Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Valur er Íslandsmeistari kvenna í
knattspyrnu í tólfta sinn eftir stór-
sigur gegn Tindastóli í 15. umferð
úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-
deildarinnar, á Origo-vellinum á
Hlíðarenda í gær.
Leiknum lauk með 6:1-sigri Vals
en Fanndís Friðriksdóttir skoraði
tvívegis fyrir Valskonur eftir að hafa
komið inn á sem varamaður á 62.
mínútu.
Valskonur byrjuðu leikinn af
krafti, skoruðu eftir sex mínútna
leik, og bættu svo við öðru marki á
35. mínútu og leiddu 2:0 í hálfleik.
Þær létu kné fylgja kviði í síðari
hálfleik en sigur Vals var aldrei í
hættu og þær voru með fulla stjórn á
leiknum allt frá fyrstu mínútu.
„Þetta var afar öruggur sigur hjá
liði Vals og svo sannarlega sann-
gjarn. Sóknarlína Vals var til fyr-
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Íslandsmeistarar Valskonur fögnuðu sigrinum og tólfta Íslandsmeistaratitlinum vel og innilega með stuðningsmönnum sínum á Hlíðarenda í gær.
irmyndar í kvöld og áttu varnar-
menn Tindastóls í miklum
vandræðum með léttleikandi lið
Vals.
Satt að segja reyndi ekki mikið á
varnarlínuna hjá Val í kvöld þar sem
Tindastóll sótti ekki á mörgum leik-
mönnum,“ skrifaði Þór Bæring
Ólafsson meðal annars í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
Þetta er annar Íslandsmeistara-
titill Vals á þremur árum en liðið
vann deildina síðast tímabilið 2019.
Valskonur eru með 41 stig á toppi
deildarinnar eftir sextán spilaða
leiki. Breiðablik er í öðru sætinu
með 31 stig eftir fimmtán spilaða
leiki og því ljóst að Blikar, sem eru
ríkjandi Íslandsmeistarar, geta ekki
náð Valskonum að stigum.
Eins og áður sagði var þetta tólfti
Íslandsmeistaratitill Valskvenna en
Breiðablik hefur unnið Íslands-
meistaratitilinn átján sinnum.
KR hefur sex sinnum orðið Ís-
landsmeistari og FH og Stjarnan
fjórum sinnum hvor.
Meistarar í tólfta sinn
- Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Tindastóli
Knattspyrnumaðurinn Steven Len-
non leikur ekki meira með FH á
þessari leiktíð. Lennon meiddist í
5:0-sigri FH gegn Keflavík á HS
Orku-vellinum í Keflavík í 18. um-
ferð deildarinnar um síðustu helgi
og missir því af lokaleikjum tíma-
bilsins. Lennon, sem er 33 ára gam-
all, hefur skorað 9 mörk í sautján
leikjum með FH í efstu deild í sum-
ar en alls á hann að baki 182 leiki í
efstu deild þar sem hann hefur
skorað 97 mörk. FH hefur valdið
vonbrigðum í sumar en liðið er með
26 stig í 6. sæti deildarinnar.
Missir af
lokaleikjunum
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Meiddur Lennon hefur skorað níu
mörk í úrvalsdeildinni í sumar.
Anton Sveinn McKee mun stinga
sér til sunds á ný í fyrsta skipti síð-
an á Ólympíuleikunum í Tókýó þeg-
ar ISL-mótaröðin hefst á ný í da-
g.Eins og áður keppir Anton þar
fyrir Toronto Titans en um liða-
keppni er að ræða og verður nú
keppt á Ítalíu. Deildin var stofnuð
2019 og er fyrsta atvinnu-
mannadeildin í íþróttinni. Liðin eru
tíu sem hvert og eitt er skipað 32
sundmönnum sem teljast til bestu
sundmanna heims.
Anton fór mikinn í deildinni á síð-
asta tímabili og setti fjölda meta.
Keppir aftur
fyrir Toronto
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Ítalía Anton Sveinn McKee keppir í
bringusundi í Napolí á næstunni.
VALUR – TINDASTÓLL 6:1
1:0 Elín Metta Jensen 6.
2:0 Cyera Hintzen 35.
3:0 Mist Edvardsdóttir 48.
4:0 Ásdís Karen Halldórsdóttir 58.
5:0 Fanndís Friðriksdóttir 70.
5:1 Jacqueline Altschuld (víti) 84.
6:1 Fanndís Friðriksdóttir 88.
M
Elín Metta Jensen (Val)
Cyera Hintzen (Val)
Mary Vignola (Val)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Mist Edvardsdóttir (Val)
Lára Kristín Pedersen (Val)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Amber Michael (Tindastól)
Jaqueline Altschuld (Tindastól)
Dómari: Sveinn Arnarsson – 8.
