Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Norsk-íslenska tónlistarkonan Odd-
rún Lilja Jónsdóttir hefur ferðast
víða um heim og hafa ferðalögin
veitt henni mikinn innblástur. Í
fyrra gaf hún út plötuna Marble,
sem hefur hlotið góðar viðtökur í
Noregi, og ætlar nú að halda þrenna
tónleika hér á landi þar sem hún
mun leika tónlist af plötunni.
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld,
fimmtudagskvöld 26. ágúst, kl. 20,
hjá Jazzfjelagi Suðurnesja. Aðrir
tónleikar verða í Norðurljósum
Hörpu á Jazzhátíð Reykjavíkur á
laugardag, 28. ágúst, og loks kemur
hún fram í Vinaminni á Akranesi
mánudaginn 30. ágúst.
Með gítarleikaranum Oddrúnu
munu leika íslenskir gestatónlist-
armenn, Sunna Gunnlaugsdóttir á
píanó og Erik Qvick á trommur, auk
þess sem hollenska söngkonan
Sanne Rambags og norski bassaleik-
arinn Jo Skaansar verða með í för.
„Þetta verður spennandi. Ég hlakka
til að koma heim til Íslands og spila,“
segir Oddrún.
Á Marble er að finna tíu lög sem
hvert um sig heitir eftir þeirri borg
sem veitti Oddrúnu innblástur. „Ég
er búin að vinna með þjóðlagatón-
listarfólki um allan heim. Ég hef til
dæmis verið í Keníu, Eþíópíu, Ind-
landi, Nepal og mörgum fleiri stöð-
um.“
Raga, gnawa og íslenskt
Oddrún er sjálf djasstónlistar-
maður í grunninn og spilar með
ýmsum norskum djasshljóm-
sveitum. „Ég er búin að stúdera
djass í Noregi en ég hef fengið mik-
inn innblástur frá því fólki sem ég
hef unnið með. Þú getur heyrt inn-
blásturinn frá þjóðlagatónlist frá
ýmsum stöðum í tónlistinni á plöt-
unni,“ segir hún. Þar séu meðal ann-
ars ummerki um indverska raga-
tónlist, gnawatónlist frá Marokkó og
jafnvel geti maður heyrt íslensk
áhrif. „Ég þurfti að búa til þessa
plötu af því ég þurfti að hafa ein-
hvern stað til þess að safna saman
öllum áhrifunum,“ segir Oddrún.
Hverju lagi á Marble fylgir saga
af ferðalögum og kynnum af heima-
mönnum. Um tengsl sín við Indland
og innblásturinn fyrir lagið „Kol-
kata“ segir hún: „Ég er búin að vera
að spila með sítarleikara frá Pak-
istan í átta ár. Hann er ragatónlist-
armaður í níunda ættlið. Hann tók
mig með til Indlands og við vorum
þarna í mánuð og æfðum tíu tíma á
dag og spiluðum á raga-hátíðum.
Það var mjög spennandi.“
Lagið „Tyr“ á rætur að rekja til
samnefndrar borgar í Líbanon. Þar
eru flóttamannabúðir fyrir Palest-
ínumenn og í þeim búðum er að
finna hljómsveit fyrir börn. „Þangað
geta börnin komið einu sinni í viku
til þess að spila saman. Þarna eru
saxófónn, fiðlur, trommur, gítarar
og fleira. Ég er búin að fara þangað
tvisvar til þess að vinna með þeim.
Þau spila á plötunni. Við tókum lagið
upp í Noregi og svo var kór og
hljómsveit tekin upp í Líbanon.“
Íslenskur innblástur
Síðasta lagið á plötunni ber titilinn
„Reykjavík“. Oddrún fæddist í Nor-
egi en bjó tvisvar á Íslandi sem barn,
fyrst þegar hún var eins árs og svo
þegar hún var ellefu ára. Móðir
hennar er íslensk en faðirinn er
norskur. Oddrún hefur haldið móð-
urmálinu við og fer samtalið við
blaðamann fram á ágætri íslensku.
