Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2021, Blaðsíða 20
✝ Rósinkrans Már fæddist 27. desember 1979. Hann lést af slysförum 25. sept- ember 2021 í Sví- þjóð. Foreldrar hans eru þau Konráð Jóhannsson, f. 12. mars 1958, d. 9. maí 2021, og Unn- ur Rut Rósin- kransdóttir, f. 4. ágúst 1961. Systkini hans eru Arna María, fædd 22. ágúst 1983, Sigurlín Edda, f. 20. maí 1985, Guð- bjartur Gestur, f. 4. apríl 1987, Kristján Birgir, f. 27. ágúst 1999 og Svala, f. 1. janúar 1987. Unnusta hans er Hrefna Henny Víkingur hjúkr- unarfræðingur, fædd 17. apríl 1985, og börn þeirra eru Alex- ander Elí, f. 20. september 2012, Atlas Breki, f. 14. maí 2019, en fyrir átti hann Guðmund Ívan, f. 14. júní 2004. Útför Rósinkrans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. nóvember 2021, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku elsku hjartans Rósi minn! Ég bara varla trúi því að þú sért farinn frá okkur, það er kom- ið svo risastórt skarð í hjarta mitt og fjölskyldunnar allrar yfir að þú sért farinn frá okkur. Lífið verður ekki samt án þín. Það sem ég á eft- ir að sakna allra símhringinganna og allra fallegu kveðjanna sem þú varst alltaf að senda mér, engin snöpp af fjölskyldunni, engin Mes- senger-símtöl. Þú varst alltaf svo duglegur að senda snöpp og leyfa okkur að fylgjast með. Þessi snöpp sem þú sendir mér sama dag og þú kveður kem ég alltaf til með að varðveita. Þú varst alltaf að gera eitthvað með elsku Hrefnu þinni og strákunum þín- um, enda varstu alltaf duglegur að tjá elsku þína og væntumþykju, þú áttir svo auðvelt með að þykja vænt um alla í kringum þig og máttir ekkert aumt sjá. Þegar við bjuggum á Siglufirði og þú varst tveggja ára og við vor- um í göngutúrum og þú varst al- veg hvíthærður og allir voru svo hrifnir af þér, þá gekkst þú undir viðurnefninu glókollurinn. Þú heilsaðir öllum, stoppaðir og sagð- ir „hæ“ við alla sem við mættum í labbitúrunum og byrjaðir snemma á að vera hugulsamur og dróst aðra að nærveru þinni. Að- eins seinna þegar við vorum í Krossinum þá var svo gaman að fylgjast með þér, þú varst alveg á fullu að lofa Drottin og fórst til Jeff með unglingunum. Þú fékkst snemma að kynnast Jesú og upp- lifa trúna á hann. Síðan líða árin og þú komst víða við í atvinnulíf- inu, einkum voru bílar áhugamál þitt. Alls staðar þar sem þú réðst þig í vinnu skilaðir þú þínu með sóma. Svo man ég svo vel þegar ég fékk fréttir af því að þú værir að verða pabbi. Ég bókstaflega hopp- aði af kæti og gleði og við vorum öll svo spennt yfir því. Svo rann upp 14. júní og lítill drengur kom í heiminn og þú varst að springa af gleði og við öll. Þú varðst strax svo mikill pabbi og gerðir allt til að vera með Guðmundi Ívani, drengnum þínum. Elskaðir hann og leyfðir honum að vera með þér í vinnunni og sýndir honum allt sem þú varst að gera í leik og starfi. Og svo kom Hrefna þín. Og svo annar sonur, Alexander Elí. Ég man þegar þú sagðir mér að þið ætluðuð að flytja til Svíþjóðar. Það var pínu erfitt að heyra það. Flytja í annað land en svo gekk þetta bara allt svo vel hjá ykkur. Svo kom Atlas Breki, sem er „copy paste“ af þér! Það var svo gaman að fylgjast með þér, hversu hamingjusamur þú varst. Svo var svo gaman að sjá hvað þú varst alltaf að koma Hrefnu á óvart og stjana við hana og elska og lagðir rauðar rósir til að vísa henni veginn að hinu óvænta. Svo þegar þú baðst mig um að kveikja á fleiri tugum kerta inni í helli þar sem þú dróst hring á fingur henn- ar og komst henni á