Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 42

Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Mjög gott úrval af gæðakjöti Krydd, sósur og ýmislegt fleira Ef þið eruð í hópi þeirra sem skil- greinast sem taco-böðlar eða taco- subbur þá er okkur það sönn ánægja að tilkynna ykkur að nú horfir til betri vegar. Old El Paso hefur sett í sölu svo- kallaða taco-vasa sem koma í stað pönnukökunnar sem við setjum alltaf alltof mikið í svo hún annað- hvort springur eða það dettur allt út um endann. Taco-vasarnir ættu því nokkuð augljóslega að fá hönnunarverð- laun fyrir hagkvæmni og hentug- leika, og fyrst við erum byrjuð á þessu þá eru taco-bátarnir ekki síðri fyrir subbur og alla sem vilja borða reglulega með slíku fólki. Snilldarhönnun Oft er það einfaldleikinn sem er bestur eins og í þessu til- felli. Hverju datt eiginlega í hug að rúlla upp matnum? Taco-subbur sjá fram á betri tíma Taco-bátur Bátarnir hafa slegið í gegn enda stórsniðugir. Viskíið er frá skoska framleiðandanum Glenli- vet og hefur verið geymt í eikartunnu frá árinu 1940 eða í yfir 80 ár. Hefur tunnan nú verið opnuð og mun fyrsti skammturinn fara í flöskuna sem boðin verður upp og hefur hlotið nafnið Decanter #1. Það var arkitektinn sir David Adjaye sem fékk það hlutverk að hanna flöskuna sem kem- ur í eikarkassa sem á að tákna tunnuna sem viskíið var í. Sá sem kaupir flöskuna fær ýmislegt annað með í kaupunum eins og viskísmökkun og inn- rammaðan tappa úr tunnunni svo eitthvað sé nefnt. Ágóðinn rennur óskiptur til góðgerðarsjóðs- ins Trees for Life sem berst fyrir uppgræðslu skóglendis í Skotlandi. Afgangurinn af viskíinu verður svo settur á 249 flöskur og geta áhugasamir sett sig í sam- band við Gordon & MacPhail. Elsta viskí heims boðið upp hjá Sotheby’s Í byrjun október verður boðin upp afar fágæt flaska sem inniheldur elsta viskí heims. Ljósmynd/Sotheby’s Eplakökumúffur 12-16 stykki Stökkur toppur 40 g smjör við stofuhita 60 g púðursykur 50 g hveiti ½ tsk. kanill Setjið allt saman í skál og myljið saman með fingrunum svo úr verði mulningur til að setja ofan á deigið á eftir. Leggið til hliðar á meðan þið útbúið múffurnar. Múffur – uppskrift 2 epli 150 g sykur 120 ml hunang 120 ml súrmjólk 120 ml ljós matarolía 2 egg 2 tsk. vanilludropar 80 g Til hamingju-tröllahafrar 300 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kanill ½ tsk. salt Hitið ofninn í 175°C. Afhýðið eplin og skerið smátt niður (ég var með eitt grænt epli og eitt „pink lady“), setjið í stóra skál. Hellið sykri, hunangi, súrmjólk, olíu, eggj- um og vanilludropum yfir eplin og blandið saman við með sleif. Næst má blanda tröllahöfrunum saman við og að lokum fer hveiti, lyftiduft, kanill og salt í skálina. Blandið öllu saman með sleif og setjið deigið síðan í zip-lock-poka til að auðveldara sé að skipta því í formin (eða notið ísskeið). Setjið pappaform í álform. Ég var með upphá pappaform og ákvað því að hafa færri og stærri kökur en það má hafa hefðbundin pappaform og skipta niður í fleiri einingar. Þegar þið eruð búin að skipta múffudeiginu niður í formin má setja kurlið ofan á og baka í 25-30 mínútur. Best er að baka þar til prjónn kemur nokkuð hreinn út, allt í lagi að það sé smá kökumylsna á endanum en ekki blautt deig. Dýrindis eplakökumúffur Uppskriftir með eplum fylgja haustinu og Berglind Hreiðars á Gotteri.is segist mikil haust- manneskja enda elski hún allt sem því fylgi; lyktina, kuldann, litina og ekki síst rútínuna. Hér deilir hún með okkur æðislegri uppskrift að eplakökumúffum sem svíkja engan. Haustmúffur Epli og kanill eiga alltaf sérlega vel við á haustin. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.