„Ég var forvitin um tónlistarsviðið
á Íslandi svo árið 2014 bókaði ég
nokkra tónleika þar og spurði Matt-
hías Hemstock, Leif Gunnarsson og
Sigrúnu Jónsdóttur hvort þau vildu
spila með mér. Nokkrum árum
seinna var ég beðin að semja tónlist
fyrir tónlistarhátíð og var að vinna
með norskri konu, sem er fiðluleik-
ari frá Harðangri í Noregi og sér-
hæfir sig í þjóðlagatónlist. Við fórum
til Harðangurs og til Íslands til að
kynna okkur þjóðlagatónlist. Við
hlustuðum á tvísöng og rímur og
skrifuðum nýja tónlist.“
Heyra má áhrif frá íslenskri þjóð-
lagatónlist í lokalagi Marble. „Ég
skrifaði lagið „Reykjavík“ þegar
fjölskyldan mín frá Íslandi var í
heimsókn í Noregi. Þá skrifaði ég
gítarmelódíu og svo skrifaði ég ljóð
sem mamma mín og frænka þýddu
yfir á íslensku.“
Gítarleikari Hin norsk-íslenska Oddrún Lilja hefur ferðast um allan heim og unnið með þjóðlagatónlistarfólki.
Tíu lög, tíu lönd, tíu sögur
- Oddrún Lilja Jónsdóttir, hálfíslensk tónlistarkona frá Noregi, heldur tónleika
hér á landi - Spilar tónlist af plötunni Marble sem er innblásin af ferðalögum
Orri Vésteinsson fornleifafræð-
ingur leiðir sögugöngu á Rauðar-
árholti í kvöld kl. 20. Gangan, sem
hefst fyrir framan Sjómannaskól-
ann, er hluti af hverfishátíðinni
Menning og minjar á Rauðarárholti
sem Vinir Saltfiskmóans standa
fyrir 26. ágúst til 4. september.
Í lýsingu á sögugöngunni segir:
„Reykjavíkurborg hefur vaxið
hratt á skömmum tíma og víðast
hvar hefur borgarlandslagið valtað
yfir holt og móa og afmáð öll um-
merki um það sem áður var – gamla
búsetulandslagið og eldri kafla í
sögu borgarinnar sjálfrar. Á stöku
stað hafa þó orðið eftir svæði þar
sem hægt er að skynja það sem á
undan er gengið, eins og gluggar
inn í fortíðina. Einn af þessum stöð-
um er Rauðarárholt þar sem röð at-
vika hefur valdið því að dálítið opið
svæði hefur orðið eftir. Orri mun
stikla á stóru um sögu Rauðarár-
holts og setja í samhengi við þróun
borgarinnar og lífsgæðin sem hún
býr íbúum sínum.“
Orri er prófessor í fornleifafræði
við sagnfræði- og heimspekideild
hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Rannsóknir hans beinast að land-
námi, mótun samfélags í kjölfar
landnáms og langtímaþróun hag-
kerfis og félagsgerðar.
Hverfishátíðin Menning og minj-
ar á Rauðarárholti er styrkt af
Reykjavíkurborg í gegnum Borgina
okkar 2021. Aðgangur er ókeypis.
Fortíð Úrklippa af Herforingjaráðskorti frá 1909. Rauðarárholt má sjá neðst á kortinu.
Söguganga með Orra Vésteinssyni
Eins og þú ert núna var ég einu
sinni / Eins og ég er núna, svo munt
þú verða nefnist sýning sem opnuð
er í Nýlistasafninu í dag milli kl. 17
og 21. Um er að ræða samsýningu
þriggja myndlistarmanna sem búa
og starfa á Íslandi, þeirra Klavs
Liepins, Renâte Feizaka og Rai-
monda Sereikaitë-Kiziria. „Með
ólík sjónarhorn mætast þau á
töfrandi hátt á vettvangi óviss-
unnar sem fylgir manneskjunni,“
segir í tilkynningu.
Sýningarstjóri er Katerína
Spathí. Sýningin stendur til 3. októ-
ber og verður opin á hefðbundnum
afgreiðslutímum safnsins út sýning-
artímabilið.
Samsýning opnuð
í Nýlistasafninu
Óvissa Eitt verkanna á sýningunni.
Margir heims-
kunnir listamenn
hafa minnst
trommarans
Charlies Watts
úr Rolling Stones
sem lést í fyrra-
dag, áttræður að
aldri. Félagar
hans úr hljóm-
sveitinni, þeir
Mick Jagger og Keith Richards,
minntust Watts á Twitter með ljós-
myndum, annars vegar af honum
skælbrosandi við trommusettið og
hins vegar af trommusetti með
merkimiða sem á stendur „lokað“.
„Hann var hinn fullkomni trommu-
leikari,“ skrifaði Elton John á sama
miðli og birti gamla mynd af þeim
Watts saman. Tom Morello úr Rage
Against the Machine sagði að rokk-
ið væri ekki það sem það er í dag
hefði Watts ekki notið við. Bítillinn
Ringo Starr bað guð að blessa
Watts og félagi hans Paul McCart-
ney minntist trommarans með víd-
eói.
„Hinn fullkomni
trommuleikari“
Charlie Watts
Veiðivefur
í samstarfi við