Áhorfendur: Um 150.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
_ Aron Pálmarsson skoraði eitt mark
fyrir Aalborg í sínum fyrsta leik fyrir
félagið þegar liðið mætti Mors í
danska meistarabikarnum í hand-
knattleik í Viborg í gær. Leiknum lauk
með 33:25-sigri Aalborgar sem leiddi
með einu marki í hálfleik, 15:14, en
jafnræði var með liðunum í fyrri hálf-
leik. Aalborg náði snemma fimm
marka forskoti í síðari hálfleik og Mors
tókst ekki að snúa leiknum sér í vil etir
það. Aron gekk til liðs við Aalborg í
sumar eftir fjögur ár í herbúðum
Barcelona á Spáni en Arnór Atlason er
aðstoðarþjálfari Aalborgar.
_
Hið kunna franska íþróttablað
L’Equipe fullyrti í gær að knatt-
spyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo
væri reiðubúinn að ganga til liðs við
Manchester City. Fari svo að Ronaldo
verði leikmaður Manchester City þá
myndu það teljast nokkur tíðindi þar
sem hann lék lengi með Manchester
United og er afar vinsæll í þeim hluta
borgarinnar. Ronaldo er samnings-
bundinn Juventus á Ítalíu en samn-
ingur hans rennur út næsta sumar.
_
Davíð Snorri Jónsson, þjálfari U21 árs
landsliðs karla í knattspyrnu, tilkynnti
í gær hvaða leikmenn munu spila fyrir
Íslands hönd gegn Hvíta-Rússlandi og
Grikklandi í undankeppni EM 2023 í
byrjun september. Hefst þá ný undan-
keppni hjá liðinu. Leikmannahópinn
má sjá í frétt á mbl.is/sport.
_ Harry Kane, framherji enska knatt-
spyrnufélagsins Tottenham, verður
áfram í herbúðum enska félagsins.
Þetta tilkynnti hann á samfélags-
miðlum sínum í gær. Kane hefur verið
sterklega orðaður við Manchester City
en Englandsmeistararnir lögðu fram
nokkur tilboð í leikmanninn.
„Það var ótrúlegt að sjá móttökurnar
sem ég fékk frá stuðningsmönnum
Tottenham um síðustu helgi. Ég verð
áfram í herbúðum félagsins og er ein-
beittur á að hjálpa liðinu að ná mark-
miðum sín-
um,“ sagði
Kane m.a. í
yfirlýsing-
unni.
Eitt
ogannað
asta landsliðsverkefni var orkan á milli eldri og
yngri leikmanna liðsins,“ sagði Arnar Þór Við-
arsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamanna-
fundi landsliðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laug-
ardalnum í gær þegar hópurinn var
opinberaður.
„Það er akkúrat þessi orka og tenging sem
er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur til að ná
fram því sem við viljum fá frá liðinu. Þessi
tenging milli leikmanna gæti orðið okkar helsti
stykleiki í þessum þremur heimaleikjum.
Við erum því gríðarlega spenntir fyrir þessu
verkefni og hópnum sem við veljum núna,“
bætti Arnar meðal annars við.
Fleiri fréttir um landsliðshóp Íslands má sjá
á mbl.is/sport/efstadeild og þar er einnig hægt
að sjá landsliðshópinn í heild sinni.
HM 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ell-
ertsson eru einu nýliðarnir í landsliðshóp ís-
lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem
mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og
Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun sept-
ember en allir leikirnir fara fram á Laug-
ardalsvelli.
Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norð-
ur-Makedóníu 5. september og loks Þýska-
landi hinn 8. september en íslenska liðið er
með 3 stig í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils
undankeppninnar.
Armenía trónir nokkuð óvænt á toppi riðils-
ins með 9 stig eða fullt hús stiga, Norður-
Makedónía og Þýskaland koma þar á eftir með
6 stig, Rúmenía og Ísland eru með 3 stig og
Liechtenstein er án stiga í neðsta sæti riðilsins.
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunn-
arsson gæti einnig leikið sinn fyrsta landsleik
og þá eru margir reynslulitlir leikmenn í hópn-
um á borð við Brynjar Inga Bjarnason, Alfons
Sampsted, Andra Fannar Baldursson, Þóri Jó-
hann Helgason og Ísak Bergmann Jóhann-
esson.
Lykilmenn fjarverandi
Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson
eru reynslumestu leikmennirnir í hópnum að
þessu sinni með 98 A-landsleiki hvor. Kári Árna-
son kemur þar á eftir með 89 A-landsleiki, Ari
Freyr Skúlason hefur leikið 79 A-landsleiki líkt
og Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sig-
þórsson kemur þar á eftir með 64 A-landsleiki.
Íslenska liðið saknar hins vegar margra lyk-
ilmanna en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson er ekki í hópnum að þessu sinni,
sem og Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sig-
urðsson.
Aron Einar greindist með kórónuveiruna á
dögunum og er á miðju undirbúningstímabili
með félagsliði sínu Al-Arabi. Gylfi Þór Sigurðs-
son er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn
í júlí, grunaður um brot gegn ólögráða ein-
staklingi, og Ragnar Sigurðsson var ekki val-
inn að þessu sinni.
„Það sem við vorum ánægðastir með úr síð-
„Gæti orðið okkar helsti styrkleiki“
- Landsliðsfyrirliðinn ekki valinn að þessu sinni - Þrír leikmenn gætu leikið sinn fyrsta A-landsleik