Morgunblaðið - 26.08.2021, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
✝
Ólöf Brands-
dóttir fæddist
á Suður-Götum í
Mýrdal 26. maí
1926. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 11.
ágúst 2021. For-
eldrar hennar voru
Brandur Einarsson
frá Reyni í Mýrdal,
f. 8 ágúst 1889, d.
1. febrúar 1969, og
Guðbjörg Árnadóttir, f. 5. mars
1893, d. 7. október 1956.
Bræður Ólafar voru: Einar, f.
1. júní 1921, d. 6. júní 1921.
Árni Hálfdán, f. 6. október
1924, d. 11. maí 2006. Einar, f.
1. janúar 1931, d. 10 mars 2005.
Eiginmaður Ólafar var Vall-
og Bjarnrún, f. 21. febrúar
1981. Fyrir átti Jón dótturina
Brynhildi Hrund, f. 14. desem-
ber 1975. 2) Guðný Bjarnrún, f.
30. júní 1956, d. 30. nóvember
1956. 3) Sigrún sjúkraliði, f. 5.
nóvember 1957. Dætur hennar
og Kristjáns Björnssonar eru:
Ólöf, f. 18. janúar 1980, og
Kristín Rut, f. 25. nóvember
1983.
Langömmubörnin eru nú
orðin þrettán talsins.
Ólöf fluttist ung að heiman.
Hún vann við ýmis þjónustu-
störf, m.a. þrif og heimilishjálp
í Kópavogi, lengst af vann hún
sem aðstoðarmaður á rann-
sóknardeild Landspítalans við
Hringbraut. Eftir starfslok
byrjaði hún að smíða og skera
út í tré. .
Útför Ólafar verður gerð frá
Guðríðarkirkju í dag, 26. ágúst
2021, klukkan 13.
aður Pálsson, f. á
Stóru-Völlum í
Landsveit 16. mars
1928, d. 11. sept-
ember 2003. For-
eldrar hans voru
Páll Jónsson og
Sigríður Guðjóns-
dóttir. Á sjötta ald-
ursári fór Vallaður
í fóstur að Múla í
Landsveit, fóstur-
foreldrar hans
voru Guðmundur Árnason og
Bjarnrún Jónsdóttir.
Dætur Ólafar og Vallaðs eru:
1) Guðbjörg ljósmóðir, f. 21.
febrúar 1955, gift Jóni Norð-
mann Engilbertssyni rafvirkja,
f. 29. janúar 1953. Börn þeirra
eru Kristinn, f. 10. janúar 1979,
Mamma.
Blóm, trjárækt, fuglar. Að
vera úti í náttúrunni og njóta sín í
fallegu umhverfi með blómin sín.
Ég sé hana fyrir mér að dunda
við ræktun grænmetis, blóma og
trjáa.
Hún var frændrækin og lagið
rækt við vini sína. Fylgdist vel
með sínu fólki og var mjög um-
hugað um alla. Það var gott að
spyrja hana því hún var góð í
ættfræði. Laghent var hún og
saumaði allan fatnað á okkur fjöl-
skylduna, jafnvel upp úr gömlum
flíkum. Nýjan kjól og náttföt
fengum við systur fyrir hver jól.
Hún saumaði einnig fatnað á
börn vina og vandamanna. Í
seinni tíð saumaði hún út marga
fallega dúka.
Hún var flink í matargerð og
hafði fjölbreyttan og góðan ís-
lenskan mat á borðum. Ekki
mátti gleyma spónamatnum, því
pabbi vildi fá grautinn sinn til að
fylla upp í holurnar eins og hann
orðaði það. Hún ræktaði sitt
grænmeti og kartöflur lengst af
sjálf á meðan hún gat.
Hún unni æskuslóðunum í
Mýrdal alla tíð, en ekki síður í
Landsveitinni þar sem fjölskyld-
an hefur dvalið í Múla mikið til öll
sumur. Þau pabbi byggðu sinn
bústað í landi Litla-Klofa sem
nefndur var Klofaból. Þar var oft
gaman og margt um manninn.
Eftir lát pabba seldi hún Klofaból
og reisti ásamt Sigrúnu nýjan bú-
stað við Múla og í nágrenni við
okkur Donna. Var hann nefndur
Gullekra.
