Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 16.09.2021, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Mjög gott úrval af gæðakjöti Krydd, sósur og ýmislegt fleira Ef þið eruð í hópi þeirra sem skil- greinast sem taco-böðlar eða taco- subbur þá er okkur það sönn ánægja að tilkynna ykkur að nú horfir til betri vegar. Old El Paso hefur sett í sölu svo- kallaða taco-vasa sem koma í stað pönnukökunnar sem við setjum alltaf alltof mikið í svo hún annað- hvort springur eða það dettur allt út um endann. Taco-vasarnir ættu því nokkuð augljóslega að fá hönnunarverð- laun fyrir hagkvæmni og hentug- leika, og fyrst við erum byrjuð á þessu þá eru taco-bátarnir ekki síðri fyrir subbur og alla sem vilja borða reglulega með slíku fólki. Snilldarhönnun Oft er það einfaldleikinn sem er bestur eins og í þessu til- felli. Hverju datt eiginlega í hug að rúlla upp matnum? Taco-subbur sjá fram á betri tíma Taco-bátur Bátarnir hafa slegið í gegn enda stórsniðugir. Viskíið er frá skoska framleiðandanum Glenli- vet og hefur verið geymt í eikartunnu frá árinu 1940 eða í yfir 80 ár. Hefur tunnan nú verið opnuð og mun fyrsti skammturinn fara í flöskuna sem boðin verður upp og hefur hlotið nafnið Decanter #1. Það var arkitektinn sir David Adjaye sem fékk það hlutverk að hanna flöskuna sem kem- ur í eikarkassa sem á að tákna tunnuna sem viskíið var í. Sá sem kaupir flöskuna fær ýmislegt annað með í kaupunum eins og viskísmökkun og inn- rammaðan tappa úr tunnunni svo eitthvað sé nefnt. Ágóðinn rennur óskiptur til góðgerðarsjóðs- ins Trees for Life sem berst fyrir uppgræðslu skóglendis í Skotlandi. Afgangurinn af viskíinu verður svo settur á 249 flöskur og geta áhugasamir sett sig í sam- band við Gordon & MacPhail. Elsta viskí heims boðið upp hjá Sotheby’s Í byrjun október verður boðin upp afar fágæt flaska sem inniheldur elsta viskí heims. Ljósmynd/Sotheby’s Eplakökumúffur 12-16 stykki Stökkur toppur 40 g smjör við stofuhita 60 g púðursykur 50 g hveiti ½ tsk. kanill Setjið allt saman í skál og myljið saman með fingrunum svo úr verði mulningur til að setja ofan á deigið á eftir. Leggið til hliðar á meðan þið útbúið múffurnar. Múffur – uppskrift 2 epli 150 g sykur 120 ml hunang 120 ml súrmjólk 120 ml ljós matarolía 2 egg 2 tsk. vanilludropar 80 g Til hamingju-tröllahafrar 300 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kanill ½ tsk. salt Hitið ofninn í 175°C. Afhýðið eplin og skerið smátt niður (ég var með eitt grænt epli og eitt „pink lady“), setjið í stóra skál. Hellið sykri, hunangi, súrmjólk, olíu, eggj- um og vanilludropum yfir eplin og blandið saman við með sleif. Næst má blanda tröllahöfrunum saman við og að lokum fer hveiti, lyftiduft, kanill og salt í skálina. Blandið öllu saman með sleif og setjið deigið síðan í zip-lock-poka til að auðveldara sé að skipta því í formin (eða notið ísskeið). Setjið pappaform í álform. Ég var með upphá pappaform og ákvað því að hafa færri og stærri kökur en það má hafa hefðbundin pappaform og skipta niður í fleiri einingar. Þegar þið eruð búin að skipta múffudeiginu niður í formin má setja kurlið ofan á og baka í 25-30 mínútur. Best er að baka þar til prjónn kemur nokkuð hreinn út, allt í lagi að það sé smá kökumylsna á endanum en ekki blautt deig. Dýrindis eplakökumúffur Uppskriftir með eplum fylgja haustinu og Berglind Hreiðars á Gotteri.is segist mikil haust- manneskja enda elski hún allt sem því fylgi; lyktina, kuldann, litina og ekki síst rútínuna. Hér deilir hún með okkur æðislegri uppskrift að eplakökumúffum sem svíkja engan. Haustmúffur Epli og kanill eiga alltaf sérlega vel við á haustin. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.