Morgunblaðið - 26.08.2021, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
✝
Magnúsína
Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 16. febr-
úar 1929. Hún lést
á Grund 12. ágúst
2021. Foreldrar
hennar voru Jóna
Sigríður Jóhann-
esdóttir, fædd á
Flateyri 6.7. 1899,
d. 28.2. 1935, og
Guðmundur Ísleifs-
son frá Varmahlíð í Eyja-
fjallahreppi, f. 18.9. 1896, d.
11.1. 1962.
Systkini Magnúsínu voru El-
ín, f. 1923, d. 2010, Guðmundur
Óskar, f. 1927, d. 2004, Sesselja
Jóna, f. 1930, Ármann, f. 1931,
d. 2007, Jóna Sigríður, f. 1935,
d. 1978. Samfeðra er Sigurður
Óskar, f. 1943.
Magnúsína giftist 2.10. 1948
Ólafi Hreiðari Árnasyni klæð-
skerameistara, f. 1.9. 1926, d.
20.6. 2014. Foreldrar hans voru
Árni Einarsson, f. 4.12. 1886, d.
19.1. 1974, og Guðrún Árnadótt-
ir, f. 5.9. 1885, d. 29.9. 1960.
Börn Magnúsínu og Ólafs eru
1) Guðmundur, f. 9.1. 1949,
kvæntur Láru Erlingsdóttur, f.
31.8. 1951; börn þeirra eru a)
Þórdís, f. 1976, gift Brynjari Þór
Guðmundssyni, f. 1974, börn
Helga Björk, f. 1980, gift Tóm-
asi Vigni Guðlaugssyni, f.1978,
barn þeirra er Óliver Vignir,
f.2008, og barn Tómasar er
Aníta Rós, f. 2000, b) Sigurður
Árni, f.1988, sambýliskona hans
er Svanhildur Sóley Þorleifs-
dóttir, f. 1992, börn þeirra eru
Magnús Torfi, f. 2014, og Inga
Sóley, f. 2019, c) Ólafur Torfi, f.
1989.
Magnúsína, eða Maddý eins
og hún var alltaf kölluð, var
uppalin í Reykjavík og bjó fjöl-
skyldan á Bárugötu og Njáls-
götu, og fluttist síðan í Skipa-
sund 23. Hún nam hárgreiðslu í
Iðnskólanum í Reykjavík, og var
nemi hjá Línu í Ondúla í Að-
alstræti og starfaði þar um hríð.
Lengst af var hún með aðstöðu
heima við og fór oft í ferðir aust-
ur á land þar sem skortur var á
hárgreiðsluþjónustu, sérstak-
lega á vorin í kringum ferm-
ingar. Maddý vann ýmis versl-
unarstörf á síðari árum, t.d. í
tískuverslun Victor Hugo, Rönn-
ing heimilistækjum í Kringl-
unni, á sólbaðsstofu og einnig
sem gangavörður í Breiðholts-
skóla.
Magnúsína og Ólafur hófu bú-
skap að Bergstaðastræti 78, en
fluttust síðan á Laugaveg 42.
Árið 1968 fluttist fjölskyldan í
Fossvoginn í Hulduland 42 þar
sem þau bjuggu fram til ársins
2000 þegar þau hjónin fluttu í
Sóltún 13.
Útförin verður frá Fossvogs-
kirkju 26. ágúst 2021 klukkan
13.
þeirra eru Eva
Berglind, f. 2001,
Brynja Katrín, f.
2002, og Bjarni
Hreiðar, f. 2015,
barn hennar og
Magnúsar Sævars
Magnússonar er
Lára Theódóra, f.
1995, b) Guðrún
Linda, f. 1978, börn
hennar og fyrrv.
eiginmanns, Óskars
Arnars Gunnarssonar, eru Kar-
itas Líf, f. 2000, Guðmundur
Rafn, f. 2003, og Gísli Rafn, f.
2006, c) Ragnhildur Eva, f. 1983,
sambýlismaður Þorgrímur
Sveinsson, f. 1976. 2) Sjöfn, f.
28.4. 1953, gift Erlingi Hjalta-
syni, f. 22.7. 1955; börn þeirra
eru a) Hjalti Már, f. 1983, og b)
Magnús Orri, f. 1991, barn
Sjafnar og fyrrv. eiginmanns,
Joseph Pandolfo, er c) Ólafur
Örn Josephsson, f. 1977, börn
hans og fyrrv. eiginkonu, Eddu
Kristínar Sigurjónsdóttur, eru
Arnaldur Konráð, f. 2004, og
Bryndís, f. 2007. Sambýliskona
Ólafs Arnar er Sara Óskarsdótt-
ir, f. 1980, börn hennar eru Logi
Þór, f. 2007, og Matthildur
Rúna, f. 2012. 3) Guðrún, f. 1.9.