Hún var stolt 80 ára gömul
með litla húsið sitt og undi sér vel
í Gullekru og Múlakoti hjá okkur
systrum til skiptis á meðan heils-
an leyfði.
Söngelsk var hún og hafði
gaman af vísum og kveðskap,
hún söng mikið með okkur á ferð-
um um landið í gamla rússajepp-
anum sem pabbi átti. Hún söng
með Skaftfellingakórnum í 30 ár.
Eftir starfslok fór hún að
smíða og skera út í tré. Ótal fal-
legir munir liggja eftir hana sem
við fjölskyldan eigum eftir að
njóta um ókomin ár. Meðal þess-
ara muna eru gestabók og kassi
utan um hana sem hún gaf Reyn-
iskirkju til minningar um látna
ástvini sína.
Síðustu fjögur árin dvaldi
mamma á Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni, þar var vel hugsað um
hana og hún var ánægð. Við fær-
um þeim innilegt þakklæti fyrir
einstaka umönnun og góðvild.
Elsku mamma takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Þín
Guðbjörg.
Nú kveð ég ömmu mína með
sorg í hjarta. Amma var
hjartahlý og góð kona. Mátti ekk-
ert aumt sjá og var alltaf tilbúin
að hjálpa og vera til staðar. Hún
stóð alltaf með þeim sem voru
minni máttar.
Alltaf þótti okkur krökkunum
gott að fara til ömmu og afa. Þar
var mikið dekrað við okkur. Hún
gaf sér alltaf tíma fyrir okkur og
kvartaði aldrei þó að hún hafi oft
verið þreytt og lét hún það aldrei
stoppa sig. Amma kenndi mér að
sauma í og það voru mín fyrstu
skref í handavinnu. Oft sátum við
löngum stundum í sófanum og
amma beið tilbúin að laga villurn-
ar sem ég var að gera. Þess á
milli nuddaði hún á mér fæturna.
Allt sem hún gerði gerði hún með
ást og hlýju.
Amma var ekki með bílpróf og
fór því alltaf gangandi í búðina.
Það leiddist okkur ekki þar sem
alltaf var komið við í bókabúðinni
á Háaleitisbrautinni sem var í
sama kjarna og matvörubúðin.
Þar keypti hún litabækur,
dúkkulísur eða eitthvert annað
föndur til að dunda við á meðan
hún var að elda matinn. Allar
stundir með ömmu voru gæða-
stundir.
Amma hafði mikla unun af því
að vera í Landsveitinni, þar naut
hún sín vel og eyddi þar mörgum
stundum á meðan að heilsan
leyfði.
Þegar langömmubörnin komu
hvert af öðru naut hún þess að
fylgjast með þeim vaxa og dafna.
Þau nutu góðs af þeirri ást og
hlýju sem amma hafði að gefa.
Það sem mér þykir alltaf gaman
að rifja upp og við hlógum mikið
að saman var að þegar ég eign-
aðist mitt fyrsta barn, hana Guð-
björgu Söru, sagðist hún vonast
til að lifa það að sjá hana labba en
hún gerði það og gott betur og
náði að sjá hana klára grunn-
skóla.
Elsku amma hvíldu í friði.
Þín
Bjarnrún Jónsdóttir.
Elsku besta amma Óla mín var
svo góð. Hún elskaði blóm, fugla,
söng, sálma, vísur, súkkulaði,
brjóstsykur, Mýrdalinn og hún
elskaði fólkið sitt af öllu hjarta.
Amma sá til þess að við ættum
alltaf til ferðabæn í veskinu,
handskrifaða af henni, það var
ein af hennar leiðum til að segja
að hún elskaði okkur. Amma
kenndi mér margt, líka vinnu-
semi. Amma og afi voru alltaf að,
að smíða, gróðursetja, slá,
sauma, sulta og hvaðeina. Við
vörðum sumarfríunum okkar
austur í Múla í Landsveit, þar
sem afi ólst upp. En þar sátum
við ekki auðum höndum, heldur
fólst afslöppunin í alls konar dútli
og ánægju þess að sjá afrakstur
verkanna og hugsa vel um elsku
Múla okkar.