óvart í róm- antískum algleymingi. Það hefur verið svo gaman að sjá hversu hamingjusöm þið voruð í návist hvort annars og þegar þið voruð saman hérna hjá okkur þegar þið komuð heim til Íslands á jólunum. Og svo þegar þú hringdir í mig fyrir stuttu og sagðir „mamma ég get ekki þagað, Hrefna er ólétt að þriðja barninu,“ og sýndir mér staðfestinguna á óléttunni. Prófið var jákvætt. Og þetta var svo hamingjurík stund. Það var svo æðislegt hvað við vorum miklir vinir. Ég gat talað við þig um hvað sem var og mun ævinlega vera þakklát fyrir þær stundir. Ég elska þig og sakna þín enda- laust mikið, elsku Rósi minn. Þú ert eitt stórt þakklæti í hjarta mínu og ég veit að Jesú hefur tek- ið vel á móti þér! Nú er komið að kveðjustund. Sjáumst síðar elsku sonur minn! Kær kveðja, mamma Elsku besti bróðir minn. Mér þykir svo vænt um síðasta samtalið okkar þar sem þú sagðist vera svo stoltur af mér. Andlát pabba okkar styrkti samband okkar og ég held að þú vitir ekki hversu mikinn styrk þú gafst mér í sorginni því mér gafst aldrei tækifæri til þess að segja þér það. Ég er líka stolt af þér. Stolt af því að vera systir þín. Pabbi okkar var svo góðhjart- aður og með stærsta hjartað af öll- um sem ég þekki. Hann gerði allt fyrir alla og þá sérstaklega fyrir fjölskylduna og þú varst svo líkur honum. Ég leit upp til þín og fann hlýjuna sem pabbi gaf frá sér koma frá þér og þú ætlaðir að gera allt sem þú gast til að hjálpa mér og fjölskyldunni eins og pabbi hafði gert. Það eru engin orð sem geta lýst sorginni og söknuðinum sem ég finn í fjarveru þinni. Ég elska þig. Þín systir, Svala. Elsku Rósinkrans. Þegar ég fékk þetta símtal sem er svo ógleymanlegt, að þú værir týndur úti á sjó, þá trúði ég ekki þessum fréttum. Ég skellti strax á og hringdi í þig og ekkert svar kom, þá hringdi ég strax í Hrefnu konuna þína og heyrði hræðslu- röddina hennar í símann og börn- in grátandi fyrir aftan, tárin láku niður kinnar mínar og ég fann fyr- ir þessum vanmætti sem ég upp- lifði og fann að það var ekkert sem ég gat gert þar sem þú varst í öðru landi. Það var algjör ófriður innra með mér og ég gat ekki hætt að hugsa til þín, konu þinnar, barnanna og litla krílisins sem þið tilkynntuð mér um fimm dögum áður. Það leið ekki á löngu þar til ég var kominn út til Svíþjóðar til að finna þig og við tóku sjö dagar af gríðarlegri og umfangsmikilli leit með hjálp vina, fjölskyldu og alls kyns fólks sem setti hug sinn til okkar. Það sló mann jafn mikið niður þegar ég þurfti að snúa aftur til fjölskyldu minnar og vita af þér einhvers staðar úti á sjó eða ball- arhafi. En það varð þá mikill léttir þegar þú fannst tveim dögum seinna en þó ekki með lífsmarki, en við þurftum ekki að skilja þig eftir ófundinn! Allar þær minningar sem renna í gegnum hausinn á mér, hversu dýrmætur þú hefur verið mér og okkar fjölskyldu. Lífið þitt hefur verið stórt og mikið og ég gleymi aldrei þeim stundum sem þú náðir í mig og sýndir mér bílana eða tækin sem þú keyptir og varst svo stoltur af. Eða þegar þú kenndir mér að hrista kokteilana og heilla kvenþjóðina. Svo þegar þú hringdir í mig og sagðir mér frá þessari prinsessu sem þú ætlaðir þér að ná í sama hvað, og ekki leið á löngu þar til hún Hrefna kom í líf þitt og þá fór lífið að snúast um fjölskyldu og allt sem þú tókst þér fyrir hendur var einungis til að gefa Hrefnu og börnunum þínum fallega framtíð. Það skipti engu máli hvort það var brask með tæki og tól eða hvað sem það var, þá var það til að gefa þeim