Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
90 ÁRA Fjóla Kr. Ísfeld fædd-
ist 26. ágúst 1931 á Seyðisfirði.
Þar ólst hún upp og á fleiri stöð-
um á Austfjörðum. Foreldrar
hennar voru Jens Kristján Guð-
mundsson Ísfeld og Júlía Sigríð-
ur Steinsdóttir. Þau ráku m.a.
greiðasölu á Seyðisfirði og gerðu
út bát en voru einnig bændur.
Jens Kristján og Júlía eignuðust
fimm börn og er Fjóla þeirra
yngst. Eiríkur Jón, Þórunn Ólöf
og Einar eru látin, en Lilja lifir
og er orðin 97 ára.
Fjóla stundaði fimleika á ung-
linsárum sínum í Reykjavík og er
enn að stunda íþróttir með góð-
um árangri á hjúkrunarheimili á
Akureyri . Fjóla stundaði nám
við Húsmæðraskólann í Varma-
landi í Borgarfirði í einn vetur. Hún gerðist ráðskona í Hjaltadal í
Skagafirði og þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Guðmundi
Stefánssyni, bónda, meðhjálpara, oddvita, sláturhússtjóra og síðar verk-
stjóra á Akureyri og gjaldkera hjá Félagi aldraðra á Akureyri. Þau gift-
ust þann 29. nóvember 1953. Fjóla og Guðmundur bjuggu í Hjaltadal í
Skagafirði og eignuðust sex börn. Þau eru Stefán, Jens Kristján, Júlía
Rós, Svandís, Sæunn og Guðmundur Auðjón.
Fjóla og Guðmundur fluttu til Akureyrar árið 1980 og þar starfaði
Fjóla m.a. við barnagæslu, bæði í heimahúsum og á leikvöllum, enda
alltaf mjög vinsæl hjá börnum. Einnig starfaði Fjóla í mörg ár í Krist-
jánsbakaríi. Fjóla er mikill stuðningsmaður íþróttafélagsins KA, sem
einmitt fagnaði 90 ára afmæli árið 2018 og starfaði Fjóla talsvert mikið
fyrir KA í áratugi.
Fjóla hefur samið mikið af vísum og hefur unnið til verðlauna fyrir
sumar þeirra. Einnig hafa margar vísur og greinar eftir Fjólu birst í
blöðum og tímaritum. Fjóla hefur alltaf verið mjög glaðvær, hress, vin-
sæl og hrókur alls fagnaðar. Barnabörn Fjólu eru ellefu talsins og
barnabörnin eru orðin sex.
Fjóla Kr. Ísfeld
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Taktu það ekki nærri þér þótt ein-
hverjir bregðist illa við þegar þú vilt eiga
við þá samvinnu. Vertu örlátur og þú munt
uppskera ríkulega.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú hefðir gott af því að breyta um
umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri
enn betra. Ef þú lætur þetta fram hjá þér
fara muntu iðrast þess alla tíð.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Dagurinn í dag er fullkominn til
að bregða á leik við ástvini og börn. Mundu
að lífið krefst þess að þú gerir þitt besta,
en ekki eitthvað ómögulegt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hæfni þín til að leita frumlegra
lausna á vandamálum kemur fólki á óvart í
dag. Settu skýrar línur um það hvað þú ert
tilbúin/n til að taka að þér.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Því meira sem þú getur gert til þess
að sanna fyrir sjálfum þér að þú þurfir ekki
á neinum að halda, því meira laðast fólk að
þér.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ef einhver kemur þér til hjálpar
skaltu ekki gleyma að láta í ljós þakklæti
þitt. Notaðu daginn til að slaka á og hvíla
þig ef þú hefur tækifæri til þess.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Allt sem viðkemur útlöndum, æðri
menntastofnunum, útgáfu, fjölmiðlun og
langferðum ætti að ganga vel í dag. Not-
færðu þér það skynsamlega.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að
ákveða hvernig á að skipta einhverju sem
þú deilir með öðrum. Treystu á hæfileika
þína og vertu óhræddur að breyta til.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þér finnst mjög gaman að sýna
þig þegar völlur er á þér. Hlustaðu á hjarta
þitt því þar er svörin að finna.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Reyndu að ná betri tökum á lífi
þínu, það er ekkert vit að láta bara berast
fyrir straumnum og lenda í hverju sem er.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það skiptir sköpum að þú sért
skorinorður þannig að ekkert fari á milli
mála hvað þú meinar. Vertu jákvæður og
opinn og þá mun þér ganga allt í haginn.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Bara það að sækjast eftir stöðu
gerir hana raunverulega í þínum augum.
Gleymdu ekki að gefa þér tíma til að njóta
þess sem þú ert að gera.
hjónin kunnu vel við sig á Króknum
og við heimamenn. „Ég átti nú einn
hest á Kópaskeri, en menn fara ekk-
ert til Skagafjarðar með minna en
heilt stóð,“ segir hann og hlær.
