Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
HUGH JACKMAN
B
andaríska dreifingar-
fyrirtækið A24 ber með
sér gæðastimpil fyrir
sjálfstæðar (e. independ-
ent, þ.e.a.s. ekki framleiddar af
hollywoodrisunum) gæðamyndir
sem hljóta jafnan brautargengi í
listabíóum veraldar. Frá stofnun
fyrirtækisins árið 2012 hefur það
staðið á bak við margar verðlauna-
myndir, t.a.m. óskarsverðlauna-
myndina Tunglskin (Barry Jenkins,
2016), en eitt af sérkennum þess er
mengi af sérkennilegum og vellukk-
uðum hrollvekjum eins og Nornin
(Robert Eggers, 2015), Undir húð-
inni (Jonathan Glazer, 2014) og
Ættgengi (Ari Aster, 2018). Kvik-
myndin Draugasaga (2017) eftir
David Lowery fellur í þann flokk
og þrátt fyrir að ná ekki sömu vin-
sældum og fyrrnefndir titlar hlaut
hún lof gagnrýnenda í sama mæli.
Græni riddarinn fellur ekki beint
inn í hrollvekjugreinina þótt hún
beri ákveðna undirtóna hennar,
heldur eru vegir fantasíunnar og
riddarasagna fetaðir. Myndin á þó
hiklaust heima í hópi sérlundaðra
greinamynda sem fyrirtækið hefur
dreift og/eða framleitt og er gagn-
legt að skoða hana í því samhengi.
Lowery er veitt bolmagn og svig-
rúm til að hverfa til miðalda og er
allt umfang og umgjörð með metn-
aðarfyllsta hætti. Verkið er sýn
höfundar (Lowery klippir, leikstýrir
og skrifar) með öllum sínum vört-
um.
Umrædd kvikmynd er aðlögun á
miðensku riddarasögunni Sir Gaw-
ain and the Green Knight sem er
hluti af goðsagnaheimi Artúrs kon-
ungs og riddara hringborðsins.
Frumtextinn er kvæði í hundrað og
einu erindi og elsta handritið sem
varðveitir það er rakið til aldamót-
anna 1400. Ekki krefst það mikillar
rannsóknar (sú litla sem var unnin,
var gerð eftir áhorf á myndinni) að
sjá að kvikmyndin er afar ónákvæm
og frjálsleg í aðlögun sinni á frum-
textanum. Það ætti ekki að koma á
óvart eða vera löstur í sjálfu sér en
vekur um leið klassíkar spurningar
um sýn listamannsins á frumtext-
ann – af hverju breytingar stafi,
hvaða erindi listamaðurinn telji
textann eiga við sig og nútímann. Í
þessu tilviki er „árekstur“ leikstjór-
ans við miðaldirnar uppskrift að
frásögn og söguheimi sem gengur
ekki fyllilega upp.
Grunnupplegg sögunnar er á
þennan veg: Hirð Artúrs konungs
fagnar jólum er óvæntan gest ber
að garði, grænan yfirlitum og
reyndar alklæddan grænu. Kappi
er nokkuð ósvífinn og manar Artúr
og hirðina í leik (sem voru algengir
þar í heimi). Leikurinn er á þann
veg að hann býður kónginum (eða
þeim sem þorir, í myndinni a.m.k.)
að hálshöggva sig með því skilyrði
að hann fái að endurgjalda bragðið
að ári liðnu. Gawain, ungur frændi
konungsins, þiggur boðið og rekur
smiðshöggið en græni riddarinn
lætur það ekki á sig fá og tekur
upp blóðugt höfuðið og kveður að
sinni – sjáumst að ári liðnu!
Sir Gawain er leikinn af Dev
Patel (m.a. þekktur fyrir aðalhlut-
verk í Viltu vinna milljarð? (Boyle,
2008) og nýja aðlögun á Davíð
Copperfield (Armando Ianucci,
2019)). Í upphafi myndar er honum
fylgt í gegnum myrka ganga vænd-
ishúsa þar sem hann dvelur löngum
stundum, en móðir hans er ekki par
sátt við iðjulausan soninn á jólunum
sjálfum. Móðirin er systir konungs-
ins og stendur í kukli til að fá
græna riddarann sem örlagavald í
líf sonarins (ef allt er rétt skilið). Í
hringborðssenunni afdrifaríku kall-
ar konungurinn frænda sinn til sín,
afsakar að hann hafi ekki áður veitt
honum athygli og biður hann að
segja sér sögu. Gawain hefur ekki
frá neinu að segja, hann hefur ekki
gert neitt. Hann er fordekraður
lúser, engin riddari.
Leikaraval og förðun á konungi
og drottningu er skemmtilegt en
þau eru afar föl og veikluleg að sjá.
Samtal frændanna vekur athygli á
hljóðrásinni: ekkert heyrist í ridd-
urum hringborðsins sem sitja að
sumbli, heldur má aðeins heyra
aðalleikendur tala lágum rómi og
tónlist sem leikin er undir. Hljóð-
myndin er sem sagt ekki á neinn
hátt raunsæisleg. Fiðlur og manns-
raddir einkenna tónlist myndar-
innar, sem er gegnumgangandi og
ofnotuð, þótt hún sé vel gerð.
Að öðru leyti virðist Lowery þok-
ast að „raunsærri“ mynd af miðöld-
um, að minnsta kosti að færa goð-
sögnina til upplifunar fyrir Jón og
Gunnu. Breytingin á aðalpersón-
unni hlýtur að teljast liður í þessu
en í kvæðinu er kynferðisleg van-
kunnátta Gawains lykilþáttur en
hér er hann talsvert veraldarvan-
ari. Hljóðmyndin á að upplagi að
auka innlifun áhorfandans í hugar-
heim söguhetjunnar – hennar sjón-
arhóll verði okkar, en til þess er
búið að afskræma meginreglurnar
of mikið. Tæpu ári seinna fer
Gawain af stað til að mæta ridd-
aranum í Grænu kapellunni og
hefst þá sundurlaus framvinda, sem
er skipt í aðgreinda þætti með
millititlum. Gawain er misheppn-
aður í riddaraleik – ekta andhetja
fyrir póstmóderníska öld. Afbygg-
ing Lowerys á aldagömlum texta
gengur þó ekki upp – frásögnin of
brotakennd og teygð þótt hún hafi
ljósa punkta. Búningar og leikmynd
eru í hæsta gæðaflokki og kvik-
myndataka áhugaverð á köflum.
Hápunkturinn er án efa hönnunin á
græna riddaranum, sem er magn-
aður á að líta, undarleg blanda af
tré og manneskju. Ytri þættir eru
þó ekki nóg til að bæta innihaldið.
Misskilin riddarasaga
Borgarbíó, Háskólabíó, Laugar-
ásbíó og Smárabíó
Græni riddarinn/The Green Knight
bbmnn
Leikstjórn, handrit og klipping: David
Lowery. Kvikmyndataka: Andrew Droz
Palermo. Aðalleikarar: Dev Patel, Alicia
Vikander, Joel Edgerton, Sarita Choudh-
ury. Kanada/Írland/Bretland/
Bandaríkin, 2021. 130 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
Fordekraður Dev Patel
í hlutverki sir Gawains.