Morgunblaðið - 05.11.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021
✝
Stefán B. Ólafs-
son fæddist á
Nýlendugötu 27 í
Reykjavík 6. nóv-
ember 1949. Stefán
varð bráðkvaddur
13. október 2021.
Foreldrar Stef-
áns voru Þóra G.
Stefánsdóttir, f. 27.
nóvember 1926, d.
14. júlí 2017, og
Ólafur Bergsson, f.
9. janúar 1927, d. 12. júní 2008.
Systur hans eru Þóra Andrea,
f. 2. mars 1948, Kolbrún, f. 10.
febrúar 1952, Sigrún, f. 12. mars
1957, og Pálína Sólrún, f. 4.
mars 1962.
Stefán var giftur Valgerði
Gunnarsdóttur, f. 11. október
1951, d. 12. febrúar 2019. Þau
skildu árið 2001. Þau eiga tvær
maí 1983, eiginkona hans er
Anna Einarsdóttir. Dætur
þeirra eru Katrín Klara og Em-
ilía Emma.
Stefán var húsasmíðameistari
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
vann sem sölumaður hjá Andra
hf. og síðan sem smiður, sölu-
maður og við uppsetningu á
Crawford hurðum hjá Velti hf.
Stefán og fyrri eiginkona hans
stofnuðu Hurðaborg árið 1989.
Stefán starfaði þar sem fram-
kvæmdastjóri þar til hann lést.
Stefán átti fjölmörg áhuga-
mál, var vinmargur og virkur í
margs konar félagsstarfi og þar
má nefna Lions, Stoð, Frímúr-
ara, JC, Hundraðhestaflageng-
ið. Stefán stundaði ötull íþróttir
s.s. reiðmennsku, golf, skíði og
tennis.
Útför Stefáns fer fram frá Ví-
dalínskirkju í dag, 5. nóvember
2021, kl. 15.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
dætur. 1) Valgerð-
ur, f. 2. september
1974, eiginmaður
hennar er Kristján
Þór Hlöðversson, f.
3. maí 1970. Börn
þeirra eru Óliver
Adam og Carmen
Eva. Börn Kristjáns
eru Alexandra El-
ísabet og Jakob
Ágúst. 2) Agla
Marta, f. 6. maí
1976. Dóttir hennar er Andrea
Agla.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns
er Ingunn Magnúsdóttir f. 23.
september 1955.
Ingunn á tvo syni úr fyrra
hjónabandi 1) Daníel Trausta-
son f. 20. september 1979. Börn
hans Róbert Viðar og Embla
Sóley, 2) Róbert Traustason, f. 6.
Þakka þér elsku Stebbi minn
fyrir öll árin okkar saman. Vænt-
umþykja og virðing umluktu þau.
Með þér var allt svo gott og gam-
an. Óteljandi ferðalög innan lands
og utan þar sem þú spjallaðir við
fólk sem varð svo vinir þínir. Þú
varst sannkölluð himnasending í
líf mitt. Og ekki bara mitt, heldur
allrar fjölskyldu minnar. Takk
fyrir ástina sem þú gafst sonum
mínum og barnabörnum. Það
toppaði enginn afa Stebba. Ég
mun sakna þín ævilangt og kveð
þig af sömu virðingu og ást og þú
gafst mér.
Ég byrja reisu mín
Jesú í nafni þín.
Höndin þín helg mig leiði,
úr hættum öllum greiði.
Jesú mér fylgi í friði
með fögru englaliði.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín
Ingunn (Inga).
Margar minningar renna nú í
gegnum huga minn þegar ég
hugsa um þig, elsku ljúfi og lífs-
glaði pabbi sem kveður okkur allt
of fljótt. Þú varst skrautlegur per-
sónuleiki, örlyndur, og orkumikill
hugmyndasmiður. Sannarlega
ríkur af sagnagleði, glensi og
gamni. Þú varst hrókur alls fagn-
aðar, laðaðir að þér alls kyns fólk
og marga vini og varst með góðum
vinum kvöldið sem þú varst bráð-
kvaddur.
