Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 265. tölublað . 109. árgangur . Kalkúnaleggir Ísfugl - lausfrystir 399KR/KG ÁÐUR: 887 KR/KG Lambasúpukjöt Frosið, niðursagað 779KR/KG ÁÐUR: 1.299 KR/KG Fuji epli 4 stk 344KR/PK ÁÐUR: 459 KR/PK 40% AFSLÁTTUR 55% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 11.--14. NÓVEMBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ ÍSLANDSPLATA NÝS RÍKIS- BORGARA SAMDI KÓR- VERK Á TÁN- INGSALDRI MÆTIR Á SÖNG- ÆFINGAR Á NÍRÆÐISALDRI DAGLEGT LÍF 14 ELSTUR Í HEIMI 4DAMON ALBARN 70 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Með tiltölulega einföldum kerfis- breytingum væri hægt að tryggja að allir leigubílar hér á landi gengju einvörðungu fyrir rafmagni. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafssonar, for- stjóra Öskju, en fyrirtæki hans hefur lagt fram nokkrar tillögur til þess að hraða orkuskiptum í samgöngum. „Hér í höfuðborginni eru um 400 leigubílar og þeir aka á við 2.000 fjöl- skyldubíla. Það er mjög einfalt að breyta kerfinu og beina þeim öllum í rafmagn. Það er líka ímyndarmál fyrir Ísland, að hér séu allir leigubíl- ar rafmagnsbílar,“ segir Jón Trausti. Hann bendir á að leigubílstjórar fái niðurfelld vörugjöld af bensín- og díselbílum en að enginn aukastuðn- ingur, umfram almennar aðgerðir, sé í boði til þess að hraða orkuskipt- um í greininni. „Við viljum að greiddur verði raf- magnaður stuðningur við leigubíla sem að fullu verða knúnir rafmagni. Þar mætti miða við styrk sem næmi t.d. einni milljón. Þá ætti að fella nið- ur regluna um niðurfellingu vöru- gjalda af bensín- og díselbílum. Með því yrðu hvatarnir réttir.“ Jón Trausti bendir þó á að ekki sé nóg að stíga þetta skref heldur þurfi einnig að hraða uppbyggingu hrað- hleðsluinnviða á mikilvægum ferða- mannastöðum á borð við Keflavík- urflugvöll, Gullfoss og Geysi, á Snæfellsnesi og við Bláa lónið. „Það tekur ekki nema 15 mínútur að hlaða bíl upp í 80% hleðslu og þá eru hindranirnar fyrir leigubílana engar.“ Jón Trausti er gestur Dagmála í dag og gagnrýnir þær fyrirætlanir stjórnvalda að fella niður skattaíviln- anir á tengiltvinnbíla á nýju ári. Seg- ir hann að það muni hægja á orku- skiptum og leiða til mismununar. Leigubílarnir rafvæðist - Forstjóri Öskju segir mikilvægt að stíga mjög ákveðin skref í orkuskiptum - Telur niðurfellingu ívilnana við kaup á tengiltvinnbílum ýta undir mismunun Morgunblaðið/Unnur Karen Leigubíll Jón Trausti segir einfalt að rafvæða alla leigubíla landsins. MNiðurfelling leiði til … »4 _ Meðalfallþungi dilka í nýlokinni sláturtíð var 17,40 kg, hálfu kílói meira en á síðasta ári sem þó var metár að þessu leyti. Ástæður fyrir þessum miklu af- urðum er afrakstur ræktunarstarfs bænda og ekki síst hagstætt veður fyrir sauðfjárræktina um allt land. Besti árangurinn náðist þó á Suður- landi. Verulegur samdráttur varð í slátrun lamba í haust og er það sama þróun og undanfarin ár. »16 Morgunblaðið/Árni Torfason Réttir Lömb komu væn úr sumarhögum. Meðalfallþungi dilka aldrei verið meiri Golfhermum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og aðstaða til að æfa golf allan ársins hring hefur batnað að sama skapi. Frá og með árinu 2019 hefur golfhermum til útleigu á vegum golfklúbba og einkafyrir- tækja fjölgað úr tæplega 30 í um 80. Flestir eru hermarnir á höfuð- borgarsvæðinu og starfa golfkenn- arar á mörgum stöðvanna. Miðað við að uppsettur golfhermir í bás með öllum búnaði kosti 5-6 milljónir króna að meðaltali lætur nærri að fjárfesting í golfhermum á þessu þriggja ára tímabili sé 250-300 milljónir króna. Þá er ótalinn kostn- aður við húsnæði og annað sem fylgir, en oft er veitingaþjónusta af einhverju tagi tengd rekstri golf- hermanna. aij@mbl.is »20 Morgunblaðið/Eggert Golf GKG er með 22 golfherma. Yfir 250 milljónir í golfherma - Mikið fjárfest síðustu þrjú ár Mikill viðbúnaður var í gær við Reynisfjöru vegna tilkynningar um að erlendur ferðamaður hefði verið gripinn af öldu og borist út í sjó. Barst tilkynningin til Neyðarlínunnar kl. 14:50 og hófu björgunarsveitir í Rangárvalla- og Skaftafellssýslu þegar í stað leit að ferðamann- inum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmannaeyjum og þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Eftir nokkra leit fann þyrla Landhelgisgæsl- unnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru um fimmleytið í gær. Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suður- landi rannsakar nú tildrög slyssins. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fannst látin í sjónum við Reynisfjöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.