mánuður síðan
hún bað Rakel um að koma mér
sér í bíó og bauðst til að skutla
okkur heim, þá rúmföst á Eir en
langaði svo mikið til að gera eitt-
hvað skemmtilegt.
Í sumar hefur Þórunn Björk
unnið á Eir og því haft tækifæri
til að kíkja oftar til Maju frænku
en ella. Undir það síðasta átti
frænka erfitt með að þekkja og
greina hver var hvað, en alltaf
tengdi hún við augun. Tengslin
svo sterk, samskiptin og samver-
an svo áreynslulaus, falleg og
notaleg.
Æviskeiðinu lokið, ævi ein-
stakrar konu sem menntaði sig
ung þrátt fyrir erfið uppvaxtar-
ár. Konu sem naut þess að
ferðast og hafa gaman. Konu
sem hugsaði alltaf um okkur um-
fram sig. Konu sem við munum
aldrei gleyma.
Maju frænku verður fagnað á
nýjum slóðum. Foreldrar sem
kvöddu svo snemma, Helga og
Ívar, Solla, Anna og fleiri bíða
hennar. Það verður glatt á hjalla,
skálað, hlegið og fagnað.
Fallega sál, hvíldu í náð,
sjáumst síðar en ei í bráð.
Margt hefur þú okkur gefið,
umhyggju, þakklæti og gleði.
Lífsstígurinn nú á enda genginn,
blessun hefur þú fengið.
Elsa Björk Knútsdóttir.
María var móðursystir mín og
á stóran þátt í mínu lífi, en þær
systur voru mjög samrýndar og
var María hluti af okkar fjöl-
skyldu.
Þær systur voru einu börn
foreldra sinna og misstu foreldra
sína ungar; faðir þeirra drukkn-
aði þegar Goðafoss var skotinn
niður og móðir þeirra lést nokkr-
um áður síðar en þá var María 15
ára og mamma 18 ára.
Þær áttu fáa að og fram undan
voru erfið ár, en móðir þeirra
hafði sótt um íbúð í verka-
mannabústað áður en hún lést.
Þær fengu fjárhaldsmann sem
hélt utan um fjármálin og eftir
nokkur ár fengu þær íbúð í
verkamannabústöðunum í Skip-
holti, það var þeirra gæfa.
María fór svo í hjúkrunarnám
og starfaði sem hjúkrunarfræð-
ingur alla sína ævi, lengst á
Barnadeild Hringsins sem yfir-
hjúkrunarfræðingur.
María var einhleyp og barn-
laus, en systir hennar átti okkur
fimm systkinin og létti María á
mömmu með pössun og bara það
að vera til og vera til staðar, hún
var einfaldlega ómissandi hluti af
okkar fjölskyldu. Hún fór oft ut-
an í vinnu eða frí, og kom þá
heim með gjafir til okkar
barnanna, þá átti maður dót sem
enginn annar átti.
Mér er það minnisstætt þegar
ég var nýkominn með bílpróf, þá
var María erlendis í námi, hvort
ég vildi ekki passa bílinn fyrir
hana á meðan, það var vel þegið.
Eins fékk ég reglulega að
heyra sögurnar af því þegar hún
og vinkonur hennar voru að
ganga með mig, frumburð
mömmu, í vagni um bæinn og
hún var spurð hvort þetta væri
hennar barn.
Það er einkennilegt að hugsa
til þess að þær voru næstum án
fjölskyldu, en ættingjar þeirra
fluttu flestir úr landi þannig að
stuðningur sem flestar ungar
konur fá frá nánum ættingjum
var ekki til staðar. Það var lán
Maríu að hún eignaðist ómetan-
lega traustar og góðar vinkonur
sem studdu hver aðra og hjálp-
uðust að allt lífið, og nú síðustu
árin, þegar María var komin á
hjúkrunarheimili fyrir alzheim-
ersjúklinga, þá komu þær reglu-
lega í heimsókn eða töluðu við
hana í síma, og vil ég nota tæki-
færið og koma kveðju og þakk-
læti til þeirra.
Hvíl í friði María mín og takk
fyrir allt.
Sigurður Rúnar Ívarsson.
Það góða sem maður gefur frá sér
út í heiminn glatast ekki.
(A. Sch.)
Kær skólasystir, Maja Sig.,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13.
ágúst sl.
Nú eru senn 60 ár síðan við
byrjuðum í forskóla í Hjúkrunar-
skóla Íslands. Fæstar þekktumst
við fyrir, en kynni og vinátta tók-
ust fljótt og vel. Við vorum fyrsta
hollið sem bjó í nýja skólahúsinu
við áður óþekkt þægindi, einka-
herbergi með breiðu, góðu rúmi.
Maja starfaði lengst af á
barnadeild Landspítalans við
miklar vinsældir. Hún elskaði
börn og börn voru elsk að henni.
Við skólasystur Maju kveðjum
hana með mikilli hlýju, söknuði
og þakklæti.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mun hverfa úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund
Það geislar af minningu þinni.
(FGÞ)
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar ættingjanna.
Hrefna, Kristbjörg, Ól-
ína, Una og Þóra Björk.