Það rifjast upp ótalmargar
minningar frá Hofgörðunum
æskuheimilinu okkar, með elsku
mömmu og Öglu Mörtu systur.
Húsið sem þú sjálfur, húsasmíða-
meistarinn, byggðir og klæddir
með timbri smurðir með olíu svo
húsið var bæði einstaklega fallegt
að utan sem innan og ilmaði.
Heimilið var fallegt og hlýlegt og
þið mamma gestrisin og samheld-
in hjón og mjög vinamörg. Þið
stunduðuð saman tennis og golf
sem þú hélst áfram að stunda þar
til fyrir nokkrum árum síðan. Þið
unnuð hörðum höndum og byggð-
uð saman upp Hurðaborg, fyrir-
tækið ykkar, sem þú hélst áfram
utan um eftir skilnaðinn, fram að
andlátinu.
Ég kveð þig, pabba sem ég
upplifði mörg ævintýri með. Við
svifum saman yfir fannbreiður og
jökla á vélsleðum, grilluðum sil-
ung á Mýrdalsjökli, renndum okk-
ur niður Sólheimajökul og ferðuð-
umst þannig um fallega landið
okkar sem þú varst dáleiddur af
og þekktir vel. Þú kenndir mér
heiti fjalla og tinda.
Man svo vel þegar þú gafst
okkur systrunum rauðu vespurn-
ar og treystir okkur fyrir fjórhjól-
unum, hraðskreiðu sportbílunum
þínum og leyfðir mér að keyra
hratt, kenndir mér vandlega á bíl
og sagðir að sjóndeildarhringur-
inn stækkaði með árunum. Ég
minnist þess þegar þú heimsóttir
mig í Menntaskólann í Reykjavík í
kennslustund með frægu tónlist-
armenn Platters-bandsins frá
Bandaríkjunum með í för. Ég vissi
þá að þú værir öðruvísi en flestir
pabbar.
Ég kveð þig, pabba minn sem
elskaði fjölskylduna, góða jólasiði
og fann jólafriðinn. Ég kveð
pabba minn handverksmanninn
og fagurkerann sem var listrænn
og smíðaði og teiknaði fjölda fal-
legra listaverka og kunni að meta
list með öllu mögulegu sniði.
Ég kveð þig, pabba minn, sem
varst svo ástfanginn af lífinu með
kúrekahattinn en um leið beist oft
á jaxlinn og dansaðir við lögin í
djúpboxinu þínu í stofunni, í gegn-
um innri baráttu. Hvíldir þig síðan
um hríð, safnaðir kröftum og hélst
áfram lífinu með tilhlökkun og eft-
irvæntingu fyrir öllum spennandi
verkefnum fram undan, með lífs-
viljann og framkvæmdagleðina
allsráðandi.
Hinsta kveðja mín og fjölskyld-
unnar er sveipuð þakklæti fyrir
okkar lukkulegu samverustundir
frá liðnum sumardögum þegar
Kristján minn, Maggi og Róbert
máluðu fallega húsið ykkar Ingu á
Sunnuflötinni. Það var afar dýr-
mætt fyrir þig svo það skein af þér
gleðin og þakklætið. Carmen fékk
að eiga samverustundir með afa
sínum og þið Óliver gerðuð samn-
ing um blæjusportbílinn og þú
heimsóttir hann í fyrirtækið hans
sem gladdi hann mikið. Þessa
sumardaga fögnuðum við barna-
bókinni minni sem ég færði þér
áritaða með innilegu þakklæti fyr-
ir hvatningu í listum og skapandi
skrifum á æskuárum. Við áttum
þarna dýrmæta stund saman og
það er okkar kveðjustund sem
gott er að minnast núna.
Eins og þér var einum lagið
sagðirðu sögur fullur af ást og
gleði til okkar og fórst fögrum
orðum um okkur fjölskylduna
þessa góðu sumardaga sem við
geymum í hjörtum okkar til minn-
ingar um þig, gjafmilda gleðigjaf-
ann.
Blessuð sé minning þín.
Þín elskandi dóttir,
Vala.
Hann skellihlær á meðan hann
trommar með fingrunum á borðið.
