Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 „Tvær gjörólíkar konur mæla sér mót á veitingahúsi eftir að hafa tek- ið kápu hvor annarrar í misgripum nokkrum dögum áður. Þær komast að því að þær eiga kannski meira sameiginlegt en þær hafði grunað.“ Þannig er Rauðu kápunni, leikriti eftir Sólveigu Eiri Stewart, lýst á vef Þjóðleikhússins en það verður frumsýnt í dag í hádegisleikhúsinu í Leikhúskjall- aranum og er um 25 mínútur að lengd. Edda Björgvinsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir fara með hlut- verk kvennanna tveggja og leik- stjóri er Hilmar Guðjónsson. Í há- degisleikhúsinu í vetur verða frumsýnd fjögur ný ís- lensk verk sem valin voru í hand- ritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið stóð fyrir í samstarfi við RÚV og voru 247 leikrit send inn og fjögur valin úr þeim. Rauða kápan er ann- að í röðinni og verður verkið sýnt í hádeginu á virkum dögum og verkin verða að auki öll tekin upp og sýnd í Sunnudagaleikhúsi RÚV á næsta ári. Hádegisleikhúsið fer þannig fram að matur er borinn á borð milli kl. 12 og 12.15 og hefst síðan leik- sýningin og stendur yfir í um hálf- tíma. Skrifað í ritlistarnámi Sólveig á að baki nám í ritlist í Háskóla Íslands og skrifaði leikritið í einum ritlistarkúrsanna þar sem snerist um einþáttunga. „Síðan þró- aði ég það aðeins og ákvað að senda það í samkeppnina og það komst áfram,“ segir Sólveig og segist ekki hafa skrifað leikrit áður. Hún hafi skrifað smásögur sem gefnar hafi verið út með smásögum annarra. Sólveig er spurð hvort hún hafi ekki verið himinlifandi yfir að eiga eitt sigurverkanna. „Ég var mjög ánægð og þetta kom líka á svo góð- um tíma, það var búið að vera svolít- ið erfitt og þetta var mikið gleði- efni,“ segir hún. „Það var mjög gaman að verkið skyldi vera valið.“ – Nú veit ég ekkert um verkið nema það sem stendur á vef Þjóð- leikhússins. Má segja eitthvað meira um það eða er með því verið að skemma fyrir leikhúsgestum? „Maður vill nú ekki spilla fyrir en þegar ég skrifaði þetta þá var það með feminískum keimi, þetta eru konur af gjörólíkum kynslóðum, önnur er ung og hin eldri. Ég var að reyna að hafa þær sem ólíkastar en um leið láta eitthvað sameina þær,“ svarar Sólveig. Hún hefur fengið að fylgjast með æfingum og segir gaman að sjá hvernig verkið hefur breyst í æfingaferlinu og að upplifa hið óút- reiknanlega. Þá hafi verið gaman að sjá hvernig þær Edda og Snæfríður mótuðu persónurnar og sjá þær uppi á sviði í búningum. Að sumu leyti hafi þær verið allt öðruvísi en hún sá fyrir sér við skrifin, sem sé líka ánægjulegt. helgisnaer @mbl.is Kápur Snæfríður og Edda í leikritinu Rauða kápan sem er annað af fjórum sem sýnd eru í hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins í Leikhúskjallaranum. Konur af ólíkum kynslóð- um mætast í hádeginu - Rauða kápan frumsýnd í Leikhúskjallaranum Sólveig Eir Stewart L oftslagsváin, metoo-bylt- ingin, einelti, fordómar og útlendingaandúð. Já, bar- áttumálin í nútímasam- félagi eru síður en svo af skornum skammti og af nógu að taka hjá ungu fólki með sterka réttlætis- kennd. Er þá framangreindur listi ekki tæmandi upptalning. Í sinni fyrstu bók, Akam, ég og Annika, snertir Þórunn Rakel Gylfadóttir á mörgum mikil- vægum málefn- um og reynir að henda reiður á upplifun og líðan unglinga í sam- tímanum. Tímum sem einkennast í auknum mæli af hnattvæðingu og óvissu með yfirvof- andi loftslagsbreytingum og aukn- um ójöfnuði í alþjóðasamfélaginu. Bókin segir frá Hrafnhildi Unn- steinsdóttur, íslenskum unglingi, og hvernig líf hennar umturnast þegar hún neyðist til að flytja með móður sinni, stjúpföður og hálfsystrum frá Íslandi til Þýskalands. Þar bíða hennar ótal áskoranir á borð við nýtt tungumál, vinaleysi og ósam- vinnuþýtt skólakerfi. Eftir því sem líða tekur á dvölina kynnist Hrafn- hildur þó fleira fólki frá ólíkum menningarheimum. Opnar þetta augu hennar fyrir ýmsu en leiðir hana jafnframt í ógöngur. Í bókinni gerir höfundur tilraun til þess að gera lífi og vandamálum unglinga í