Ég er þakklát fyrir allar dýr-
mætu minningarnar sem ég á
með henni, allar heimsóknirnar,
kvöldmáltíðirnar, Múlaferðirnar,
útsaumskennsluna, fótanuddið
þegar ég laumaði köldum tánum í
kjöltuna hennar, öll símtölin þeg-
ar hún hringdi til að athuga með
okkur, alltaf að biðja okkur að
fara varlega. Ég er þakklát fyrir
hvað samvera og samskipti okkar
voru mikil og fyrir að eiga fyr-
irmynd góðmennsku og hjarta-
hlýju.
Lát opnast himins hlið,
þá héðan burt ég fer,
mitt andlát vertu við
og veit mér frið hjá þér.
Þá augun ekkert sjá
og eyrun heyra’ ei meir
og tungan mæla’ ei má,
þá mitt þú andvarp heyr.
(Valdimar Briem)
Ólöf Kristjánsdóttir.
Ég hugsa oft um að líklega
hefði amma viljað gera ýmislegt
sem hún fékk ekki tækifæri til.
Amma hafði óþreytandi áhuga á
líffræði og náttúrufræði, hún bjó
yfir heilmikilli þekkingu um nátt-
úruöflin, bæði sögu þeirra og
framtíð, auk mikillar þekkingar
um fugla, plöntur og grös. Hún
hefði notið þess að læra hvers
kyns náttúruvísindi. Í staðinn
efldi hún tengsl við náttúruna á
sinn hátt og talaði hún iðulega við
blómin, trén, fuglana og fjöllin,
þá helst Heklu, og skildi náttúr-
unnar ríki eflaust betur en nokk-
ur fræðingur. Hún var fyrst og
fremst forvitin og fróðleiksfús,
og hafði að auki einstaklega gott
minni. Hún hefði einnig viljað
ferðast meira og kynnast öðrum
menningarheimum og náttúru
annarra landa. Hún var oftast fá-
mál um ágæti annarra landa, sér-
staklega þegar barnabörnin
fengu hugmyndir um að hverfa
þangað, en hún sagði mér ein-
hvern tíma alveg upp úr þurru að
hana hafði dreymt um að læra
frönsku. Hún sagði að henni
fyndist það einstaklega fallegt
mál og hefði viljað upplifa að fara
til Frakklands til að heyra hana
talaða í kringum sig, og auðvitað
til að skoða grasagarðana.
En í fyrirrúmi voru tengslin
við fólkið sitt, góða vini, ættingja
og fjölskyldu. Það lék enginn vafi
á um það í æsku minni að amma
og afi væru traustur punktur í til-
verunni og alltaf til staðar. Við
frændsystkinin nutum þess að
vaxa úr grasi í þéttri fjölskyldu
sem fagnaði öllum hátíðar-
stundum saman, hjálpuðumst að
með öll stærri verkefni og gerð-
um eiginlega allt saman. Fastur
liður á aðfangadagskvöld var að
amma og afi komu til okkar eftir
matinn og gjafirnar og síðan var
ekið til Guðbjargar og Donna í
kakó og gafst þá færi á að sýna
frændsystkinunum strax hvað
við höfðum fengið í jólagjöf. Við
fylgdum einnig ömmu iðulega á
tónleika og viðburði Skaftfell-
ingafélagsins þar sem hún undi
sér sérstaklega vel við söng í
kórnum og mikinn mannfögnuð.
Amma undi sér best með fólkið
sitt í kringum sig, og nærðist á
því. Sérstaklega nærðist hún á
því síðustu árin í Sóltúni að fá tíð-
ar heimsóknir fjölskyldu og
góðra vina. Því er það hamingju-
efni að hún hafi fengið að kveðja
með alla fjölskylduna sína sér við
hlið.
Vertu sæl elsku amma.
Kristín Rut Kristjánsdóttir.
Ólöf Brandsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
PHILIPPE RICART
handverks- og listamanns.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjartadeildar 14EG á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands á Akranesi fyrir góða umönnun.
Jóhanna Hálfdánsdóttir
Martha Ricart Andri Júlíusson
Finnur, Alda og Elmar
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og sonar,
INGA FRIÐBJÖRNSSONAR.
