Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.08.2021, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Fidelio, eina óperan sem Beethoven samdi, verður sýnd í styttri útgáfu í Norðurljósum í kvöld í leikstjórn Bjarna Thors Kristinssonar bassa- söngvara sem jafnframt samdi leik- gerðina og syngur í uppfærslunni sem er um 75 mínútur að lengd og á vegum Óperudaga. Segir á facebook- síðu viðburðarins að afleiðingar frels- issviptingar, hlutverk kynjanna, ást og grimmd séu viðfangsefnin í þess- ari uppfærslu. Átti að sýna í fyrra Upphaflega var ætlunin að sýna verkið á 250 ára afmæli tónskáldsins í fyrra en vegna kófsins varð ekkert af því. Nú er hins vegar komið að sýn- ingu, á 251 árs afmæli tónskáldsins og 40 árum eftir að óperan var sýnd hér á landi í fyrsta og eina skiptið, þá í tónleikaformi, árið 1981. Í óperunni segir af Leonore nokk- urri sem leitar eiginmanns síns Flor- estans sem ómennið Pizarro heldur föngnum. Hún dulbýr sig sem karl- maður, tekur upp nafnið Fidelio og kemur sér í mjúkinn hjá undirmanni Pizarros, Rocco, eins og segir um óperuna í tilkynningu. Marzelline, dóttir Roccos, verður ástfangin af Fidelio á meðan vonbiðill hennar Jacquino gerir allt til að ná athygli hennar. Á meðan bíður Florestan ör- laga sinna. Fyrst haldin 2016 Já, dramatíkin er mikil eins og oft vill verða í óperum og þegar ljós- myndari leit inn á æfingu í byrjun vikunnar gekk mikið á, eins og mynd- irnar bera með sér. Með hlutverk Roccos fer Bjarni Thor, Egill Árni Pálsson er með hlutverk Florestan, Dísella Lárusdóttir með hlutverk Marzelline, Gissur Páll Gissurarson með hlutverk Jacquino og Oddur Arnþór Jónsson með hlutverk Piz- arro. Sem fyrr segir er verkið sýnt í styttri útgáfu og í útsetningu Daniels Schlosbergs fyrir sjö manna hljóm- sveit. Óperudagar er grasrótarhátíð klass- ískra söngvara á Íslandi og samstarfs- fólks þeirra og var hátíðin fyrst haldin í Kópavogi árið 2016. Var hún valin Tón- listarhátíð ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum árið 2019. „Á hátíðinni er leitast við að beina athyglinni að klassískri sönglist í öllum sínum mis- munandi formum og bjóða upp á við- burði á venjulegum og óvenjulegum stöðum um allan bæ sem og að efla starfsvettvang klassískra söngvara og samstarfsfólks þeirra hér á landi. Áhersla er lögð á alþjóðlegt samstarf, samfélagsleg verkefni, ýmiss konar til- raunir og viðburði fyrir alla aldurs- hópa,“ segir um hátíðina á Facebook. Miðasala á Fidelio fer fram á vefn- um Tix.is og frekari upplýsingar um Óperudaga má finna á operudagar.is. Kynjahlutverk, ást og grimmd - Atlaga gerð að óperu Beethovens, Fidelio, í Norðurljósum í kvöld - Óperan sýnd á Íslandi árið 1981 - Bjarni Thor samdi leikgerð, leikstýrir og syngur Fjör Bjarni Thor, Gissur Páll og Dísella á æfingu í Norðurljósum í fyrrakvöld og var glatt á hjalla og mikið havarí og innlifun, eins og sjá má. Átök Gissur Páll í öngum sínum. Myndlistarmennirnir Eggert Pét- ursson og Einar Garibaldi Eiríks- son veita leiðsögn um sýninguna Eilíf endurkoma á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20 og er nauðsynlegt fyrir þá sem vilja sækja hana að skrá sig á vef Listasafns Reykja- víkur. Á sýningunni mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals þráð sem tengir tvenna tíma, að því er fram kemur á vefnum og er verkum hans teflt fram með verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf hin síð- ustu ár. Aðgangur er ókeypis að leið- sögninni. Listamenn Eggert Pétursson og Einar Garibaldi Eiríksson segja frá sýningu. Eggert og Eiríkur veita leiðsögn Jónatan Grétarsson og Sigurður Ámundason opna samsýninguna Formlag í Midpunkt á listahátíð- inni Hamraborg festival í kvöld kl. 20. Listamaðurinn Goddur skrifar af því tilefni: „Listasagan snýst nánast öll um hlutföll af tvennum toga. Annars vegar á mannslíkam- anum og landslagi, hins vegar um grunnformin; ferninga, þríhyrn- inga og hringi eða kassaform, píramída og kúlur. Fyrri hlutinn eru náttúruform en seinna fyr- irbærið eru huglægar greiningar á grundvelli alls sem við horfum á, frumformum. Myndbygging er grundvölluð oftar en ekki á þess- um formum, þau leynast á bak við. Vörumerkin sem Sigurður vinnur með eru samspil á milli tákna, auð- kenna, tilvísana, leiðsagna, að- dráttar, eins konar leiðarljós, vitar og vörður. Þau vísa að innri heimi, symbólisma. Myndir Jónatans eru líka samspil. Mannslíkaminn er staðsettur í kassaformum í form- líkingu landslags, eins konar stuðlabergi. Formlag er réttnefni á þessari samsýningu. Tvö mismun- andi sjónarhorn á það sem sjón- rænn hluti alheimsins byggir allt sitt á.“ Samsýning Jónatan Grétarsson og Sigurður Ámundason sýna saman. Jónatan og Sigurður í Midpunkt Sigurður Ang- antýsson Hólm opnar myndlist- arsýningu í Gall- eríi Gróttu í dag, 26. ágúst, kl. 17 og ber hún titil- inn Aðskota- hlutir. Sigurður sýnir landslags- myndir sem eru draumkenndar í eðli sínu og lýsa frekar þeim lands- lögum sem búa í undirmeðvitund okkar heldur en þeim sem við sjáum dags daglega, eins og segir í tilkynningu. Aðskotahlutir vísi í þessu tilfelli í allt sem við getum ekki borið kennsl á í eigin hugar- heimum. Á sýningunni má sjá mál- verk og teikningar frá þessu ári. Sigurður er menntaður í graf- ískri hönnun og sjálfstætt starfandi hönnuður og myndlistarmaður. Aðskotahlutir í Galleríi Gróttu Sigurður Ang- antýsson Hólm Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.