María vinkona mín frá barn-
æsku hefur nú kvatt eftir lang-
varandi veikindi.
Við kynntumst þegar við 10
ára gamlar vorum á leið í nýjan
skóla, Miðbæjarbarnaskólann, í
fyrsta sinn. Hún af Skólavörðu-
stígnum og ég Freyjugötunni.
Við lentum í sama bekk og
höfum ávallt verið vinkonur síð-
an. Þegar Mæja var 8 ára hafði
hún orðið fyrir þeirri sáru
reynslu að missa föður sinn.
Hann fórst þegar sá hörmulegi
atburður átti sér stað á stríðs-
árunum að farþegaskipinu Detti-
fossi var sökkt.
Móðir hennar, Guðrún, stóð
þá ein uppi með tvær ungar dæt-
ur, Maríu og Helgu sem var
tveimur árum eldri. Hún vann
fyrir þeim með saumaskap fyrir
karlmannafataverslun Andrésar
Andréssonar. Þannig gat hún
alltaf verið heima við vinnu sína.
Guðrún var falleg kona, fín-
gerð og fáguð í framkomu. Hún
var einstök manneskja. Dæmi
um það sem ég aldrei gleymi eru
afmælisboðin hennar Mæju.
Móðir hennar varð vör við að ég
sneiddi hjá afmælistertunni,
þessari fínu rjómatertu, því að
ég gat ekki borðað rjóma. Það
var nóg annað góðgæti svo það
skipti mig engu máli, en í næsta
afmæli var súkkulaðiterta komin
á borðið sem Mæja sagði mér að
móðir hennar hefði bakað sér-
staklega fyrir mig. Svona var
Guðrún.
Heimili þeirra mæðgna á
Skólavörðustígnum var sérlega
fallegt.
Fyrir mig sem kom úr stórum
systkinahópi var yndislegt að
koma í þetta friðsæla umhverfi.
Mæja var vinsæll gestur á
mínu heimili, litlu bræður mínir
dáðu Mæju. Eitt sinn sat einn
þeirra á gólfinu og fletti mynda-
albúmi, þar fremst var skóla-
myndin af 12 ára bekknum okkar
Mæju, þar sem hún sat fremst
fyrir miðju, þá heyrðist hann
segja: „Nú horfir Mæja á mig.“
Þegar Mæja og Helga voru
unglingar veiktist móðir þeirra
skyndilega. Ekki náðist í lækni
til að koma til þeirra í vitjun, og
móðir þeirra andast þarna í
höndunum á þeim. Í einni svipan
stóðu þær einar uppi. Við tók
erfitt tímabil. Þær bjuggu hjá
móðursystrum sínum tveimur til
skiptis fyrst um sinn, en fengu
síðan íbúð á leigu og hófu að
vinna fyrir sér.
Helga kynntist ung Ívari sín-
um, þeim góða dreng, sem hún
giftist síðar. Hann reyndist
Mæju hinn besti bróðir og vinur,
heimili þeirra var Mæju griða-
staður og börnin þeirra voru sól-
argeislar í lífi hennar. Þau hafa
reynst Mæju frænku sinni aðdá-
anlega vel síðustu erfiðu árin.
Mæju dreymdi alltaf um að
læra hjúkrun, og við skráðum
okkur samtímis í nám, og út-
skrifuðumst sem hjúkrunarfræð-
ingar haustið 1959.
María starfaði við barnahjúkr-
un æ síðan. Hún stóð sig mjög
vel í starfi, og var sífellt að bæta
við sig þekkingu, bæði hér heima
og erlendis.
Hún var vinmörg og vinsæl,
alltaf fljót að sjá hið skoplega í
lífinu. Hún var dugleg að sækja
alls konar námskeið, meðal ann-
ars í postulínsmálningu og gerði
afar fallega og líka gagnlega
hluti á því sviði. Hún hafði yndi
af hannyrðum, mjög vandvirk og
flink í höndunum. Hún var félagi
í Hringnum, kvenfélaginu sem
hefur stutt rausnarlega við
Barnaspítalann um árabil.
Ég þakka Mæju minni fyrir
tryggð og vináttu hennar við mig
og fjölskyldu mína öll þessi ár.
Guð blessi minningu hennar.
Rannveig Sigurbjörns-
dóttir og fjölskylda.
María Guðrún
Sigurðardóttir
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
ÁSMUNDUR JAKOBSSON,
Barmahlíð 22,
sem lést 17. ágúst, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju föstudaginn 27. ágúst
klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarfélög.
Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/fY_s4VcmMcM
Jakob Jakobsson Moira Jakobsson
Aðalbjörg Jakobsdóttir Hallgrímur B. Geirsson
Steinunn S. Jakobsdóttir Sverrir Hilmarsson
Ástkær eiginkona mín, móðir mín, amma,
tengdamóðir og systir,
HANIA OSIPOWSKA
frá Ustka í Póllandi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 22. ágúst.
Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju
laugardaginn 28. ágúst klukkan 11.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýju.
Leopold Osipowski
Kasia Cieslukowska Jacek Cieslukowski
Patrycja Olinska
Maria Pawlowska