Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 8

Morgunblaðið - 16.09.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 #9?4+ C :CB=23). 15= <8--+ 2E3 0?+32DA<+0-+ !9-93?=F %D;6*31)<0+< G 'A< "E--23). G (B23). G !>00+< &13=?)7 *;5+< !4042/5, " 650-53*2)./ '& " 7+/1# $%$%(%( <)3/- Óðinn vitri á Viðskiptablaði opn- ar glufu á hvað hann muni hugsanlega kjósa annan laugardag. Þessi flokkur er varla heitur: - - - Viðreisn var stofnuð af fólki sem hélt því fram að flokkurinn væri hægriflokkur. Í ein- staka málum hefur Viðreisn staðið sig ágætlega. Þing- menn flokksins stóðu sig til að mynda vel í um- ræðum um krabba- meinsleit, þegar heilbrigðisráðherr- ann, heilbrigðis- ráðuneytið og Landspítalinn brugðust al- gjörlega. Einnig hefur flokkurinn barist fyrir því að landbúnaðar- kerfið verði endurskoðað frá grunni. - - - En hvernig eiga hægrimenn að geta stutt flokk sem vill ganga í miðstýrt bandalag – tollabandalag – sem nefnist Evrópusambandið? - - - Og myntbandalag þar sem efna- hagur margra aðildarríkjanna stendur á brauðfótum? Krónan er ekki gallalaus. En hvað er evran? Hún er pólitískur harmleikur fyrir mörg aðildarríki myntbandalags- ins. - - - Á það var bent í ræðu á dög- unum að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði haft fjögur meginstefnumál. Evrópusam- bandið, evruna, að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu og stjórnarskrána. - - - Og öll þessi mál hafi Viðreisn tekið upp – án þess einu sinni að biðja Jóhönnu um leyfi.“ Jóhanna önnur? STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í fyrrakvöld um hóp unglinga sem höfðu verið að gera dyraat. Hefði húsráðandi hlaupið uppi einn unglinginn og haldið hon- um þar til lögregla kom. Enginn meiddist en málið var tilkynnt til barnaverndar. Hljóp uppi ungling eftir dyraat Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 2. september sl. að ganga að tilboði Þarfaþings ehf. um uppbyggingu og fulln- aðarfrágang nýs leikskóla að Kleppsvegi 150-152. Hins vegar var hafnað öllum tilboðum sem bárust í uppbyggingu og fullnaðarfrágang leikskóla í Safa- mýri 5, áður Safamýrarskóla. Alls bárust átta tilboð í uppbyggingu leikskólans við Kleppsveg og voru öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 837 milljónir. Meðal bjóð- enda voru nokkur öflugustu fyrirtækin á verktaka- markaði svo sem Ístak hf. og Íslenskir að- alverktakar hf. Þarfaþing átti lægsta tilboðið, krónur 927.073.459, sem var 110% af kostnaðar- áætlun. Hæsta tilboðið átti Kappar ehf., tæpar 1.374 milljónir. Starfsmenn Þarfaþings eru byrj- aðir að vinna á staðnum. Fjögur tilboð bárust í uppbyggingu leikskóla í Safamýri. Kostnaðaráætlun var rúmar 487 millj- ónir og var eitt tilboð undir þeirri tölu, frá Gímó ehf., 375 milljónir. Önnur tilboð, frá Alefli ehf., Flot- gólfi ehf. og Spöngu ehf., voru yfir áætlun. Reykjavíkurborg keypti fasteignirnar á Klepps- vegi 150 og Kleppsvegi 152 á samtals rúmlega 642 milljónir króna. Hvort hús um sig er um eitt þús- und fermetrar. Breyta átti húsnæðinu í leikskóla fyrir 120-130 börn. Þarna var var áður að finna margvíslega starfsemi, svo sem artkitektastofuna Arkís og kynlífstækjabúðina Adam og Evu. Í frum- kostnaðaráætlun borgaryfirvalda var gert ráð fyrir að það myndi kosta 623 milljónir að breyta húsnæð- inu í leikskóla. Nú er ljóst að framkvæmdin fer langt fram úr áætlun. Heildarkostnaður við kaup og endurgerð verður um 1.570 milljónir. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn gagnrýndu áform meirihlutans harðlega og töldu vænlegra að jafna húsin við jörðu og byggja nýtt hús fyrir vænt- anlegan leikskóla. Samið um uppbyggingu leikskóla við Kleppsveg fyrir 927 milljónir Morgunblaðið/sisi Kleppsvegur 152 Í þessu húsi var um skeið rekin kynlífstækjaverslun undir heitinu Adam og Eva.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.