Ég reyni líka að stappa í takt en
þekki ekki lagið. Takturinn í því
minnir á hjartslátt. Pabbi stillir
hátalarann í botn, lítur til mín og
úr augunum skín gamla glettnis-
blikið sem ég þekki svo vel. Svo
syngur hann hástöfum með Roll-
ing Stones: Going home.
Einhvern veginn fær titill
þessa lags og takturinn aðra og
dýpri merkingu núna þegar ég
hugsa til verslunarmannahelgar-
innar þegar við pabbi og Inga fór-
um austur til að dytta að bústaðn-
um. Ég er svo þakklát fyrir þessa
helgi – síðasta alvöru djammið
með pabba.
Það er óhætt að segja að pabbi
hafi verið litríkur maður. Hann
skartaði ekki bara björtustu litum
regnbogans heldur þræddi allan
skalann. Úr fyrstu köflum lífsins á
ég margar minningar frá Hof-
görðum og líka skemmtilegu fjöl-
skyldubrölti við Þingvallavatn þar
sem stórfjölskyldan átti bústaði.
Minningarnar eru dýrmætar:
pabbi að leyfa barninu mér að
keyra, pabbi að smíða, pabbi að
syngja og segja sögur. Hann var
brandarakarl og alltaf í stuði.
Stebbi stuð.
Aðalsmerki hans var gleðin
sem hann vildi deila með öllum.
Hann fór aldrei í manngreinarálit,
kom eins fram við allt fólk, á öllum
aldri. Það var auðvelt að finna
hann í mannþröng, maður elti
bara hlátrasköllin. Hann var
sögumaður af guðs náð sem vissi
fátt betra en að fá fólk til að hlæja.
Af minningum úr síðari köflum
er t.d. ferðin okkar Andreu með
pabba og Ingu til Stokkhólms þar
sem við sungum látlaust Kim Lar-
sen-lög alla leiðina frá Köben.
Pabbi reyndi einu sinni að skipta
um tónlist og spilaði disk með hin-
um drepleiðinlegu sænsku
Vikingerne. Ekki að ræða það!
sögðum við og víkingavælið var
kæft í fæðingu. Áfram – og um
alla tíð – skyldi Kim Larsen vera
kóngurinn!
Pabbi var bakvörðurinn minn í
ýmsum skilningi. Í íþróttum var
hann minn öflugasti stuðnings-
maður og þá reyndist hann okkur
Andreu Öglu líka mikil hjálpar-
hella síðar. Við töluðum mikið
saman í síma um allt mögulegt en
oftar en ekki var rætt um hand-
bolta og fótbolta, bæði fyrir og eft-
ir stóra leiki – og líka í hálfleik!
Við áttum einstakt samband. Okk-
ar samband.
Hann var með ólæknandi bíla-
dellu og átti marga kagga um æv-
ina – sá flottasti var þó bleiki og
hvíti Crown Victoria-fornbíllinn.
Hann keypti aðra klassagræju
með þeim bíl, stæðilegt „juke-
box“ sem við notuðum óspart.
Hann elskaði öll farartæki, allt frá
fjarstýrðum bílum upp í sportbíla;
því hraðar sem þau fóru því betra.
Pabbi fór sjálfur bara almennt
hratt yfir.
Fertugsafmælisveisluna mína
fékk ég að halda hjá pabba og
Ingu og þvílíkt fjör! Veislutjald í
garðinum og pabbi smíðaði meira
að segja sérstakan bar á pallinn.
Hann var mikill hagleikssmiður
og fagurkeri. Mér þótti vænt um
að geta endurgoldið greiðann og
haldið honum veislu heima í
Hveragerði þegar hann varð sjö-
tugur.
Ég er þakklát fyrir allar okkar
stundir, öll okkar samtöl og mun
sakna pabba míns sárt.
Going home, söng hann fyrir
stuttu. Við Andrea Agla sendum
pabba og afa hlýjar og kærleiks-
ríkar óskir um góða heimferð.
Þín dóttir,
Meira á www.mbl.is/andlat
Agla Marta.
Í dag þegar við kveðjum bróður
okkar hinstu kveðju er margs að
minnast og margt að þakka.