fallegar minningar og framtíð sem þú hafðir stóran hug um. Hjarta þitt var gert úr gulli og allir þeir sem þú varst tilbúinn að hjálpa, gefa öðrum bjarta framtíð og styrkja fólkið þitt með upp- byggjandi orðum og styrk var svo dýrmætt. Þú horfðir alltaf á gullið sem var grafið innra með fólki, þó svo framkoma þess hafi ekki verið endilega sú besta. Þá sástu alltaf í gegnum það og það góða í fólki. Ég fékk að upplifa svo dýr- mæta minningu með þér áður en þetta slys varð, þegar ég kom til Svíþjóðar og heimsótti ykkur fimm dögum áður, og sú minning mun lifa um ókomna framtíð. Elsku Rósi, síðan þú fórst frá okkur þá hef ég gert mitt besta til að sýna konu þinni og börnunum þínum þann styrk sem ég mögu- lega get og ég skal lofa þér því að ég mun vera til staðar fyrir þau alla mína tíð! Þinn frændi, Víðir Víðisson. Elsku Rósinkrans Már Kon- ráðsson (Rósi) minn. Vá, hvað maður er búinn að vera ringlaður síðustu daga. En margar gleði- minningar búnar að fljúga um hausinn á manni. Laugardaginn 25. september spjölluðum við saman og sendum á milli okkar snap, hlógum mikið áður en þú fórst með krakkana á þotuskíði. Mér þótti alltaf vænt um að heyra í þér og skoða snöppin frá þér og þú nefndir það sama. Við áttum sérstakt og skemmtilegt vinasam- band. Síðasta árið töluðum mikið saman og höfðum báðir svo gaman af þessu braskrugli á okkur, hringdum oft hvor í annan og spurðum hvort það væri vitleysa að kaupa þetta dót eða eitthvað annað og hlógum og bulluðum. Mér þótti alltaf vænt um hvað þú varst hreinskilinn og hjálpsamur, varst alltaf til í að hjálpa manni. En svo fékk ég símtal laugar- dagskvöldið 25. september. Ég sat í bílnum með konunni og fékk þær fréttir að þú værir týndur úti á þessu vatni (sjó) eftir að hafa verið á þotuskíðinu. Ég brotnaði saman og trúði þessu varla. Sunnudagur kom og ég gekk bara um gólf, al- veg vonlaus með engan frið í hjartanu og ég heyrði þær fréttir að þú væri ekki fundinn. Mánu- dagsmorguninn heyri ég í Dodda bróður þínum og fæ þær fréttir að leit sé hætt og fjölskyldan sé bara að leita og væru ekki mörg. Það voru erfiðar fréttir sem stungu mig í hjartað. Þá kom ekkert ann- að til greina en að fara út og leggja fjölskyldu þinni lið og finna þig. Við hringdum hver í annan, ég, Bjössi og Víðir frændi þinn. Pönt- uðum miða og stukkum af stað og nokkrum klukkutímum síðar vor- um við komnir út. Daginn eftir vorum við félagar vaknaðir í Sví- þjóð með fjölskyldu þinni og við okkur blasti þetta gríðarlega stóra leitarsvæði á sjó, eyjar og firðir, og fullt af hættum. Við létum það ekki stoppa okkur, við vorum komnir til að finna Rósa okkar. Við æddum í búð og út komum við með fullt fangið af búnaði til leitar, þurrbúninga og fleira. Og við tók full ferð fram í myrkur alla þessa sjö daga, þreyta var ekki til staðar en vonleysið kom oft, en alltaf var það fljótt að fara aftur. Á sjöunda degi var virkilega sárt að þurfa að fara og kveðja þessa yndislegu fjölskyldu og þennan rosalega hóp sem ég kynntist, einstakt. Aldrei fundið eins mikla samheldni og styrk í einum hóp áður. Svo á mið- vikudagsmorgni fékk ég þær fréttir að þú værir fundinn, elsku Rósi minn. Það var mikill léttir, en líka mikil sorg. Elsku Rósi minn, þú munt allt- af eiga stað í mínu hjarta, elsku vinur, og það verður alltaf opið hús fyrir fjölskylduna þína hér. Hvíldu í frið elsku vinur, þín verður sárt saknað. Elsku Rósi minn, við hittumst aftur. Stórt knús til þín og strákanna, elsku Hrefnu minnar og ykkar fjöl- skyldu. Ykkar