Rósa Eiríksdóttir
Þórhildur Ingadóttir Pétur Friðjónsson
Ingibjörg Ingadóttir Jón Sindri Tryggvason
Óli Arnar, Helga, Ingi, Rósa Sól og Katla Lind
Svanhildur Guðjónsdóttir
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
stuðning og hlýhug í veikindum og við
fráfall elsku móður okkar, stjúpmóður,
tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1b.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans og heimahjúkrunar Kópavogs fyrir góða
umönnun.
Halldóra Viðarsdóttir Jóhann Úlfarsson
Kristín Ingu Viðarsdóttir Timothy Hercules Spanos
Björn Leví Viðarsson
Einar Ingi Magnússon Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir Jón Helgason
Ása Magnúsdóttir
Ragnhildur Magnúsdóttir
Guðmundur Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur föðurbróðir okkar,
DAVÍÐ RAGNARSSON,
Tjarnarbrú 14,
Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
23. ágúst. Útförin fer fram föstudaginn
3. september klukkan 13 frá Hafnarkirkju.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Skjólgarðs.
Aðstandendur
Elsku Alli minn,
ég er ekki að vakna
úr þessari martröð,
þú ert í alvöru far-
inn, ég á fá orð til að lýsa tilfinn-
ingum mínum þessa dagana. Fyr-
ir nokkru stóð ég frammi fyrir því
að koma til þín og kveðja þig því
eins og þú sagðir þá var lífsklukk-
an þín að klárast og engin leið að
trekkja hana af stað aftur. Ég vildi
ekki trúa því eftir heimsóknina
þar sem við ræddum um daginn
og veginn eins og píluna, tímann á
Kristinu, og þú sagðir að þú værir
búinn að kaupa efni til að laga
parketið heima hjá þér því það var
skemmt eftir pílukast, en ég fann
að þú varst þreyttur og orkan var
að klárast enda búinn að heyja
þessa baráttu síðan 2013. Ég
hugsaði með mér: Hvernig kveð
ég besta vin minn? Mann sem hef-
ur verið mér sem bróðir? Þannig
að ég knúsaði þig og sagðist elska
þig sem bróðir og þú sagðir
„sömuleiðis og sjáumst kannski á
morgun“. En sá dagur kom bara
ekki og tíminn okkar er búinn.
Ég náði ekki að segja þér hvað
ég er þakklátur fyrir að hafa haft
þig í lífi mínu. Þakklátur fyrir að
hafa kynnst þér um borð í Krist-
Aðalsteinn
Smárason
✝
Aðalsteinn
Smárason
fæddist 30. júlí
1977. Hann lést 19.
júlí 2021.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
inu, þakklátur fyrir
þá óeigingjörnu vin-
áttu sem við deild-
um, þakklátur fyrir
að þú gast breytt
ömurlegri líðan í vel-
líðan, þakklátur fyrir
að þú dæmdir aldrei,
alveg sama hvaða
væl var í mér. Og
þegar ég kom með
mín vandamál til þín
er ég þakklátur fyrir
hvernig þér tókst að kenna mér að
horfa á lífið með einfaldari augum
og að það þýddi ekkert að vera að
pirra sig á því sem maður gæti
ekki breytt, þakklátur fyrir þessi
einstöku tengsl á milli okkar, og
svo margt fleira. Svona vinátta er
gull og þú varst svo sannarlega
með gullhjarta og ekki til illt í þér.
Tilhugsunin um líf þar sem þú
ert ekki er mér þungbær og tóm-
leikinn er algjör á þessari stundu,
ég sakna þín nú þegar svo mikið
að mig verkjar í magann. Við héld-
um að tíminn okkar saman væri
rétt að byrja en núna er hann lið-
inn og það er óraunverulegt.
Happy Hour verður ekki happy,
pílukastið verður marklaust, að
horfa á Liverpool-leiki verður
tómlegt og dauft, og að fá ekki
símtöl lengur sem innihalda kald-
hæðinn húmor og sögur af þínu
hversdagslega lífi er ömurleg til-
hugsun.
Elsku Alli hvíldu í friði, ég elska
þig og sakna óendanlega.
„You’ll Never Walk Alone.“
Pétur Skarphéðinsson.