Stebbi var með skemmtilegri
mönnum og aldrei var nein logn-
molla í kringum hann.
Það að alast upp saman fimm
systkini eru mikil forréttindi. Nú
hefur verið höggvið í hópinn og
hann kvatt. Hann gegndi stóru
hlutverki í lífi okkar, var sá sem
hrósaði, reddaði og var alltaf
tilbúinn að hjálpa. Hann kom til
dyranna eins og hann var klædd-
ur. Glaður og með einstaka nær-
veru. Hann sá litlu hlutina í nær-
umhverfinu og átti auðvelt með
sjá það góða í öðrum og vildi gera
allt fyrir sína. Hann var fagurkeri
fram í fingurgóma og sem húsa-
smiður spáði hann mikið í hús-
byggingar og fallega hönnun. Líf
okkar hófst á Nýlendugötu 27, við
sjóinn, bátana og slippinn. Dreng-
urinn hugfanginn. Fór á milli
staða til að fylgjast með fólkinu og
tók alla þá áhættu sem í boði var
þegar hann stökk á milli báta til að
heilsa upp á karlana. Nýló var
fjölskylduhús sem afi nafni hans
byggði og var það ærið verkefni
fyrir alla í því húsi að halda honum
á lífi því hættur voru ekki hans
áhyggjuefni. Við fluttum síðan á
Laugalækinn þar sem nýr kafli
hófst með nýjum vinum,
Glaumbæ og Rolling Stones.
Pabbi í stofunni að hlusta á Bítl-
ana, Stebbi á Stones og Kolla
systir að reyna að ná nýjasta
smellnum á BBC. Aldrei nein sér-
stök rólegheit á því heimili.
Mamma ýmist að matbúa eða
sauma á okkur. Alveg pollróleg og
brosandi. Stebbi þurfti ekki að
biðja um aðstoð við að láta dekra
við sig þegar átti að kíkja í
Glaumbæ. Kvenpeningurinn á
heimilinu bara sameinaðist í verki
og pressaði, pússaði skóna og
greiddi. Hann lagði af stað eins og
kvikmyndastjarna.
Árin liðu og við öll orðin full-
orðin. Stebbi bróðir á vit nýrra
ævintýra. Fyrir vikið hafði hann
frá ótal hlutum að segja sem
hljómuðu oft eins og sögur skrif-
aðar í Hollywood. Elskulegur
bróðir okkar var einkasonur for-
eldra sinna sem sáu ekki sólina
fyrir honum. Við systur hlógum
nú oft að því hvað mamma gat
hælt honum mikið fyrir eitthvað
sem okkur þótti nú ekkert merki-
legt. Það hljómaði stundum eins
og hann hefði byggt allt húsið ef
hann rak nagla í vegg og hengdi
upp mynd. Við fyrirgáfum henni
það þó alveg. Við hittumst hér áð-
ur fyrr öll stórfjölskyldan við há-
tíðleg tækifæri og ríkti oft mikil
gleði og spilin dregin fram. Dætur
hans yndislegu Vala og Agla
Marta hafa misst mikið nú þegar
báðir foreldrarnir eru farnir.
Hugir okkar eru hjá heim. Elsku
Inga kona hans sem fékk hann til
að blómstra og eiga áhyggjulaust
ævikvöld syrgir nú Stebba sinn.
Þau voru hjón, vinir og gleðigjafar
hvort fyrir annað. Við eigum öll
eftir að sakna hans mikið. Það
væri gott að geta fengið að faðma
hann bara einu sinni enn. Faðm-
urinn var stór og hlýr.
Við systur og fjölskyldur kveðj-
um Stebba með miklum trega en
minningarnar munu verma.
Góða ferð, elsku Stebbi.
Sigrún systir (Sía).
Gleðigjafi er fyrsta orðið sem
kemur í hugann þegar hugsað er
um Stebba.