vinur Óli Raggi, eða Forsetinn, eins og Rósi kallaði mig. Ólafur Ragnar Ólafsson. Í dag er sannur vinur, og einn af mínum bestu, leiddur til hinstu hvílu með sárum söknuði. Maður, sem var í blóma lífsins, var tekinn frá okkur, langt fyrir aldur fram. Við Rósi vorum í daglegum sam- skiptum á miðlunum og við heyrð- umst þennan afdrifaríka morgun sem hafið gleypti hann, og gleðin og tilhlökkunin í mínum manni var mikil á þeirri stundu. Því það var ekkert sem hann naut sín meira við, en að vera með Hrefnu og drengjunum á góðum stundum. Rósi var alltaf hamingjusamur og glaður í gegnum lífið, en síð- ustu árin fann maður að lífið og hamingjan lék við hann og fjöl- skylduna hans. Hann hafði aldrei verið hamingjusamari. Rósi var afar mikill faðir, traustur vinur og bar höfuðið hátt af stolti af drengj- unum sínum og Hrefnu konunni sinni, og hversu vel þau væru búin að koma sér fyrir í Svíþjóð, á fal- lega heimilinu þeirra. Rósi var einstök sál sem lýsti upp heiminn með nærveru sinni, brosinu, hlátr- inum og hjálpsemi sinni. Allir sem þekktu Rósa vita hversu mikill gulldrengur hann var, og vina- margur var hann. Við Rósi vorum óaðskiljanlegir i mörg ár og vor- um kallaðir Sigurrós á tímabili. Kynni okkar á unglingsárunum urðu til þess að vinátta okkar small, og traustið í einu og öllu límdi okkar vináttu saman. Rósi hugsaði um mig eins og litla bróð- ur sinn, kynnti mig fyrir ræktinni, djamminu, mótorcrossinu, stríp- um í hárið, reykspóli á Mazda Rx7, ljósabekkjum, alvöruútileg- um, og alvöruutanlandsferðum. En fyrst og fremst lærði ég svo mikið af honum, því hann kunni allt milli himins og jarðar. Við Rósi unnum einnig saman mörg störf svo árum skipti, og það var magnað hvað hann var alltaf dug- legur og iðinn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Rósi var einn stærsti hlekkurinn í mínu lífi, einn af mínum bestu trúnaðarvinum sem var alltaf til staðar, og við fyr- ir hvor annan alltaf, sama hvað. Við hjálpuðum alltaf hvor öðrum með allt sem kom upp. Og aldrei á okkar 24 ára vináttu kom upp ósætti eða deilur. Samtöl okkar enduðu alltaf á því að við sögð- umst elska hvor annan! Rósi var fljótur að stökkva til að aka brúð- arbílnum á brúðkaupsdaginn minn 2008. Það kom heldur eng- inn annar til greina en hann. Enda var hann alltaf til staðar fyrir vini sína. Við töluðum alltaf um það í gegnum árin að unglingsárin okk- ar og allt það sem við brölluðum var ómetanlegur tími á lífsleið okkar og við fengum að njóta þeirra ára saman. Við grínuðumst alltaf með það að við ætluðum að vera á sama elliheimili og hoppa í gymmið daglega og stelast á bar- Rósinkrans Már Konráðsson 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 ✝ Magnús Grétar Ellertsson fæddist 30. júní 1937 í Reykjavík. Hann lést 29. októ- ber 2020 á dval- arheimilinu Sól- völlum á Eyrar- bakka. Foreldrar hans voru Ellert Ágúst Magnússon prent- ari, f. 4. ágúst 1913, d. 17. júní 1997, og Anna Ár- sælsdóttir, f. 13. desember 1913, d. 30. september 1997. Systkini Magnúsar eru 1) Sólveig, f. 13. júlí 1932, d. 10. janúar 1979. 2) Auður, f. 21. maí 1935. 3) Arn- dís, f. 20. september 1938, d. 23. ágúst 2015. 4) Ásrún, f. 26. febr- úar 1942. 5) Ársæll Brynjar, f. 16. júlí 1947. 6) Elín Anna, f. 22. ágúst 1954. 7) Eyjólfur Hlíðar, f. 22. ágúst 1954. Fósturbróðir Jón Helgi Haraldsson, f. 3. janúar 1953, d. 23. september 2012. Eiginkona Magnúsar hét Sigríður Vilborg Vilborgsdóttir, f. 20. september 1939, d. 14. september 2020. Börn Magnúsar og Sigríðar eru 1) Ellert Ágúst, f. 20. októ- ber 1958. 