samtímanum skil – þó með misjöfnum árangri. Söguþráð- urinn er á tíðum yfirborðskenndur og klisjulegur, og framvinda sög- unnar ekki alveg nógu sannfærandi á köflum. Fannst undirritaðri þá stundum bera á skorti á innsýn í veruleika og hugarheim ungs fólks í dag. Að því sögðu þá stendur höfundur vel að mörgu í bókinni. Þórunn ger- ir stormasömu sambandi mæðgn- anna góð skil og geta eflaust marg- ar ungar konur sett sig í spor Hrafnhildar í því samhengi. Reiði, ást, pirringur og margar aðrar til- finningar takast á þegar mæðgum lendir saman og getur borið á ósanngirni af beggja hálfu. Þá er meira en að segja það að biðjast af- sökunar og viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér. Auk þess vekur höfundur les- endur til umhugsunar um ýmis mál- efni. Til að mynda hvað það þýði að vera innflytjandi, og þá hvers konar „innflytjandi“. Það er ekki sama Jón og séra Jón, innflytjandi og flótta- maður, Íslendingur og Kúrdi. Hvað- an við komum virðist óneitanlega hafa áhrif á lífsgæði, móttökur og horfur okkar í nýju samfélagi, rétt eins og greint er frá í bókinni. Þá er spurningunni um réttæti velt upp og ábyrgð einstaklinga á að breyta til hins betra. Hefur ein manneskja burði til að laga stórt og umfangsmikið vandamál á borð við loftslagsvána? Hvað ef vandamálið er á minni skala og fórnarlömbin fólk sem við þekkjum og þykir jafn- vel vænt um? Er aðgerðaleysi merki um leti og hræðslu eða eigum við stundum ekkert með að skipta okkur af málefnum annarra? Ef marka má skilaboð bókarinnar mættu fleiri stundum taka upp hanskann fyrir aðra. Jafnvel þótt það þýði að setja sjálfan sig í óþægi- lega stöðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn Í sögunni „snertir Þórunn Rakel Gylfadóttir á mörgum mikil- vægum málefnum og reynir að henda reiður á upplifun og líðan unglinga“. Að gera eða ekki gera Unglingabók Akam, ég og Annika bbbnn Eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur. Angústúra, 2021. Kilja, 353 bls. HÓLMFRÍÐUR MARÍA RAGNHILDARDÓTTIR BÆKUR Tilnefningar til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna, EFA, sem af- hent verða í Berlín 11. desember, hafa verið kunngjörðar og er ís- lenska kvikmyndin Dýrið á meðal þeirra sem tilnefndar eru í upp- götvanaflokki, Prix Fipresci. Keppir hún þar m.a. við hina marg- lofuðu Promising Young Woman. Í aðalflokki verðlaunanna, flokki bestu evrópsku kvikmyndarinnar, eru fimm myndir tilnefndar. Eru það Compartment no. 6, Quo Vadis, Aida?, The Father, É stata la mano di dio og Titane. Kvikmyndir til- nefndar sem besta gamanmynd eru Ninjababy, Belle fille og Sentimen- tal og tilnefndar sem besta heimild- armynd eru Babi Yar. Context, Flugt, Herr Bachmann und seine Klasse, Taming the Garden og The Most Beautiful Boy in the World. Í flokki teiknimynda eru það Even Mice Belong in Heaven, Flugt, Ap- stjärnan, Where is Anne Frank og Dýrið tilnefnt til EFA-verðlauna Tilnefnd Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason í kvikmyndinni Dýrið. Wolfwalkers. Leikstjórar sem til- nefndir eru sem þeir bestu eru Radu Jude, Jasmila Zbanic, Florian Zeller, Paolo Sorrentino og Julia Ducournau. Tilnefndar sem besta leikkona eru Seidi Haarla, Carey Mulligan, Jasna Djuricic, Renate Reinsve og Agathe Rousselle. Tilnefndir sem besti leikari eru Yuriy Borisov, Franz Rogowski, Anthony Hopkins, Tahar Rahim og Vincent Lindon. Frekari upplýsingar má finna á europeanfilmawards.eu. Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is ÓLIN BYRJA Á MATARKJALLARANUM 18. NÓVEMBER UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat Gljáð Lambafillet seljurótarfroða, rauðkál, laufabrauð Jólasnjór mjólkur- og hvítsúkkulaði, piparkökur, yuzu 9.490 kr. VEGAN JÓ Vatnsmelónutartar fivespice ponzu, lárpera, won ton Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Yuzugljáð Grasker greni, rauðbeður, kóngasveppir Risalamande kirsuber, karamella 7.99 JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 10.990 kr. 0 kr. LJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.