Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 41
FRÉTTIR 41Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Angela Merkel, kanslari Þýskalands,
hringdi í gær í Pútín, forseta Rúss-
lands, og hvatti hann til að beita sér
svo stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi
hættu að senda flóttafólk frá Mið-
Austurlöndum að landamærum Pól-
lands. Rússar hafa áður lagt til að
ESB veiti Hvítrússum efnahags-
stuðning svo þeir geti tekist á við
flóttamannavandann. ESB tekur það
ekki í mál þar sem Hvítrússar hafi
sjálfir skapað vandann til að ögra
ESB-ríkjunum. Íhugar sambandið
að herða þær refsiaðgerðir gegn
Hvíta-Rússlandi sem í gildi eru
vegna mannréttindabrota í landinu.
Aðstæður í skóglendinu á milli Pól-
lands og Hvíta-Rússlands, þar sem
þúsundir flóttamanna frá Mið-Aust-
urlöndum hafast við, versna með
hverjum deginum. Vetur er að ganga
í garð af fullum þunga með hitastigi
undir frostmarki, en fólkið, þar á
meðal fjöldi barna, kemst hvorki inn
fyrir landamæri Póllands né er því
leyft að snúa aftur heim.
Flóttafólkið dvelur í tjöldum og
hefur takmarkaðan matarforða.
Nokkrir hafa þegar látist og óttast er
að fleiri muni ekki lifa dvölina af.
Engu að síður streymir flóttafólk enn
að landamærunum með hjálp stjórn-
valda í Minsk sem þannig hefna fyrir
refsiaðgerðir Evrópusambandsins.
Framganga þeirra hefur sætt harðri
gagnrýni vestrænna stjórnvalda.
Pólsk stjórnvöld sögðu í gær að
þau hefðu náð að handsama tugi
flóttamanna sem komist hefðu ólög-
lega inn í landið frá Hvíta-Rússlandi
síðasta sólarhringinn. Víða á landa-
mærunum eru margfaldar gadda-
vírsgirðingar til að hindra för flótta-
manna en þeir hafa beitt klippum á
þær til að komast leiðar sinnar.
Pólskir landamæraverðir hafa svar-
að með táragasi og viðvörunarskot-
um.
Flóttamennirnir vilja flestir kom-
ast áfram til Þýskalands og hafa nær
sjö þúsund náð þangað frá því
straumurinn að landamærunum
hófst fyrir nokkrum mánuðum.
Fjölmiðlum hefur reynst mjög erf-
itt að afla fregna frá svæðinu vegna
fréttabanns sem Pólverjar hafa sett.
Íhuga refsiaðgerðir á flugfélög
Meðal þess sem ESB íhugar nú til
að stöðva flóttamannastrauminn er
að beita flugfélög, sem flytja flótta-
fólkið til Hvíta-Rússlands frá Mið-
Austurlöndum, refsiaðgerðum.
ESB hefur löngum verið gagnrýn-
ið á margt í stefnu hægristjórnarinn-
ar í Póllandi, þar á meðal afstöðu til
flóttafólks, en nú virðist sambandið
ekki eiga annan kost en að standa
með Pólverjum vegna þess hvernig
flóttamannastrauminn hefur borið að
og vegna þeirra áhrifa sem það mun
hafa víðar í Evrópu ef hvítrússnesk
stjórnvöld verða látin komast upp
með framferði sitt.
Hvítrússar reiða sig sem fyrr á
stuðning stjórnvalda í Moskvu.
Aðstæður versna stöðugt
- Þúsundir flóttamanna streyma að landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands
- Angela Merkel hvetur Pútín til að beita sér og stöðva aðgerðir Hvítrússa
AFP
Flóttafólk Sextán manna kúrdísk fjölskylda frá Írak, þar á meðal sjö ung börn, eitt fimm mánaða gamalt, er á með-
al fjölda flóttamanna í skóglendi við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Þau hafa dvalið þar í þrjár vikur.
Lögmenn Don-
alds Trumps,
fyrrverandi for-
seta Bandaríkj-
anna, hafa áfrýj-
að niðurstöðu
alríkisdómara
frá því á þriðju-
dag um að af-
henda skuli
rannsóknar-
nefnd Banda-
ríkjaþings öll skjöl sem tengjast
fundum og ráðagerðum í Hvíta hús-
inu frá 6. janúar sl. þegar æstur
múgur fylgismanna Trumps réðst
til inngöngu í þinghúsið. Nefndin
rannsakar hvort Trump og ráð-
gjafar hans hafi borið ábyrgð á
árásinni í þeim tilgangi að ógilda
úrslit forsetakosninganna.
BANDARÍKIN
Reynir að stöðva
afhendingu skjala
Donald Trump
Þingið í Nuuk á Grænlandi sam-
þykkti í fyrradag að banna alla
vinnslu úrans í landinu. Fyrirtæki í
eigu kínverskra stjórnvalda hefur
verið með áform um að grafa eftir
úrani í Kvanefjeldet á suðvest-
urhluta landsins Auk úrans er þar
marga eftirsótta málma að finna.
Úran er meðal annars notað til
kjarnorkuvinnslu. Fyrirhugaður
námugröftur hefur verið afar um-
deildur og var helsta hitamálið í
þingkosningum í landinu fyrr á
þessu ári. Námusvæðið er í helsta
landbúnaðarhéraðinu og hafa íbúar
þar lýst áhyggjum af áhrifum úr-
anvinnslu á matvælaframleiðsluna.
GRÆNLAND
Þingið bannar alla
vinnslu úrans
KVÖLDOPNUN
Á GARÐATORGI 11. NÓV.
VERIÐ VELKOMIN Á GARÐATORG Í GARÐABÆ
Opið til 20:00 í verslunum
Frábær stemning
Tilboð og léttar veitingar
Lifandi jazz á Te & kaffi frá kl. 20 til 22
Skemmtilegar verslanir og frábærir matsölustaðir