2) Ragnheiður Þór- unn, f. 1. janúar 1962, eigin- maður hennar er Indriði Ingvarsson. Þeirra börn eru a) Magnús, b) Halldór kvæntur Emily Anne Akland, c) Sigríður Sólkatla og d) Anna Kristín. 3) Heimir, f. 5. maí 1967, eiginkona hans er Brit Helen Leikvoll, börn þeirra eru a) Mar- ius og b) Magnhild. 4) Sólveig, f. 3. ágúst 1969, eig- inmaður hennar er Ari Jóhannes Hauksson, börn þeirra eru a) Eva Arnfríður, maki hennar er Reynir Freyr Pétursson, börn þeirra eru Ísold Agla og Matthildur María. b) Leifur, maki Alexandra Ingrid Hafliða- dóttir, sonur þeirra er Arnaldur Ari. c) Vignir Freyr. Magnús og Sigríður bjuggu um skeið á Hvanneyri og á Hvít- árvöllum og vann Magnús við ýmis störf þar á árunum 1957 til 1962 s.s. hjá Verkfæranefnd rík- isins á Hvanneyri, sem ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og aðstoðarmað- ur við tilraunir á Hvanneyri. Ár- ið 1966 lauk hann prófi sem mjólkurfræðingur frá mjólk- urskólanum Ladelund í Dan- mörku. Frá Borgarfirðinum fluttu Magnús og Sigríður á Eyr- arbakka og þaðan á Selfoss. Magnús starfaði hjá Mjólkurbúi Flóamanna frá 1962 til starfs- loka. Jarðarförin fer fram frá Eyr- arbakkakirkju 5. nóvember 2021 klukkan 13. Látinn er á Sólvöllum á Eyr- arbakka Magnús Grétar Ell- ertsson mjólkurfræðingur, átta- tíu og fjögra ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík 30. júní 1937, sonur hjónanna Ell- erts Ágústs Magnússonar og Önnu Ársælsdóttur konu hans. Magnús ólst upp í Vesturbæn- um í stórri fjölskyldu. Ungur var hann sendur í sveit til frændfólks síns í Borgarfirði, til sumardvalar. Þar var hann næstu sumrin og segja má að þessi sveitarvera hafi haft bein áhrif á líf hans. Eftir grunn- skólann tók við almenn verka- mannavinna, meðal annars á Keflavíkurflugvelli. Sveitarver- an sagði svo til sín og Magnús settist á skólabekk í Búnaðar- skólanum á Hvanneyri og lauk þar kandídatsprófi í búvísind- um. Nokkur ár vann hann sem búfræðingur í Borgarfirði en fluttist svo á Selfoss þar sem hann lærði mjólkurfræði. Fram- haldsnámi í þeirri grein lauk hann í Danmörku. Magnús vann síðan í Mjólkurbúi Flóamanna til loka starfsævinnar, mest á rannsóknarstofu búsins. Á námsárum Magnúsar á Hvann- eyri tíðkaðist að nemendur Húsmæðraskólans á Laugalandi heimsæktu tilvonandi bænda- efni á Hvanneyri einu sinni á vetri. Við slíkt tilefni kynntist Magnús Sigríði Vilborgu Vil- bergsdóttur frá Eyrarbakka sem síðan varð eiginkona hans. Börn þeirra hjóna eru Ellert Ágúst, Ragnheiður Þórunn, Heimir og Sólveig. Við sendum þeim systkinum, barnabörnum og barnabarna- börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fjölskyldan frá Hjallatúni Óskar Magnússon. Magnús Grétar Ellertsson Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, BRAGI SIGMAR HEIÐBERG, Vesturvegi 19, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 25. október. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins fyrir hlýja og góða umönnun. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Sigurpáll Hansen Birgitta Svandís Reinaldsd. Erna Björk Friðriksdóttir Ingibjörg Elín Árnadóttir Birgir Snævarr Ásþórsson Hafdís Steina Árnadóttir Einar Mikael Sölvason Árni Freyr Jónsson Guðný Sara Birgisdóttir Okkar ástkæra ÁSA PÁLSDÓTTIR lést 2. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útför verður auglýst síðar. Róbert Viðar Pétursson Gunnar Gunnarsson Margrét Rún Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.