Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 265. tölublað . 109. árgangur .
Kalkúnaleggir
Ísfugl - lausfrystir
399KR/KG
ÁÐUR: 887 KR/KG
Lambasúpukjöt
Frosið, niðursagað
779KR/KG
ÁÐUR: 1.299 KR/KG
Fuji epli
4 stk
344KR/PK
ÁÐUR: 459 KR/PK
40%
AFSLÁTTUR 55%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ GILDA 11.--14. NÓVEMBER
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
ÍSLANDSPLATA
NÝS RÍKIS-
BORGARA
SAMDI KÓR-
VERK Á TÁN-
INGSALDRI
MÆTIR Á SÖNG-
ÆFINGAR Á
NÍRÆÐISALDRI
DAGLEGT LÍF 14 ELSTUR Í HEIMI 4DAMON ALBARN 70
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Með tiltölulega einföldum kerfis-
breytingum væri hægt að tryggja að
allir leigubílar hér á landi gengju
einvörðungu fyrir rafmagni. Þetta er
mat Jóns Trausta Ólafssonar, for-
stjóra Öskju, en fyrirtæki hans hefur
lagt fram nokkrar tillögur til þess að
hraða orkuskiptum í samgöngum.
„Hér í höfuðborginni eru um 400
leigubílar og þeir aka á við 2.000 fjöl-
skyldubíla. Það er mjög einfalt að
breyta kerfinu og beina þeim öllum í
rafmagn. Það er líka ímyndarmál
fyrir Ísland, að hér séu allir leigubíl-
ar rafmagnsbílar,“ segir Jón Trausti.
Hann bendir á að leigubílstjórar
fái niðurfelld vörugjöld af bensín- og
díselbílum en að enginn aukastuðn-
ingur, umfram almennar aðgerðir,
sé í boði til þess að hraða orkuskipt-
um í greininni.
„Við viljum að greiddur verði raf-
magnaður stuðningur við leigubíla
sem að fullu verða knúnir rafmagni.
Þar mætti miða við styrk sem næmi
t.d. einni milljón. Þá ætti að fella nið-
ur regluna um niðurfellingu vöru-
gjalda af bensín- og díselbílum. Með
því yrðu hvatarnir réttir.“
Jón Trausti bendir þó á að ekki sé
nóg að stíga þetta skref heldur þurfi
einnig að hraða uppbyggingu hrað-
hleðsluinnviða á mikilvægum ferða-
mannastöðum á borð við Keflavík-
urflugvöll, Gullfoss og Geysi, á
Snæfellsnesi og við Bláa lónið.
„Það tekur ekki nema 15 mínútur
að hlaða bíl upp í 80% hleðslu og þá
eru hindranirnar fyrir leigubílana
engar.“
Jón Trausti er gestur Dagmála í
dag og gagnrýnir þær fyrirætlanir
stjórnvalda að fella niður skattaíviln-
anir á tengiltvinnbíla á nýju ári. Seg-
ir hann að það muni hægja á orku-
skiptum og leiða til mismununar.
Leigubílarnir rafvæðist
- Forstjóri Öskju segir mikilvægt að stíga mjög ákveðin skref í orkuskiptum
- Telur niðurfellingu ívilnana við kaup á tengiltvinnbílum ýta undir mismunun
Morgunblaðið/Unnur Karen
Leigubíll Jón Trausti segir einfalt
að rafvæða alla leigubíla landsins. MNiðurfelling leiði til … »4
_ Meðalfallþungi dilka í nýlokinni
sláturtíð var 17,40 kg, hálfu kílói
meira en á síðasta ári sem þó var
metár að þessu leyti.
Ástæður fyrir þessum miklu af-
urðum er afrakstur ræktunarstarfs
bænda og ekki síst hagstætt veður
fyrir sauðfjárræktina um allt land.
Besti árangurinn náðist þó á Suður-
landi. Verulegur samdráttur varð í
slátrun lamba í haust og er það
sama þróun og undanfarin ár. »16
Morgunblaðið/Árni Torfason
Réttir Lömb komu væn úr sumarhögum.
Meðalfallþungi dilka
aldrei verið meiri
Golfhermum hefur fjölgað mjög á
síðustu árum og aðstaða til að æfa
golf allan ársins hring hefur batnað
að sama skapi. Frá og með árinu
2019 hefur golfhermum til útleigu á
vegum golfklúbba og einkafyrir-
tækja fjölgað úr tæplega 30 í um 80.
Flestir eru hermarnir á höfuð-
borgarsvæðinu og starfa golfkenn-
arar á mörgum stöðvanna.
Miðað við að uppsettur golfhermir
í bás með öllum búnaði kosti 5-6
milljónir króna að meðaltali lætur
nærri að fjárfesting í golfhermum á
þessu þriggja ára tímabili sé 250-300
milljónir króna. Þá er ótalinn kostn-
aður við húsnæði og annað sem
fylgir, en oft er veitingaþjónusta af
einhverju tagi tengd rekstri golf-
hermanna. aij@mbl.is »20
Morgunblaðið/Eggert
Golf GKG er með 22 golfherma.
Yfir 250
milljónir í
golfherma
- Mikið fjárfest
síðustu þrjú ár
Mikill viðbúnaður var í gær við Reynisfjöru
vegna tilkynningar um að erlendur ferðamaður
hefði verið gripinn af öldu og borist út í sjó.
Barst tilkynningin til Neyðarlínunnar kl. 14:50
og hófu björgunarsveitir í Rangárvalla- og
Skaftafellssýslu þegar í stað leit að ferðamann-
inum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu
að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát
frá Vestmannaeyjum og þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar.
Eftir nokkra leit fann þyrla Landhelgisgæsl-
unnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru um
fimmleytið í gær.
Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suður-
landi rannsakar nú tildrög slyssins.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fannst látin í sjónum við Reynisfjöru