1958, gift Magnúsi Sigurðssyni,
f. 20.3. 1956; börn þeirra eru a)
Mamma var góð fyrirmynd,
hún var glæsileg og dugleg og
umhugað um að hafa heimilið fal-
legt og vera vel til fara, en hún var
líka alltaf til staðar fyrir okkur og
fylgdist vel með. Hún hafði metn-
að fyrir okkar hönd, hvatti okkur
áfram í námi og veitti alltaf góðan
stuðning við það sem við vorum að
gera á hverjum tíma.
Það hefur eflaust haft mikil á
áhrif á mömmu og systkini henn-
ar að missa móður sína, sem lést
af barnsförum, en þá var mamma
bara sex ára. Í minningunni var
mömmu alltaf umhugað um vel-
ferð systkina sinna og ræktaði
tengslin, en einkum voru mikil
tengsl milli þeirra systra, mömmu
og Sísíar. Báðar voru þær í hand-
bolta í sigursælu Íslandsmeist-
araliði Ármanns þegar þær voru
ungar. Þær voru góðar vinkonur,
bjuggu nálægt hvor annarri og
voru einnig saman í saumaklúbbi
með Stellu, Möggu, Paulu og
Jónu og var þetta fjörugur hópur
sem hélt saman alla tíð.
Mamma og pabbi voru mjög
samhent og voru um tíma bæði
með vinnuaðstöðu á heimilinu á
Laugaveginum þar sem pabbi var
með klæðskeraverkstæði og
mamma með aðstöðu fyrir hár-
greiðsluna. Það var því oft líflegt
og gestkvæmt hjá okkur. Þegar
ráðist var í að byggja í Fossvog-
inum vorum við krakkarnir með í
að hreinsa timbur og handlanga.
Á þeim tíma þótti ekki tiltökumál
að flytja inn í hálfklárað húsnæði,
heimilisbíllinn var seldur og
strætó notaður. Við tók skemmti-
legt tímabil þar sem sett var í for-
gang að klára húsið. Minnisstætt
er á þessum tíma hvað mamma og
pabbi voru hress og ánægð með
hvort annað. Þau fóru iðulega út
að dansa bara tvö, en dönsuðu líka
jive og cha cha cha heima í stofu
með okkur krökkunum. Mamma
var alltaf fín í tauinu og naut þess
að pabbi gat sérsaumað flottar
dragtir og kjóla, en á seinni árum
komst hún upp á lagið og fór oft
og iðulega til útlanda í góðar inn-
kaupaferðir. Þá kom hún með
fullar ferðatöskur af spennandi
flíkum sem okkur þótti aldeilis
varið í, enda gátum við mæðgurn-
ar samnýtt fötin.
Það var alltaf fastur liður á
heimilinu okkar að hafa sunnu-
dagssteikina í hádeginu og þess-
um sið hélt mamma áfram eftir að
barnabörnin voru komin til sög-
unnar. Jólaboðin voru líka haldin
með stæl þar sem allir mættu á
aðfangadagskvöld í Huldulandið.
Mamma sá um steikina og pabbi
um umgjörðina, lagði á borðið og
sá um viðeigandi tónlist. Það var
alltaf gott að koma til þeirra og
njóta þess að vera saman á góð-
viðrisdögum á svölunum og í
garðinum. Þetta voru góðir tímar.
Síðustu árin voru henni erfið.
Það var mikill missir fyrir
mömmu þegar pabbi dó árið 2014.
Hún varð sorgmædd og átti erfitt
með að tjá sig og var í raun aðeins
hálf manneskja. Það tók að halla
undan fæti og hún dvaldi á Grund
síðustu fjögur árin þar sem hún
fékk góða umönnun og leið vel.
Starfsfólki á V2 er þakkað sér-
staklega fyrir umhyggju og hlýju
í hennar garð.
Guðrún, Sjöfn og
Guðmundur.
Í dag kveðjum við Maddý
tengdamóður mína. Mig langar að
þakka henni samfylgdina í rúm 45
ár. Ýmsar minningar koma upp í
hugann á þessum tímamótum.
Maddý og Óli tengdafaðir minn,
sem lést fyrir sjö árum, voru ein-
staklega samheldin og glæsileg
hjón. Þau kunnu vel að njóta lífs-
ins og það var alltaf gaman að
vera í kringum þau.
