Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 72

Morgunblaðið - 26.08.2021, Page 72
Sófadagar SCOTT HORNSÓFI MEÐ TUNGU Bonded koníakslitað leður. Litur: Kentucky 9 cognac. Fætur eru úr duftlökkuðu stáli. H85xB206xL349cm. 429.900 kr. Nú 343.920 kr. LARVIK HORNSÓFI MEÐ TUNGU H79xB208xL301cm 229.900 kr. Nú 183.920 kr. PETRI ÞRIGGJA SÆTA SÓFI Toro emerald flauelsáklæði. H78xD105xL242cm. 229.900 kr. Nú 137.900 kr. LINA HÆGINDASTÓLL OG SKEMILL Ljósgrátt áklæði og beykifætur. Stóll 79.900 kr. Nú 63.920 kr. Skemill 19.900 kr. Nú 15.920 kr. PABLO GÓLFLAMPI 24.995 kr. Nú 19.996 kr. 20% af öllum mottum Sparadu- 20% af öllum HÆGINDASTÓLUM Sparadu- ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is BELLA SÓFABORÐ H39x Ø90cm 74.900 kr. Nú 59.920 kr. Fyrstu tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni verða haldnir í dag, 26. ágúst, kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða hress og skemmtileg gítarverk frá Suður-Ameríku og Frakklandi sem Óskar Magnússon, gítarleikari og flytjandi á tónleikunum, hefur haldið mikið upp á í gegnum árin. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og verða um 30 mínútur að lengd. Á ljúfum nótum með Óskari FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í tólfta sinn eftir stórsigur gegn Tindastóli í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 6:1-sigri Vals og hefur Valur tíu stiga forskot á Breiðablik sem er í öðru sæti og á leik til góða. Breiða- blik á þrjá leiki eftir og getur þar af leiðandi ekki náð Val að stigum úr því sem komið er. Valur varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í tólfta sinn og hefur unnið tvívegis á síðustu þremur ár- um eftir mögur ár þar á undan. »61 Valur varð í gær Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í tólfta sinn ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Átta metra hár heggur í reit gömlu gróðrarstöðvarinnar við Rauðavatn í Reykjavík var í gær við hátíðlega at- höfn útnefndur tré ársins af Skóg- ræktarfélagi Íslands. Útnefningin er árleg og er ætlað að beina sjónum að skógræktarstarfi í landinu og menn- ingarsögu einstakra trjáa. Fyrsta útnefningin var árið 1989 og hefur svo verið árleg frá 1992. Gráreynir, rauðgreni og víðir eru útnefningar síðustu ára og nú var röðin komin að heggnum. Græn borgarmynd „Tré eru sterkur hluti af grænni borgarmynd Reykjavíkur,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem veitti viðtöku skjali sem stað- festir titilinn sem heggurinn nú ber. Þeir Dagur og Hafliði Þórisson sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal afhjúpuðu skilti þar sem fram kemur margvíslegur fróðleikur um skóginn við Rauðavatn, sem er á landi í borgareign. Kunnugir telja að heggurinn góði sé 100-120 ára, sprottinn af rótarskoti eldra trés á svæðinu. Dagur borgarstjóri vill þó halda því fram að tréð sé á sínu reki í aldri og nálgist fimmtíu árin. Sjálfur er hann uppalinn í Árbæjarhverfi og kom sem barn stundum í Rauða- vatnslundinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað fyrir réttum og sléttum 120 árum, 25. ágúst 1901. Eitt af fyrstu verkefnum þess var að kaupa 14 hektara skika til ræktunar við Rauðavatn. Þar var plantað lengi og í skóginum þar má finna ríflega ald- argamlar fjallafurur, birki og rauð- ber sem vaxa hvergi annars staðar á Suður- eða Vesturlandi. Auk þess var í einni röð sett niður sitkagreni, 250 metra löng röð grenitrjáa, sem skýlir svæðinu frá Suðurlandsvegi. Segja má svo að ræktunarstarf þetta hafi haft smitandi áhrif, því í grónum hverfum Reykjavíkur og víðar er gjarnan að finna tré frá Rauðavatni. Jafna kolefnisbókhaldið í Reykjavík „Skógræktarstarfið er í senn áhugavert og gefandi,“ sagði Jó- hannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, við athöfnina í gær. Mörg spennandi verkefni séu framundan eða yfir- standandi á vettvangi félagsins. Ný- lega hafi verið byrjað að planta í loftslagsskóga í Úlfarsfelli. Með slíku sé verið að jafna kolefnis- bókhaldið í Reykjavík, rétt eins og til standi að gera með frekara rækt- unarstarfi í Esjuhlíðum og þá er ræktun í Geldinganesi í því sama skyni í undirbúningi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ræktunarfólk Í grænum lundi við Rauðavatn síðdegis í gær. Frá vinstri talið eru á þessari mynd: Jónatan Garð- arsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jóhannes Benedikts- son, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, og loks framkvæmdastjóri þess félags, Auður Elva Kjartansdóttir. Heggur við Rauðavatn - Tilkynnt var um tré ársins - Fallegur reitur í Reykjavík - Aldur er álitamál - Loftslagsskógar komnir á dagskrá Mælt átta metrar Tré ársins var mælt eftir kúnstarinnar reglum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.