Mann sem lifði lífinu lifandi, því
spurningin er ekki hve lengi mað-
ur lifir, heldur hvernig. Hann gaf
Ingu systur yndislegt líf, glað-
værð, virðingu og, mest um vert,
sanna vináttu og ást. Ást þeirra
hjóna hvors til annars var falleg
og einlæg. Gaman var að ferðast
með þeim og hitta þau í sumarbú-
staðnum. Stebbi hafði mikinn
áhuga á að kynnast fólki og gaf sig
á tal við alla hvar í heiminum sem
hann var. Þegar við vorum saman
á Jamaica, var hann búinn að
kynnast öllu starfsfólkinu og hót-
elstjóranum daginn sem við kom-
um, og héldu allir þar mikið upp á
Stebba. Hann mætti alltaf fólki
glaður og áhugasamur um þess
hagi. Hann var morgunhani, þeg-
ar við komum í morgunmat á hót-
elinu gat hann frætt okkur um
rekstur hótelsins og allrar hótel-
keðjunnar, svona var áhugi hans á
öllu í kringum sig.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og gleðina sem
hann færði okkur. Samúðar-
kveðju sendum við elsku Ingu og
öllum ástvinum sem misst hafa
mikið.
Elísabet (Beta) og Jón Ágúst.
Ég hrópa á þig himnasmiður,
ég bið þig koma nú.
Eitt af þínum börnum biður
af einlægni og trú.
Huggaðu þau sem harmur hylur,
frá himni sendu frið.
Engla sendu alla þína
að setjast við þeirra hlið.
Gættu þeirra Drottinn minn
sefaðu þeirra harm.
Breiddu út stóra faðminn þinn,
leggðu þau við þinn barm.
Þerraðu þeirra sorgartár,
læknaðu þeirra hjartasár.
Vaktu Drottinn, Drottinn minn,
sendu þeim allan styrkinn þinn.
(Anna Kristine Magnúsdóttir)
Inga systir sat hjá mér á
Landakotsspítala miðvikudags-
kvöldið 13. október. Hún hafði
keyrt Stebba sinn og vini hans á
Höfnina þar sem þeir voru að
hitta félaga sína í Stoði. Þegar leið
á kvöldið var hún að hugsa um að
hringja í Stebba og athuga hvort
Stefán B Ólafsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EINAR EMIL FINNBOGASON
blikksmiður
Hörðukór 5, Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 21. október.
Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn
8. nóvember klukkan 13.
Guðrún Ásta Einarsdóttir Gísli Sverrisson
Ómar Einarsson Svanlaug Rósa Finnbogadóttir
Viðar Einarsson Auður Ásdís Markúsdóttir
Örn Einarsson Sólveig Ragnarsdóttir
afa- og langafabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI GUÐRÁÐSSON,
bóndi og organisti,
Nesi í Reykholtsdal,
lést á Landspítalanum 31. október.
Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju
laugardaginn 6. nóvember klukkan 11.
Útförinni er streymt beint á Facebooksíðu Reykholtsprestakalls
og á facebook.com/snorrastofa.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki taugalækningadeildar Landspítala
fyrir hlýhug og góða umönnun.
Sigurður Bjarnason Vaka Kristjánsdóttir
Einar Bjarnason
Sigrún Benediktsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Helga Björk Bjarnadóttir Birgir Hlíðar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku Didda okkar,
KRISTÍN SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR,
Sílastöðum, Hörgársveit,
lést laugardaginn 30. október í faðmi
fjölskyldunnar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 8. nóvember klukkan 13. Athöfninni verður
streymt á facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju
– beinar útsendingar.
Helgi Jóhannsson
Jóhann Helgason Margrét Kristín Pétursdóttir
Eiríkur Helgason Silja Hlín Magnúsdóttir
Halldór Helgason Stefanía Ingadóttir
Björgvin Helgason
Eiríkur Sigfússon Soffía Alfreðsdóttir
Aðalheiður Eiríksdóttir
Auður Arna Eiríksdóttir
og ömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR KÁRASON,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
lést 27. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
9. nóvember klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á facebook-síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð.
Jóhannes Ingimarsson Janine Long
Sigrún Þórðardóttir G. Rúnar Jóhannsson
Anna Margrét Þórðardóttir
Þórunn Elva Þórðardóttir Bjarki Reynisson
afa- og langafabörn