Þau áttu fallegt og hlýlegt
heimili í Huldulandinu. Þar hafði
Maddý aðstöðu til að vinna við fag
sitt en hún fór ung í Iðnskólann
og lærði hárgreiðslu. Þannig voru
það hæg heimatökin að leita til
hennar með hársnyrtingu og sá
hún um að klippa fjölskylduna í
mörg ár.
Í minningunni finnst manni að
Maddý hafi alltaf verið eitthvað
að sýsla. Eftir að Maddý hætti að
vinna við hárgreiðsluna vann hún
hin ýmsu störf eins og í verslun og
rak sólbaðsstofu svo dæmi sé tek-
ið.
Hún var mikil hannyrðakona.
Ekkert vafðist fyrir henni, hvort
heldur var að prjóna peysur á
barnabörnin eða sauma búta-
saumsteppi fyrir barnabarna-
börnin. Allt gert af mikilli vand-
virkni. Maddý hélt glæsilegar
veislur og var hún jafnvíg í mat-
argerð og tertubakstri. Hvort
sem tilefnin voru stór eða smá var
alltaf vandað til verka. Oft enduðu
veislurnar með miklu fjöri þar
sem plata var sett á fóninn og
dansað.
Ég man líka eftir fyrsta
Kvennahlaupinu þegar Maddý
var til í að hlaupa það með okkur
konunum í fjölskyldunni, en hún
var alltaf grönn og létt á fæti.
Ég minnist jólaboðanna í
Huldulandi þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman. Í þessi boð
var mikill undirbúningur lagður
og börnin biðu spennt eftir að fara
til ömmu og afa á jólunum.
Maddý var alltaf boðin og búin
að rétta hjálparhönd og gott var
að leita til hennar með ýmislegt
eins og barnapössun. Það var
heldur ekki óalgengt að fá að
kíkja í fataskápinn hjá henni ef
mikið lá við. En hún var mikil
smekkmanneskja og alltaf smart
til fara.
Þau Óli nutu þess að ferðast og
ekki síst til sólarlanda. Það var
gaman að heyra þau segja frá
ferðum sínum og skoða myndir.
Síðustu ferð sína á sólarströnd fór
Maddý haustið 2015 og þó að
heilsan hafi verið byrjuð að gefa
sig þá gat hún notið þess að sitja á
sundlaugarbakkanum og láta sól-
ina leika um sig.
Það er mikið lán að hafa eign-
ast svona góða tengdamömmu
sem Maddý var og þakka ég
henni samfylgdina og minnist
hennar með hlýju.
Lára.
Minningarnar hrannast upp
þegar ég kveð Maddý tengda-
móður mína og ég þakka henni
samferðina í yfir 40 ár. Ég kom
fyrst í Huldulandið undir lok árs
1979 og varð strax hluti af fjöl-
skyldunni. Þau Ólafur og Maddý
voru glæsileg hjón, einstaklega
samrýnd og samheldin og héldu
vel utan um sig og sína. Þau fóru í
gegnum lífið á jákvæðni og vinnu-
semi, já og áræðni því á tímum
voru þau bæði með sjálfstæðan
atvinnurekstur í sinni grein.
Við Guðrún bjuggum erlendis
framan af við nám og starf og
Ólafur og Maddý heimsóttu okk-
ur reglulega. Þetta voru kær-
komnar stundir og þægilegt og
áreynslulaust að taka á móti
þeim. Þegar við fluttum heim
1988 bjuggum við í Huldulandinu
í hartnær ár, það var sjálfsagt mál
og allt gert til að greiða götu okk-
ar. Samskiptin hafa verið mikil og
það hefur verið hrein unun að
fylgjast með þeim hjónum, gift í
65 ár og ekki að sjá að kærleik-
urinn hafi dofnað á milli þeirra.
Maddý féll aldrei verk úr hendi
meðan stafsþrek leyfði, hún hafði
bein í nefinu og þótt hún hefði
ekki hátt hygg ég að hún hafi ráð-
ið því sem hún ráða vildi í hjóna-
bandi þeirra Ólafs. Maddý var
hárgreiðslukona að mennt og
starfaði við það löngum, oft sjálf-
stætt. Hún fór iðulega vinnuferðir
um landið, sérstaklega Austfirð-
ina og greiddi konum fyrir árshá-
tíðir og stúlkum fyrir fermingar.
Þau Ólafur byggðu sér raðhús í
Huldulandi á sjöunda áratugnum,
á þessum árum stóð fólk í þessu
sjálft, og tekjur Maddýjar í þess-
um ferðum hafa skilað drjúgt til
þeirrar húsbyggingar.