Þröstur var í bankanum til 2003, en
2004 varð hann framkvæmdastjóri
Dögunar rækjuvinnslu og útgerðar
þar sem hann starfaði til 2014. „Það
voru mikil viðbrigði, en virkilega
skemmtilegt. Mikil uppbygging í
lét sig ekki muna um að keyra 200 km
leið. „Ég missti aldrei úr leik vegna
ófærðar.“
Árið 1996 fer Þröstur á Sauðár-
krók og er þar útibússtjóri Lands-
bankans. Þá var hann búinn að kynn-
ast eiginkonunni, Elínu. „Við kynnt-
umst á árshátíð hestamanna í Skúla-
garði í Kelduhverfi 1995 og það voru
eiginlega tvær sameiginlegar vinkon-
ur sem komu okkur saman.“ Ungu
Þ
röstur Friðfinnsson fædd-
ist 26. ágúst 1961 á Akur-
eyri en ólst upp að mestu
leyti á Húsavík. „Ég hef
nú oft sagt að ég hafi al-
ist upp með annan fótinn á bryggj-
unni og hinn í sveitinni. Það voru for-
réttindi að kynnast frá blautu barns-
beini þessum grunnatvinnuvegum.
Pabbi var til sjós þegar ég var lítill og
mamma var úr sveitinni og það voru
mjög mikil tengsl þangað. Ég fór oft í
sveitina í heyskap og mamma var oft
þar í fríum líka, svo við vorum tölu-
vert mikið í sveitinni á sumrin.“
Þröstur var mikið í íþróttum og
spilaði fótbolta og varð einu sinni
Húsavíkurmeistari í badminton. „Svo
er maður orðinn svo gamall að maður
man tímana fyrir sjónvarp, en það
kom ekki norður fyrr en 1967.“ Þröst-
ur gekk í Grunnskólann á Húsavík og
vann í beitningu sem unglingur. Sex-
tán ára fór hann í Samvinnuskólann á
Bifröst og varð stúdent þaðan árið
1981. „Þetta var eiginlega miklu hag-
nýtara nám en almennt menntaskóla-
nám því það var svo mikil áhersla
lögð á viðskiptagreinar.“ Hann var
byrjaður að vinna í Samvinnubankan-
um á Húsavík og síðasta árið í nám-
inu tók hann utanskóla með vinnu.
Árið 1983 fór hann til Reykjavíkur og
vann í höfuðstöðvum Samvinnubank-
ans um nokkurra ára skeið og kunni
ágætlega við sig en árið 1989 fór hann
til Kópaskers. „Ég kunni mjög vel við
Kópasker. Þar var gott samfélag og
félagslíf og maður var nær náttúr-
unni. Dagurinn lengist alveg um 1-2
tíma þegar maður býr í smærri sam-
félögum því í bænum fer svo mikill
tími í snúninga.“
Þröstur var útibússtjóri Samvinnu-
bankans á Kópaskeri sem breyttist í
Landsbankann ári síðar þegar hann
yfirtók Samvinnubankann og var þar
til ársins 1996. „Ég var mikið í blaki
þegar ég var yngri og spilaði með
landsliðinu í 6-8 ár og mér finnst
skemmtilegt að eiga héraðsmeistara-
titla bæði í Suður- og Norður-Þing-
eyjarsýslu.“ Hann spilaði 30 lands-
leiki, sem er nokkuð mikið því ekki
eru spilaðir það margir leikir á ári, og
vann bæði Íslandsmeistaratitla og
bikarmeistaratitla. Hann spilaði tvo
vetur með KA í blaki á Akureyri og
vinnslunni og tæknivæðingu á þess-
um tíma þótt rekstrarumhverfið væri
erfitt. Þetta var virkilega skemmti-
legur tími, en krefjandi.“
Árið 2014 flutti fjölskyldan á
Grenivík þar sem Þröstur varð sveit-
arstjóri og hefur verið þar síðan.
Þröstur hafði bætt við sig diplóma-
námi í rekstrar- og viðskiptafræði í
Háskólanum á Akureyri, og segir
námið hafa komið sér vel í starfinu.
„Það er lítið og gott samfélag hérna á
Grenivík. Það er mikil samheldni og
líka kraftur og bjartsýni því það er
mikil uppbygging hérna.“ Þröstur er
mjög ánægður í starfi og segir að
skemmtilegasta verkefnið í þessu
starfi sé að skapa góða umgjörð fyrir
samfélagið. „Þetta starf snýst í raun
um að gera líf fólks betra og þróa
samfélagið okkar áfram. Hér eru
góðir grunninnviðir, bæði hvað varð-
ar skóla og þjónustu og við rekum
hjúkrunarheimili svo það má segja að
þjónustan sé góð frá vöggu til graf-
ar.“
Þröstur hefur verið viðloðandi golf
alveg frá því hann var unglingur. „Ég
var kominn í stjórn Golfklúbbsins á
Húsavík þegar ég var 16 ára, en þá
var svolítill hópur af ungum mönnum
í klúbbnum.“ Hann varð formaður
Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri Grýtubakkahrepps – 60 ára
Starfið snýst um að gera lífið betra
Sumarið 2021 Þröstur uppi á Höfð-
anum (Þengilhöfða) þar sem sést yf-
ir Grenivík og á Kaldbak.
Tindastóll Afadrengirnir Orri og
Kári eru með Þresti á myndinni og
biðja afa að fara hraðar, hraðar.
Hjónin Þröstur og Elín
úti í Hrísey. Þröstur lét
gamlan draum rætast og
keypti sér bát og þau
sigla um lygnan Eyja-
fjörðinn á góðum dögum.
Til hamingju með daginn