Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 22
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríflega tíu þúsund einstaklingar voru skráðir atvinnulausir um sein- ustu mánaðamót. Atvinnuleysið á landinu mældist 4,9% í október og lækkaði úr 5% í mánuðinum á und- an, þar sem atvinnulausum fækkaði milli mánaða um 428 að meðaltali. Í nýútkominni skýrslu Vinnumála- stofnunar (VMST) kemur fram að fækkun atvinnulausra hafi að stærstum hluta átt sér stað á höf- uðborgarsvæðinu þar sem þeim fækkaði um 402. Nú er því spáð að atvinnuleysi muni lítillega aukast í nóvember, fyrst og fremst vegna árstíðabund- innar sveiflu og gæti það orðið á bilinu 5 til 5,3%. Atvinnuleysi mælist sem fyrr mest á Suðurnesjum en þar var 9,2% atvinnuleysi í október. Atvinnulaus- um hefur þó fækkað þar lítið eitt eða um 47 frá því í september. „Næst- mest var atvinnuleysið 5,2% á höf- uðborgarsvæðinu. Minnst var at- 5,0% 9,2% 17,8% 13,0% 9,6% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% 12,1% 12,8% 12,5% 12,1% 11,5% 10,0% 7,4% 6,1% 5,5% 5,0% 4,9% 5,0 3,5 5,7 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 1,4 10,6 1,4 10,7 1,2 11,6 11,4 11,0 10,4 9,1 7,4 6,1 5,5 5,0 4,9 Þróun atvinnuleysis frá feb. 2020 til okt. 2021 20% 15% 10% 5% 0 2020 2021 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Heimild: Vinnumálastofnun Atvinnulausum fækk- aði lítið eitt í október - Tíu þúsund án vinnu - Spá 5-5,3% atvinnuleysi í nóvember Morgunblaðið/Eggert Við störf Atvinnuleysi hefur minnk- að á milli mánaða allt frá áramótum. vinnuleysi í október á Norðurlandi vestra 1,8%, á Austurlandi 2,0% og 2,5% á Vesturlandi,“ segir í skýrslu VMST. Um seinustu mánaðamót voru 5.585 karlar án atvinnu og 4.498 kon- ur. Fækkaði atvinnulausum körlum um 141 milli mánaða og atvinnulaus- um konum fækkaði um 204. Fram kemur að 976 atvinnuleitendur sem voru án atvinnu í lok október voru á aldrinum 18-24. Hefur þeim fækkað um 19 frá því í september og ef litið er á breytinguna sem átt hefur sér stað frá því í október fyrir ári hefur atvinnulausum einstaklingum á þessum aldri fækkað um 1.181. Í stærstu atvinnugreinum fækk- aði atvinnulausu fólk mest í ferða- tengdri starfsemi, ferðaþjónustu, gistiþjónustu og veitingaþjónustu eða á bilinu 4% til tæp 6%. 4.069 erlendir atvinnuleitendur Fram kemur að samtals voru 4.069 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok október og fækkaði þeim um 75 frá því í september. „Mesta hlutfallslega fækkun at- vinnulausra í fjölmennum starfs- greinum frá september var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara í gistiþjónustu og í verslunarstarf- semi eða milli 3% og 3,4%. Hins veg- ar var fjölgun atvinnulausra í ýmiss konar þjónustu. Þessi fjöldi samsvarar um 11% at- vinnuleysi meðal erlendra ríkisborg- ara,“ segir í skýrslu VMST. 22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ KYNNINGARSVÆÐI www.xprent.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Háafell hefur fest kaup á fóður- pramma vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Fyrstu laxaseiðin fara í kvíar í utanverðum Skötufirði í byrjun maí og pramminn kemur til landsins í júní. Háafell er dótturfyrirtæki Hrað- frystihússins – Gunnvarar og hefur fengið leyfi til laxeldis í Ísafjarðar- djúpi. Laxakvíarnar verða settar nið- ur í utanverðum Skötufirði í vetur og vor. Seiðin eru alin í seiðastöð fyrir- tækisins á Nauteyri og verða þau tilbúin til útsetningar í vor, um hálf milljón seiða. Nauðsynlegt fyrir árangur Fóðurpramminn sem Háafell kaup- ir er frá Akva group í Noregi. „Fóð- urprammi er nauðsynlegur til að ná hámarksárangri í fóðrun og rekstri sjókvíaeldisstöðva. Myndavélar í kví- unum eru tengdar prammanum og ljós til að stýra kynþroska. Fóðrun úr prammanum er fjarstýrt úr landi sem er hentugt ef ekki er hægt að komast út í prammann vegna veðurs og því fóðrað alla daga,“ segir Gauti Geirs- son, framkvæmdastjóri Háafells. Þótt laxeldið sé í minni kantinum í upphafi mun það aukast þar til leyfi fyrirtækisins til að framleiða um 6.800 tonn af laxi verður fullnýtt og mun fóðurpramminn geta annað þeirri framleiðslu. Fóðurprammi af þessari gerð kost- ar um 350 milljónir króna með öllum búnaði. Hann verður tengdur við raf- magn úr landi og er Háafell í sam- starfi við Orkubú Vestfjarða og Eflu við að koma þeirri tengingu á. Gauti segir gleðilegt að það skuli vera hægt. „Þetta fyrirkomulag sparar mikla olíu og við losnum við olíuflutninga út á prammann. Þetta er mun umhverfis- vænna, eins og vera ber,“ segir Gauti. Íslensku fiskeldisfyrirtækin hafa keypt marga fóðurpramma frá Akva group. Næsta sumar verða ellefu slík tæki, af mismunandi stærðum, í notk- un hér á landi. Háafell er með eldi á regnboga- silungi og hefst slátrun úr kvíum í Álftafirði í næstu viku. Verður unnið að því næstu 2-3 mánuði og slátrað verður upp úr öðrum kvíum á næsta ári. Regnboganum verður slátrað í aðstöðu Háafells í Súðavík og megnið af honum fryst í samvinnu við Klofn- ing á Suðureyri. Slátrun á laxi hefst síðan á árinu 2023 og má þá búast við að 1.500 til 2.000 tonn af afurðum komi upp úr kvíunum, ef eldið gengur að óskum, að sögn Gauta. Ljósmynd/Akva group Fóðrun Fóðurprammarnir frá Akva group hafa reynst vel hér við land. Næsta sumar verða ellefu prammar frá þeim í notkun við Ísland. Fyrsti pramm- inn í Djúpið - Háafell hefur laxeldi næsta vor Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, hlaut brautryðjendaverðlaunin, Trail Bla- zer‘s Award, á heimsþingi kvenleið- toga í Hörpu í gær. Verðlaunin eru veitt kvenþjóðarleiðtogum sem hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kynslóðir í jafnréttismálum. Í tilkynningu er haft eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stofnanda Women Political Leaders, að Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða varðandi kvenleiðtoga. Jóhanna Sigurðardóttir hafi, eins og allir verðlaunahafar WPL Trailblazer-verðlaunanna und- anfarin fimm ár, haft áhrif á viðhorf fólks til kvenleiðtoga og opnað dyr fyrir þá sem á eftir koma. WPL Trailblazer-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2017. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Erna Sol- berg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra og Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands og verndari heimsþings kvenleiðtoga. Ljósmynd/María Kjartansdóttir Leiðtogar Silvana Koch-Mehrin, Jóhanna Sigurðardóttir, Vigdís Finn- bogadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir í Hörpu. Jóhanna verðlaunuð á heimsþingi kvenleiðtoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.