Þau hjónin höfðu unun af að
ferðast, gjarnan til sólarlanda.
Fjölskyldan var mjög samheldin
og samgangur mikill, t.d. voru að-
fangadagskvöld í Huldulandinu
fastur liður, ört stækkandi sam-
komur eftir því sem afkomendun-
um fjölgaði. Þau voru líka ætíð
boðin og búin að aðstoða í hinu
daglega basli barnanna sinna.
Ólafur lést árið 2014 og sá
missir var Maddý þungbær. Þau
höfðu flutt úr Fossvoginum í íbúð
í Sóltúni um aldamótin og Maddý
hélt þar heimili áfram næstu þrjú
árin. Síðustu fjögur árin dvaldi
hún á hjúkrunarheimilinu Grund
og tvö síðustu árin þar hrakaði
henni ört. Þau systkinin Guð-
mundur, Sjöfn og Guðrún skipt-
ust á að heimsækja hana nær dag-
lega en Covid-faraldurinn kom í
veg fyrir þær heimsóknir í lengri
tíma og það var henni þungbært.
Starfsfólki Grundar er þökkuð
umönnun Maddýjar á þessum
erfiðu tímum.
Ég vil votta þeim systkinum
Guðmundi, Sjöfn og Guðrúnu og
afkomendum þeirra sem og öðr-
um aðstandendum samúð mína.
Magnús Sigurðsson.
Tengdamóðir mín Magnúsína
Guðmundsdóttir er látin í hárri
elli. Maddý var hún alltaf kölluð.
Það eru rúm fjörutíu ár síðan
ég kynntist fjölskyldunni í Huldu-
landi, en Maddý og Óli byggðu
raðhúsið sitt í Huldulandi með
dugnaði og eljusemi.
Maddý var dugleg að bjóða
fjölskyldu sinni í mat og var ár-
visst í mörg ár að vera hjá þeim á
aðfangadagskvöld.
Maddý var glæsileg kona og
alltaf vel tilhöfð, hugsaði mikið
um heilsuna og útilitið og varalit-
urinn aldrei langt undan, heldur
ekki þegar var farið út með ruslið,
aldrei að vita hverjum maður
mætti! Hún hafði gaman af því að
kaupa ný föt.
Hún var hárgreiðslukona og
fór ég ekki varhluta af nýjustu
tísku í hárskurði, permanenti,
strípum og síðu að aftan.
Þau hjónin elskuðu að vera í
sólinni og ferðuðust mikið til sól-
arlanda og komu heim kaffibrún.
Þau voru mjög samrýnd hjón,
höfðu gaman af að fara út að
dansa og fóru í gönguferðir upp á
hvern einasta dag svo til.
Hún var aldrei mjög ræðin en
var alltaf að sinna sínu fólki.
Árið 2000 ákváðu þau að selja
Huldulandið og fluttu í Sóltún 13,
þar sem þau áttu góðar stundir
síðustu árin.
Við andlát Óla 2014 slokknaði á
einhverjum lífsneista hjá Maddý
og fljótlega fer að bera á veikind-
um hennar. Það var orðið erfitt að
búa ein. Ég kom í nokkuð mörg
skipti og eldaði fyrir hana og var
hún mjög þakklát fyrir það. En
áður en eldamennskan hófst setti
mín í tvö staup af Cointreau og
vorum við farin að fela þessa
drykkju okkar fyrir konunni
minni.
Síðustu árin dvaldi hún á
Grund eða í hartnær fjögur ár.
Þar var vel hugsað um hana og
henni leið vel.
Undir það síðasta gat hún ekki
tjáð sig og fékk hægt andlát.
Blessuð sé minning hennar.
Erlingur Hjaltason.
Á kveðjustund elsku Maddýjar
ömmu er margs að minnast og
fyrir margt ber að þakka.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa í Huldulandið, ég
man sólríka daga þar sem við flat-
möguðum á sólbekkjum á milli
þess sem við afi spiluðum krokket
eða ólsen ólsen. Súkkulaðirúsínur
á vísum stað fyrir okkur Hjalta að
maula.
Ömmu var ótalmargt til lista
lagt, flink hannyrðakona sem hélt
glæsilegar veislur sem við fjöl-
skyldan nutum góðs af. Jólaboðin
í Huldulandi voru fastur liður á
aðfangadag, öll fjölskyldan sam-
ankomin og pakkaflóðið eftir því.
Amma elskaði sól, ferðalög og
elsku afa og það var mikið af
henni tekið þegar hann kvaddi
þessa jarðvist. Samband þeirra
var einstakt og nú sé ég þau fyrir
mér saman, geislandi falleg á sól-
ríkri strönd að stíga léttan dans.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Ragnhildur Eva.
Maddý amma var aðeins öðru-
vísi en ömmur vinkvennanna; hún
rak ljósastofu í JL-húsinu og var
með hárgreiðsluherbergi heima.
Alltaf svo fín í tauinu og vel til-
höfð. Eilífðarskvísa. Áratugum
síðar er minning ljóslifandi af
ömmu í anddyrinu að snyrta sig
fyrir ferð í Gufunes. Enda alveg
rétt, öll erindi verða skemmtilegri
með smá varalit.
Jól barnæskunnar eru nátengd
ömmu og afa í Huldulandi. Stór-
fjölskyldan saman á aðfangadag
og sama hvað fjölgaði í hópnum
þá var bara bætt við fleiri borð-
um. Nóg pláss og aldrei var rætt
um fyrirhöfn, sem þó var örugg-
lega heilmikil. Við systurnar og
Óli frændi dunduðum okkur iðu-
lega í eldhúsinu hjá ömmu að
blanda ógeðisdrykki, ár eftir ár
og löngu fyrir tíma 70 mínútna.
Einu skiptin sem hún byrsti sig
við okkur var ef það voru slags-
mál, annars máttum við fram-
kvæma tilraunir eins og okkur
lysti.
Það var alltaf einhver ævin-
týrabragur á Huldulandi. Bæði
gamlar dúkkur og dót frá Sjöfn og
Guðrúnu en líka endalaus upp-
spretta mynda og minninga frá
ferðalögum ömmu og afa innan-
lands og erlendis.
Maddý amma var sjálfstæð
kona og góð fyrirmynd, við minn-
umst hennar með hlýju og vitum
að það urðu fagnaðarfundir þegar
þau Óli afi sameinuðust á ný.
Þórdís og Guðrún Linda.
Magnúsína
Guðmundsdóttir
Í dag kveð ég
góða æskuvinkonu.
Ég kynntist
Helgu þegar ég flutti á Skaga-
strönd 1985 og við urðum strax
góðar vinkonur. Ekki vinkonur
sem leika sér saman á hverjum
degi heldur spjölluðum við oft
og hún var mjög góð við mig.
Við bárum sama eftirnafnið og
sögðumst við oft vera systur.
Það var ekkert amalegt að fá
eina stóra systur fyrir mig ein-
birnið. Þegar unglingsárin
gengu í garð var gott að eiga
eina Helgu á kantinum. Hún
var svona eins og eldri systir
sem hægt var að leita ráða hjá.
Helga Brynhildur
Kristmundsdóttir
✝
Helga Bryn-
hildur Krist-
mundsdóttir fædd-
ist 29. nóvember
1974. Hún lést 20.
júlí 2021.
Útförin fór fram
16. ágúst 2021.
Ráðin hafa eflaust
ekki alltaf verið
þau skynsamleg-
ustu eins og götu-
fræðslan vill verða,
en það skipti engu.
Það að hafa ein-
hvern til að tala við
var mikilvægast.
Gott að hafa ein-
hvern til að gráta á
öxlina á og fá svör
við ýmsu sem hvílir
á unglingsstúlkum. Þegar ég
flutti frá Skagaströnd misstum
við samband en þegar Helga
flutti til Reykjavíkur fórum við
að hittast með strákana okkar.
Eftir það hittumst við og
heyrðumst af og til við sérstök
tilefni og það var alltaf eins og
við hefðum hist eða heyrst dag-
inn áður, þótt mörg ár liðu á
milli. Síðustu ár fylgdist ég
með Helgu í gegnum mömmur
okkar sem eru vinkonur og
fékk fréttir af henni.
Þegar ég frétti að Helga
væri dáin fór ég að skoða göm-
ul myndaalbúm síðan á ung-
lingsárum og rifja upp gamlar
og góðar minningar. Þessar
minningar ætla ég að geyma og
munu þær fylgja minningunni
um hressa og skemmtilega
stelpu sem var alltaf brosandi
og alltaf tilbúin að aðstoða.
Elsku vinkona, hvíldu í friði
og megi allar góðar vættir
heimsins styrkja þína nánustu.
Elsku Tóta mín, Óli, Hólmi
og börnin hennar Helgu, Hólm-
bert, María Kristín og Guðný
Erla og fjölskyldur ykkar. Ykk-
ar sorg er mikil og samhryggist
ég ykkur innilega við þennan
mikla missi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Guðbjörg Kristmundsdóttir.